Skessuhorn


Skessuhorn - 31.08.2016, Blaðsíða 8

Skessuhorn - 31.08.2016, Blaðsíða 8
MIÐVIKUDAGUR 31. ÁGÚST 20168 Nýr skipulags- og bygginga- fulltrúi GRUNDARFJÖRÐUR: Grundarfjarðarbær hefur ráðið Þorstein Birgisson í starf skipulags- og bygg- ingafulltrúa. Alls sóttu þrír um starfið. Þorsteinn hef- ur langa reynslu af störf- um hjá hinu opinbera og starfaði um árabil sem deildarstjóri hjá Orku- veitu Reykjavíkur. Þá var hann deildarstjóri á fram- kvæmdasviði Reykjavík- urborgar á árunum 2007 - 2015 og sá um bygg- ingaeftirlit hjá Mosfellsbæ 2015. Þorsteinn er með BS gráðu í tæknifræði og sveinspróf í húsasmíði auk löggildingar í hönnun og byggingastjórnun. Hann mun hefja störf í byrjun septembermánaðar. -grþ Skylt verður að næringar- merkja matvæli LANDIÐ: Þann 13. des- ember næstkomandi tek- ur gildi reglugerð um að skylt verði að næringar- merkja allar forpakkaðar matvörur, nema þær sem eru sérstaklega undan- þegnar. Þetta er samkvæmt reglugerð nr. 1294/2014 um miðlun upplýsinga um matvæli til neytenda. Í frétt frá Matvælastofn- un kemur fram að fram til 13. desember er ein- göngu skylt að næringar- merkja ákveðnar matvör- ur s.s. matvörur með nær- ingar- og heilsufullyrðing- um og kjötvörur. „Sífellt fleiri fyrirtæki eru þó far- in að næringarmerkja sínar vörur m.a. til að vera búin að uppfylla kröfurnar 13. desember. Auk þess eru mörg þeirra að birta nær- ingarupplýsingar á vefsíð- um, matseðlum og víðar. Sú upplýsingagjöf er val- frjáls, en þarf í öllum til- fellum að uppfylla ákvæði um næringarupplýsingar í reglugerðum. Nú er skylt að í næringarupplýsingum komi fram orka, fita, mett- uð fita, kolvetni, sykur- tegundir, prótein og salt. Einnig má gefa upp magn af vítamínum og stein- efnum og nokkrum öðr- um efnum,“ segir í frétt MAST. -mm Atvinnuleysi 3,6% á öðrum ársfjórðungi LANDIÐ: Samkvæmt töl- um Hagstofunnar voru 199.300 manns á aldrinum 16-74 ára á vinnumarkaði á öðrum ársfjórðungi ársins. Af þeim voru 192.100 starf- andi og 7.200 án atvinnu og í atvinnuleit. Það þýðir að at- vinnuleysi var 3,6% á öðrum ársfjórðungi. Frá því á öðr- um ársfjórðungi í fyrra fjölg- aði starfandi fólki um 5.600. Atvinnulausum fækkaði á sama tíma um 2.600 manns og hlutfallið lækkaði um 1,4 prósentustig. Konur án at- vinnu voru 3.800 eða 4,1% og atvinnulausir karlar voru 3.400 eða 3,2%. Atvinnu- leysi var 4,3% á höfuðborg- arsvæðinu en 2,4% á land- byggðinni. Þeir sem höfðu verið án atvinnu í 12 mánuði eða lengur á öðrum ársfjórð- ungi 2016 voru 800 talsins samanborið við 900 á öðrum ársfjórðungi í fyrra. Lang- tímaatvinnuleysi, sem hlut- fall af heildarfjölda atvinnu- lausra, var 11% í ár saman- borið við 9% á sama tíma í fyrra. Sé hlutfallið tekið af öllum á vinnumarkaði hafa 0,4% verið án atvinnu í 12 mánuði eða lengur á öðrum ársfjórðungi 2016 saman- borið við 0,5% á síðasta ári. -kgk Aflatölur fyrir Vesturland 20. - 26. ágúst Tölur (í kílóum) frá Fiskistofu: Akranes 5 bátar. Heildarlöndun: 64.646 kg. Mestur afli: Klettur MB: 40.545 kg í fimm löndunum. Arnarstapi 2 bátar. Heildarlöndun: 3.134 kg. Mestur afli: Bárður SH: 2.449 kg í einni löndun. Grundarfjörður 7 bátar. Heildarlöndun: 279.146 kg. Mestur afli: Kristín GK: 80.843 kg í einni löndun. Ólafsvík 14 bátar. Heildar- löndun: 352.708 kg. Mestur afli: Brynja II SH: 83.558 kg í níu löndunum. Rif 9 bátar. Heildarlönd- un: 184.872 kg. Mestur afli: Sæbliki SH: 53.423 kg í sex löndunum. Stykkishólmur 5 bátar. Heildarlöndun: 22.998 kg. Mestur afli: Blíða SH: 14.103 kg í sjö löndunum. Topp fimm landanir á tímabilinu: 1. Kristín GK - GRU: 80.843 kg. 23. ágúst. 