Skessuhorn


Skessuhorn - 19.10.2016, Síða 14

Skessuhorn - 19.10.2016, Síða 14
MIÐVIKUDAGUR 19. OKTÓBER 201614 Októbermánuður hefur um nokk- urra ára skeið verið tileinkaður vit- undarvakningu um krabbamein í konum. Bleika slaufan hefur ver- ið boðin til sölu sem hluti af ár- verkniátaki Krabbameinsfélagsins, eins og landsmenn þekkja. Í ár er kastljósinu beint að brjóstakrabba- meini, sem er algengasta teg- und krabbameins meðal íslenskra kvenna. Áætlað er að á 40 klukku- stunda fresti greinist kona með brjóstakrabbamein á Íslandi allt árið um kring. Bleiki dagurinn er liður í árverk- niátaki félagsins, en 14. október ár hvert eru landsmenn hvattir til að sýna samstöðu, klæðast bleiku og hafa bleikt í fyrirrúmi. Sú hefð hefur skapast á Akranesi að Krabbameinsfélag Akraness og nágrennis málar bæinn bleikan og efnir til bleikrar stuðningsgöngu daginn áður, 13. október. Gengið er frá stjórnsýsluhúsi bæjarins og nið- ur á Akratorg. Síðastliðinn fimmtu- dagur var þar engin undantekning. Arkað var af stað frá stjórnsýsluhús- inu kl. 18. Leiðinlegt veður olli því að þátttaka var minni en oft áður, en vaskur hópur lét það þó ekki aftra sér og gekk bleikklæddur nið- ur að Akratorgi, sem að venju var sveipað bleikum lit. Skátar úr Skátafélagi Akra- ness voru með kakósölu til styrkt- ar Krabbameinsfélagi Akraness og nágrennis, Steinunn Sigurðardótt- ir ávarpaði gönguhópinn og Jens- ína Valdimarsdóttir var útnefndur slaufuberi félagsins árið 2016. kgk/ Ljósm. Lísbet Sigurðardóttir. Bleikur litur áberandi síðasta föstudag Óbyggðanefnd kvað í síðustu viku upp úrskurði í ágreiningsmálum um þjóðlendur í Borgarfjarðar- og Mýrasýslu auk Langjökuls, að und- anskildum fyrrum Kolbeinsstaða- hreppi. Þetta svæði kallar nefndin 8B og er það hið tíunda sem nefndin úrskurðar um á landinu. Á næsta ári er að vænta úrskurðar í kröfum ríkis- ins í meintar þjóðlendur í Dalasýslu og þá hefur ráðherra ekki enn lýst kröfum á Snæfellsnesi. Óbyggða- nefnd kemst meðal annars að þeirri niðurstöðu að Langjökull skuli hér eftir skráður þjóðlenda í eigu ríkis- ins, sem og Tvídægra á Holtavörðu- heiði og fjalllendi á Mýrum. Nefnd- in hafnaði hins vegar kröfu ríkisins um að Eiríksjökull fari úr eign Kal- manstungujarða sem og að megin- hluti Arnarvatnsheiðar fari úr eigu sjálfseignarstofnunar bænda. Aðrar helstu niðurstöður óbyggðanefndar voru eftirfarandi: Landsvæði milli Hítarvatns og Fossdalsár Í landsvæði milli Hítarvatns og Foss- dalsár var fallist á kröfur íslenska ríkisins um að eftirfarandi landsvæði séu þjóðlendur: Suðausturhluti fjall- lendis Hraunhrepps, fjalllendi Álfta- neshrepps, fjalllendi Borgarhrepps (sem skiptist í eftirtalin svæði í nið- urstöðum nefndarinnar: Víðidal, Mjóadal og vesturhluta Sátudals, Hróbjargardal og vesturhluta Foss- dals og loks austurhluta Langavatns- dals ásamt Réttarmúla og Beilárvöll- um). Á grundvelli varakrafna Borg- arbyggðar var fallist á að eftirfarandi svæði sem úrkurðuð eru þjóðlend- ur séu jafnframt afréttir: Suðaustur- hluti fjalllendis Hraunhrepps er af- réttur jarða í fyrrrum Hraunhreppi, fjalllendi Álftaneshrepps er afréttur jarða í fyrrum Álftaneshreppi, Víði- dalur, austurhluti Langavatnsdals ásamt Réttarmúla og Beilárvöllum, sem og Mjóidalur og vesturhluti Sátudals, eru afréttir jarða í fyrr- um Borgarhreppi. Hróbjargardalur og vesturhluti Fossdals eru í afrétt- areign Borgarbyggðar. Hafnað var kröfum íslenska ríkisins um að eft- irfarandi landsvæði séu þjóðlendur: Norðvesturhluti fjalllendis Hraun- hrepps, Staðartunga og Beilárheiði. Hluti fyrrum Norðurárdalshrepps Fallist var á kröfur íslenska rík- isins um að eftirfarandi land- svæði séu þjóðlendur: Vesturhluti Ystutunguafréttar, Sauðafellsaf- réttur og landsvæði í vestanverðum Snjófjöllum. Fallist var á varakröfu Minningarsjóðs Ólafs Finnssonar