Skessuhorn - 19.10.2016, Qupperneq 27
MIÐVIKUDAGUR 19. OKTÓBER 2016 27
Krossgáta Skessuhorns
Hér er ný krossgáta fyrir lesendur að leysa. Auk þess birtum við
lausn á krossgátu síðustu viku. Þeir sem vilja geta sent Skessu-
horni lausnarorð/in á netfangið: krossgata@skessuhorn.is fyrir
klukkan 15 á mánudögum. Athugið að fullt nafn og heimilisfang
þarf að fylgja með lausninni. Þeir sem ekki hafa aðgang að tölvu-
pósti sendi lausnir á: „Skessuhorn - krossgáta, Kirkjubraut 56,
300 Akranesi (póstleggja þarf lausnir í síðasta lagi á föstudegi).
Dregið verður úr réttum innsendum lausnum og fær vinnings-
hafinn bókargjöf frá Skessuhorni; „Pétrísk íslensk orðabók með
alfræðiívafi,“ eftir sr. Pétur Þorsteinsson.
Alls bárust 82 lausnir við krossgátunni í blaðinu í síðustu viku.
Lausnin var: „Kímileitur.“ Vinningshafi er: Kristín Þórðardóttir,
Bárðarási 16, 360 Hellissandi.
Kraftur
Rasa
Alfarið
Einnig
Sté
Hraði
Skinn-
kápur
Slæm
Þrep
Tiltal
Felur
Vaðall
Tæp
Hvarm-
ur
Núna
Rödd
Fæðir
9
Hálka
Leyfist
Fugl-
inn
1
Ýta
Vesæl
Fræg
Vitund
Öræfi
Akkeri
Höfnun
Tvíhlj.
Sarg
Umsvif
Tími
Vær
Vein
Á fiski
Óreiða
Ástúð
7
Hreyfill
Skokkar
Hauður
Heimili
Fagur
Rölt
Temja
Reku
Korn
Trjónu
Glens
Grípa
Mjór
Sekt
6
Galla
Æstar
4 Hljóp
Finnur
leið
Maður
Ask
Bogi
Safnar
Afa
500
Dýrahlj.
Al-
gleymi
Loppa
Ekki
Pen
Korn
Hnjóð
Brenna
Kallar
3
Spyr
Lend
Sérhlj.
Bumba
Bardagi
Hvílum
Skráði
Kúst
Kistan
2
Efni
Missir
Tangi
8 Hvíli
For-
feður
Púki
And-
vörp
Spurn
Veisla
Grípa
Tónn
Skelin
Bil
Reiður
Össu
500
Örn
Um-
gjörð
5
1 2 3 4 5 6 7 8 9
F L O T T H Ú F A
O F A R Í R A R
K Á K Ú T Á L A
Á S T R Í K U R
R A U F V A R I
K U R R R I F T I
Á H I T T I N N F Ó Ð U R
T I L D R Ö G A R Ð U R É L
U N D Á A A Ó A N N Á
R E I S N Ú R Æ Ð R U A Ð
R J Á A R K L N A F N
K N Á T A U T I E S T É
O Á T A G A I S S K R Ó
K R U K K A S U K K Ö A A A
K I M I A R K L U R K U R
G U M K U A T R A L L Á
R A N N S Ö G U U M L A R
R Ú A T L Á E T V I T I
K Í M I L E I T U RL
A
U
S
N
Ú
R
S
ÍÐ
A
S
T
A
B
L
A
Ð
I
Ég fór um norðanvert kjördæmið á
dögunum og ræddi við fólk í sjáv-
arútvegi, bæði stjórnendur stærri
fyrirtækja og smábátasjómenn og
kom við í beitningarskúrum þar
sem hitnaði gjarnan í kolunum. All-
ir viðmælendur eiga það sammerkt
að vera áhugasamir um greinina og
vilja veg hennar sem mestan. Þá
greinir auðvitað á um áherslur, að-
ferð við gjaldheimtu fyrir aðgang að
auðlindinni og skiptingu aflamarks.
Þetta er ekki óeðlilegt enda miklir
hagsmunir í húfi. Fjöldi fjölskyldna
hefur af þessu beina lífsafkomu.
Þjóðin krefst þess líka að fá eðlilegt
afgjald af þessari allra stærstu sam-
eiginlegu auðlind. Um þetta stór-
mál verðum við að ná sátt og ekkert
val um annað.
Síðustu mánuði hafa menn litið
til Færeyja og aðferðar sem valin var
með uppboðum fiskveiðiheimilda.
Mörgum hefur eflaust brugðið í
brún, vaknað upp af vondum draumi
þegar í ljós kom hverjar upphæðir er
um að tefla og hvaða hagsmunir eru
undir.
Jafnaðarmenn hafa í mörg ár tal-
að fyrir annarri útfærslu af svipuð-
um meiði, miklu hófsamari og sann-
gjarnari til lengri tíma. Aðrir flokk-
ar hafa gefið þessu gaum og berg-
mál þeirrar leiðar má heyra í kim-
um ýmissa stjórnmálaflokka þessa
dagana. Takmarkaður hugur fylgir
trúlega máli ef marka má reynsluna,
það getur hver og einn rifjað upp
fyrir sig.
