Skessuhorn - 27.07.2016, Síða 22
MIÐVIKUDAGUR 27. JÚLÍ 201622
„Hvað ætlar þú að gera um
verslunarmannahelgina?“
Spurning
vikunnar
(Spurt á Grundarfirði)
Ingi Hans
„Ég ætla að vera heima hjá
mér.“
Sunna Njálsdóttir
„Hér í Grundarfirði á 50 ára
afmælishátíð Grundarfjarðar-
kirkju. Ég er í afmælisnefnd.“
Sigurborg Kr. Hannesdóttir
„Syngja í messu á 50 ára afmæli
Grundarfjarðarkirkju. Ég ætla
einnig að fara og kenna dans á
edrúhátíðinni að Hlöðum. Síð-
an að njóta lífsins þess á milli.“
Rósa Guðmundsdóttir
„Heima, aldrei þessu vant. Afs-
löppun eftir hátíðina Á góðri
stund sem var síðustu helgi.“
Jónatan Björnsson
„Ég verð að vinna upp á Búr-
felli.“
Á sunnudag mættu Skagamenn liði
ÍBV á Akranesvelli í tólftu umferð
Pepsi deildar karla. Skagamenn sem
byrjuðu mótið illa og voru aðeins
með fjögur stig eftir sjö umferðir
hafa snúið við blaðinu í undanförn-
um leikjum. Þeir sigruðu lið ÍBV
2-0 og hafa þeir því unnið fimm
leiki í röð. Þetta er lengsta sigur-
ganga Skagamanna í 13 ár en það
var undir lok tímabilsins 2003 sem
Skagamenn unnu síðast fimm leiki
í röð. Eini leikmaður Skagamanna
sem lék einnig tímabilið 2003 er
Garðar Bergmann Gunnlaugsson
en Gunnlaugur Jónsson, þjálfari
liðsins, var fyrirliði árið 2003.
Skagamenn stjórnuðu leiknum að
mestu leyti í fyrri hálfleik og voru
mjög hættulegir fram á við. Það
kom ekki mörgum óvart að Garð-
ar Bergmann Gunnlaugsson skor-
aði fyrsta mark leiksins, það gerði
hann á 17. mínútu. Garðar fékk
boltann frá Tryggva Hrafni vinstra
megin við teiginn; hann sneri sér í
átt að markinu og negldi boltanum
utan teigs í slána og inn. Gríðarlega
fallegt mark og það virðist ekkert
geta stöðvað markaskorun Garðars
þessa stundina, hann er nú kominn
með ellefu mörk í tólf leikjum.
Á 33. mínútu kom annað mark
Skagamanna. Skagamenn fengu
hornspyrnu þar sem Ármann Smári
stangið sendingu Iain Williamson
í átt að marki en Vestmanneying-
ar björguðu á línu. Boltinn barst þá
út á kantinn til Jóns Vilhelms sem
sendi hann aftur inn í og þar náði
varnartröllið Ármann Smári öðr-
um skalla að marki og í þetta sinn
endaði boltinn í netinu. Staðan 2-0
þegar Þorvaldur Árnason flautaði
til hálfleiks.
ÍBV spiluðu betri fótbolta í síð-
ari hálfleik en þeim fyrri. Þeir áttu
erfitt með að skapa sér sóknarfæri
og voru sóknir Skagamanna hættu-
legri þó þær væru færri en í fyrri
hálfleik. Hálfleikurinn var einnig
töluvert rólegri en sá fyrri.
Á 74. mínútu var Darren Lough
sendur útaf með sitt annað gula
spjald. Skagamenn voru allt ann-
að en sáttir og dómurinn nokk-
uð umdeildur. Darren renndi sér í
boltann fyrst en fór svo í manninn
og mat Þorvaldur Árnason atvikið
sem svo að um brot væri að ræða og
Darren því sendur útaf. Eyjamenn
voru því einum fleiri síðasta kort-
erið og sókn þeirra varð þyngri það
sem eftir var. Þó svo að sókn þeirra
væri þung var lítið um hættuleg
færi. Lokatölur urðu þær að Skaga-
menn sigruðu leikinn með tveimur
mörkum gegn engu.
Skagamenn eru með sigrinum
komnir upp í fimmta sæti deildar-
innar, sex stigum frá toppliði FH
en Skagamenn mæta einmitt FH í
næstu umferð á Akranesvelli mið-
vikudaginn 3. ágúst.
bþb
Lengsta sigurganga Skagamanna
í efstu deild í 13 ár
Markaskorararnir Ármann Smári Björnsson og Garðar Gunnlaugsson fagna sigri á ÍBV á sunnudag. Ljósm. gbh.
