Skessuhorn


Skessuhorn - 31.08.2016, Blaðsíða 21

Skessuhorn - 31.08.2016, Blaðsíða 21
MIÐVIKUDAGUR 31. ÁGÚST 2016 21 Á vegum Samgöngufélagsins var á föstudaginn farin ökuferð á rafbíl frá Reykjavík til Ísafjarðar. Ekki er vitað annað en þetta sé fyrsta ferðin milli þessara staða á slíku farartæki. Það voru félagarnir Jónas Guð- mundsson, formaður Samgöngu- félagsins, og Jón Jóhann Jóhanns- son eigandi rafbílsins með einka- númerið „Fyrsti,“ sem lögðu í hann frá bílastæði við Þjóðskjalasafnið að morgni dags. Bíllinn sem um ræð- ir er af gerðinni Kia Soul og dreg- ur ca. 120 km fullhlaðinn við góð- ar aðstæður. Var ferðinni í fyrsta áfanga heitið í Borgarnes og bíllinn hlaðinn þar. Frá Borgarnesi lá leið- in í Stykkishólm og var ekið mjúk- lega svo rafmagnið entist alla leið. Frá Stykkishólmi var farið með Baldri yfir Breiðafjörð og komið að Brjánslæk á Barðaströnd upp úr kl. 18:00. Bætt var á hleðsluna um borð í Baldri. Þaðan var haldið á Þingeyri og áð um nóttina í Dýra- firði. Á laugardag var svo komið til Ísafjarðar. Tilgangur ferðarinnar var marg- þættur. Má þar nefna að sýna átti fram á að mögulegt væri án mik- illa vandkvæða að komast á ökutæki sem eingöngu er knúið rafmagni frá Reykjavík til Ísafjarðar og til baka. Um ferðina skrifuðu þeir Jónas og Jón m.a.: „Raunar er leiðin sem far- in er aðeins fær á sumrin og nýtist ferðin vonandi til að þrýsta á um að farið verði að hefjast handa við gerð nýs vegar um Dynjandisheiði og gerð jarðganga milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar, en við það styttist þessi leið um rúma 30 km og ekki þarf að fara þrönga, hlykkjótta og oft holótta malarvegi. Þá er einn- ig verið að vekja athygli á að mjög óvíða er boðið upp á rafmagns- hleðslu við þjóðvegakerfi lands- ins. Sáraeinfalt á að vera að bjóða upp á „hæghleðslu” úr heimatengl- um. Aðeins þarf að reyna að fá sem flesta sem búa eða starfa meðfram þjóðvegakerfinu til að veita þessa þjónustu og að vekja athygli veg- farenda á henni.“ mm Óku á rafbíl frá Reykjavík til Ísafjarðar Í Stykkishólmi hittu ferðalangar m.a. Sturlu Böðvarsson bæjarstjóra.Þessa dagana standa yfir fram- kvæmdir við afgreiðslustöð Olís við Aðalgötu í Stykkishólmi. Þeg- ar blaðamaður var á ferðinni þar í síðustu viku blasti við beltagrafa á planinu við suðurenda stöðvar- innar. Þar hafði steypt planið ver- ið brotið upp, djúp hola grafin og til hliðar sást að hífður hafði ver- ið upp olíutankur. Þær upplýs- ingar fengust í afgreiðslu að verið væri að skipta um þrjá olíutanka. Koma ætti fyrir tveimur nýjum 30 þúsund lítra tönkum og einum 10 þúsund lítra. Verkið hófst í þar síð- ustu viku og verður nokkuð tíma- frekt, en áætlað er að það taki um sex vikur. Ekki er hægt að skipta um alla tankana í einu heldur verð- ur að girða af vinnusvæði, koma nýjum tanki fyrir þar og moka yfir áður en hægt er að skipta um þann næsta til að hægt sé að halda stöð- inni í rekstri á meðan framkvæmd- um stendur. kgk Skipt um eldsneytistanka við Olís í Stykkishólmi Fyrir fimm árum hóf Jón Þorsteinn Sigurðsson störf í nýstofnuðu emb- ætti réttindagæslumanns fatlaðra á Vesturlandi og Vestfjörðum. Jón starfar um þessar mundir einnig sem réttindagæslumaður fatlaðra á Austurlandi en hann tók tímabund- ið við því starfi í fyrra. Jón þekkir vel til málefna fatlaðra því auk þess að hafa starfað sem rétt- indagæslumaður fatlaðra í fimm ár hefur hann nær óslitið unnið með fötluðum frá 2002, bæði í aðal- og og hlutastarfi. Hann starfaði meðal annars í áratug í sumarbúðum fyrir fatlaða einstaklinga á Löngumýri í Skagafirði. Hann hélt í Löngumýri til vikudvalar sem aðstoðarmaður systur sinnar en hún er haldin svo- kallaðri CP lömun og notast við hjólastól. Jón er auk þess menntað- ur sem þroskaþjálfi og með gráðu í opinberri stjórnsýslu. Talar við fatlaða en ekki fyrir þá Jón segir starf réttindagæslumanns fatlaðra felast í því að allir fatlaðir einstaklingar í hans umdæmum geti leitað til hans og falast eftir aðstoð í öllu sem tengist réttindum þeirra. „Fatlaðir einstaklingar geta leit- að til mín til þess að fá aðstoð við hvaðeina sem snýr að þeirra mál- um, aðstoð við samskipti við þjón- ustuaðila, samskipti við aðstand- endur eða ræða við mig um pers- ónuleg mál svo eitthvað sé nefnt. Ég aðstoða fólk að setja málin í réttan farveg og leiðbeini því. Í raun geta allir leitað til mín með að fá leiðbeiningar um málaflokkinn og veiti ég hana fúslega, en aðstoð sem ég veiti snýr að fólki með fötl- un,“ segir Jón Þorsteinn. Hann segir að starfið felist fyrst og fremst í því að eiga samtal við þá sem hann er að aðstoða en ekki hafa vit fyrir þeim. „Ég hef unnið lengi með fötluðum og systir mín hefur líklega kennt mér mest í því hvernig best er að berjast fyrir rétt- indum fatlaðra. Ég vil eiga samtal við þá sem ég aðstoða en ekki hafa vit fyrir þeim. Það geta alveg kom- ið upp mál þar sem ég er ósammála þeim sem ég er að aðstoða en ég má ekki láta það hafa áhrif á mig og fara að efast því ég er að berjast fyrir réttindum þeirra.