Skessuhorn - 09.11.2016, Blaðsíða 4
MIÐVIKUDAGUR 9. NÓVEMBER 20164
Kirkjubraut 54-56 - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is
Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum.
Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skráningarfrestur smá-
auglýsinga er til 12.00 á þriðjudögum.
Blaðið er gefið út í 3.800 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu.
Áskriftarverð er 2.835 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða
kr. 2.457. Rafræn áskrift kostar 2.226 kr. Rafræn áskrift til elli- og örorkulífeyrisþega er 2.058 kr.
Áskrifendur blaðs fá 50% afslátt af verði rafrænnar áskriftar. Verð í lausasölu er 750 kr.
SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA
Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is
Ritstjórn:
Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is
Guðný Ruth Þorfinnsdóttir gudny@skessuhorn.is
Kristján Gauti Karlsson kgauti@skessuhorn.is
Auglýsingar og dreifing:
Lísbet Sigurðardóttir lisbet@skessuhorn.is
Umbrot og hönnun:
Tinna Ósk Grímarsdóttir tinna@skessuhorn.is
Þórarinn Ingi Tómasson toti@skessuhorn.is
Bókhald og innheimta:
Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is
Prentun: Landsprent ehf.
Kjararáð fyrir alla sem ekki
hafa verkfallsrétt
Kjararáð ákvað á sjálfan kjördaginn að hækka laun þingmanna, ráðherra
og forseta Íslands um 20-44% á einu bretti. Er það önnur launahækkun-
in sem þessir æðstu embættismenn þjóðarinnar fá á þessu ári. Miðað við
ákvörðun kjararáðs í júní síðastliðnum verður að gefa sér að laun háttsetts
fólks í öðrum atvinnugreinum hafi hækkað um 20-44% á síðustu fjórum
mánuðum. Hafi það gerst, hefur slík launabóla vissulega farið framhjá
mér. Þetta hlýtur að koma spánskt fyrir sjónir því í 8. grein laga um kjar-
aráð segir: „Við úrlausn mála skal kjararáð gæta innbyrðis samræmis í
starfskjörum þeim sem það ákveður og að þau séu á hverjum tíma í sam-
ræmi við laun í þjóðfélaginu hjá þeim sem sambærilegir geta talist með
tilliti til starfa og ábyrgðar.“ Miðað við þessa skýru lagagrein geng ég svo
langt að segja að líklega hafi kjararáð brotið lög með úrskurði sínum 29.
október síðastliðinn.
Hækkun launa æðstu embættismanna nú þýðir að ráðherrar fá um og
yfir tvær milljónir króna á mánuði, þingfararkaup verður 1,1 milljón og
laun forseta Íslands verða um þrjár milljónir á mánuði. Fréttir um þetta
í síðustu viku kölluðu fram afar sterk viðbrögð margra í þjóðfélaginu.
Verkalýðsfélög og fulltrúar atvinnulífsins tjáðu sig, fólk úr ýmsum grein-
um þjóðlífsins lýsti vonbrigðum sínum og einstæð tveggja barna móðir í
kennarastétt sagði upp starfi sínu. Hún kvað þessa frétt hafa fyllt mælinn
fyrir sig og lýsti því yfir að hún gæti ekki framfleytt sér af þeim launum
sem samið hefur verið um, jafnvel þótt hún sinnti þremur aukastörfum.
Flestallir sem á annað borð tjáðu sig um úrskurð kjararáðs töldu það hafa
gengið lengra en réttanlegt væri. Einna lengst gekk forseti Íslands sem
kvaðst á blaðamannafundi ekki hafa vitað um þessa fyrirhuguðu hækkun
launa sinna og ekki kæra sig um hana. Aðrir sem þiggja laun samkvæmt
ákvörðun kjararáðs hafa stigið mun varlegar til jarðar, enda þykir þeim
sjálfsagt sumum hverjum vænt um að fá fleiri krónur í budduna.
