Skessuhorn


Skessuhorn - 19.10.2016, Side 15

Skessuhorn - 19.10.2016, Side 15
MIÐVIKUDAGUR 19. OKTÓBER 2016 15 Snorrastofa í Reykholti býður til fyrsta fyrirlestrar vetrarins þriðjudag- inn 25. október næstkomandi undir heitinu „Vinna kvenna í 800 ár. Hefð- ir og vinnubrögð við íslenskan vefnað frá landnámi“. Það er fornleifafræð- ingurinn Michèle Hayeur Smith, sem flytur fyrirlesturinn á ensku en hún hefur lengi rannsakað vefnaðar- sögu Íslands og eins og hún birtist í fornleifum. Þrátt fyrir erlenda tungu er óhætt að mæla með kvöldinu, þar sem myndmálið verður ríkulega lát- ið tala. Fyrirlesturinn verður í Bók- hlöðu Snorrastofu, hefst kl. 20:30 og að venju er boðið til umræðna og kaffiveitinga. Aðgangur er kr. 500. Michèle fjallar um íslenskan vefn- að frá landnámi og fram á 17. öld, sem hvíldi á vinnuframlagi kvenna og hafði mikla þýðingu fyrir þjóðarbú- ið. Enda þótt um föt og vefnað sé víða fjallað í rituðum textum allt frá miðöldum hefur minna verið fjallað um hið mikla magn fornleifa, sem sýna sögu þessa iðnaðar hér á landi. Í ljósi fornleifanna má vel greina störf kvenna í gegnum aldir og þá þróun, sem varð í vefnaði og hvernig klæðin voru notuð. Fyrirlesturinn byggir Michèle á tveimur vefnaðarrannsóknum forn- leifa í Þjóðminjasafni Íslands, sem fram hafa farið á síðastliðnum sex árum og kemur einnig inná niður- stöður rannsókna um „Bláklæddu konuna“ (The woman in blue from Ketilsstaðir). Fyrirlestur sinn nefnir hún á ensku, 800 Years of Women’s Work: Textile traditions in Viking and Medieval Iceland. Michèle Ha- yeur Smith er fornleifafræðingur við Brown University með textíl að sér- grein og hefur starfað að rannsókn- um á vefnaðarsögu Íslands og land- anna við Norður Atlantshaf frá árinu 1997. Snorrastofa fagnar vetri með út- gáfu á viðburðaskrá komandi vetrar, sem berst á næstu dögum. Þar er birt yfirlit yfir viðburði og annað starf, sem fram fer í menningar- og mið- aldasetrinu í Reykholti. -fréttatilkynning Umfjöllun um 800 ára vefnaðarsögu Íslands Michèle Hayur Smith fornleifafræðingur. Frambjóðendur átta stjórnmála- flokka í Norðvesturkjördæmi sátu síðastliðinn miðvikudag fyrir svör- um í Fjölbrautaskóla Vesturlands. Á fundinum voru fulltrúar frá Bjartri framtíð, Dögun, Framsóknarflokki, Pírötum, Samfylkingu, Sjálfstæðis- flokki, Viðreisn og Vinstri grænum. Fundurinn byrjaði á að flokkarn- ir kynntu sín málefni og áherslur. Að því loknu fengu ungmenn- in að spyrja frambjóðendur spurn- inga. Þegar blaðamann Skessu- horns bar að garði stóð fundurinn sem hæst og fylgdust nemendur skólans áhugasamir með málflutn- ingi frambjóðenda og sumir þeirra punktuðu hjá sér. Skuggakosningar voru síðan haldnar í skólanum næsta dag og gátu þá 21 árs og yngri nemendur fengið að kjósa á milli þeirra tólf flokka sem eru í framboði. Þetta er hluti af átaki til að vekja áhuga ungs fólks á kosningum. Þar er notast við myllumerkið #égkýs og