“ Viðhorfið er vanda- málið Jón segir að réttindamál fatlaðra séu oft aftarlega í forgangsröðun sveitarfélaga. „Staða fatlaðra inn- an sveitarfélaga er ekkert sérstak- lega góð. Metnaðurinn er til stað- ar í sveitarfélögunum og ég ætla ekki að hallmæla þeim, en viðhorf- ið í samfélaginu hefur áhrif á for- gangsröðunina.“ „Það eru margir sem líta á fatl- aða einstaklinga sem þungan bagga á samfélaginu. Það er auðvelt að líta framhjá fólki sem á erfitt með að tjá sig eða getur það hreinlega ekki. Það er auðveldara ef það á að hagræða í sveitarfélaginu að skera niður t.d. í þjónustu við fólk með þroskahömlun en í öðrum mála- flokkum. Ástæðan er sú að fatlað- ir einstaklingar eru ekki eins lík- legir til þess að láta í sér heyra og mótmæla skerðingu á þeirra hlut. Í hagræðingarskyni er fólki með þroskahömlun oft hrúgað inn í íbúð, stundum nokkrum sam- an og þar eiga einstaklingarnir að búa því „það er þeim fyrir bestu,“ er viðkvæðið. Í slíkri ákvörðun er oft ekki talað við fólkið sjálft og ekki rætt við það um hvernig því líður með það að búa með öðru fólki sem það þekkir kannski ekki. Í slíkri stöðu kem ég oft inn í mál- ið og kanna hvað það er sem ein- staklingurinn vill gera og reyni að tala máli hans,“ segir Jón. Fatlaðir eiga að vera sínir eigin talsmenn Jón segir að efla og styðja þurfi fatl- að fólk til þess að tala sínu máli. „Það hefur lengi verið í ferli hér- lendis að yfirvöld innleiði samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Ég vil að þessi sáttmáli verið innleiddur því fólk þarf að fara að átta sig á því að fatlaðir, hvort sem einstaklingurinn er í hjólastól eða með þroskahömlun, eiga sama rétt og þeir sem teljast ófatlaðir. Allt er þetta fólk með drauma, ósk- ir og þrár eins og við hin. Þetta eru allt einstaklingar með mismunandi sjónarmið og sýn á lífið. Við þurfum að efla fatlaða ein- staklinga til þess að vera sínir eig- in talsmenn. Ég er ekki talsmað- ur fatlaðra því ég er ekki fatlaður sjálfur, ég er bara rödd þeirra sem þurfa á mér að halda. Fatlaðir eiga að vera sínir eigin talsmenn og tala sínu máli. Það er ekki mitt eða yfir- valda að segja hvað sé rétt og rangt fyrir fólk; við eigum ekki að segja þeim hvernig hlutirnir eiga að vera. Það er alltof oft þannig að fólk tek- ur fram fyrir hendurnar á fötluðu fólki og taki ákvörðun fyrir það, sér í lagi þegar fólk með þroskahöml- un á í hlut. Oftar en ekki eru rökin að einstaklingurinn sé með þroska á við fimm ára barn og geti ekki tekið skynsama ákvörðun. Það á ekki að skipta neinu máli, einstaklingurinn hefur reynslu á við fullorðinn mann og á samt sem áður sama rétt og all- ir aðrir,“ segir Jón. Jón segist vera stoltur og ánægð- ur að fá að vinna með Átaki, fé- lagi fólks með þroskahömlun. Þar séu allir stjórnarmenn fólk með þroskahömlun og því ekki einhverj- ir sérfræðingar eða aðrir sem eru að taka ákvarðanir fyrir það fólk. „Það þarf að hvetja alla fatlaða einstak- linga að láta í sér heyra hvað varðar réttindamál.“ Líkar vel í starfinu Jón segist líka vel í starfinu. „Starf- ið var nýtt þegar ég tók við því svo það hefur verið þróun í því. Við erum átta á landinu sem störfum sem réttindagæslumenn fatlaðra. Við höfum síðan við byrjuðum verið að þróa með okkar góða og skilvirka verkferla sem hafa reynst okkur vel. Ég kann óskaplega vel við mig í starfinu og það hefur kennt mér margt og ég hef einnig fengið að upplifa ýmislegt; bæði erfitt og skemmtilegt. Ég hlakka til að fá að halda áfram að aðstoða fatlað fólk við að berjast fyrir réttind- um sínum. Við erum á réttri leið hér á landi í réttindabaráttu fatl- aðra en þó er nokkuð langt í land. Við verðum að halda áfram á sömu braut og passa okkur að stíga aldrei skref til baka,“ segir Jón að end- ingu. bþb „Það er auðvelt að líta framhjá fólki sem á erfitt með að tjá sig“ Rætt við réttindagæslumann fatlaðra á Vesturlandi og Vestfjörðum Jón Þorsteinn og hans dyggi aðstoðarmaður Gutti Jónsson.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.