Það sem hæst hefur borið í stefnu
jafnaðarmanna er að um með-
ferð aflaheimilda verði farið í sam-
ræmi við meðferð annarra auðlinda
í þjóðareign og ákvæði þess efnis
fest í stjórnarskrá. Það sem jafn-
aðarmenn leggja jafnframt áherslu
á er að óhjákvæmilegar breytingar
tryggi útgerðinni starfsgrundvöll til
framtíðar og þann frið sem forystu-
menn greinarinnar, fiskvinnslufólk,
sjómenn og þjóðin öll kallar eftir.
Með tillögum jafnaðarmanna skap-
ast ekki hætta á alvarlegri röskun í
atvinnugreininni og útgerð í land-
inu ekki íþyngt um of fjárhagslega.
Þá eru einnig miklar líkur á því að
breytingarnar létti aðgang nýliða að
útgerð með sanngjörnum hætti.
Það hefur náðst frábær árangur á
ýmsum sviðum í sjávarútvegi á Ís-
landi með hagræðingu og uppskipt-
um. Það sem eftir stendur þó er sú
staðreynd að mörg byggðarlög eru
rjúkandi rúst eftir sviptingar og óp-
rúttin viðskipti með fiskveiðiheim-
ildir mörg undanfarin ár. Ekkert
hefur verið hirt um félagslegar af-
leiðingar og þær hafa þegar komið
okkur í koll. Þessu verðum við að
snúa við og gefa byggðarlögum sem
frá aldaöðli hafa sótt í auðlindina
aukin tækifæri á ný. Þjóðin öll og
harðduglegir og djarfir sjómenn
bíða og krefjast sanngjarnra lausna.
Kjósum heilbrigðara og réttlátara
samfélag.
Guðjón S. Brjánsson,
Höf. skipar 1. sæti Samfylkingar í
NV kjördæmi
Kjósum heilbrigðara og
réttlátara samfélag
Pennagrein Pennagrein KOSNINGAR2016
Samgönguáætlun sem Alþingi er
nú að samþykkja innifelur mikil tíð-
indi fyrir íbúa á Akranesi og reynd-
ar á Vesturlandi öllu. Innanríkis-
ráðherra lagði þar til að ráðist yrði
í breikkun vegarins um Kjalarnes.
Slík samgöngubót er löngu tíma-
bær og mun gjörbreyta því ástandi
sem þar hefur skapast í umferðar-
málum. Endurbætur þar mega ekki
seinni vera, bæði vegna umferð-
arþunga og öryggis vegfarenda á
þeirri leið.
Það var mikilvægt að innaríkisráð-
herra gerði úrbætur á Vesturlands-
vegi að forgangsmáli. Lengi hefur
verið barist fyrir þeim endurbótum.
Það mun bæta verulega búsetugæði
og möguleika fólks að greiða sam-
göngur með þessum hætti. Akra-
nes, Borgarnes og Borgarfjörð-
ur eru raunhæfir valkostir í búsetu
þeirra sem vilja stunda vinnu og
nám á höfuðborgarsvæðinu. Enda
sýnir íbúaþróun að svo er. Vaxandi
eftirspurn er eftir húsnæði og þró-
un á húsnæðismarkaði er með þeim
hætti að slíkur valkostur, búseta hér
er eftirsóknarverð.
Það er hinsvegar slæmt að hvorki
gengur né rekur með Sundabraut.
Þar halda borgaryfirvöld málinu í
heljargreipum. Sú framkvæmd er
ekki síður mikilvæg og okkur nauð-
synleg og barátta fyrir því heldur
áfram.
Fyrir íbúa Akraness og nærsveita,
og raunar Norðvesturkjördæmis
alls, er ástæða til að fagna þessum
áfanga.
Ný hugsun
Við vinnslu á fjár-
lagafrumvarp fyrir
2016 var mikil umræða af hálfu sveit-
arfélaga um malarvegi. Vegi sem íbú-
ar sveitanna þurfa að búa við, þar sem
börn fara um á hverjum degi til og frá
skóla. Að frumkvæði Samtaka sveitar-
félaga á Vesturlandi, beitti meirihluti
fjárlaganefndar sér fyrir að Vega-
gerðin fengi fjárveitingu til að fram-
kvæma tilraun, sem gæti orðið til að
einfalda verulega endurbætur á veg-
um. Ekki er hægt að segja að tilraunin
hafi verið frumleg, en hún gengur út
á að með lágmarks endurbótum megi
leggja bundið slitlag án mikils kostn-
aðar. Við þekkjum mörg slíka vegi og
höfum keyrt á slíkum vegum í öðrum
löndum. Þeir eru kannski mjóir og
hlykkjóttir.
Í sumar voru slíkir kaflar lagðir
og reynslan er áhugaverð. Reynslan
sýnir að kostnaður við hvern endur-
bættan kílómetra er um 10 milljón-
ir króna. Í stað þess að hefðbundinn
kostnaður, þá reyndar við fullbúinn
framtíðarveg, er um 60 -70 milljónir
á hvern km. Um slíka lausn verður að
vera sátt milli íbúa og sveitarfélaga.
En hér má því skoða lausn sem get-
ur gjörbreytt samgöngum í dreifðum
byggðum. Ég legg áherslu á að slík-
ar framkvæmdir verði þróaðar áfram.
Við þurfum á því að halda.
Haraldur Benediktsson
Höf. er alþingismaður og skipar 1.
sæti á lista Sjálfstæðisflokksins.
Tímabær endurbót
á Vesturlandsvegi