Skessuhorn


Skessuhorn - 19.10.2016, Blaðsíða 21

Skessuhorn - 19.10.2016, Blaðsíða 21
MIÐVIKUDAGUR 19. OKTÓBER 2016 21 Þegar Samband sveitarfélaga á Vesturlandi kynnti Sóknaráætlun Vesturlands 2015-2016 á síðasta ári var efling menntunar í ferða- þjónustu og matvælaframleiðslu eitt af áherslumálum áætlunar- innar. Meginmarkmið verkefnis- ins er að bjóða þeim sem vinna við ferðaþjónustu og matvælafram- leiðslu á Vesturlandi upp á tæki- færi til menntunar og með auk- inni menntun verði þekkingarstig innan atvinnugreinarinnar hækk- að. Samtök sveitarfélaga á Vestur- landi fólu Háskólanum á Bifröst verkstjórn og er Signý Óskars- dóttir verkefnisstjóri verkefnisins. Skessuhorn hitti Signýju að máli í síðustu viku og ræddi við hana um verkefnið. „Í upphafi verkefnisins var unn- in samantekt á því námi sem er í boði fyrir ferðaþjónustu og mat- vælaframleiðslu á landsvísu. Að því loknu unnum við að greiningu fræðsluþarfar fyrir báðar greinar hér á Vesturlandi. Við unnum með Stjórnstöð ferðamála, sem stóð fyrir könnun fyrir alla ferðaþjón- ustuaðila á landinu til að greina mannafla og fræðsluþörf innan atvinnugreinarinnar. Einnig var skipulögð vinnustofa með aðilum úr matvælaframleiðslu á Vestur- landi ásamt fræðsluaðilum. Þar voru settar fram hugmyndir um forgangsröðun verkefna og hug- myndir að aukinni samvinnu og menntun í greininni. Auk þess var um 80 aðilum boðið að koma hug- myndum á framfæri í gegnum raf- ræna könnun með opnum spurn- ingum, þeim sömu og voru notaðar í vinnustofunni,“ segir Signý. „En það skal tekið fram að strax í upp- hafi verkefnisins ákvað verkefnis- stjórnin að leggja áherslu á þarfir smærri matvælaframleiðenda og heimaframleiðslu á Vesturlandi. Hins vegar stendur stærri fram- leiðslufyrirtækjum til boða að nýta sér þjónustu fræðsluaðila á Vest- urlandi sem bjóða upp á sérsniðið nám eftir þörfum,“ bætir hún við. Vilja að fræðslan fari fram á vinnustað „Samkvæmt könnuninni sem Stjórnstöð ferðamála lét gera hef- ur orðið mikil aukning á nýliðum í ferðaþjónustu á landsvísu,“ seg- ir Signý. „Það er mikið að gera, starfsmenn oft allt í öllu og erfitt að senda fólk í þjálfun eða nám og um 80% stjórnenda í ferðaþjónustufyr- irtækjum telja að æskilegast sé að fræðsla eða þjálfun starfsmanna fari fram á vinnustað. Í matvælafram- leiðslunni, þar sem við einblíndum svolítið á fyrirtæki sem vilja selja af- urðir beint frá býli, fundum við að framleiðendur vilja hlúa að og búa til vettvang þar sem þeir geta lært af hvorum öðrum hvernig má komast frá hugmynd til afurðar. En einnig kalla þeir eftir ráðgjöf og hagnýtu námi. Það á líka við í ferðaþjónust- unni,“ segir Signý. Aðspurð kveðst hún ánægð með hvernig gengið hefur að koma verk- efninu á koppinn. „Að mínu viti er þetta gott dæmi um hvernig stefnu- mótandi áætlanir geta stutt við verkefni og eflt samvinnu á svæð- inu. Verkefnastjórnin var mjög góð, stjórn verkefnisins er skipuð mjög hæfu og áhugasömu fólki bæði úr ferðaþjónustu, matvælaiðnaði og menntageiranum. Svona verkefni eru mikill styrkur fyrir svæðið,“ segir Signý að lokum. Námskeið í boði Háskólinn á Bifröst, Landbúnað- arháskóli Íslands og Símenntun- armiðstöð Vesturlands hafa út frá þarfagreiningunni aukið framboð af námskeiðum fyrir aðila í ferðaþjón- ustu