Skessuhorn - 19.10.2016, Blaðsíða 22
MIÐVIKUDAGUR 19. OKTÓBER 201622
Harpa Hreinsdóttir handverkskona
á Akranesi og Bjarni Þór Bjarnason
listamaður ætla að efna til samsýn-
ingar á menningarhátíðinni Vöku-
dögum, sem framundan er í bænum
dagana 27. október til 6. nóvem-
ber næstkomandi. Sýna þau und-
ir yfirskriftinni „Geggjaðar peys-
ur“. Verða nokkrar af prjónapeys-
um Hörpu til sýnis innan um mál-
verk Bjarna Þórs þar sem efnistökin
eru peysur eða fólk að prjóna peys-
ur. Skessuhorn hitti Hörpu að máli
í liðinni viku og ræddi við hana um
sýninguna. Hún segir hugmynd-
ina komna frá Ástu Salbjörgu Al-
freðsdóttur. „Ásta er vinkona mín
og eiginkona Bjarna. Við sitjum
gjarnan og prjónum margar sam-
an í Galleríi Bjarna Þórs á laugar-
dögum. Þannig séð er prjónið tengt
galleríinu,“ segir Harpa. „Nú, Ásta
stakk upp á að ég héldi sýningu á
peysunum mínum því ég prjóna
lítið eftir uppskriftum nema mín-
um eigin og stundum algjörlega
án uppskrifta. Hún bar þetta undir
Bjarna sem fannst hugmyndin góð
og ákvað að hann myndi mála peys-
ur. Þannig að þetta er sameiginleg
peysusýning okkar Bjarna,“ bætir
hún við.
Ein geðveik og fimm
aðrar
En hvaðan kemur nafn sýningar-
innar? „Nafnið er orðaleikur. Peys-
urnar eru geggjaðar eða geðveikar
af því að þær eru geðveikt flottar
eða geðveikt öðruvísi en svo er ein
peysa sem er í alvöru geðveik. Það
er peysa sem ég prjónaði eftir mál-
verki Louis Wain af ketti þegar tal-
ið er að hann hafi verið að sökkva
niður í eitt af sínum geðklofa-
köstum. Mig langaði að æfa mig
í myndprjóni og vildi prjóna ein-
hverja geðveika mynd en fannst það
svo „leim“ að prjóna Ópið. Á þessu
tímabili var ég mjög veik af þung-
lyndi, fékk mjög slæm köst og í
einu slíku mundi ég eftir myndinni,
sem ég hafði séð í bók í bernsku.
Mér fannst myndin tilvalin, bjó til
munstrið í forriti og prjónaði síð-
an peysuna. Byrjaði á bakinu, þar
sem myndin er og fann síðan mótíf
framan á sem mér fannst passa við
myndina. Þannig að ein peysan er í
alvöru geðveik peysa,“ segir Harpa.
„Ég lít því svo á á að mitt framlag til
sýningarinnar sé ein geðveik peysa
og fimm aðrar. En þær geta líka
verið geðveikar, eða geggjaðar,“
segir hún og bætir því við að áður
en hún lét af kennslu hafi hún iðu-
lega klæðst hinni einu sönnu geð-
veiku peysu á alþjóða geðheilbrigð-
isdaginn 10. október. „Þess vegna
er peysan flottust að aftan, eins og
margar peysur sem ég hef prjónað
og margar flíkur sem ég hef keypt
í gegnum tíðina. Sem kennari sneri
maður oftar en ekki bakinu í nem-
endur, það er að segja fyrir daga
skjávarpanna.“
Gestir mega meðhöndla
peysurnar
Hún kveðst ekki endanlega hafa
gert upp við sig hvaða geggjuðu
peysur nákvæmlega verði til sýn-
is, til viðbótar við geðveiku peys-
una. Þó sé ákveðið að peysan Ma-
tala verði á sýningunni. „Hún er
öll úr bútum sem ég síðan prjón-
aði saman. Ég byrjaði bara á ein-
um búti á bakinu og bætti svo hin-
um við. Hana prjónaði ég algerlega
án uppskriftar eða öllu heldur eft-
ir sömu uppskrift og naglasúpan í
þjóðsögunum,“ segir Harpa. „En
tilbúin minnti hún mig á gamla
hippa-þorpið Matala á Krít, sem ég
og Atli Harðarson maðurinn minn
höfum heimsótt. Þannig fékk hún
nafnið,“ bætir hún við og kveðst
ánægð með útkomuna. „Þó ég segi
sjálf frá þá eru hún, geðveika peys-
an og margar aðrar, bara býsna
vel heppnaðar og hönnunin fal-
leg,“ segir Harpa. Þá verður einn-
ig til sýnis riddarapeysa Hörpu,
sem prjónuð er eftir mynd af ein-
um riddaranum á Riddarateppinu
svokallaða. „Þetta er mótíf úr ridd-
arasögunum sem mig langaði að
prjóna og fannst þessi handalausi
riddari skemmtilegur,“ segir hún
og bendir blaðamanni á að riddar-
ann vantar annan handlegginn. „Ef
til vill hafa þær konur sem saum-
uðu upphaflegu myndina á öldum
áður orðið uppiskroppa með bláa
litinn, sem var dýrastur og erfiðast
að verða sér úti um. Hvað áttu þær
þá að gera? Jú, þær slepptu bara úr
handleggnum. Það finnst mér alveg
stórgóð lausn og ákvað að gera það
sama,“ segir hún.