er hægt að Frambjóðendur sátu fyrir svörum í FVA skoða vefsíðuna www.egkys.is til að fræðast nánar um það. grþ Fulltrúar átta flokka mættu á sal Fjölbrautaskóla Vesturlands þar sem þeir kynntu flokka sína og svöruðu spurningum nemenda. Salur skólans var fullur af ungu fólki sem fylgdist áhugasamt með umræðum. Farfuglaheimilið í Borgarnesi auglýsir eftir starfsfólki til starfa í móttöku heimilisins og við þrif. Um er að ræða morgun kvöld og helgarvaktir. Góð íslensku- og enskukunnátta skilyrði. Nánari upplýsingar veitir Aurora Friðriksdóttir í síma 861-1544 og í netfanginu auroraf@simnet.is. Umsóknarfrestur er til mánudagsins 27. október og umsóknir sendist í netfangið auroraf@simnet.is. SK ES SU H O R N 2 01 6 Farfuglaheimilið í Borgarnesi | Borgarbraut 9-13 Vikunámskeið 6.-13. nóvember Úr fjötrum kvíðans Kvíði er eðlileg mannleg tilnning sem knýr okkur til að vera á varðbergi, tilbúin að bregðast við yrvofandi hættu. Hjá mörgum verður þó kvíðaviðbragðið of virkt, þ.e. hættuástandið er ofmetið og manneskjan nnur oftar fyrir kvíða en tilefni eða aðstæður eru til. Markmið námskeiðsins er að draga úr einkennum, auka skilning á kvíða, læra að beita eigin hugsunum til að líða betur og róa hugann. Verð 154.000 kr. á mann 146.300 kr. á mann í tvíbýli - berum ábyrgð á eigin heilsu Heilsustofnun Náttúrulækningafélags Íslands Nánari upplýsingar og skráning á heilsustofnun.is eða í síma 483 0300. Námskeið 6.-13. nóvember OPINN OKTÓBER á Snæfellsnesi ALÞJÓÐLEGA KVIKMYNDAHÁTÍÐIN NORTHERN WAVE 21.-23. OKTÓBER Í FRYSTIKLEFANUM Á RIFI Stuttmyndamaraþon, myndbandalist, íslensk tónlistarmyndbönd, fiskréttakeppni, tónleikar, hreyfimyndanámskeið, skuggabrúðusmiðja o.fl. Kannaðu málið á Facebook: #Svæðisgarðurinn Snæfellsnes #Norðurljósin #Grundarfjarðarbær #The Northern Wave film festival #Frystiklefinn Rifi #Áttahagastofa Snæfellsbæjar #Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull -Malarrif/ge stastofa þjóð garðsins Snæ fellsjökuls og sýning í sa lthúsinu. Allir viðburðir á snaefellingar.is -Hreyfimyndanámsk eið og skuggabrúðusmiðja fyrir börn. -Rökkurró í Lýsuhólslaug 28. október frá kl. 20.30–22. Söngur, sögur og heitt ölkelduvatn. -Ljósmyndasýning af Snæfellsnesi við höfnina í Stykkishólmi. -Lofthræddi örninn Örvar. Það er margt í boði á Snæfellsnesi í október! Íbúar og gestir eru hvattir til að sækja þá fjölmörgu viðburði sem í boði eru víða um Snæfellsnes. -Það er stutt á milli staða og upplagt að njóta veitinga og up plifa ævintýri. RÖKKURDAGAR Í GRUNDARFIRÐI 12.-22. OKTÓBER Uppistand, PubQuiz, dansleikur, tónleikar o.fl -Norðurljósa og stjörnuskoðu narferð frá Skildi í Helgafellssveit 22. okt óber frá kl. 20 – 21. -Vilt þú taka þátt í keppni um besta fiskréttinn? Vegleg verðlaun í boði. -NORÐURLJÓS Í STYKKISHÓLMI 20.-23. OKTÓBER Tónleikar, ljósmyndasýning, ratleikur, opin hús o.fl.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.