Skessuhorn


Skessuhorn - 19.10.2016, Síða 25

Skessuhorn - 19.10.2016, Síða 25
MIÐVIKUDAGUR 19. OKTÓBER 2016 25 Nú í aðdraganda kosninga þegar allir frambjóðendur lofa að bæta kjör ellilífeyrisþega og öryrkja minnist enginn á þá brýnu þörf sem er fyrir að stofna embætti umboðs- manns aldraðra og öryrkja. Það eru til margskonar umboðsmenn; um- boðsmaður Alþingis, umboðsmað- ur dýra og umboðsmaður barna, svo nokkuð sé nefnt. Gamalt máltæki seigir : Tvisv- ar verður gamall maður barn. Í þessu máltæki er mikill sannleikur. Á undaförnum tveimur áratugum eða svo hefur tæknivæðing verið svo mikil og hröð í upplýsingaöflun og samskiptaþáttum að gamalt fólk á erfitt með að tileinka sér þess- ar breytingar. Ég veit að flest fólk sjötugt og eldra kann ekki mikið á tölvur. Það fær allskonar upplýs- ingar, kröfur og annað með rafræn- um hætti, sem það á erfitt með að átta sig á, því skjalfest gögn eru oft engin í þessum samskiptum. Ég ætla að leyfa mér að segja frá nokkrum atvikum sem ég sjálfur hef lent í sem sýna hve nauðsynlegt það er að gamalt fólk eigi sér sérstakan stjórnskipaðan umbosmann til að leita til og gæta hagsmuna sinna. Í apríl 2014 ákvað ég að fara til Tenerife með Úrval Útsýn í lok september. Þar sem ég hef tak- mörkuð fjárráð þá samdist okkur að ég skyldi borga fjórðung upp- hæðarinnar í apríl og eftirstöv- arnar í fjórum greiðslum 10. maí, júni, ágúst og september. Þannig að ég væri búinn að greiða ferðina að fullu áður en ég færi í hana. 10. maí átti ég að greiða fyrstu greiðslu af fjórum. Í byrjun maí fæ ég kröfu frá fyrirtæki sem heitir Borgun um umsamda upphæð auk 6800 kr í vexti. Í fyrstu áttaði ég mig ekki á hvað þarna var á ferðinni, en sá þá að greiðsluupphæðin á ferðina var sú sem samið hafði verið um. Í fyrstu áttaði ég mig ekki á hvað þarna væri á ferðinni, en sá að þarna var maðkur í mysu. Að borga vexti af fyrir- fram greidd- um kaupum væri ólölegt og jaðr- aði við þjófnað. Niðurstaða máls- ins varð sú að ég hótaði kæru og var þá málið lagt niður og ég borgaði enga vexti. Ég ætla að leyfa mér að segja frá öðru álíka. Í apríl er hringt í mig frá DV og var spurður hvort ég vildi ekki fá DV frítt í tvo mánuði til að kanna hvort mér líkaði við blaðið. Var ég beðinn um að að láta vita áður en þessi tími væri liðinn hvort ég vildi fá blaðið áfram og yrði þá áskriftar tíminn þrír mánuðir. Mér líkaði ekki blaðið og lét vita af því innan þess tíma sem um var rætt. Um svipað leiti sé ég að komin er krafa á bankareikning minn frá DV um greiðslur til þeirra fyrir sept, okt og nóv. Ég hringdi strax í DV og sagði þeim að ég myndi ekki greiða þessa reikninga, því ég hafði aldrei samþykkt neina skuldbind- ingu um það. Þá sagði viðmælandi minn, að þeir litu svo á að sam- þykki mitt um að skoða blaðið væri bindandi fyrir mig að greiða blaðið næstu 3 mánuði. Ég hringdi í Neyt- endastofu og Neytendasamtökin og báðar þessar stofnanir sögðu að ég væri ekki sá fyrsti sem kvartaði yfir svona framferði. Fyrir stuttu fékk ég svo inheimtukröfu frá Alskil hf. Ég hringdi í Alskil og talaði þar við ágæta konu, sagði henni þessa sögu og um leið að ég hefði séð á banka- reikningi mínum að horfnar voru þær kröfur frá DV sem þar höfðu verið. Fleiri sögur í svipuðum dúr get ég sagt frá en læt þetta duga. Þessar sögur sýna kve brýnt er að gamalt fólk fái umboðsmann til að hjálpa þeim að glíma við viðfangs- efni sem það ræður ekki