2. Hringur SH - GRU: 64.098 kg. 24. ágúst. 3. Helgi SH - GRU: 45.340 kg. 22. ágúst. 4. Grundfirðingur SH - GRU: 44.858 kg. 22. ágúst. 5. Áskell EA - GRU: 41.024 kg. 23. ágúst. Sjálfstæðisflokkurinn í Norðvest- urkjördæmi heldur prófkjör næst- komandi laugardag, 3. september klukkan 11:00 til 19:00. Kosið verð- ur á 14 stöðum í kjördæminu, þar af á sex stöðum á Vesturlandi; Akra- nesi, Borgarnesi, Hvanneyri, Ólafs- vík, Grundarfirði og Stykkishólmi. Sjálfstæðisflokkurinn á nú tvo þing- menn í kjördæminu, þá Einar Krist- inn Guðfinnsson forseta Alþingis og Harald Benediktsson. Einar Krist- inn ætlar ekki að gefa kost á sér í prófkjörinu, en Haraldur er annar tveggja sem gefa kost á sér í efsta sæti listans, auk hans Teitur Björn Ein- arsson í Reykjavík. Þórdís Kolbrún Reykjörð Gylfadóttir gefur kost á sér í 2. sæti listans en Jónína Erna Arn- ardóttir býður sig fram í 2.-3. sæti. Guðmundur Júlíusson sækist eftir 3.-5. sæti og Hafdís Gunnarsdóttir eftir 3. sæti á listanum. Aðrir sækjast eftir sætum neðar á listanum. Frambjóðendur eru í stafrófsröð: Aðalsteinn Arason Skagafirði, Gísli Elís Úlfarsson Ísafirði, Guðmund- ur Júlíusson Akranesi, Hafdís Gunn- arsdóttir Ísafirði, Haraldur Bene- diktsson Vestra-Reyni, Jónas Þór Birgisson Ísafirði, Jónína Erna Arn- ardóttir Borgarnesi, Steinþór Braga- son Ísafirði, Teitur Björn Einarsson Reykjavík og Þórdís Kolbrún Reyk- fjörð Gylfadóttir Kópavogi. mm Prófkjör Sjálfstæðisflokksins verður á laugardaginn Stjórn Bjartrar framtíðar hefur sam- þykkt sex efstu á framboðslistum í öllum kjördæmum fyrir alþingis- kosningarnar í haust. „Á listunum er fjölbreytt flóra frambjóðenda með víðtæka menntun og reynslu. Fjórðungur frambjóðenda starfar innan menntakerfisins, 14% þeirra eru í háskólanámi og því ljóst að menntamál munu leika stórt hlut- verk,“ segir m.a. í tilkynningu frá flokknum. Í Norðvesturkjördæmi skipar G. Valdimar Valdemarsson framkvæmdastjóri efsta sæti listans. Næstir honum eru: Kristín Sigur- geirsdóttir skólaritari og MLM nemandi í forystu og stjórnun er í öðru sæti, Ásthildur Ósk Ragnars- dóttir skólaliði og handverkskona í þriðja, Matthías Freyr Matthías- son barnaverndarstarfsmaður og laganemi í fjórða, Gunnsteinn Sig- urðsson umsjónarþroskaþjálfi og grunnskólakennari í fimmta sæti og Gunnlaugur Ingivaldur Grétarsson fjallaleiðsögumaður er í sjötta sæti listans. mm Björt framtíð kynnir efstu frambjóðendur á listum G. Valdimar Valdemarsson skipar efsta sæti listans í NV kjördæmi. Frestur til að sækjast eftir forystu- sætum í flokksvali Samfylkingarinn- ar í Norðvesturkjördæmi rann út 19. ágúst síðastliðinn. Þrír frambjóðend- ur gáfu kost á sér en flokksvalið fer fram dagana 8.-10. september næst- komandi. Ólína Kjerúlf Þorvarð- ardóttir alþingismaður og Guðjón Brjánsson forstjóri Heilbrigðisstofn- unar Vesturlands gefa bæði kost á sér í fyrsta sæti listans, en Inga Björk Bjarnadóttir meistaranemi í listfræði sækist eftir 1.