Uppsetning sýningarinnar verð-
ur ekki með þeim hætti að peys-
urnar verði látnar hanga á veggjum
eins og málverk, að minnsta kosti
ekki allar. Harpa vill að á sýning-
unni geti fólk fengið að taka peys-
urnar upp og meðhöndla. „Þær eiga
ekki bara að hanga uppi á vegg. Mig
langar að láta þær liggja frammi
og vil leyfa fólki að taka þær upp,
skoða rönguna, finna fyrir efninu
og jafnvel máta þær,“ segir Harpa
að lokum. kgk
„Ein peysan er í alvöru geðveik“
-segir Harpa Hreinsdóttir um sýninguna Geggjaðar peysur
Harpa Hreinsdóttir íklædd hinni einu sönnu geðveiku peysu,
sem er prjónuð eftir málverki Louis Wain.
Framan á geðveiku peysuna valdi Harpa mótíf sem henni
þótti passa við myndina á bakinu. Á sýningunni hyggst
Harpa láta peysur sínar liggja frammi svo fólk geti tekið þær
upp og meðhöndlað, skoðað rönguna og jafnvel mátað þær.
Ævar H Þórðarson var formaður
Vörubílstjórafélagsins Þjóts á Akra-
nesi frá 1976 og þar til ársins 1986.
Hann tók þátt í gerð Borgarfjarð-
arbrúarinnar á sínum tíma og vann,
ásamt fjölmörgum fleiri bifreiða-
stjórum, við að aka efni í fyllinguna.
Hann segir ekki rétt, eins og haft var
eftir Sigvalda Arasyni í umfjöllun
Skessuhorns í tilefni 35 ára afmæl-
is Borgarfjarðarbrúar, að Halldór
E. Sigurðsson þáverandi samgöngu-
ráðherra hafi skikkað bifreiðastjóra
á Akranesi til samninga við Borg-
nesinga um störfin við að aka efni í
fyllinguna sunnan megin brúarinnar.
„Sannleikurinn er sá að við fengum
Borgnesinga, sem og bíla og bílstjóra
úr Reykjavík, til liðs við okkur við
að keyra í fyllinguna sunnanmegin,“
segir Ævar í samtali við Skessuhorn.
„Halldór sagði að við mættum fá til
liðs við okkur bíla hvaðan sem er af
landinu til þess að við gætum örugg-
lega staðið við okkar skuldbinding-
ar,“ bætir hann við.
Fundað streitulaust
í sex daga
Forsaga málsins er sú að einn mánu-
dagsmorgun áður en hafist var handa
við að keyra í fyllingu Borgarfjarð-
arbrúar fór Ævar í morgunkaffi til
eins verkstjórans á Seleyrinni sem
sagði honum að Ístak væri væntan-
legt með sína bíla morguninn eftir.
