Skessuhorn


Skessuhorn - 31.08.2016, Blaðsíða 30

Skessuhorn - 31.08.2016, Blaðsíða 30
MIÐVIKUDAGUR 31. ÁGÚST 201630 „Hvað stóð upp úr í sumar?“ Spurning vikunnar (Spurt á Akranesi) Gunnar Ásgeir Einarsson „Einmuna blíða sem einkenndi sumarið.“ Jón Allansson „Það er fernt; ég fór út til Frakk- lands að horfa á íslenka landslið- ið keppa á EM, frábært sumar á Byggðasafninu, skemmtilegt og öðruvísi brúðkaup sem ég fór í norður á Ströndum og svo eign- aðist ég barnabarn á dögunum.“ Alexía Mist Baldursdóttir „Fótboltinn og samvera með góðum vinum.“ Eyrún Björg Guðmundsdóttir „Utanlandsferð þar sem ég fór til Krítar með fjölskyldu og vin- um.“ Á laugardaginn lauk liðakeppninni á EM í keilu, en mótið fór fram í Brussel. Íslenska liðið spil- aði þokkalega, fékk 3146 stig eða um 210 að meðaltali. Þrátt fyrir það tókst karlaliðinu ekki að ná markmiðinu sem var að tryggja sig inn á HM í Kuwait 2017. Keppendur Íslands voru ná- lægt þessu markmiði og segja má að leifaspilið hafi orðið til þess að takmarkið náðist ekki. Ísland endaði í 18. sæti í liðakeppninni en 16 lið komast á HM í Kuwait. Arnar Davíð Jónsson spilaði best Íslendinga á mótinu, var með 212,29 að meðal- tali í hverjum leik. Arnar endaði í 56. sæti af 218 keppendum. Skagamaðurinn Skúli Freyr Sig- urðsson varð í 93. sæti með 204,9 í meðaltal. „Við förum ekki á HM að þessu sinni en eigum engu að síður okkar fulltrúa þar því kvennaliðið mun keppa þar. Nú þarf að fara í að finna verkefni fyrir karlaliðið því fyrst þetta klikkaði er langt í næsta verkefni og liðið verður að hafa eitthvað að gera til að staðna ekki,“ sagði Ásgrímur H. Einarsson þjálfari landsliðsins að móti loknu. mm Luku þátttöku á EM í keilu Skagamaðurinn Skúli Freyr Sigurðsson og Arnar Davíð Jónsson á mótinu. Ljósm. kli.is Framundan eru landsliðsverkefni hjá U19 ára lands- liðum karla og kvenna í knattspyrnu. Landsliðshóp- arnir sem taka þátt í þeim verkefnum hafa verið til- kynntir og er þar að finna tvo Vestlendinga. Skagamaðurinn Aron Ingi Kristinsson var valinn í U-19 ára landsliðshópinn sem heldur út til Wales og keppir þar æfingaleiki við heimamenn dagana 4. og 6. september. Aron Ingi hefur ekki spilað landsleiki fyrir Íslands hönd áður en þessi 18 ára Skagamaður hefur komið við sögu í sjö leikjum ÍA það sem af er tímabili. Aron Ingi spilar stöðu vinstri bakvarðar. Þá var Birta Guðlaugsdóttir, markmaður Víkings Ó. valin í U19 ára landslið kvenna, eins og greint er nánar frá í frétt hér á síðunni. bþb Valinn í U19 ára landsliðið Eyjólfur Sverrisson þjálfari U21 landsliðsins í knatt- spyrnu og aðstoðarmaður hans Tómas Ingi Tómas- son hafa nú tilkynnt landsliðshópinn sem mun taka þátt í tveimur útileikjum í undankeppni fyrir EM 2017. Leikirnir sem um ræðir eru gegn Norður- Írlandi 2. september og Frakklandi 6. september. Skagamaðurinn Þórður Þorsteinn Þórðarson var valinn í hópinn að þessu sinni og er þetta í fyrsta skiptið sem Þórður er valinn í landsliðs- hóp yngri landsliða. Þórður hefur spilað þrett- án leiki í Pepsi deildinni í ár og skorað í þeim tvö mörk. Hann spilaði í upphafi tímabils sem hægri bakvörður en hefur nú undanfarið spilað á hægri kantinum. Ísland er í góðum möguleika að komast á EM en liðið er í öðru sæti eftir sex leiki með tólf stig, tveimur stigum eftir Frakklandi sem hafa leikið einum leik meira en Íslendingar. Það eru því mikil- vægir leikir á útivelli framundan hjá Íslendingum. bþb Þórður Þorsteinn val- inn í U21 landsliðið Þórður Þorsteinn fagnar hér marki gegn Víkingi Ó. á dögunum. Ljósm. gbh. Sunnudaginn 21. ágúst fór fram Bikarkeppni Frjálsíþróttasambands Íslands í frjálsum íþróttum utan- húss í aldursflokknum fimmtán ára og yngri. Um er að ræða liðakeppni og sendi Vesturlandsliðið Sam- Vest öflugt lið til keppni sem náði að manna allar keppnisgreinarnar en hver keppandi má aðeins taka þátt í tveimur greinum. SamVest stóð sig með stakri prýði og endaði með 113 stig sem