Skessuhorn


Skessuhorn - 31.08.2016, Blaðsíða 28

Skessuhorn - 31.08.2016, Blaðsíða 28
MIÐVIKUDAGUR 31. ÁGÚST 201628 Vörur og þjónusta Hönnun prentgripa & alhliða prentþjónusta Drei bréf - Boðsbréf Ritgerðir - Skýrslur Reikningar - Eyðublöð Umslög - Bréfsefni Fjölritunar- og útgáfuþjónustan Getum við aðstoðað þig? sími: 437 2360 olgeirhelgi@islandia.is R E S T A U R A N T Upplýsingar í síma: 430 6767 R E S T A U R A N T Upplýsingar í síma: 430 6767 Hilmir B ehf Löggiltur pípulagningameistari Alhliða pípulagningaþjónusta hilmirb@simnet.is facebook.com/hilmirbehf LAUSNIN HÖFÐASELI Opnunartími er frá kl. 8:00-16:00 alla virka daga Daglegar ferðir milli Reykjavíkur og Borgarness Tvær ferðir í viku í sveitir Borgarfjarðar Skrifstofan er opin mánudaga – föstudaga kl. 9.00 – 12.00 og 13.00 – 15.30 Sími 437-2030 - v.v@simnet.is DAGLEGAR FERÐIR BORGARNES - REYKJAVÍK Skólarnir eru byrjaðir að nýju og sumir þeirra hafa tekið upp þá stefnu að fella heimanámið niður að mestu. Sitt sýnist hverj- um en hóflegt heimanám ætti ekki að skaða neinn. Þau yngstu þurfa auðvitað að fá hjálp og hvatningu. Hún þarf oft ekki að vera mikil eins og eftirfarandi frásögn sýnir. Sjö ára gutti er í helgarvist hjá afa og ömmu. Það er komið fram yfir hádegi á sunnudegi og fer að líða að því að mamma komi og sæki hann. Ertu búinn að læra fyrir morgundaginn spyr amma? Já, allt nema.. svarar sá stutti. Nema hvað, spyr amma. Æi, ég átti að teikna mynd og gera vísu, svarar hann hálf dapur. En er það nokkuð mál, spyr amma. Ég get alveg teiknað mynd, en ég kann ekki að gera vísu, svarar sá stutti dapur. Það er mikið betra fyrir þig að gera þetta núna held- ur en þreyttur í kvöld, segir amma. Talaðu við afa hann getur hjálpað þér með vísuna. Þú getur teiknað myndina á eftir. Drengurinn féllst á það. Um hvað átti vísan að vera, spyr afi. Um haustið, svarar dreng- urinn. Hvað veist þú um haustið, spyr þá afi. Ég veit það ekki, svarar drengurinn vonlítill. Nú skulum við hugsa um eitt- hvað sem gerist á haustin, seg- ir afi. Mannstu eftir einhverju? Ég veit það ekki, svarar drengur- inn. Nú skal ég hjálpa þér, segir afi. Ég ætla að nefna eitthvað sem gerist á haustin og þú segir setn- ingar sem ég skrifa niður og verð- ur að ljóði. Drengurinn samþykk- ir það. Nú veit ég, segir drengur- inn allt í einu glaður. Veistu hvað, spyr afi. Hvað ljóðið á að heita. Nú hvað á það að heita. „Það haust- ar að,“ svarar drengurinn mun hressari en áður. Það líst mér vel á, segir afi. Þá byrjum við. Hvað getur þú sagt mér um kindurn- ar? Kindurnar koma af fjalli, svar- ar drengurinn. Afi skrifar það nið- ur. En hvað með fuglana? Fuglarn- ir fara af stað, svarar drengurinn. En heyið, spyr afi. Heyið fer inn í hlöðu, svarar drengurinn. Þá vant- ar aðeina eina línu, segir afi. Það haustar að, segir drengurinn ákaft. Nei, ég var búinn að segja það, segir hann svo. Það passar bara ágætlega, segir afi. Viltu heyra vís- una þína. Drengurinn kinkar kolli. Vísan hún er svona: Það haustar að Kindurnar koma af fjalli. Fuglarnir fara af stað. Heyið fer inn í hlöðu. Það haustar að. Ertu ekki ánægðar með vísuna, spyr afi. Jú, svarar drengurinn glaður. Nú skaltu fara og teikna myndina áður en mamma þín kem- ur. Þú skalt sýna henni þetta þegar þú kemur heim. Drengurinn sest við og var ekki lengi að setja hug- myndir sínar á blað. Þegar þau mæðginin komu heim spurði mamma: Ertu alveg bú- inn að læra fyrir morgundaginn. Já, svaraði drengurinn glaður. En myndin og ljóðið um haustið? Já ég er líka búinn með það, svarið drengurinn kotroskinn og sýndi mömmu sinni myndina og ljóðið. Það kom skrítnn svipur á mömmu og hún spurði: Gerð- ir þú vísuna sjálfur? Já, svaraði snáði ánægður. Ég sagði orðin og afi skrifaði þau niður, svaraði hann glaður. Ingimundur Ingimundarson Litla ljóðskáldið Ég hef ákveð- ið að bjóða mig fram í annað til þriðja sæti á framboðs- lista Sjálfstæðis- flokksins í Norðvesturkjördæmi, en prófkjörið fer fram laugardaginn 3. september. Ástæða þess að ég býð mig fram er að ég vil gjarnan vinna að mikilvægum framfaramálum kjördæmisins. Standa þarf vörð um grunnþjónustu eins og heilbrigðis- og menntamál, en einnig er ljóst að tvö mál skera sig nokkuð úr þegar verið er að ræða grunnþjónustuna. Þar er fremst í flokki að halda þarf áfram að ljósleiðaravæða allt landið, dreifbýli jafnt sem þétt- býli. Það er atvinnu- og mannrétt- indamál að allir landsmenn sitji