Skessuhorn


Skessuhorn - 09.11.2016, Qupperneq 2

Skessuhorn - 09.11.2016, Qupperneq 2
MIÐVIKUDAGUR 9. NÓVEMBER 20162 Skessuhorn minnir á að næstkomandi laugardag verður hægt að fá fría blóðsyk- ursmælingu í boði Lions í Bónushúsinu á Akranesi. Þeir sem eiga þess kost ættu að nýta sér það. Á fimmtudag er spáð breytilegri vind- átt og 3-8 m/sek, skýjað með köflum eða bjartviðri og yfirleitt þurrt, en vaxandi suðaustanátt og þykknar upp vestan- til á landinu seinnipartinn og rigning um kvöldið. Hiti 2 til 6 vestantil, en annars ná- lægt frostmarki. Á föstudag verður all- hvöss eða hvöss austan- og suðaustanátt. Talsverð rigning sunnan- og vestantil, en annars rigning eða slydda með köflum. Hlýnandi veður. Á laugardag verður suð- vestlæg átt með stöku éljum vestantil á landinu, en rigning, slydda eða snjókoma austantil fram eftir degi. Hiti 0 til 5 stig við sjóinn, en vægt frost til landsins. Á sunnu- dag verður suðlæg átt með rigningu og heldur hlýnandi veður, en þurrt fyrir norð- an. Eftir helgi er áfram spáð suðlægum vindum. Í síðustu viku voru lesendur vefs Skessu- horns spurðir hvort þeir væru ánægð- ir með niðurstöðu alþingiskosninganna, sem fram fóru 29. október sl. Niðurstað- an var sú að flestir sem svöruðu kveðast vera mjög óánægðir, eða 45%. 22% sögð- ust þokkalega ánægðir með úrslitin, 17% voru frekar óánægðir en einungis 12% voru mjög ánægðir. 4% svarenda höfðu ekki skoðun á því. Þessi niðurstaða sýnir að samtals 62% lesenda voru frekar eða mjög óánægðir með úrslit kosninganna, en 34% frekar eða mjög ánægðir. Í næstu viku er spurt: Við hvaða atvinnugrein starfar þú? Keli vert í Langaholti er nú langt kom- inn með að stækka um helming hótelið á jörð sinni. Hann er einn fjölmargra Vest- lendinga sem leggja mikið undir að vöxt- ur ferðaþjónustu haldi áfram. Án aukinnar gistingar væri ekki hægt að taka við fleiri gestum og því er Keli vert fulltrúi þeirra sem eiga skilið sæmdarheitið Vestlend- ingur vikunnar. Til minnis Veðurhorfur Spurning vikunnar Vestlendingur vikunnar Rafmagnslaust í dag HVALFJ.SV: Rafmagnslaust verður í Hvalfjarðarsveit vegna vinnu við háspennukerfi í dag, miðvikudaginn 9. nóvember. Tvisvar verður rafmagnslaust hjá notendum Melasveitarlínu frá Brennimel að Höfn, fyrst frá kl. 12:00 til 12:15 og síðan aft- ur frá kl. 16:15 til 16:30. Raf- magnslaust verður frá Miðfelli að Hurðarbaki frá kl. 12:00 til 16: 30. „Rarik biðst velvirðing- ar á óþægindum sem af þessu stafa,“ segir í tilkynningu. Jafn- framt er þar vísað á bilanasíma Rarik; 528-9390. -kgk Rjúpnaskyttur með leyfismál í lagi VESTURLAND: Lögreglan á Vesturlandi hefur sinnt eftirliti með rjúpnaskyttum og kannað með skotvopnaleyfi og veiðileyfi hjá mönnum frá því að rjúpna- veiðitímabilið hófst. Skemmst er frá því að segja að allir sem að lögreglan hefur rætt við hafa verið með allt sitt á hreinu. Ekki var gott rjúpnaveiðiveð- ur um liðna helgi og mikil leit var gerð að tveimur skyttum á Snæfellsnesi sem fundust heilar á húfi eftir vota og kalda nætur- vist á fjöllum. Lögreglan frétti af fleiri skyttum sem að höfðu villst í þokunni um tíma en síðan náð áttum og komist til byggða án aðstoðar. „Mikilvægt er að hafa leiðsögutæki með- ferðis í fjallaferðum og treysta ekki eingöngu á gsm símana sem vilja víða detta út í fjallendi og virka þá ekki lengur til leið- sagnar,“ segir Theódór Þórðar- son yfirlögregluþjónn. -mm Hálft þriðja hundrað manna kom að leit og björgun tveggja rjúpnaskytta sem villtust af leið í slæmu veðri í fjalllendi á Snæfellsnesi síðastliðinn laugardag. Mennirnir héldu til veiða frá bænum Slitvindastöðum í Stað- arsveit á laugardagsmorgun en lentu í þoku, slæmu veðri og villu á Snæ- fellsnessfjallgarðinum. Þeir höfðu samband til byggða á laugardags- kvöldinu og voru leitarflokkar strax sendir af stað. Mennirnir gátu ekki staðsett sig þá um kvöldið og heldur ekki þegar þeir náðu símasambandi á sunnudagsmorgun. Voru þeir orðnir