Skessuhorn


Skessuhorn - 31.08.2016, Blaðsíða 17

Skessuhorn - 31.08.2016, Blaðsíða 17
MIÐVIKUDAGUR 31. ÁGÚST 2016 17 tilbúið að borga fyrir þessi gæði,“ segir hann. Oliver mætir í tannhreinsun Aftur hringir síminn hjá dýralækn- inum þar sem við sitjum og ræð- um saman. Hundurinn Oliver frá Hellissandi er mættur í heimsókn og vísar Daníel eigandanum veg- inn í gegnum símann. Með góð- fúslegu leyfi eiganda Olivers fær blaðamaður að fylgjast með dýra- lækninum að verki. Oliver er sex ára gamall lítill púðluhundur við góða heilsu og þarf aðeins að láta fjarlægja smá tannstein. Daníel segir að sú sé ekki raunin með alla hunda. Margar tegundir glími við alvarleg heilsufarsvandamál sökum ræktunar, sérstaklega eftir að hefð- bundnar hundasýningar fóru að ryðja sér til rúms hér á landi, þar sem leitast sé eftir ákveðnum út- listeiginleikum. Nefnir hann sem dæmi bolabíta og sér í lagi franska bolabíta. „Þeir eru bara með ónýt- an líkama. Nefið á þeim er flatt og mörgum þykir það voða sætt. En þetta flata nef er allt of lítið og þeir eiga erfitt með að anda vegna þess að öndunarvegurinn er of þröng- ur,“ segir Daníel. Bolabítar með ónýtt bak „Síðan eru bolabítarnir oft með ónýtt bak,“ heldur Daníel áfram. „Ef ég sýndi þér röntgen- mynd af bakinu á svoleiðis bola- bít þá myndirðu halda að hund- urinn væri hryggbrotinn á mörg- um stöðum. Það er alltaf verið að reyna að rækta á þá svona krull- að skott. Skottið er bara framhald af hryggnum og ef það er snúið í marga hringi þá er hryggurinn það líka,“ segir hann. Þessa hunda seg- ir Daníel eiga beinlínis erfitt með að vera til. „Maður hefur heyrt lof um þessa hunda frá fólki á þá leið að þeir hafi verið svo þægir, strjúki aldrei eða hlaupi í burtu,“ segir Daníel og blaðamaður viðurkenn- ir að hann hafi einfaldlega talið að margir þessara hunda væru latir að eðlisfari. En sú er ekki raunin. „Ástæðan fyrir því að þeir stinga eigendurna aldrei af er vegna þess að þeir geta það ekki. Þessir eru með ónýtan líkama og ef þeir reyna eitthvað á sig þá kveljast þeir,“ seg- ir hann. „Það er beinlínis verið að rækta gallaða líkama kynslóð eftir kynslóð til að ná fram einhverjum útlisteinkennum. Það sama gerð- ist við Schaffer hundana á sín- um tíma. Allt í einu voru þeir allir með ónýtar mjaðmir,“ segir Daní- el. Hann segir að víða á Norður- löndunum séu dýralæknar farnir að mæla með því að hundar sem eru með ónýta líkama sökum rækt- unar verði svæfðir. „Fólk verður auðvitað ekki ánægt að heyra það. Kannski búið að kaupa hvolp fyr- ir fleiri hundruð þúsund krónur og verður ekki hrifið þegar dýralækn- irinn vill svæfa hundinn. En það vill reyndar til að stór hluti þessara mikið ræktuðu dýra verður á end- anum ófær um að eignast afkvæmi. Náttúran hreinsar þetta því sjálf í burtu smám saman,“ segir hann. Getur deyft dýr á færi Aðspurður hvort eitthvað útkall sé honum sérstaklega minnisstætt hugsar Daníel sig stuttlega um og minnist þess þegar hann fékk eitt sinn það verkefni að svæfa elg. „Ég hef leyfi til að deyfa dýr á færi, þannig að ef einhver er með tudda í girðingu eða brjáluð trippi þá er hægt að kalla í mig,“ segir Daníel og brosir. „Þetta er gert með blást- ursröri og pílu sem skotið er í dýr- ið og þessi aðferð dugar vel af sex til átta metra færi, rosalega snið- ugt. Ég fékk fyrst að beita þessari aðferð þegar ég var kallaður til að skoða elg á verndarsvæði í Svíþjóð og þurfti auðvitað að svæfa hann fyrst,“ segir hann. „Ég er alltaf að bíða eftir að MAST hafi samband þegar kemur ísbjörn til landsins og fái mig til að svæfa björninn á færi,” segir hann léttur í bragði en viðurkennir að pílan mætti vissu- lega draga lengra. „Ég myndi örugglega ekki þora að standa átta metra frá ísbirni þegar á hólminn væri komið,“ segir hann og hlær. Þakkar Hólmurum móttökurnar Aðspurður hvort einhverjar breyt- ingar séu framundan í starfi dýra- læknis í Stykkishólmi segir hann það ósk dýralæknis að erindi séu borin upp við hann eins snemma dags og hægt er. „Það auðveldar skipulag dagsins og er oft ódýr- ara fyrir þann sem á dýrið sem þarf að skoða. Í einhverjum tilfellum er hægt að skipuleggja sig þannig að ferðin nýtist í fleiri en eina vitjun og það sparar kílómetragjaldið,“ segir hann. Einnig hvetur hann kattaeigendur til að koma með læðurnar sínar í ófrjósemisaðgerð- ir. Lítið gaman sé að því að þurfa að drepa kettlinga sem koma óvænt í heiminn. „En annars langar mig bara að þakka fyrir hve vel hefur verið tekið á móti mér hér í Stykk- ishólmi. Hér er yndislegt fólk og ég hlakka til að hitta fleiri,“ segir Daníel Haraldsson að lokum. kgk Íslensk matvælaframleiðsla Þróun, staða og horfur með áherslu á landbúnað Kynningarfundir um nýútgefna úttekt Greiningardeildar Arion banka um íslenska matvælaframleiðslu fara fram þriðjudaginn �. september í Borgarnesi og Búðardal. Konráð S. Guðjónsson og Erna Björg Sverrisdóttir, sérfræðingar hjá Greiningardeild, kynna úttektina. Í úttektinni eru dregnar fram ýmsar athyglisverðar staðreyndir, horft til framtíðar og möguleg tækifæri fyrir íslenska matvælaframleiðslu eru könnuð. Fundirnir verða haldir á eftirfarandi stöðum: Landnámssetrinu í Borgarnesi kl. �� Dalabúð í Búðardal kl. �� ▶ Vinsamlegast skráið ykkur á arionbanki.is Boðið verður upp á kaffi og kleinur. Allir velkomnir. Daníel var á flundruveiðum í ósi Grundarár ásamt dönskum vini sínum þegar fréttaritari Skessuhorns hitti hann fyrir skemmstu. Flundra er flatfiskur af kolaætt sem sækir töluvert upp í ár og lifir þar á seiðum. Þykir hún því hin mesta plága í veiðiám. Daníel segir töluvert af flundru í Grundará. Ljósm. tfk.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.