Skessuhorn


Skessuhorn - 31.08.2016, Blaðsíða 6

Skessuhorn - 31.08.2016, Blaðsíða 6
MIÐVIKUDAGUR 31. ÁGÚST 20166 Nýr deildar- forseti ráðinn til LbhÍ HVANNEYRI: Auður Magnúsdóttir er nýr deild- arforseti Auðlinda- og um- hverfissviðs Landbúnað- arháskóla Íslands á Hvann- eyri. Þetta kemur fram í frétt á vef LbhÍ. Auður er lífefnafræðingur, lauk BSc prófi í lífefnafræði frá Há- skóla Íslands árið 2000 og varði doktorsritgerð í sama fagi við Stokkhólmsháskóla og Karolinska Institut í Sví- þjóð árið 2008. Auður starf- aði síðast hjá Íslenskri erfða- greiningu þar sem hún var verkefnisstjóri rannsókna á hjartsláttartruflunum og síðan deildarstjóri nýrr- ar deildar, Funcional geno- mics, sem hún tók einmitt þátt í að stofna og koma á fót. Þar áður starfaði auð- ur hjá líftæknifyrirtækinu Orf líftækni. Fyrst sem hóp- stjóri en síðar sem deildar- stjóri próteintæknideild- ar þar sem hún stýrði pró- teinrannsóknar- og þróun- arvinnu fyrirtækisins ásamt framleiðslu á fínhreinsuð- um raðbrigðapróteinum úr byggi. Auður var kjörin for- maður Samtaka kvenna í vísindum á fyrsta aðalfundi félagsins sem haldinn var í sumar. -kgk Varðar við lög að stinga af frá tjóni VESTURLAND: Hvimleið tjón verða oft á bílastæðum, sér- staklega á stórum bílastæðum við verslanir og fyrirtæki. Theó- dór Þórðarson yfirlögregluþjónn segir að því miður komi það oft fyrir að stungið sé af frá slíkum málum. „Hægt er að fullyrða að sjaldnast er það svo að viðkom- andi ökumaður, sem hlut á að máli, verði ekki var við óhapp- ið eða utaníkeyrsluna en að sjálf- sögðu kemur það líka fyrir. Situr þá bíleigandinn eftir með tjónað- an bíl og viðgerðarkostnað sem hann þarf sjálfur að borga. Oft gefa vitni sig fram á vettvangi eða tilkynna atvikin til lögreglu og stundum skilja menn eftir upplýsingar á miða undir rúðu- þurrku á tjónaða bílnum með nafni vitnis og jafnvel bílnúmer þess sem keyrir utan í eða veldur tjóninu. Þá gerist það einnig að lögreglan hefur uppi á tjónvaldi vegna sjáanlegrar ákomu á bíln- um hans sem passar við tjónið á hinum bílnum hvað varðar lit og staðsetningu. Það varðar að sjálfsögðu við lög að stinga af frá umferðaróhappi og eru menn sektaðir fyrir slíkt ef það sann- ast,“ segir Theódór. -mm Matfugl innkallar kjúklingastrimla LANDIÐ: Við reglubund- ið innra eftirlit Matfugls ehf. greindist bakterían Listeria Monocytogenes í pakkningu af Matfugls kjúklingastrimlum. Fyrirtækið hefur því ákveðið að innkalla vöruna í varúðarskyni. Innköllunin nær eingöngu til pakkninga með lotunúmerinu 3101126331 með best fyrir dag- setninguna 03.09.2016. Neyt- endum sem keypt hafa vöruna er bent á að skila henni til fyrir- tækisins eða í viðkomandi versl- un. „Beðist er velvirðingar á óþægindum sem innköllunin kann að valda neytendum,“ seg- ir í tilkynningu. -grþ Kennarar og SÍS sömdu að nýju LANDIÐ: Félag grunnskóla- kennara og Samband íslenskra sveitarfélaga skrifuðu á þriðju- daginn undir nýjan kjarasamn- ing. Samningurinn byggir á fyrri samningi sem félagsmenn FG felldu í atkvæðagreiðslu í byrj- un júní sl. „Það er mat samn- inganefndar og svæðaformanna FG að með hinum nýja kjara- samningi séu helstu vankant- ar fyrri samnings lagaðir. Auk breytinga á texta kjarasamn- ings eru ákveðin atriði skýrð og við bætast nokkur ný efnis- atriði.