Skessuhorn


Skessuhorn - 31.08.2016, Blaðsíða 25

Skessuhorn - 31.08.2016, Blaðsíða 25
MIÐVIKUDAGUR 31. ÁGÚST 2016 25 Það má segja að tímamót hafi orð- ið í Borgarnesi í liðinni viku þegar hið ríflega níutíu ára gamla Borg- arpakkhús var tekið af bráðabirgða geymslustað á Sólbakka, flutt í heilu lagi og sett á nýjan grunn í Húsafelli. Það mun í framtíðinni hýsa stein- hörpusafn Páls Guðmundssonar listamanns og stendur við hlið gamla fjóssins og súrheysturnsins sem þeg- ar hýsir hluta listaverkasafns Páls. Heimamenn í Borgarnesi og Borg- firðingar muna eftir Borgarpakk- húsinu sem byggt var á sínum tíma á horni Brákarbrautar og Egilsgötu og stóð allt þar til eftir aldamót að það var tekið af stalli sínum og flutt til geymslu. Seljandi hússins var Stein- þór Grönfeldt, sem lagði mikið upp úr því að sjálft Pakkhúsið yrði varð- veitt. Skessuhorn fékk Heiðar Lind Hansson sagnfræðing og annan höf- und væntanlegrar bókar um Sögu Borganess til að taka saman örfáa punkta um sögu Borgarpakkhússins sem nú öðlast nýtt og gjörólíkt hlut- verk í faðmi fjalla á Húsafelli. Tilgátur um hver byggði „Aldur Borgarpakkhússins er ekki al- veg á hreinu en talið fullvíst að það hafi verið byggt 1924 eða árin þar á undan. Byggingarár er ekki skráð í fundargerðabók bygginganefnd- ar Borgarneshrepps eða sveitabók hreppsnefndar. Tveimur skýringum er hægt að tefla fram um hver byggði húsið,“ segir Heiðar. „Annars vegar að það hafi verið Sigurður B. Run- ólfsson frá Norðtungu og hins vegar Jóhannes Jósefsson frá Vatni í Döl- um. Báðir ráku verslanir í Borgarnesi í upphafi þriðja áratugarins. Sigurður B. Runólfsson starfrækti sína verslun á árunum 1921-1924, en hann kom henni á fót eftir að hafa látið af störf- um sem kaupfélagsstjóri KB sökum deilna í félaginu. Bjarni Guðjónsson frá Hvítsstöðum sá um rekstur versl- unarinnar fyrir Sigurð. Jón Björns- son frá Svarfhóli kaupir síðan þessa verslun af Sigurði árið 1924 og fell- ir undir rekstur Verslunarfélagsins Borgar sem hann stofnaði á svipuð- um tíma.“ Heiðar segir að ef pakk- húsið hefur verið byggt af Sigurði á þessum árum, 1921-1924, þá sé lík- legt að húsið hafi fylgt með í kaup- unum. „Í það minnsta er ekki hægt að staðsetja verslun Sigurðar á öðr- um stað í Borgarnesi en þessum. Hin skýringin um uppruna hússins er frá Steinþóri Grönfeldt rafvirkja og vert, sem oftast er kallaður Dússi, en hann átti húsið í seinni tíð. Dússi heyrði frásögn af því að Jóhannes Jósefsson hafi reist það en hann rak verslun í Horninu (Brákarbraut 1) frá 1920-1924. Hornið er nánast við hlið lóðarinnar sem Borgarpakkhús- ið stóð á. Jóhannes fórst í sjóslysi úti fyrir Belgsholti í Melasveit 30. októ- ber 1924.“ Húsið hernumið í stríðinu Borgarpakkhúsið var hluti af húsa- þyrpingu Verslunarfélagsins Borg- ar sem náði yfir efri hluta Brákar- brautar. „Verslunarhúsið sjálft var að Brákarbraut 3 og sláturhúsið að Brákarbraut 5. Í pakkhúsinu var þungavara á borð við mjöl og gler geymd og afgreidd. Undir húsinu var kjallari. Á fimmta áratugnum var þar rekin Trésmiðja Borgarfjarðar um stutt skeið. Hún var hlutafélög í eigu Vf. Borgar og Vf. Borgarfjarð- ar. Smiðjan var síðan flutt yfir Brák- arbrautina í húsið þar sem Magnús Guðjónsson rafverktaki rekur Glitni í dag. Dússi minnist þess einnig að vörubíll á vegum Borgar hafi verið geymdur um hríð í kjallaranum. Breski herinn tók Borgarpakk- húsið tímabundið í sína þjónustu á stríðsárunum. Þar kúrðu hermenn á meðan þeir biðu þess að bragga- byggð risi í Borgarnesi. Þeir nýttu það einnig sem baðhús,“ segir Heið- ar Lind. Fór á vergang um tíma Verslunarfélagið Borg var samein- að Verslunarfélagi Borgarfjarðar á sjöunda áratugnum. „Síðustu árin var sameinað félag rekið með sam- vinnusniði og nefndist Samvinnu- félagið Borg. Þetta fyrirtæki varð gjaldþrota haustið 1968. Fasteignir þrotabúsins fóru