um að Sauðafellsafréttur sé í afrétt- areign hans. Á grundvelli þrautav- arakrafna Borgarbyggðar er fallist á að eftirfarandi svæði sem úrkurðuð eru þjóðlendur séu jafnframt afrétt- ir: Vesturhluti Ystutunguafréttar er afréttur jarða í Norðurárdal og Staf- holtstungum fyrir vestan Sanddalsá og Norðurá og þjóðlenda í vestan- verðum Snjófjöllum er afréttur jarða í fyrrum Norðurárdals-, Stafholts- tungna-, Hvítársíðu- og Þverárhlíð- arhreppum. Hafnað var kröfum ís- lenska ríkisins um að eftirfarandi landsvæði séu þjóðlendur: Aust- urhluti Ystutunguafréttar (selland Stafholtskirkju), Fellsendaafréttur (Sanddalstunguland) og austurhluti ágreiningssvæðis vegna Snjófjalla. Hvítársíða, Þverárhlíð og Norðurárdalur Í Hvítársíðu, Þverárhlíð og Norð- urárdal var fallist á kröfur íslenska ríkisins um að eftirfarandi land- svæði séu þjóðlendur: Vesturhluti Tvídægru að meðtöldum Hellis- tungum, austurhluti Tvídægru, Helgavatnsselland, austurhluti Síðumúlaskógar, Reykholtsselland og Sámsstaðaselland. Á grundvelli þrautavarakrafna Borgarbyggð- ar er fallist á að umrædd landsvæði séu afréttir þeirra jarða í fyrrum Norðurárdals- og Stafholtstungna- hreppum sem liggja sunnan og austan við Sanddalsá og Norðurá, sem og jarðarinnar Stafholtseyjar. Jafnframt er fallist á kröfur eig- anda Gilsbakka um veiðirétt í ám og vötnum á vesturhluta Tvídægru ásamt Hellistungum og austurhluta Tvídægru auk veiðiréttar í Króka- vatni og þeim hluta Flóavatns sem fellur innan Húksheiðar. Hafn- að er kröfum íslenska ríkisins um að eftirfarandi landsvæði séu þjóð- lendur: Sleggjulækjarselland, Síðu- múlaselland, vesturhluti Síðumúla- skógar og Lambatungur. Hvítársíða, Þverárhlíð og Norðurárdalur Varðandi Arnarvatnsheiði, Geit- land og Langjökull var fallist á kröfur íslenska ríkisins um að eft- irfarandi landsvæði séu þjóðlend- ur: Landsvæði norðaustan Arn- arvatnsheiðar, landsvæði sunnan Geitlands, þ.m.t. norðvestanverð- ur Þórisjökull og Langjökull. Á grundvelli þrautavarakröfu Borg- arbyggðar var fallist á að þjóðlend- an norðaustan Arnarvatnsheiðar sé jafnframt afréttur jarða í fyrrum Reykholtsdals- og Hálsahreppum. Hafnað var kröfum íslenska ríkisins um að eftirfarandi svæði séu þjóð- lendur: Útskipt land úr Þorvalds- stöðum, Arnarvatnsheiði, sameign- arland Kalmanstungu I og II, þ.m.t. Eiríksjökull og Geitland. Fyrrum Lundarreykja- dalur og hluti fyrrum Hálsahrepps Í fyrrum Lundarreykjadal og hluta fyrrum Hálsahrepps var fallist á kröfur íslenska ríkisins um að eft- irfarandi landsvæði séu þjóðlend- ur: Þóreyjartungur, land við Reyð- arvatn, afréttur Lunddæla og land norðan afréttar Lunddæla ásamt Oki. Fallist er á varakröfur Sjálfs- eignarstofnunarinnar Oks um að Þóreyjartungur og land við Reyð- arvatn séu í afréttareign hennar. Á grundvelli þrautavarakröfu Borg- arbyggðar er fallist á að afréttur Lunddæla sé afréttur jarða í fyrr- um Lundarreykjadalshreppi. Hafn- að var kröfum íslenska ríkisins um að eftirfarandi svæði séu þjóðlend- ur: Lundartunga, Oddsstaðatunga og Gullberastaðaselsland. Höfða skal einkamál innan sex mánaða Í niðurstöðunni segir jafnframt: „Sá málsaðili sem ekki vill una úrskurði óbyggðanefndar skal höfða einka- mál innan sex mánaða frá útgáfu- degi þess Lögbirtingablaðs sem út- dráttur úr úrskurði er birtur í, sbr. 1. mgr. 19. gr. þjóðlendulaga, nr. 58/1998. Er þá unnt að leggja til úrlausnar dómstóla hverja þá kröfu sem gerð hefur verið fyrir nefnd- inni. mm Niðurstöður óbyggðanefndar um þjóðlendur í Borgarfirði Á þessu korti eru skyggðu svæðin þjóðlendur samkvæmt niðurstöðum Óbyggða- nefndar. Horft upp eftir yfir Fljótstunguhálsinn í átt að Strúti, Arnarvatnsheiði og Eiríksjökli. Þetta svæði hefur nú allt verið dæmt landeigendum í vil. Ljósm. úr dróna: Halldór Sigurðsson.

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.