við sama borð hvað varðar aðgengi að góðum nettenginum. Nettenging- ar eru grundvallaratriði t.d. fyr- ir menntunarmöguleika, markaðs- setningu á vörum og þjónustu, sér- staklega ferðaþjónustu. Þarna þurf- um við að bæta í og ljúka þessu verkefni, því þetta eru „þjóðveg- ir nútímans“. Þetta snýst ekki bara um útgjöld, því ég er viss um það að með auknum tækifærum allra landsmanna til að stunda atvinnu eða nám í gegnum netið þá muni tekjur aukast verulega til framtíð- ar og gera mörg fyrirtæki á lands- byggðinni lífvænlegri og stórauka tækifæri þar af öllum toga. Annað mál sem einnig er stórt hagsmunamál fyrir okkur í kjör- dæminu eru bættar samgöngur. Nauðsynlegt er að auka fjármagn til vegakerfisins, umferð hefur auk- ist mikið með auknum fjölda ferða- manna. Fyrir liggur tillaga að sam- gönguáætlun þar sem t.d. er sam- þykkt að gera átak í að leggja slitlag á umferðarlitla vegi. Þetta myndi koma mörgum íbúum í dreifbýli geysilega vel og efla öryggi. Þessu þarf að fylgja fast eftir. Einnig þarf að tvöfalda eða gera svokallaðan tveir plús einn veg frá Mosfellsbæ í Borgarnes. Ljúka þarf veginum um Barðaströnd og tengja suður- og norðurfirði Vestfjarða, svo nokk- ur mikilvæg mál séu nefnd. Það er ljóst að ríkissjóður hefur verið að fá mun meira fé úr bensíngjaldi og virðisaukaskatti á bifreiðar und- anfarið með meiri ferðamanna- straumi og það er þjóðþrifamál að veita þessum peningum í vegakerf- ið, bæta samgöngur og þar með bæta þjóðarhag. Leiðarstef stefnu Sjálfstæðis- flokksins er að fólk og atvinnulíf hafi tækifæri til vaxtar og þróunar. Með átaki í þessum hagsmunamál- um þá mun tækifærunum fjölga, at- vinnusvæðin eflast og byggðin þró- ast á jákvæðan hátt. Jónína Erna Arnardóttir. Á Íslandi er mik- ill mannauður. Hér býr kraft- mikið fólk sem skapar verðmæti í sínum störfum og með því að hrinda hugmyndum sínum í framkvæmd. Allir lands- menn, hvort sem þeir búa í þéttbýli eða dreifbýli hafa þá sameiginlegu hagsmuni að allir landsmenn hafi sömu tækifæri. Átök milli lands- svæða veikja samfélagið í heild. Við eigum að hafa trú á getu okkar, framtíð og samtakamætti. Eitt hefur höfuðborgarsvæð- ið lengi haft umfram landsbyggð- ina. Það eru sterkari innviðir. Bera þar hæst samgöngur og fjarskipti. Tækniframfarir og aukinn straum- ur ferðamanna til landsins ættu leiða til þess að hagkvæmara er að bæta innviði á landsbyggðinni og nýta þá betur sem fyrir eru. Auðurinn liggur í fólkinu Styrkur landsbyggðarinnar liggur fyrst og fremst í fólkinu. Stærsta hagsmunamál landsbyggðarinnar í dag felst í því að styrkja innviði enn frekar, fyrst og fremst með því að bæta samgöngur og fjarskipti. Þannig skapast sömu tækifæri fyr- ir íbúa landsbyggðarinnar og íbú- ar höfuðborgarsvæðisins hafa nú. Öflug fjarskiptatækni hefur gert fólki mögulegt að vinna hvar sem er. Bættir innviðir gera fólki mögulegt að skapa verðmæti og sinna vinnu eða námi þar sem það vill búa. Það er augljóst öllum að slíkar aðgerðir eru í eðli sínu var- anlegar og ekki háðar plástrameð- ferð hins opinbera eða þvinguðum tilflutningi starfa. Hlutverk stjórnmálamanna Það er ekki hlutverk stjórnmála- manna að handstýra verðmæta- sköpun og atvinnu. Það hefur ver- ið reynt víða og er ekki til eftir- breytni. Hagsmunir stjórnmála- manna eiga ekki að ráða ákvörð- unum um hagsmuni landsmanna eða einstaka svæða á landsbyggð- inni. Dreifbýlið getur ekki frek- ar en þettbýlið verið háð geðþótta stjórnmálamanna hverju sinni. Hver einstaklingur á rétt á því að vera sinn gæfu smiður. Það er hlutverk stjórnmálanna að skapa ramma þar sem hug- myndaauðgi og nýsköpun fá að njóta sín. Þessi rammi á að hvetja fólk og fyrirtæki til framtakssemi og framkvæmda. Stjórnvöld eiga að tryggja fyrirsjáanlegar og skýr- ar leikreglur svo einstaklingar og atvinnulífið geti spreytt sig innan þeirra. Stjórnvöld eiga að tryggja tækifæri menntunar svo einstak- lingar geti nýtt þá menntun fyr- ir samfélagið allt. Tryggja þarf að allir landsmenn hafi sömu tæki- færi. Þetta eru verkefni stjórn- málamanna og ég er tilbúin í þau verkefni. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir. Höfundur sækist eftir 2. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi. Áfram veginn Sterkir innviðir skapa sterkt samfélag Pennagrein Pennagrein Pennagrein www.skessuhorn.is Þjónustuauglýsingar Skessuhorns Auglýsingasími: 433 5500

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.