talsvert blautir og kaldir. Leitin var efld til muna á sunnudagsmorgun og tók þátt í henni björgunarsveitar- Víðtæk leit að tveimur rjúpnaskyttum fólk allt frá Reykjanesi og norður í Skagafjörð. Þá voru slysavarnadeild- ir á Snæfellsnesi einnig kallaðar út til aðstoðar leitarfólki. Reynt var að leita mannanna með þyrlu og spor- hundar voru einnig notaðir. Aðstæður til leitar voru afar erf- iðar. Bæði er svæðið erfitt yfirferð- ar en veður var einnig slæmt; hvasst, þoka, töluverð úrkoma og lágt hita- stig. Það var svo um klukkan 14 á sunnudag sem rjúpnaskytturn- ar fundust heilar á húfi. Mennirnir höfðu leitað sér skjóls undan veðrinu ofarlega í hlíðum Gráborgar, ofan Hestdala sem ganga inn af Kolgrafa- firði. Mennirnir voru þokkalega á sig komnir, miðað við aðstæður, en bæði blautir og kaldir. Þeir gerðu björg- unarsveitafólki vart við sig með því að blása reglulega í neyðarflautu sem þeir höfðu meðferðis. Eftir að hafa hlúð að mönnunum beið björgun- arsveitafólki það erfiða verkefni að koma mönnunum til byggða yfir torfarna leið í slæmu veðri. Komu þeir niður í Kolgrafafjörð um klukk- an 17 á sunnudaginn. Þaðan var farið með mennina á HVE í Stykkishólmi þar sem hlúð var að þeim. Í viðtölum við mennina og björg- unarsveitarfólk eftir þennan at- burð hefur komið fram að menn- irnir hefðu ekki lifað af aðra nótt á fjallinu. Því má með sanni segja að björgunarsveitir hafi unnið þrekvirki í kapphlaupi við tímann. mm/ Ljósm. af. Skjáskot úr myndbandi sem Þór Þorsteinsson björgunarsveitarmaður úr Borgarfirði tók á sunnudaginn þegar leitarmenn höfðu fundið rjúpnaskytturnar. Hér er búið að leggja fjórhjóli út í vatnsmikinn og straumharðan læk og samhentir björgunar- sveitarmenn hjálpast að við að komast yfir. Svipmynd úr færanlegri leitarstöð sem komið var fyrir við Ölkeldu. Hér eru tveir björgunarsveitarmenn frá Kyndli í Mosfellssveit ásamt leitarhundi. Aðstæður til leitar voru slæmar, bæði veðurfarslega og um erfitt land að fara. Stjórnstöð björgunarsveitanna er í bíl sem Landsbjörg sendir á svæðið við aðstæður sem þessar. Skóla- og frístundaráð Akranes- kaupstaðar hefur samþykkt að breyta reglum um niðurgreiðslur vegna dvalar barna hjá dagfor- eldrum frá og með 1. janúar 2017. Ákvörðunin var tekin á fundi ráðs- ins síðasta þriðjudag en Akra- neskaupstað hafði nýverið bor- ist áskorun vegna málsins frá for- eldrum, þar sem skorað var á bæj- aryfirvöld að auka niðurgreiðslur vegna barna hjá dagforeldrum og rýmka reglur um aldur þeirra við innritun í leikskóla. Í áskoruninni var meðal annars bent á að niður- greiðslan frá Akraneskaupstað væri töluvert lægri en í flestum bæjar- félögum á landinu. Á fundi skóla- og frístundaráðs var ákveðið að frá og með 1. janúar næstkomandi muni Akraneskaupstaður taka upp fyrirframgreiðslur. Sviðsstjóra er falið að vinna að frekari útfærslu á reglum um niðurgreiðslur, m.a. að höfðu samráði við dagforeldra og leggja nýjar reglur fram til sam- þykktar á næsta fundi sem haldinn verður síðar í nóvember. Þá sam- þykkti ráðið að stofna starfshóp til að koma með tillögur að breyt- ingum á verklagsreglum um starf- semi leikskóla Akraneskaupstaðar hvað varðar innritun barna á leik- skóla og reglum um niðurgreiðslur vegna dvalar barna hjá dagforeldr- um. „Lagt er til að hópinn skipi fulltrúi skóla- og frístundaráðs, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs, fulltrúi leikskólastjóra, fulltrúi dagforeldra og fulltrúi foreldra sem stóðu að áskorun til bæjar- ins. Hópnum verður sent erindis- bréf,“ segir í fundargerð skóla- og frístundaráðs. grþ Samþykkja að breyta reglum um niðurgreiðslur Skóla- og frístundaráð hefur samþykkt að stofna starfshóp til að koma með tillögur að breytingum á verklagsreglum um starfsemi leikskóla á Akranesi hvað varðar innritun barna og reglum um um niðurgreiðslur vegna dvalar barna hjá dagforeldrum. Ljósm. úr safni.

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.