Skessuhorn


Skessuhorn - 31.08.2016, Blaðsíða 11

Skessuhorn - 31.08.2016, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 31. ÁGÚST 2016 11 innra með okkur. Vitundarvakning á sér stað þegar þau kyrja möntrurnar. Á barnanámskeiðinu er lögð áhersla á hugleiðslu, öndun, möntrur, slökun og auðvitað að leika, leika og leika.“ grþ Laugavegi 29 • sími 552 4320 • www.brynja.is • verslun@brynja.is • verzluninbrynja.is Opið virka daga frá 9-18 og laugardaga frá 10-16 Verkfærin fyrir skólana og handverksfólkið fást hjá okkur Slípivél osm 100, kr. 44.150 Auðveldar þér verkin, pússar þar sem þú átt erfitt með að ná til. Tenging fyrir ryksugu - heilnæmara loft. 6 mismunandi kefli fylgja með. Bandsög Basa 1, kr. 53.700 Sögunarhæð 100 mm Sögunarbreidd 195 mm Þykktarhefill/afréttari WoodStar pt 85, kr. 72.000 Afréttari 737 x 210 mm Þykktarhefill 120 x 204 mm Tifsög deco-flex, kr. 39.700 Tekur bæði blöð með takka og án. Barki fyrir bora o.þ.h. fylgir. Fræsari hf 50 kr. 64.970 Borð 610x360 mm Stiglaus hraði 8000-24000 sn/mín 1500 W Slípivél BD7500 kr. 22.900 25 mm belti 125 mm skífa Rennibekkur dm 460t kr. 73.400 Bil milli odda 457 mm hæð yfir stöngum 152 mm Slípivél bts 800 kr. 45. 190 100 mm belti 150 mm skífa Scheppach Combi 6, kr. 232.300 Fimm aðgerða sambyggð vél. Þykktarhefill, afréttari, sög, fræsari og tappabor. Tenging fyrir spónsugu. Mjöll Barkardóttir er jógakenn- ari á Akranesi. Hún starfar auk þess sem leikskólakennari á leikskólan- um Akraseli og er ein þriggja útskrif- aðra jógakennara í starfshópnum en á Akraseli er jóga notað í daglegu starfi með börnunum. Mjöll lauk nýverið jógakennaranámi frá Andartaki, þar sem hún lærði kundalini jóga og er hún eini þess konar jógakennarinn á Akranesi. Hún segir Skagamenn sækja jógatíma vel og að ýmiss konar jóga- tímar séu í boði. „Ég er að fara af stað með mitt fyrsta kundalini námskeið í september. Þessi tegund jóga er alveg ný fyrir bæjarbúum á Akranesi,“ segir Mjöll. Hún segir kundalini jóga vera fljótvirka leið til að ná tökum á streitu með því að styrkja innkirtla og tauga- kerfið. „Kundalini jóga eins og kennt er eftir forskrift Yogi Bhajan, er snið- ið að nútíma fjölskyldufólki og er frá- bært verkfæri í lífinu til að styrkja lík- ama og sál. Í kundalini jóga er lögð áhersla á að styrkja taugakerfið, innri líkamsstarfsemi og sálina. Með hug- leiðslu, möntrusöng og handastöð- um er líkamanum hjálpað að komast í jafnvægi og losað um stíflur í orku- stöðvunum. Í hatha jóga er meiri einbeiting á líkamann, „asanas“ eða jógastöður. Þar er slökun en ekki far- ið eins djúpt í hugleiðsluástand og í kundalini jóga,“ útskýrir hún. Stofna félag Mjöll segist sjálf hafa byrjað í hug- leiðslu fyrir nokkrum árum og að þaðan hafi hún fært sig yfir í jóga. „Ég vildi koma mér á næsta stig. Það er einhvern veginn þannig að þeg- ar maður kemst í það vellíðunarást- and sem fylgir hugleiðslunni að þá vill maður fara dýpra. Þá ákvað ég að skrá mig í þetta nám,“ segir hún. Námið er til eins árs og samhliða því stunda nemendur sína hugleiðslu og iðkun. Mjöll segir þó ekki alla í nám- inu hafa það að markmiði að kenna jóga. „Það eru ekki bara kennarar sem fari í þetta nám. Um helming- ur þeirra sem skrá sig eru þarna til að ná áttum, að ná sjálfum sér og að fá dýpri skilning á kundalini.“ Hún bætir því við að kundalini sé tiltölu- lega nýtt af nálinni á Íslandi. „Yogi Bhajan kemur með kundalini jóga til okkar Vesturlandabúa árið 1968 og 2004 útskrifast Guðrún Dhars- an sem fyrsti íslenski kundalini jóga- kennarinn, en hún rekur jógastöðina Andartak. Þetta er vaxandi samfélag og flott,“ segir Mjöll. Jógakennar- ar á Akranesi eru orðnir nokkrir og eru þeir að vinna í því að stofna fé- lag jógakennara á Akranesi. „Það er orðið auðveldara fyrir bæjarbúa og fólk í nærsveitum að koma í jóga hér í heimabænum, það þarf ekki lengur að sækja þessa þjónustu til Reykjavík- ur,“ segir hún. Kundalini og krakkajóga Eins og áður segir ætlar Mjöll að halda sitt fyrsta námskeið í kundal- ini jóga í september. Kennt verður í húsnæði Heilsunnar minnar á mánu- dögum og miðvikudögum klukkan 21. Einnig ætlar Mjöll að bjóða upp á jóga fyrir börn á aldrinum tveggja til sex ára í september. Kennt verður á laugardögum og er skráning hafin. „Við erum með jóga hérna á leikskól- anum og það er rosalega flott starf. Á námskeiðinu verður ekki alveg það sama í boði og í leikskólanum. Þetta verður með svipuðu sniði en skipu- lagðari tímar.“ Hún segir börnin njóta sín í jógatímunum og að þau séu bæði meðtækileg og meðfærileg. „Krakkarnir gera ekki sömu æfingar og fullorðnir en það er á sama hátt verið að vinna með orkuna sem býr Kennir bæði kundalini- og krakkajóga Mjöll kennir kundalini jóga sem er fljótvirk leið til að ná tökum á streitu. Mjöll starfar á leikskólanum Akraseli þar sem hún kennir börnunum jóga. Nú er hún einnig að fara af stað með krakkanámskeið.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.