og matvælaframleiðslu. Meðal námskeiða sem í boði eru má nefna Gæðastjórnun í ferðaþjónustu, Menningartengda ferðaþjónustu, Stofnun og rekstur ferðaþjónustu- fyrirtækja, Leiðsögunám en einnig námskeið eins og Þjónusta og gest- risni, svo dæmi séu tekin. Nám- skeið sem tengjast matvælafram- leiðslu eru til dæmis Vöruhönnun og Fullvinnsla lambakjöts. Einnig geta stjórnendur ferðaþjónustu- og matvælafyrirtækja óskað eftir ráð- gjöf og sérsniðinni fræðslu fyrir sitt fyrirtæki. Þeim sem vilja fræðast frekar um eflingu menntunar í ferðaþjónustu og matvælaiðnaði, kynna sér náms- framboð og annað slíkt, er bent á heimasíðu verkefnisins http:// signy7.wixsite.com/efling-mennt- unar. kgk „Svona verkefni eru mikill styrkur fyrir svæðið“ Unnið að eflingu menntunar í ferðaþjónustu og matvælaframleiðslu Signý Óskarsdóttir, verkefnisstjóri verkefnisins Efling menntunar í ferðaþjónustu og matvælaframleiðslu. Unglingar í æskulýðsfélagi Ólafs- víkur- og Ingjaldshólsprestakalls stóðu fyrir kærleiksmaraþoni og kærleiksverkum ásamt sóknar- prestinum á síðasta sunnudag. Daginn hófu þau á því að vinna hin ýmsu kærleiksverk og heimsóttu til dæmis Dvalarheimilið Jaðar og fleiri staði og buðust til að hjálpa við heimilisverk. Hægt var að heita á krakkana en þau voru með þessu að safna sér fyrir ferð á landsmót ÆSKÞ sem fram fer dagana 21. til 23. október næstkomandi. Yfir- skrift landsmótsins að þessu sinni er Flóttamenn og fjölmenning og af því tilefni var tekið á móti föt- um fyrir flóttafólk sem hluti af dagskránni og munu krakkarn- ir fara með þau á landsmótið og afhenda þar og þeim verður svo komið áfram. Þess má geta að þar munu krakkarnir keppa í hæfi- leikakeppni æskulýðsfélaganna en atriðið þeirra var eitt af sex atrið- um sem valið var af dómnefnd til að keppa á mótinu sjálfu. Frá klukkan þrjú á sunnudag- inn var svo dagskrá fyrir alla í kirkjunni. Þar var boðið upp á andlitsmálun og bingó þar sem veglegir vinningar voru í boði og kökubasar þar sem hægt var að kaupa girnilegt bakkelsi einnig til styrktar ferðinni. Dagskránni lauk svo með dægurlagaguðsþjónustu þar sem stemningin var létt og sungin voru dægurlög. þa Kærleiksmaraþon í æskulýðsfélaginu Á Snæfellsnesi er nú verið að reisa þrjár nýjar reiðskemmur; í Stykkishólmi, Ólafsvík og á Lýsuhóli. Samið var við Límtré Vírnet um byggingu þeirra allra í júnímánuði eft- ir þann aðdraganda að fulltrúar Hesteigenda- félags Stykkishólms, Hesteigendafélagsins Hrings í Ólafsvík og ferðaþjónustubænd- urnir Agnar og Jó- hanna á Lýsuhóli tóku sig saman og óskuðu eftir tilboðum í reið- skemmubyggingarn- ar. Framkvæmdir eru hafnar við allar skemm- urnar en vinnan við að reisa húsið á Lýsuhóli er lengst á veg kom- in. Reiðskemman á Lýsuhóli verður stærst skemmanna þriggja, eða 20 x 45 metrar, en hin húsin verða 18 x 38 metrar að stærð. grþ Reiðskemmur rísa á Snæfellsnesi Líkt og sjá má verður reiðskemman á Lýsuhóli stór og vegleg. Ljósm. Snæfellsbær. Í Ólafsvík má sjá að búið er að steypa sökkul undir reiðskemmuna. Ljósm. af. Í byrjun júnímánaðar var fyrsta skóflustungan tekin að reiðskemmunni í Stykkishólmi. Ekki er ljóst hvenær verður lokið við skemmuna en stefnt er á að klára fyrir veturinn. Ljósk. kgk.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.