Skessuhorn


Skessuhorn - 31.08.2016, Blaðsíða 18

Skessuhorn - 31.08.2016, Blaðsíða 18
MIÐVIKUDAGUR 31. ÁGÚST 201618 Hvalfjarðardagar voru haldnir hátíðlegir dagana 26.- 28. ágúst. Var það þriðja sinn sem hátíðin er haldin yfir helgi en áður höfðu ferðaþjónar í Hvalfjarðarsveit tekið sig saman og hald- ið Hvalfjarðardag. Að sögn Guðnýjar Kristínar Guðnadóttur, umsjónaraðila Hvalfjarðardaga, gekk hátíðin með besta móti að þessu sinni. „Þetta gekk vonum framar. Góð mæting var á alla viðburði og dásamlega gott veður,“ segir Guðný í sam- tali við Skessuhorn. „Eini dagskrárliðurinn sem féll niður var Hvalfjarðarhlaupið, en við blésum það af vegna lítillar þátt- töku. En við ætlum bara að koma sterk inn á næsta ári með eitthvað nýtt og skemmtilegt í staðinn,“ bætir hún við. Guðný kveðst sérstaklega ánægð hve fjölbreytt dagskráin var. „Ég var rosalega hamingjusöm hvað það voru margir sem tóku þátt og stóðu fyrir fjölbreyttum viðburðum. Líka fólk sem er ekki er búsett í Hvalfjarðarsveit,“ segir hún. Þá kveðst Guðný hæst- ánægð með hve góð mæting var á alla þá viðburði sem voru á dagskrá Hvalfjarðardaga að þessu sinni. „Fólk sýndi viðburð- unum mikinn áhuga. Á laugardeginum var sérstaklega mik- ið um að vera og maður heyrði á fólki að það var að rúlla á milli allra staða. Einnig hitti ég marga sem búa annars stað- ar en heimsóttu Hvalfjarðarsveitina yfir helgina. Það er virki- lega skemmtilegt að vita til þess að fólk hafi gert sér ferð ann- ars staðar frá. Þetta var mjög gaman í alla staði,“ segir Guðný að lokum. kgk Fjölmenni á Hvalfjarðardögum um helgina Markaðsstemning á Þórisstöðum. Börnin áttu misgott með að fóta sig í hoppukastalanum en öll höfðu þó gaman af. Lilja Guðrún Eyþórsdóttir hélt sína fyrstu ljósmyndasýningu. Hún var í nýja fjósinu í Hvítanesi. Hér er hún ásamt Einar Kr Guðfinns- syni alþingismanni og forseta Alþingis. Málin rædd í fjósinu. Helgusund var farið í samstarfi við Sjóbaðsfélag Akraness. Synt var á söguslóðum Harðar sögu og Hólmverja þar sem Helga Haralds- dóttir synti úr Geirshólma að landi í Helguvík. Ljósm. Gísli Guðmundsson. Rúlluskreytingar bændanna á Kalastöðum vöktu athygli vegfarenda. Í Hvítanesi var hægt að kaupa nautakjöt beint frá býli. Á Bjarteyjarsandi var að vanda heilgrillað lamb í boði fyrir gesti og gangandi. Grillmeistararnir fylgjast með lambinu, sem þeir sögðu eldað af mikilli ást og alúð. Frá myndlistarsýningu Elínborgar Halldórsdóttur í fjósinu á Heynesi 2. Samúel Þorsteinsson spilaði og söng fyrir gesti og gangandi á Þórisstöðum og hreif með sér fólk á öllum aldri. Opið hús var í nýja nautaeldisfjósinu í Hvítanesi. Unga kynslóðin hafði sérstaklega gaman af því að skoða dýrin.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.