Lög um kjararáð eru nokkuð skýr. Því ber að gæta sanngirni í störfum
sínum og mismuna ekki þeim sem undir ráðið heyra gagnvart öðrum í
þjóðfélaginu. Líklega er kjararáð nauðsynlegt, en ennþá nauðsynlegra er
að starfsmenn kjararáðs misfari ekki með hlutverk sitt og vald. Ég ætla að
leggja það til að kjararáð verði áfram til og meira að segja að því verði fært
aukið hlutverk. Á sama hátt og þingmenn, ráðherrar og forseti geta ekki
farið í verkfall, finnst mér að kjararáð eigi hér eftir að verða falið að taka
ákvörðun um laun allra þeirra hópa í þjóðfélaginu sem ekki geta í krafti
verkfallsréttar knúið fram launabætur. Ég nefni sérstaklega öryrkja, eldri
borgara, lögreglu og jafnvel einnig námsmenn. Engum vafa er undirorpið
að þessir hópar hafa setið eftir í launum og nú er komið að því að bæta
ríkulega upp það sem þeir hafa farið á mis við. Ef kjararáð fengi það hlut-
verk að ákveða kjör þeirra í samræmi við þróun launa í samfélaginu, líkt
og það gerir um laun æðstu embættismanna landsins, er ég sannfærður
um að ýmislegt myndi breytast.
Nýtt þing hlýtur því, strax og það kemur saman, að ógilda ákvörðun
kjararáðs frá 29. október síðastliðnum, enda að líkindum lögbrot eins og
fyrr segir. Í framhaldinu þarf í flýti að breyta lögum um kjararáð og bæta
öðrum þeim hagsmunahópum við sem ekki geta knúið fram launaupp-
bætur með verkföll að vopni. Þegar þessi lagabreyting hefur verið gerð,
getur kjararáð svo hafist handa á ný og lagfært kjör æðstu embættismanna,
öryrkja og eldri borgara. Ef einhverjum finnst þetta ósanngjörn tillaga, þá
má sá hinn sami senda mér línu í tölvupósti eða hringja. Upplýsingar um
hvar er hægt að ná í mig, má sjá í blaðhaus hér ofar á síðunni.
Magnús Magnússon
Leiðari
„Við undirrituð, rektorar allra há-
skóla á Íslandi, óskum verðandi
ríkisstjórn heilla í þeim störf-
um sem bíða hennar á nýju kjör-
tímabili. Fjárfesting í innviðum ís-
lensks samfélags er meðal mikil-
vægustu verkefna sem bíða. Mál-
efni háskólanna, rannsóknir og
nýsköpun eru þar á meðal,“ segir
í ályktun sem allir sjö háskólarekt-
orar landsins rita undir.
Þá segir: „Úttektir Efnahags- og
framfarastofnunarinnar (OECD)
sýna að íslenskir háskólar eru
verulega undirfjármagnaðir og fá
helmingi lægra framlag á hvern
nemenda en háskólar annars stað-
ar á Norðurlöndum. Þessu verður
að breyta og auka verulega fjár-
festingu í háskólum á næstu árum.
Tryggja verður að fjármögnun
hvers nemenda á Íslandi sé sam-
bærileg við önnur norræn ríki. Ef
háskólakerfið á Íslandi á ekki að
verða fyrir frekari skaða þarf að
ná þessu mikilvæga markmiði og
hækka framlög til háskólanna að
lágmarki um tvo milljarða króna
árlega á næstu árum. Í kjölfar ákalls
okkar til stjórnmálamanna í byrjun
október komust málefni háskóla-
stigsins og fjármögnun háskólanna
á dagskrá. Í aðdraganda kosninga
tóku fulltrúar allra flokka sem nú
eiga sæti á Alþingi undir ákallið og
staðfestu mikilvægi fjárfestingar
í háskólum til að efla framþróun
samfélagsins og samkeppnishæfni
Íslands.
