Skessuhorn


Skessuhorn - 19.10.2016, Qupperneq 26

Skessuhorn - 19.10.2016, Qupperneq 26
MIÐVIKUDAGUR 19. OKTÓBER 201626 Pennagrein Vísnahorn Kristján frá Djúpalæk var um tíma ritstjóri blaðs á Akureyri sem hét Verka- maðurinn og hélt þar úti vísnaþætti sem bar nafnið Gull í tá. Á einhverjum tíma hafði ver- ið dauft yfir vísnaþættinum og bar ritstjórinn fyrir sig gigtveiki. Hringdi þá maður að nafni Steinþór Egilsson og flutti ritstjóranum stöku þessa: Þó að blási móti mér mjög á köldu jarðarsviði, gjarna vildi ég gefa þér gull í nokkra hryggjaliði. Skáldið sá sem var að slíkum óskum mátti ekki láta ósvarað: Þá var gott að þiggja stoð, þegar að oss mein fór. Telst og gagn að tigna goð. -Til að mynda stein-Þór. Um það leyti sem ég er að skrifa þessar lín- ur rignir svo að ýmsum þætti sleppa til með minna. Ingólfur Ómar Ármannsson skrapp í kvöldgöngu og tautaði fyrir munni sér: Regnið lemur kalda kinn. Kári er með í ráðum. Skyldi ekki skaparinn skrúfa fyrir bráðum. Stöku sinnum gerist það, að hagyrðingur yrkir vísu, sem fer um landið þvert og endi- langt á samri stundu en oft vilja faðernismál- in skolast til þegar frá líður. Kristján Helga- son á Akureyri vann um tíma austur við Lax- árvirkjun ásamt fleirum og einn vinur hans brá sér á silungsveiðar eða veiddi sér ,,reyð“ sem er mývetnskt nafn á silungi. Samgöng- ur voru þá tregari en nú er þannig að hann sendi kærustunni aflann saltaðan og bað Kristján um vísu með. Þessi vísa hefur ver- ið ýmsum eignuð en þennan fróðleik hef ég úr þáttum Kristjáns frá Djúpalæk og tel það nokkuð öruggar heimildir: Af því ég á enga leið aðra til þín, vina, sendi ég þér salta reyð. — Seinna færðu hina. Önnur vísa kemur hér eftir Kristján Helga- son og á ekki illa við nú í hinni pólitísku um- ræðu: Ef engir vilja orð mín heyra, eitt ég ráðið við því kann: Það er bara að moka meira, meiri skít í náungann. Fjárleitir eru nú að mestu yfirstaðnar en engu að síður ástæða til að rifja upp eitthvað af vísum tengdum þeim atburðum. Fjallkóngar þurfa stundum að beita rödd sinni til nokkurr- ar hlítar þegar knýja þarf misjafnan mannskap til fyllstu afkasta og getur komið niður á blæ- fegurð raddarinnar. Eftir að kóngur hafði tjáð einum undirmanni sínum eitt og annað um hans frammistöðu sem ekki þótti viðkomandi aðila til hróss og þar til beitt ýmsum orðum og orðasamböndum sem ekki er að finna í bæna- bókum kvað sá hinn armi þræll: Stendur á röngu, reiðir hramm, rámur göngumaður, kemur öngu orði fram, illa sönghálsaður. Eitthvað gerðu menn af því að yrkjast á í þáttum Kristjáns og eftir að Rögnvaldur Rönvaldsson hafði tjáð sig í einum þættinum fékk hann þetta svar höfundarlaust: Gaman er að svona söngvum sömdum yzt í höllu Braga. Hundar gelta hæst í göngum, -Húnvetningar alla daga. Það er nú ekki algengt en gerist þó að leita- menn komist ekki úr skála að morgni vegna þoku. Við slíkar aðstæður er þá lítið annað í stöðunni en skoða í nestið sitt og brjóta sam- an svefnpokann ef það skyldi létta til. Ein- hvern tímann þegar svo stóð á rétti leitafélagi Bergþórs í Fljótstungu honum ástarpung og segir um leið: ,,Punga sjóður sjatna fer,“ Bergþór lauk vísunni að bragði: ,,saman móður brýt ég pokann, leiðist þjóð að liggja hér, lítill gróði er bölvuð þokan.