„Ég hringdi þá til Einars Ögmunds-
sonar, sem þá var formaður Lands-
sambands vörubifreiðastjóra, og bað
hann að ganga í að stoppa þetta,“
segir Ævar. „Hann hafði samband
við ráðherra sem stjórnaði því að
menn skyldu standa við gerða samn-
inga og sagðist ætla að láta Vegagerð-
ina standa við samninginn sem land-
sambandið hafði gert við Vegagerð-
ina um almenna vinnu.“ Næst segir
Ævar að hann hafi, ásamt Einari Ög-
mundssyni, Arnmundi Bachmann
og Guðmundi nokkrum sem þá var
hjá landssambandinu, verið kallaður
á fund. Þeir hafi mætt á þriðjudags-
morgni kl. 10. „Síðan mættum við,
alla daga fram á sunnudag og það var
þráttað allan daginn. En þeir voru í
tímaþröng með verkið vegna þess að
laxinn var að koma og á sunnudags-
morgun kl. 11 var Halldór E. ræst-
ur út. Hann mætti, byrjaði nú á því
að lesa mér pistilinn en ég stóð fast á
mínu og vildi að staðið yrði við gerða
samninga og okkur gefið tækifæri til
að sanna okkur. Ef ljóst væri að við
gætum þetta ekki þá mættu Ístaks-
menn koma með sína bíla. Halldór
féllst á það og hófst handa við gerð
skriflegs samnings ásamt skrifstofu-
mönnum Vegagerðarinnar sem virt-
ust aldrei ætla vilja semja við okkur,“
segir Ævar. „Þeir neituðu að trúa að
við gætum keyrt 4100 rúmmetra í
fyllinguna á einum sólarhring. Þeg-
ar við skrifuðum undir samninginn
var talan reyndar komin upp í 4300
rúmmetra en ég sagði að það skipti
ekki nokkru máli, við gætum af-
kastað mun meira,“ bætir hann við.
Hann segir þá ekki hafa áttað sig á
því að ef búkollurnar hefðu kom-
ið, eins og til stóð, þá hefði verkið
stoppað. „Það þurfti að bakka út yfir
bráðabirgðabrú sem var búin til út í
fjörðinn og búkollurnar eru svo lengi
að bakka að það hefði aldrei gengið,“
segir Ævar og brosir.
Aldrei minnst
á Ístak meir
Þeir hófust handa sama kvöld og út-
bjuggu smá brekku til að ná meiri
hraða afturábak. „Þannig gátum við
byrjað að hífa pallana á vörubílun-
um á miðri brú og þegar við vorum
komnir út á enda skaust hlassið af ef
maður rétt tyllti á bremsuna,“ seg-
ir Ævar og árangurinn lét ekki á sér
standa. „Við afköstuðum yfir sjö þús-
und rúmmetrum á sólarhring að jafn-
aði og þennan eina dag sem allt sner-
ist og ekkert bilaði fórum við í ell-
efu þúsund rúmmetra,“ segir hann.
„En við byrjuðum líka á mánudags-
morgni og keyrðum á vöktum óslit-
ið fram á hádegi á sunnudegi. Þá var
vöktum slitið vegna þess að verkið
við fyllinguna að sunnanverðu við
brúna var að það langt komið. Eftir
þetta var aldrei aftur minnst á að fá
Ístak til að keyra í fyllinguna,“ bæt-
ir hann við.
„En það þurfti aldrei neina samn-
inga milli Skagamanna og Borgnes-
inga um að keyra í fyllinguna sunn-
anmegin. Það lá alltaf fyrir að við
gætum aldrei afgreitt þetta sjálfir.
Þess vegna fengum við bíla að, bæði
Borgnesinga og Reykvíkinga og
Halldór E kom hvergi nærri þeim
samningum. Menn voru bara beðnir
um að mæta og það gerðu þeir,“ segir
Ævar sem lætur afar vel af vinnunni
við Borgarfjarðarbrúna. „Það var
mjög gott að vinna þarna í alla staði
þó að þetta hafi verið mikið úthald.
En þetta gekk fínt og verkstjórarn-
ir sem voru innfrá voru mjög fínir,“
segir Ævar að lokum. kgk
Ævar H Þórðarson, fyrrum formaður Vörubílstjórafélagsins Þjóts:
„Þurfti aldrei neina samninga milli Skagamanna
og Borgnesinga um að keyra í fyllinguna“
Komin er fylling fyrir utan bráðabirgðabrúna sem byggð var að sunnanverðu.
Bifreiðastjórar fengu fimm sólarhringa til að búa til snúningssvæði fyrir utan
brúna en voru farnir að snúa við þar eftir 27 klukkustundir að sögn Ævars. Aldrei
var þá aftur minnst á að Ístak kæmi með sína bíla til að keyra í fyllinguna. Til
gamans má geta þess að Akurnesingurinn Ragnar Leósson ekur hvíta bílnum sem
stefnir út á brúna. Ljósm. Einar Ingimundarson/Héraðsskjalasafn Borgarfjarðar.