Víkingur Ólafsvík tók á móti
Breiðablik í Pepsi deild karla þann
24. júlí síðastliðinn. Gestirnir voru
ívið ákveðnari í sínum aðgerðum á
meðan heimamenn lágu töluvert til
baka. Fátt markvert gerðist í fyrri
hálfleik en staðan var 0-0 þegar að
dómarinn flautaði til leikhlés. Það
sama var uppi á teningnum í síð-
ari hálfleik og Víkingar áttu í stök-
ustu vandræðum með að skapa sér
færi og náðu aldrei að ógna marki
Breiðabliks að neinu ráði nema þá
helst með skotum fyrir utan teig
sem að Gunnleifur Gunnleifsson
markvörður Breiðabliks réði auð-
veldlega við. Gestirnir brutu svo
ísinn á 65. mínútu þegar Árni Vil-
hjálmsson náði að skora og koma
Breiðablik í 1-0 forystu. Heima-
menn reyndu hvað þeir gátu en
varnarmenn gestanna með Damir
Muminovic, fyrrverandi leikmann
Víkings, fremstan í flokki hleyptu
þeim aldrei í gegn. Það var svo á
83. mínútu að Arnþór Ari Atlason
bætti við öðru marki Breiðabliks
og kom gestunum í 2-0 að úr-
slitin voru ráðin. Sanngjarn sigur
Breiðabliks sem komst með sigr-
inum í þriðja sæti deildarinnar á
meðan Víkingur Ólafsvík datt nið-
ur í það sjötta.
Næsti leikur Víkings er gegn Val
miðvikudaginn 3. ágúst næstkom-
andi. Leikið verður á Hlíðarenda í
Reykjavík.
tfk
Víkingur tapaði á
heimavelli
Körfuknattleiksdeild Skallagríms
hefur gengið frá nýjum samningi við
Finn Jónsson um þjálfun karlaliðs
félagsins til 2019, eða næstu þriggja
keppnistímabila. Finnur hefur þjálf-
að meistaraflokk Skallagríms frá
því í ársbyrjun 2015. Hann var við
stjórnvölinn þegar liðið tryggði sér
sæti í Domino’s deild karla á nýjan
leik eftir sigur í oddaleik í úrslita-
einvígi við Fjölni í úrslitakeppni
1. deildar. Finnur er einnig yfir-
þjálfari yngri flokka Skallagríms
og hefur komið að þjálfun yngri
landsliða Íslands.
Finni til aðstoðar verður Atli Að-
alsteinsson en hann mun jafnframt
leika með liðinu. Atli hefur þjálfað
yngri flokka félagsins. Hann lék með
Skallagrími síðasta vetur en meiddist
á öxl undir lok tímabilsins og er nú
í endurhæfingu vegna þeirra meiðsla.
Vonir Skallagrímsmanna standa til að
Atli geti spilað aftur á nýju ári.
Atli tekur við stöðu aðstoðarþjálf-
ara af reynsluboltanum Hafþóri Inga
Gunnarssyni, sem var spilandi þjálf-
ari Skallagríms á síðasta tímabili.
„Vill körfuknattleiksdeild Skalla-
gríms þakka Hafþóri kærlega fyr-
ir frábær störf og vonast deildin eftir
því að fá að njóta krafta hans í fram-
tíðinni,“ segir á facebook síðu Skalla-
gríms. kgk
Breytingar á þjálfarateymi
Skallagríms
Þjálfarateymi karlaliðs Skallagríms
á komandi vetri. Atli Aðalsteinsson
aðstoðarþjálfari og Finnur Jónsson
þjálfari. Ljósm. Skallagrímur.
Ejub Purisevic þjálfari Víkings gaf
það út á dögunum að hann ætlaði
að bæta við sig þremur til fjórum
leikmönnum áður en félagsskipta-
glugginn lokar í byrjun ágúst. Ejub
hefur nú fengið til liðs við Víking
einn leikmann. Martin Svensson
er 26 ára gamall Dani sem spilar á
kantinum. Hann hefur á ferli sín-
um leikið með Silkeborg, Randers,
Viborg og Vejle Boldklub í Dan-
mörku áður en hann hélt til Ís-
lands á þessu ári þar sem hann spil-
aði fyrri hluta tímabils þrjá leiki
með Víkingi frá Reykjavík en er
nú kominn til Ólafsvíkur. Mart-
in lék sinn fyrsta leik með Víkingi
Ólafsvík gegn Breiðablik á sunnu-
daginn.
bþb/ Ljósm. vikingurol.is
Martin Svensson til liðs
við Víking Ólafsvík