“ Fyrir allmörgum árum og fyrir tíma allra farsíma var sótsvört þoka þann morgunn sem Hrútfirðingar hugðust leita fjár síns. Fjall- kóngurinn frestaði þá allri smölun í samráði við oddvitann. Einn ágætur bóndi fór þó árla að smala og vissi ekkert um þessa frestun og flæktist um landið í svarta þoku leitandi að fé, kom ekki heim fyrr en síðla dags og varð lítill árangur af þeirri smölun. Um þá smala- mennsku kvað Georg Jón Jónsson: Þýtur út í þoku og myrkur þeysir yfir fjöll og dali. Þetta er nú að vera virkur og verulega góður smali. Mátti heyra á miðjum náttum manninn vera að siga og gala. Þó hann týndi öllum áttum alltaf var hann samt að smala. Aftur kom að kveldi lúinn úr kindaleitum, plataður. Rassinn aumur, röddin búin rolluhópur glataður. Ekki veit ég hvort sá góði maður hefur haft ástarpunga í nestið en ekki verða þeir til úr engu frekar en annað það góðgæti sem gleður munn vorn og maga og þarf jafnan aðdrætti til og það þarf að borga ef að vanda lætur. Margrét Pálmadóttir á Sauðafelli gæti hafa sent einhverri grannkonu sinni, nú eða bara kaupmanninum, eftirfarandi erindi: Varla mun ég finna fró fyrst um sinn þó leiti. Skuldað hef ég næsta nóg nóturnar ég geymi þó. 8 kíló eru það af hveiti. Einn af áskrifendum Verkamannsins á Ak- ureyri var Jón Rafnsson verkalýðsforingi og eitthvert sinn sendi hann áskriftargjaldið ásamt vísum í bréfi. Gæti verið að hann hafi þá verið farinn að linast eitthvað Svovétmeg- in: Rafnsson glósur ritar nú, rímar hrós um náinn: Rann að ósi Rússatrú, rauðu ljósin dáin. Áki Jakobsson var um tíma í stjórn Sósíal- istaflokksins en mun hafa sagt sig úr honum og 1956 var hann í framboði fyrir svokallað Hræðslubandalag og taldist þá utan flokka. Þá var kveðið á Siglufirði: Fyrst að Stalin frá þeim dó, í fenið brigða sokkinn, má víst Áki svíkja Só- síalistaflokkinn. Á einhverjum tímapunkti var Emil Jóns- son í forsetastóli neðri deildar Alþingis og sá ástæðu til að víta Áka Jakobsson fyrir orð- bragð sem ekki var þá talið hæfa svo virðu- legri stofnun. Þá kvað Bjarni Ásgeirsson: Rægimála rýkur haf, rastir hvítar brýtur. Reiðiskálum Emils af Áka – víti flýtur. Með þökk fyrir lesturinn, Dagbjartur Dagbjartsson Hrísum, 320 Reykholt S 435 1189 og 849 2715 dd@simnet.is Sendi ég þér salta reyð - Seinna færðu hina! Tónlistarmaðurinn Bjartmar Guðlaugsson ætlar að halda tón- leika í Logalandi í Borgarfirði fimmtudagskvöldið 20. október kl. 21.00. Góð stemning var á síð- ustu tónleikum hans í Logalandi og má búast við enn meira fjöri nú, að sögn skipuleggjenda. En það er margt að gerast hjá Bjart- mari um þessar mundir. Seinna í mánuðinum kemur út hjá bóka- útgáfunni Sögum fyrsta skáld- saga Bjartmars en hún er reynd- ar byggð á viðburðaríkri ævi hans. Inn í söguna er svo fléttað textum og ljóðum, þekktum sem óþekkt- um auk myndlistar og skopteikn- inga. Með þessu bætist enn einn liðurinn í feril hans sem málara- meistari, myndlistarmaður, skop- teiknari, ljóða- og textasmiður og tónskáld. Í tengslum og samhengi við bók- ina er væntanleg í byrjun næsta árs hljómplata sem hefur verið í vinnslu á þessu ári. Það eru engir smákarlar sem sjá um tónlistarflutninginn, Ás- geir Óskarsson sér um trommuleik- inn, gítarar eru í höndum Magnúsar Einarssonar og Eðvarðs Lárussonar og Tómas Tómasson sér um bassa- leik, útsetningar og upptökustjórn. Við þetta bætast svo fleiri músíkant- ar þegar nær dregur lokaferlinu. Í þessari viku má búast við fyrsta laginu af þessari plötu í loftið. Lagið heitir Hver er ég? og veitir víst ekki af því að spyrja svo stórt í aðdrag- anda alþingiskosninganna. mm Bjartmar með tónleika í