Skessuhorn


Skessuhorn - 31.08.2016, Blaðsíða 9

Skessuhorn - 31.08.2016, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 31. ÁGÚST 2016 9 P e n i n g a s t e f n u n e f n d Seðlabanka Íslands hef- ur ákveðið að lækka stýri- vexti um 0,5 prósentustig, úr 5,75% niður í 5,25%. Þetta kemur fram í yfir- lýsingu peningastefnu- nefndar sem birt var á miðvikudag. Þar er einnig greint frá því að nefndin telur að hagvöxtur verði nokkru meiri en spáð var í maí, eða 4,9% og gert er ráð fyrir áframhaldandi örum vexti á næsta ári. Þá kemur fram að þrátt fyrir miklar launahækkanir og aukna framleiðsluspennu hafi verðbólga haldist undir markmiðum um tveggja og hálfs árs skeið. Í júlí mældist verðbólga 1,1% og hefur ekki verið lægri síð- an í ársbyrjun 2015. Verðbólgumark- mið Seðlabankans er 2,5% verðbólga með vikmörkum upp á 1,5% upp og niður. Fari verðbólgan út fyrir þau mörk þarf bankinn að ríkisstjórn grein fyrir því hvort grípa þurfi til aðgerða. Verðbólguhorfur hafa batnað frá síðustu spá og útlit fyrir að verðbólga haldist undir markmiði fram á næsta ár, haldist gengi krónunnar óbreytt. Samkvæmt spánni mun verðbólga aukast þegar innflutningsverðlag hættir að lækka og áhrif gengishækk- unar fjara út. Þó segir í yfirlýsingu peningastefnunefndar að verðbólgan muni aukast hægar og ekki verða jafn mikil og áður var spáð. Ástæða til varfærni við ákvörðun vaxta „Aðhaldssöm peningastefna hef- ur haldið aftur af lánsfjáreftirspurn og stuðlað að auknum sparnaði og þannig rennt stoðum undir meiri viðskiptaafgang og hækkun krón- unnar. Ásamt hagstæðum ytri að- stæðum hefur peningastefnan því leitt til minni verðbólgu og ný- lega til þess að verðbólguvænting- ar eru nálægt verðbólgumarkmið- inu. Af sömu ástæðum hafa raun- vextir hækkað nokkuð að undan- förnu umfram það sem fyrri spár bankans sem byggðust á óbreyttu gengi gerðu ráð fyrir,“ segir í yf- irlýsingu peningastefnunefnd- ar. Vísbendingar eru um að peningastefnan hafi náð meiri árangri á undanförn- um mánuðum en vænst var fyrr á árinu. Því sé útlit fyr- ir að hægt verði að halda verðbólgunni við markmið til miðlungslangs tíma með lægri vöxtum en áður var talið. Líkur á vaxandi spennu í þjóðarbúskapnum og óvissa í tengslum við losun hafta kalli hins vegar á varfærni við ákvörðun vaxta. „Hvort þeir lækki frekar eða þurfi að hækka á ný mun á næst- unni ráðast af efnahagsþró- un og því hvernig tekst til við losun fjármagnshafta,“ segir í yfirlýsingu peninga- stefnunefndar. kgk Stýrivextir Seðlabankans lækkaðir um hálft prósentustig Inga Björk Bjarnadóttir NÁNARI UPPLÝSINGAR UM INGU ER AÐ FINNA Á WWW.FACEBOOK.COM/ALTHINGA SJÁLFBOÐALIÐAR ÓSKAST Í BARNASTARF SK ES SU H O R N 2 01 6 Barnastarfið felst í því að taka á móti krökkum á grunnskólaaldri sem koma í RK húsið eftir skólatíma í einn og hálfan tíma, einu sinni í viku. Þar fá þau kakó og brauð, lita, teikna, spjalla og spila bingó. Kjörið tækifæri fyrir þá sem hafa gaman af lífinu og hressum krökkum. Hafið samband við Shyamali shyamali@redcross.is eða í síma 431-2135 fyrir frekari upplýsingar. Flokkur Fólksins boðar til fundar í Tónlistarskólanum á Akranesi, Dalbraut 1, miðvikudaginn 29. ágúst kl 19.30 um samspil tryggingakerfisins við lífeyrissjóði og þær bætur sem stjórnar- flokkarnir hafa lofað að hrinda fram með því að samþykkja breytingar á lögum um almannatryggingar nr. 100/2007. Einum fulltrúa, ráðherra eða þingmanni hefur verið boðið að hafa framsögu frá hvorum stjórnarflokki. Andsvör munu veita Halldór Gunnarsson, formaður kjararáðs EB í Rangárvallasýslu og Guðmundur Ingi Kristinsson formaður Bótar. Auk þess verða umræður og fyrirspurnir. Allir áhugasamir hjartanlega velkomnir. Fundarboð um almanna- tryggingakerfið og lífeyrissjóðina SK ES SU H O R N 2 01 6

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.