Við skorum á verðandi ríkis-
stjórn og alla nýkjörna þingmenn
að fylgja eftir orðum flokka sinna
um aukna fjárfestingu í íslenskum
háskólum. Mikilvægt er að ný rík-
isstjórn geri sem fyrst áætlun um
hækkun fjárframlaga til háskóla-
stigsins sem er í takt við stefnu
stjórnvalda í flestum nágrannaríkja
okkar. Slíkt felur í sér fjárfestingu
í velsæld, atvinnutækifærum og í
framtíð landsins.“
Undir þetta rita Jón Atli Bene-
diktsson rektor Háskóla Íslands,
Ari Kristinn Jónsson rektor Há-
skólans í Reykjavík, Eyjólfur Guð-
mundsson rektor Háskólans á Ak-
ureyri, Fríða Björk Ingvarsdóttir,
rektor Listaháskóla Íslands, Vil-
hjálmur Egilsson rektor Háskólans
á Bifröst, Erla Björk Örnólfsdótt-
ir rektor Háskólans á Hólum og
Björn Þorsteinsson, rektor Land-
búnaðarháskóla Íslands. mm
Háskólarektorar skora á
verðandi ríkisstjórn
Þriðjudaginn 1. nóvember kynnti
Matvælastofnun tilboð sem bárust
í greiðslumark í mjólk. Alls bárust
114 gild tilboð um kaup og sölu.
Markaðurinn að þessu sinni var sá
stærsti frá upphafi markaðar fyr-
ir greiðslumark mjólkur, en jafn-
framt sá síðasti þar sem með nýj-
um búvörulögum verður hann
lagður niður. Frá næstu áramót-
um tekur við innlausnarskylda rík-
isins. Framvegis mun Búnaðar-
stofa á Matvælastofnun annast inn-
lausn greiðslumarks og skal bjóða
til sölu greiðslumark, sem innleyst
er, á því verði sem ríkið greiddi fyr-
ir innlausn. Samkvæmt heimildum
Skessuhorns gera menn ráð fyrir
að innlausnarverð gæti orðið um
130-140 krónur fyrir lítrann. Við
opnun tilboða um kaup og sölu á
greiðslumarki mjólkur nú þann 1.
nóvember hefur komið fram 205
kr. jafnvægisverð á markaði fyr-
ir hvern lítra mjólkur. Því má gera
ráð fyrir að þeir sem seldu greiðslu-
mark nú fái töluvert hærra verð en
þeir sem selja eftir áramótin.
Fjöldi gildra tilboða nú um sölu á
greiðslumarki mjólkur voru 69 sam-
anborið við 38 á markaði 1. sept-
ember síðastliðinn. Fjöldi gildra til-
boða um kaup voru 45, samanbor-
ið við 38 á markaði 1. september
2016. Boðið var til sölu greiðslu-
mark upp á tæplega 6 milljónir lítra
en kauptilboð bárust í 3,6 milljón-
ir lítra. Greiðslumark sem viðskipti
ná til eftir opnun tilboða, með svo-
kölluðu jafnvægisverði er 2,7 millj-
ónir lítra að andvirði 555 milljónir
króna. Kauphlutfall í þessum síð-
ustu viðskiptum á opnum markaði
er því 75,59%. mm
Öllum Samkaup Úrval og Samkaup
Strax verslunum verður á næstu
mánuðum breytt og munu mynda
nýja keðju undir heitinu Kjör-
búðin. Samkaup reka um fimmtíu
verslanir víðsvegar um landið. Þær
spanna allt frá lágvöruverðsversl-
unum til þægindaverslana. Helstu
verslanamerki Samkaupa fram að
þessu hafa verið Nettó, Samkaup
Úrval, Samkaup Strax og Kram-
búð. Starfsmenn keðjunnar eru
900 í 500 stöðugildum. Samkvæmt
fréttatilkynningu var ákvörðun um
að breyta nafni Samkaupsverslana
í Kjörbúðin tekin í kjölfar vinnu
og framkvæmdar kannana meðal
rúmlega 4.000 viðskiptavina Sam-
kaupa um land allt. Hönnun nýju
keðjunnar hefur verið byggð á
niðurstöðum könnunar og út frá
þörfum og óskum viðskiptavina.
Breytingar á verslununum munu
taka nokkra mánuði en verða lok-
ið fyrir lok næsta árs. Byrjað var að
breyta verslunum í Garði og Sand-
gerði og voru þær opnaðar undir
nýju nafni í liðinni viku.
mm
Mjólkurkvóti seldur fyrir 555 milljónir króna
Nafni Samkaup verslana breytt í Kjörbúðin