“ Kynning á hinum nýja kjarasamningi hefur verið send í tölvupósti til félagsmanna. Þá verður samningurinn kynnt- ur trúnaðarmönnum félagsins á næstu dögum og í framhaldinu verður efnt til opinna funda fyr- ir félagsmenn, segir í tilkynn- ingu frá FG. -mm Elkem Ísland hlaut á dögunum gullmerki jafnlaunaúttektar PwC á Íslandi. Samkvæmt jafnréttislög- um ber atvinnurekendum að greiða konum og körlum jöfn laun fyrir jafn verðmæt störf og til að stan- dast jafnlaunaúttektina þurfa fyrir- tæki að sýna fram á að launamunur kynjanna sé undir 3,6%. Jafnlauna- úttekt PwC byggir á línulegri fjöl- breytuaðhvarfsgreiningu. Sá launa- munur sem situr eftir þegar tekið hefur verið tillit til áhrifa tiltekinna breyta á laun (óútskýrður launa- munur), er skilgreindur sem ígildi kynbundins launamunar. Í greiningunni var stuðst við eft- irtaldar breytur: aldur, starfsaldur, menntun, starfshóp, stöðu gagn- vart jafningjum og stöðu í skipuriti. Þá var einnig tekið tillit til áhrifa heildarvinnustunda þegar gerð var sambærileg greining á heildarlaun- um. Niðurstaða PwC leiddi í ljós að launamunur kynjanna reynd- ist 0,1% í grunnlaunum og 0,6% í heildarlaunum hjá Elkem Ísland, sem þykir mjög góður árangur. „Við erum einstaklega stolt af gullmerk- inu, því það styður við þau gildi sem við störfum samkvæmt um að koma fram af virðingu, stuðla að liðsheild og stunda fagleg vinnubrögð,“ seg- ir Þóra Birna Ásgeirsdóttir mann- auðsstjóri Elkem Ísland. grþ Elkem Ísland hlýtur gullmerki jafnlaunaúttektar PwC Hafsteinn M. Einarsson frá PwC og Þóra Birna Ásgeirsdóttir mannauðsstjóri Elkem Ísland við afhendingu gullmerkisins jafnlaunaúttektar PwC. Úttekt Matvælastofnunar á gyltubúum í landinu nú vor leiddi í ljós að básahald gyltna og gelding- ar grísa er á undanhaldi og bógsár- um á gyltum hefur fækkað og eru nú vægari en áður. Stofnunin hefur unnið úr niðurstöðum eftirlits sem fram fór í apríl og maí 2016 og gef- ið út samantekt. Farið var í eftirlit á öll svínabú landsins sem halda gylt- ur, alls 14 bú. Eftirlitið var fram- kvæmt af dýralækni í viðkomandi umdæmi sem og sérgreinadýra- lækni svínasjúkdóma. Sambærileg úttekt var framkvæmd árið 2014. „Umskipti hafa átt sér stað milli ár- anna 2014 og 2016 varðandi geld- ingar grísa, séu grísir geltir þá er það framkvæmt í samræmi við ákvæði laga og reglna. Bændur hafa í auknum mæli lagt af geldingar eða tekið upp bólusetningu gegn galt- arlykt. Halaklippingar eru á und- anhaldi, það tekur þó tíma að geta lagt af halaklippingar á búum al- mennt því varnir gegn halabiti eru nátengdar breytingum á aðbún- aði grísanna. Stakkaskipti hafa orð- ið á básahaldi gyltna, rúmur þriðj- ungur búa hafa allar gyltur í lausa- göngu, rúmur þriðjungur búa eru með lausagöngu að hluta og unn- ið er að afnámi básahalds hjá öllum sem enn nota bása. Bógsárum hefur fækkað og eru þau einnig vægari en áður.“ mm Jákvæð umskipti hafa orðið í aðbúnaði svína

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.