við. Virðingarfyllst, Hafsteinn Sigurbjörnsson. Umboðsmaður aldr- aðra og öryrkja Pennagrein Um liðna helgi var haldið upp á að verslunin Blómsturvellir á Hellis- sandi hefur nú verið starfrækt í sama húsnæðinu í þrjátíu ár, en verslunin er þó talsvert eldri, eða 48 ára. Sama fjölskyldan hefur rekið verslunina frá upphafi. „Árið 1968 opnuðu foreldr- ar mínir, hjónin Óttar Sveinbjörns- son og Guðlaug Íris Tryggvadótt- ir, verslun í bílskúrnum við Mun- aðarhól á Hellissandi. Óttar er raf- verktakameistari og voru fyrstu árin seldar rafmagnsvörur í versluninni; ljós, lampar og ýmislegt sem tengd- ist raflögnum. Árið 1978 var verslun- in svo flutt í íbúðarhús ömmu og afa, þeirra Júníönu og Friðbjarnar, þegar þau fluttust suður á Hrafnistu. Heit- ir hús þeirra Blómsturvellir og kem- ur nafnið á versluninni þaðan. Þar var verslunin rekin til ársins 1986 er þá var fyrsti hluti núverandi húsnæð- is byggður og upp á það erum við að halda þessa dagana en viðbygging- arnar eru tvær síðan og er verslun- in nú tæplega 600 fermetrar,“ segir Júníana Björg Óttarsdóttir í samtali við Skessuhorn. Afmælishátíð Blómsturvalla á Hellissandi Þrír ættliðir við störf. Júníana Björg Óttarsdóttir, Guðlaug Íris Tryggvadóttir, Óttar Sveinbjörnsson og dóttir Júníönu; Íris Björg Jóhannsdóttir. Traustir viðskiptavinir nutu veitinga í tilefni afmælisins. Laxveiðisumarið 2016 einkennd- ist af góðri stórlaxaveiði í flest- um ám, en minna fékkst af smá- laxi. Veiðin var almennt yfir lang- tíma meðaltali í flestum ám. Lax- veiðitímabilinu er nú lokið. Í sum- ar veiddust 53.600 laxar og í heild var fjöldi stangveiddra laxa um 27% yfir langtímameðaltali áranna 1974-2015 sem er 42.137 laxar. Á Vesturlandi komu ríflega 15 þús- und laxar á land. Hafrannsóknastofnun og Veiði- málastofnun hafa nú verið samein- aðar í eina. Í gögnum frá stofnun- inni kemur fram að veiðin 2016 var um 18.100 löxum minni en hún var 2015, þegar 71.708 laxar veidd- ust á stöng. Í tölum um heildarlax- veiði eru þeir laxar sem upprunn- ir eru úr sleppingum gönguseiða og einnig þeir laxar sem er sleppt aftur í stangveiði (veitt og sleppt). Sumarið 2016 var með betra móti og útganga seiða gerðist á stuttum tíma sem oft hefur vitað á minni afföll og aukna laxgengd árið á eft- ir. Það hversu fáir smálaxar gengu í ár nú í sumar benda til að stór- laxagengd sumarið 2017 verði ekki mjög sterk. mm/ Teikningar: hafogvatn.is Ríflega fimmtán þúsund laxar komu á land á Vesturlandi Hér má sjá hvernig heildarveiðin í vestlensku ánum hefur verið að þróast. Stangveiði í íslenskum ám frá 1974 – 2016. Veiðinni er skipt í landaðan afla (blátt), veitt og sleppt (grænt) og veiði úr sleppingum gönguseiða (rautt). Júníana Björg segir að hún hafi verið starfandi við verslunina frá því að hún var sex ára og einnig er móðir hennar enn starfandi þótt hún sé orðinn 75 ára og stendur vaktina sex daga vikunnar. „Við höfum verið mjög heppin með starfsfólk öll árin,“ segir Júníana ennfremur og bætir við að nú sé Súsanna Hilmarsdóttir einnig starfandi hjá þeim. „Oftast séu þrír ættliðir við afgreiðsustörf og all- ir hjálpast að við að halda versluninni gangandi og erum við með fjölda tryggra viðskiptavina,“ segir Júnína að lokum. af Þessa mynd tók Ægir Þórðarson fyrir 30 árum þegar Blómsturvellir voru opnaðir á núverandi stað. Þarna eru Júna, Íris og Óttar.

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.