Logalandi Mikil er umfjöllun um eldri borg- ara nú um stundir. Ég telst til þeirra og botna hvorki upp né niður í því hvernig ég varð allt í einu hluti einhvers hóps fólks, sem virðist vera utan og ofan við allt? Jafnframt virðist litið á okkur sem sérstakt vandamál. Eldri borgarar eru fólk. Mis-hress og mis-jöfn, en við erum ekki mis-tök. Ef við tökum fyrst mis-hress, þá er það heilbrigðisþjónustan sem skiptir okkur máli og hún þarf að batna. Fjárveitingar til henn- ar þarf að auka og jafnframt þarf að endurskoða allan rekstur. Þær breytingar þarf að gera í góðri samvinnu við landlæknisembætt- ið, sem sett hefur fram áhuga- verðar tillögur í því efni, sem og við starfsfólk. Enginn þekkir þetta kerfi eins vel innanfrá og þeir sem starfa við það og þeir sem þekkja það næst-best eru þeir sem mest nota það. Samtal allra þessara aðila þarf að fara fram til þess að breyt- ingar og endurbætur verði raun- hæfar. Efla þarf innviði heilsu- gæslustöðva, uppbyggingu sjúkra- húsa og sjúkrastofnana fyrir lang- veika sem næst heimabyggð. Þá er komið að öðru máli, sem eru sam- göngur og þær er afar mikilvægar í þessu sambandi. Þessi uppbygg- ing þarf að gerast heildstætt og með framtíðarsýn til margra ára og hún verður ekki gerð á einni nóttu. Gagnsæi og einföldun allra kerfa, sem eiga að sinna þjónustu- hlutverki við borgarana er undir- staða allra breytinga. Mis-jöfn erum við. Kjörin, að- staða, skapferli, vaxtarlag og svo mætti lengi telja. Það er þó t.d. eitt sem við eigum sameiginlegt með ungu fólki í dag. Margt eldra fólk óskar eftir að minnka við sig húsnæði, en hefur ekki efni á eða vilja til að kaupa fokdýrar íbúðir fyrir 60 plús eins og það er kall- að. Minni og ódýrari íbúðir nýt- ast bæði ungum og þeim sem eldri eru. Þeir ungu búa í þeim, þar til þeir vilja stækka við sig og þeir eldri þar til þeir fara á dval- arheimili eða annað tilverustig. Hvers vegna eru slíkar íbúðir þá ekki byggðar? Til þess að svo megi verða þarf að breyta bygg- ingareglugerðum, auka lóðafram- boð og ná fram frekari hagræð- ingu hvað varðar byggingarkostn- að. Íbúðir þessar þarf að byggja af húsnæðisfélögum sem rekin eru án gróðasjónarmiða. Ég er hrifin af svokölluðu “andels” eða hluta- fyrirkomulagi, eins og tíðkast á Norðurlöndum og mun beita mér fyrir að Píratar athugi þann kost. Píratar eru nú að móta stefnu um leiguíbúðir, sem er góður kostur fyrir þá sem ekki vilja binda sig á íbúðaklafann fyrr en þeir hafa gert upp við sig hvar og hvernig þeir vilja búa. Sérreignastefnan, sem hefur tröllriðið Íslandi, er á und- anhaldi. Með auknum ferðalögum og búsetu erlendis um lengri eða skemmri tíma, höfum við kynnst öðrum búsetumöguleikum. Hef- ur einhver kannað það hvort allir vilji í raun eignast þak yfir höfuðið 25 ára? Vera hugsanlega 40 ár í lánafjötrum. Ég hef nú starfað með Pírötum hér í Borgarbyggð í rúmt ár og verð að segja að það hefur hresst mig mjög. Þetta unga fólk, sem ég hef kynnst hefur mér þótt alveg sérstaklega jákvætt, fordómalaust og opið fyrir nýjum hugmyndum. Þetta er fólkið sem mun erfa land- ið og ég get að vísu bara talað fyrir mig, en ég treysti þeim fullkom- lega. Hvers vegna kann einhver að spyrja? Ég geri það af því að þau kunna að hlusta. Veljum Pírata, veljum fólk sem kann að hlusta. Vigdís Pálsdóttir. Höf. skipar 5. sæti á lista Pírata í NV-kjördæmi. Eldri borgarar og framtíðin KOSNIN GAR 2016

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.