gaf samstarfinu fimmta sæti á mótinu en alls tóku ellefu lið þátt. Eftirtalin skipuðu bikarlið Sam- Vest að þessu sinni: Piltar: Daníel Fannar Einarsson (2002) UMSB: Hástökk og 1500 m hlaup Elvar Einarsson (2001) UMSB: 100 m grindahlaup Halldór Jökull Ólafsson (2002) HHF: Kringlukast og 400 m hlaup Sigursteinn Ásgeirsson (2001) UMSB: Spjótkast og kúluvarp Stefán Jóhann Brynjólfsson (2001) UMSB: Langstökk og 100 m hlaup. Boðhlaup: Daníel Fannar, Elvar Örn, Sigursteinn og Stefán Jó- hann. Stúlkur: Andrea Björk Guðlaugsdóttir (2001) HHF: Boðhlaup Birta Sigþórsdóttir (2003) HSH: kúluvarp Björg Hermannsdóttir (2001) HSH: 100 m hlaup Guðrún Ósk Aðalsteinsdótt- ir (2001) HHF: Hástökk og 1500 m hlaup Liv Bragadóttir (2001) HHF: Spjótkast og kringlukast Rakel Jóna B. Davíðsdóttir (2002) HHF: Langstökk og 80 m grinda- hlaup. Tinna Guðrún Alexandersdóttir (2003) HSH: 400 m hlaup Boðhlaup: Andrea Björk, Björg, Guðrún Ósk og Rakel Jóna. bþb Á myndinni eru frá vinstri: Björg, Elvar, Stefán Jóhann, Daníel Fannar, Sigursteinn, Halldór Jökull og Unnur Jónsdóttir þjálfari. Fremri röð frá vinstri; Rakel Jóna, Birta, Andrea Björk og Guðrún Ósk. Á myndina vantar þær Liv og Tinnu Guðrúnu. Ljósm: SamVest. SamVest keppti í Bikarkeppni FRÍ Körfuknattleiksdeild Skallagríms hefur samið við Tavelyn Tillman og mun hún leika með liði félags- ins í Domino‘s deild kvenna í körfuknattleik næsta vetur. Tave- lyn er fyrrum liðsmaður banda- ríska landsliðsins og leikmaður WNBA deildarinnar. Tavelyn útskrifaðist úr háskóla 2010 og hóf undirbúningstíma- bil það ár með Minnesota Lynx í WNBA deildinni. Hún ákvað hins vegar að söðla um og hélt í at- vinnumennsku í Evrópu. Þar hefur hún leikið með liðum í Sviss, Sló- veníu og Svíþjóð þar sem hún hef- ur alltaf verið í lykilhlutverki og meðal annars hampað deildar- og bikarmeistaratitli í Slóveníu. Á síðasta tímabili lék Tavelyn með liði Norrköping Dolphins og var stigahæsti leikmaður sænsku úrvalsdeildarinnar með 22,1 stig að meðaltali í leik. kgk Skallagrímur fær fyrrum landsliðsmann Bandaríkjanna Tavelyn Tilman var stigahæsti leikmaður sænsku úrvalsdeildarinnar á síðasta vetri. Ljósm. Norrköping Dolphins. Skotgrund - Skotfélag Snæfellsness ætlar í kvöld að halda svokallað pæjumót í skotfimi en mótið er ein- göngu ætlað konum. Keppt verður með .22 cal. rifflum og verða skot- mörkin á 25m, 50m, 75m og 100m brautum. Allar konur eru boðnar velkomnar hvort sem að þær eru vanar eða óvanar. Félagið verður með riffla á svæðinu sem og leið- beinendur fyrir byrjendur. Allar konur á Snæfellsnesi eru hvattar til að taka þátt en mótið verður hald- ið í kvöld, miðvikudaginn 31. ágúst, á svæði félagsins í Hrafnkelsstaða- botni í Kolgrafafirði. tfk Pæjumót Skotfélags Snæfellsness í kvöld María Guðmundsdóttir er hér einbeitt á konukvöldi félagsins 18. ágúst síðast- liðinn. Ljósm. alg. Það hefur verið mikið að gera hjá Birtu Guðlaugsdóttur í sumar en hún er markvörður Víkings Ólafs- víkur sem leikur í 1. deild kvenna. Birta, sem er 15 ára gömul, spilar einnig með 3. flokki Snæfellsnes- samstarfsins. Hefur hún staðið sig mjög vel með báðum liðum. Hún var einnig valin í landslið U17 og fór með þeim til Noregs nú í sum- ar þar sem hún spilaði á Norður- landamótinu. Þar mætti íslenska landsliðið Finnlandi, Danmörku, Frakklandi og Noregi. Stóð Birta sig vel þann tíma sem hún stóð í markinu. Hún var svo á dögunum val- in í U19 landslið kvenna og kom hún inn á síðustu 10 mínúturnar í vináttuleik gegn Póllandi. Birta stefnir á að komast eins langt og hún getur sem markmaður í fót- bolta á Íslandi. Sagði hún að það væri líka aldrei að vita hvað fram- tíðin bæri í skauti sér. Það má með sanni segja að þarna sé mark- vörður framtíðarinnar á ferðinni og gaman verður að fylgjast með þessari glæsilegu og hæfileikaríku stúlku í framtíðinni. þa Birta Guðlaugsdóttir í U19 ára landsliðið

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.