á uppboð og eign- aðist KB þá Borgarpakkhúsið. KB nýtti það m.a. sem geymslu. Dússi keypti Borgarpakkhúsið af KB á tí- unda áratugnum. Hann nýtti það sem geymslu og verkstæði. Á þess- um tíma hafði hann þegar keypt hluta verslunarhúss Borgar þar sem veitingastaðnum Hreiðrinu var komið á fót 1993. Nafni stað- arins breytti hann í Matstofuna en manna á milli hefur staðurinn oft- ast gengið undir nafninu Dússa- bar. Dússi seldi Borgarpakkhúsið til Borgarbyggðar eftir aldamótin síðustu, en samkvæmt nýju deili- skipulagi fyrir gamla bæinn átti á lóð hússins að rísa nýbygging með íbúðum og verslunum á jarðhæð.“ Húsasmíðameistararnir Stefán Ólafsson á Litlu-Brekku og Ólafur Axelsson í Borgarnesi höfðu fengið lóðinni úthlutað af sveitarfélaginu og áformuðu að byggja á henni, en áform þau gengu ekki eftir þar sem fasteignamarkaðurinn hrundi haustið 2008. Borgarpakkhúsið var í kjölfar þess flutt á iðnaðarlóð í eigu Eiríks J Ingólfssonar á Sól- bakka í ársbyrjun 2007 og til stóð að húsinu yrði fargað. Eiríkur kom í veg fyrir það og keypti húsið fyr- ir 5-6 árum af Borgarbyggð. Hús- ið hefur því hvílt á bráðabirgðastað, fremur umkomulítið, allt þar til þriðjudagskvöldið 23. ágúst að það var flutt að Húsafell af starfsmönn- um Borgarverks og Loftorku. Listamiðstöð Páls að verða til Hópur manna hefur verið Páli Guð- mundssyni listamanni í Húsafelli innan handar við uppbyggingu lista- miðstöðvar í Húsafelli. Tvímæla- laust er þar á ferðinni metnaðarfull hugmynd og framkvæmd sem auðga mun hróður héraðsins enda Páll einn fremsti núlifandi listamaður þjóðar- innar. Sprautur í þessu uppbygging- arstarfi hafa verið Helgi Eiríksson á Kolsstöðum, Eiríkur J Ingólfsson húsasmíðameistari, Þorsteinn Guð- mundsson á Fróðastöðum og marg- ir fleiri. Búið er að gera upp gamla fjósið og hýsir það nú þegar málverk og fleiri verk Páls, höggmyndir eru í gamla súrheysturninum og auk þess er bogamyndað jarðhýsi við rabar- baragarðinn þar sem listamaðurinn hefur m.a. unnið við steinhörpur sínar. Fyrr á þessu ári var steyptur grunnur undir Pakkhúsið sem það var sett á í liðinni viku. Auk þess má nefna að arkitektastofan KÍM hefur unnið hugmynd að skipulagi Lista- miðstöðvar Páls Guðmundssonar. mm Borgarpakkhúsið flutt og verður nú hluti listaseturs í Húsafelli Borgarpakkhúsið á lóð sinni Brákarbraut 3. Myndin er tekin á síðari hluta sjöunda áratugarins af Einari Ingimundarsyni málara. Hún er varðveitt í Héraðsskjalasafni Borgarfjarðar. Vinstra megin við Pakkhúsið á lóðinni Egilsgötu 7 sést hús sem lengstum var nefnt Ástríðarhús. Það var kennt við Ástríði Ólafsdóttur frá Steðja í Flókadal. Elsta hluta þess byggðu hjónin Guðjón Jónsson Bachmann og Guðrún Guðmundsdóttir, en þau kölluðu það Vegamót. Um 1920 komst það í eigu Ástríðar og eiginmanns hennar, Bjarna Guðmundssonar járnsmiðs. Nokkrum árum síðar var húsið stækkað í það útlit sem sést á myndinni, en þá voru hjónin Auðunn Ólafsson og Ingibjörg Þorsteinsdóttir orðnir meðeigendur. Auðunn og Ástríður voru systkini og gaman að geta þess að Auðunn var langafi núverandi eiganda brugghússins á Steðja. Þá var Auðunn þessi járnsmiður og hafði lært hjá Bjarna, en saman ráku þeir járnsmiðju í kjallara hússins. Auðunn og Bjarni létust með skömmu millibili á fjórða áratugnum og því bjuggu ekkjurnar einar í húsinu ásamt fjölskyldu og höfðu leigjendur. Húsið var rifið skömmu eftir að myndin var tekin, enda komið til ára sinna eins og sjá má. Pakkhúsið híft á flutningabíl á þriðjudaginn og búið undir flutning í Húsafell. Ljósm. Þorleifur Geirsson. Í ljósaskiptunum á þriðjudaginn í síðustu viku var lagt af stað með húsið í lög- reglufylgd upp í Borgarfjörð. Ljósm. mm. Pakkhúsið komið á nýjan grunn í Húsafelli skammt frá fjósinu og súrheysturn- inum. Ljósm. úr dróna, Þórður Kristleifsson.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.