-2. sæti. Kjördæmisþing ákvað í júlí að fram færi lokað flokks- val og yrði um bindandi kosningu að ræða í fjögur efstu sæti listans og að jafnræði kynja yrði gætt með para- lista. Þrátt fyrir þetta ákvað kjörstjórn að einungis yrði kosið um efstu tvö sætin í flokksvalinu, enda ekki hægt að hafa bindandi kosningu um fjög- ur sæti þegar frambjóðendurnir eru þrír. Kosið verður í rafrænni kosningu í flokksvalinu með íslykli, eða rafæn- um skilríkjum, á heimasíðu Samfylk- ingarinnar xs.is. Þeir sem eru 67 ára og eldri fá atkvæðaseðil sendan heim sem þeir geta þó einnig nýtt sér eða kosið rafrænt. „Hægt er að óska eft- ir póstlögðum kjörseðli hjá formanni kjörstjórnar Geir Guðjónssyni samfo. profkjor.nv@gmail.com eða í síma 698-1036. Prófkjörið er opið öllum þeim meðlimum Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi sem eru orðn- ir 16 ára þann 10. september,“ segir í tilkynningu frá kjörstjórn. mm Þrír bítast um tvö efstu sæti á lista Samfylkingarinnar Kjörseðlar vegna póstkosn- ingar í forvali Vinstrihreyf- ingarinnar græns framboðs í Norðvesturkjördæmi voru sendir út í síðustu viku. Fjöldi skráðra flokksmanna í kjör- dæminu hafði meira en tvö- faldast síðustu daga fyrir loka- frest til skráningar í flokkinn. Samkvæmt heimildum Skessu- horns eru nú 1.102 íbúar 16 ára og eldri skráðir í flokkinn í Norðvesturkjördæmi og geta þeir allir tekið þátt í forvalinu. Hafði félögum fjölgað um 650 á nokkrum dögum, en voru innan við 500 fyrir um mánuði síðan. Sömu heimildir Skessu- horn herma að VG félagið á Vestfjörðum sé nú orðið annað stærsta félag flokksins á lands- vísu, á eftir Reykjavík, en starf- semi þess hefur verið fremur lítil síðasta áratuginn. Þar hef- ur því verið afar mikil stemn- ing til pólitískrar þátttöku í flokknum síðustu dagana fyr- ir forval. Eins og fram hefur komið í frétt Skessuhorns eru ellefu manns sem gefa kost á sér, fimm konur og sex karlar. Flokkurinn á nú einn þing- mann í kjördæminu, Lilju Rafney Magnúsdóttur á Suðureyri við Súg- andafjörð. Lilja Rafney er í hópi þeirra sem gefa kost á sér til forystu, en auk hennar sækjast eftir fyrsta sætinu þeir Bjarni Jóns- son á Sauðárkróki (1. sæti), Lárus Ástmar Hannesson í Stykkishólmi (1.-2. sæti) og Rúnar Gíslason í Borg- arnesi (1.-3. sæti). Kjör- seðlar hafa sem fyrr seg- ir nú verið sendir í hús, en póstkosning fer fram dag- ana 31. ágúst til 5. sept- ember, sem verður síðasti dagur til að póstleggja at- kvæðaseðla. Flokksbundn- ir íbúar í kjördæminu, 16 ára og eldri, geta tekið þátt en þurftu þeir að vera skráðir í flokkinn fyrir 21. ágúst sl. Í kynningarbæklingi vegna forvalsins segir að atkvæði verða talin í Leifs- búð í Búðardal mánu- daginn 12. september kl. 12:00. „Öllum félögum er velkomið að vera viðstadd- ir talninguna. Mikilvægt er að sem flestir félagar taki þátt í forvalinu og hjálpi þannig kjörstjórn að leggja til efni- legan lista tilvonandi þingmanna,“ segir í kynningarbæklingnum. mm Félagafjöldi í VG meira en tvöfaldaðist Kjörseðlar voru sendir út í síðustu viku.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.