Skessuhorn


Skessuhorn - 31.08.2016, Blaðsíða 10

Skessuhorn - 31.08.2016, Blaðsíða 10
MIÐVIKUDAGUR 31. ÁGÚST 201610 Í lok síðustu viku höfðu tveir slát- urleyfishafar gefið það út að verð á ær- og dilkakjöti til bænda muni lækka í haust. Norðlenska býður kaup á lambakjöti fyrir 10% lægra verð en var í fyrrahaust og 38% lægra verð fyrir kjöt af fullorðnu fé. Ástæður lækkunarinnar seg- ir fyrirtækið launahækkanir, slæm- ar horfur á útflutningsmörkuðum og styrking á gengi krónunnar á sama tíma og vaxtastig hefur hald- ist mjög hátt. Sláturfélag Vopnfirð- inga fetaði í fótspor Norðlenska með tilkynningu til bænda um ein- hliða 12% lækkun á afurðaverði. Þessu mótmæla saufjárbændur harðlega: „Landssamtök sauðfjár- bænda harma þessa ákvörðun SV og telja hana álíka glórulausa og þá sem Norðlenska kynnti. Samtökin óttast afleiðingarnar fyrir greinina og sveitir landsins. Harkaleg 12% lækkun á lambakjöti sætir furðu á meðan innanlandssala eykst, vext- ir fara lækkandi, efnahagshorfur eru góðar og heimsmarkaðsverð á lambakjöti er á uppleið.“ Nú í byrj- un þessarar viku höfðu stóru slát- urleyfishafarnir; Sláturfélag Suður- lands og Kaupfélag Skagfirðinga, ekki gefið út verðskrá fyrir inn- legg í haust. Bændur telja það mjög bagalegt þar sem þeir halda að sér höndum um að panta sláturinnlegg meðan verðskrá liggur ekki fyrir. Fá minna í sinn hlut en bændur í öðrum löndum Stjórn Landssamtaka sauðfjár- bænda hefur sent bréf til slátur- leyfishafa í landinu þar sem farið er fram á að skilaverð til bænda hækki um 12,5% vegna haustslátrun- ar dilka 2016. Þannig má segja að allt að 24,5% munur sé á kröfum bænda um skilaverð og þess sem sláturleyfishafar bjóða. Samtökin hafa heimild til þess að gefa út við- miðunarverð samkvæmt búvöru- lögum. Í rökstuðningi segir að í ljósi þess að skilaverð til bænda hef- ur lækkað síðastliðin tvö ár og haldi ekki í við verðbólgu eða launaþró- un sé nauðsynlegt að hækka verð til bænda í haust. Í rökstuðningi sauð- fjárbænda segir meðal annars að sala á kindakjöti hafi verið góð und- anfarin misseri og ár. Samkvæmt tölum Matvælastofnunar jókst sala á kindakjöti 2012 til 2014 en dróst lítillega saman 2015. Á fyrsta árs- fjórðungi 2016 varð hins vegar 25,1% söluaukning. Í júní jókst sal- an um 5,6% miðað við sama mánuð árið á undan og birgðir eru minni en á sama tíma í fyrra. „Það skýt- ur því skökku við að afurðaverð til íslenskra sauðfjárbænda er með því lægsta sem þekkist í Evrópu. Auk þess fá íslenskir bændur minna af endanlegu útsöluverði í sinn hlut en víða annars staðar og sá hlutur virðist enn hafa minnkað síðustu misseri,“ segir í bréfi LS til slátur- leyfishafa. Nændur fá jafnvel innan við þriðjung útsöluverðs Afurðaverð til sauðfjárbænda hefur lækkað um 0,7% undanfarin tvö ár, en svo gott sem allir kostnaðarliðir við búrekstur hafa hækkað á þess- um tíma. „Algengt er að íslenskir bændur fái sem nemur á bilinu 25% til 41% af endanlegu útsöluverði lambakjöts í sinn hlut. Þegar tek- ið hefur verið tillit til 11% virðis- aukaskatts þýðir þetta að milliliðir; sláturhús, kjötvinnslur og verslanir taka á bilinu 49% til 65% af end- anlegu útsöluverði á lambakjöti til sín,“ segir í samantekt Landssam- bands sauðfjárbænda, sem bæta við: „Samanlögð verðbólga og lækk- un afurðaverðs til bænda á tíma- bilinu 2014 til 2016 nemur 5,6% sem þýðir raunlækkun til bænda sem því nemur. Verð til bænda þarf því að hækka um 5,9% til að halda í við verðlagsþróun. Eigi laun sauð- fjárbænda og kaupmáttur að halda í við aðra hópa í samfélaginu, t.d. þá sem vinna við úrvinnslu eða sölu afurðanna, þarf enn meiri leiðrétt- ingu afurðaverðs.“ mmSvipmynd úr Fljótstungurétt í Borgarfirði síðasta haust. Himinn á haf milli krafna bænda og verðs sláturleyfishafa Bændasamtök Íslands taka sem fyrr saman upplýsingar um rétt- ir á landinu í haust. Í Bændablaðinu 25. ágúst er listi yfir rétt- ir landsins. Skessuhorn birtir hér með góðfúslegu leyfi Bænda- blaðsins upplýsingar um réttir á Vesturlandi. Fyrstu rétt- ir haustsins að þessu sinni verða laugardaginn 10. september í Hvítársíðu í Borgarfirði og Fellsströnd í Dölum. Arnarhólsrétt í Helgafellssveit sunnudaginn 18. sept. kl. 11.00, seinni réttir lau. 1. okt. Bláfeldarrétt í Staðarsveit, Snæf. laugardaginn 24. sept. Brekkurétt í Norðurárdal, Mýr. sunnudaginn 18. sept. kl. 10.00, seinni réttir sun. 2. okt. Brekkurétt í Saurbæ, Dal. sunnudaginn 11. sept. kl. 11.00, seinni réttir sun. 2. okt. kl. 13.00 Fellsendarétt í Miðdölum, Dal. sunnudaginn 18. sept. kl. 14.00, seinni réttir sun. 2. okt. kl. 14.00 Flekkudalsrétt á Fellsströnd, Dal. laugardaginn 17. sept., seinni réttir lau. 1. okt. Fljótstungurétt á Hvítársíðu, Mýr. laugardaginn 10. sept. og sun. 11. sept. Seinni réttir lau. 24. sept. Fróðárrétt í Fróðárhreppi laugardaginn 17. sept. Gillastaðarétt í Laxárdal, Dal. sunnudaginn 18. sept. kl. 12.00, seinni réttir sun. 2. okt. kl. 16.00 Grafarrétt í Breiðuvík, Snæf. laugardaginn 24. sept. Grímsstaðarétt á Mýrum, Mýr. þriðjudaginn 20. sept., seinni réttir mán. 3. okt. Hamrar í Grundarfirði Upplýsingar liggja ekki fyrir. Hellnarétt í Breiðuvík, Snæf. laugardaginn 17. sept. Hítardalsrétt í Hítardal, Mýr. mánudaginn 19. sept., seinni réttir sun. 2. okt. Hornsrétt í Skorradal, Borg. sunnudaginn 11. sept. Hólmarétt í Hörðudal, Dalabyggð sunnudaginn 25. sept. kl. 10.00, seinni réttir sun. 2. okt. kl. 10.00 Kaldárbakkarétt í Kolb.st.hr. sunnudaginn 11. sept. Kirkjufellsrétt í Haukadal, Dal. Upplýsingar liggja ekki fyrir. Klofningsrétt í Beruvík, Snæf. laugardaginn 24. sept. Ljárskógarétt í Laxárdal, Dal. Upplýsingar liggja ekki fyrir. Mýrar í Grundarfirði Upplýsingar liggja ekki fyrir. Mýrdalsrétt í Hnappadal þriðjudaginn 20. sept., seinni réttir sun. 9. okt. Nesmelsrétt í Hvítársíðu, Mýr. laugardaginn 10. sept. Núparétt í Melasveit, Borg. sunnudaginn 11. sept. kl. 13.00, seinni réttir lau. 25. sept. Oddsstaðarétt í Lundarreykjadal, Borg. miðvikudaginn 14. sept., seinni réttir sun. 2. okt. Ólafsvíkurrétt í Ólafsvík, Snæf. laugardaginn 17. sept. Ósrétt á Skógarströnd, Dal. Upplýsingar liggja ekki fyrir. Rauðsgilsrétt í Hálsasveit, Borg. sunnudaginn 18. sept., seinni réttir sun. 2. okt. Reynisrétt undir Akrafjalli, Borg. laugardaginn 17. sept., seinni réttir 24. sept. Skarðsrétt á Skarðsströnd, Dal. sunnudaginn 18. sept. kl. 11.00, seinni réttir sun. 2. okt. kl. 14.00 Skerðingsstaðarétt í Hvammsveit, Dal. sunnudaginn 18. sept. kl. 11.00, seinni réttir sun. 2. okt. kl. 13.00 Svarthamarsrétt á Hvalfj.str., Borg. sunnudaginn 18. sept. kl. 10, seinni réttir sun. 2. okt. Svignaskarðsrétt, Svignaskarði, Mýr. mánudaginn 19. sept., seinni réttir mán. 3. okt. Tungurétt á Fellsströnd, Dal. laugardaginn 10. sept., seinni réttir föstudaginn 16. sept. Vörðufellsrétt á Skógarströnd, Dal. laugardaginn 17. sept. Þverárrétt Eyja- og Miklaholtshr, Snæf. Upplýsingar liggja ekki fyrir. Þverárrétt í Þverárhlíð, Mýr. mánudaginn 19. sept. kl. 7.00 og mán. 26. sept. kl. 10.00 Þæfusteinsrétt á Hellissandi/Rifi, Snæf. laugardaginn 17. sept. Ölkeldurétt í Staðarsveit, Snæf. laugardaginn 24. sept. mm Réttir á Vesturlandi haustið 2016 Rekið til Fljótstunguréttar í Hvítársíðu í fyrrahaust. Þarna má sjá Bjarna Árnason frá Brennistöðum fara fyrir safninu.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.