Skessuhorn


Skessuhorn - 09.11.2016, Side 6

Skessuhorn - 09.11.2016, Side 6
MIÐVIKUDAGUR 9. NÓVEMBER 20166 Árgangamót ÍA er á laugardag AKRANES: Árgangamót ÍA í knattspyrnu verður hald- ið laugardaginn 12. nóvem- ber næstkomandi. Munu þá margar landsfrægar kempur sem gert hafa garðinn fræg- an með ÍA í gegnum tíð- ina reima á sig takkaskóna og sýna hvað í þeim býr. Að venju er hóað saman í lið úr hverjum árgangi og svo leik- ið til þrautar þar til eitt lið stendur uppi sem sigurveg- ari í karla- og kvennaflokki. Alls eru 19 karlalið skráð til leiks og sex kvennalið. Keppni í Árgangamótinu hefst í Akraneshöllinni kl. 10 að morgni laugardags- ins en að kvöldinu, eftir að boltinn er hættur að rúlla, tekur við Rejúníjon, upp- skeruhátíð árgangamóts- ins með skemmtidagskrá og dansleik. Nánar á www.kfia. is. -kgk Féllu úr Útsvari BORGARB: Borgarbyggð mætti Grindarvíkurbæ í spurningaþættinum Útsvari á RÚV á föstudagskvöldið. Borgfirðingar mættu þar ofjörlum sínum, lentu und- ir í upphafi og urðu að end- ingu að játa sig sigraða með 49 stigum gegn 87. Dug- ar sá stigafjöldi ekki til að fleyta Borgarbyggð áfram í keppninni að þessu sinni sem eitt af stigahæstu tapl- iðunum. Lið Borgarbyggð- ar var skipað þeim Heiðari Lind Hanssyni, Bryndísi Geirsdóttur og Eddu Ar- inbjarnar. Grindvíkingar tefldu fram þeim Agnari Steinarssyni, Andreu Æv- arsdóttur og Eggerti Sól- berg Jónssyni, en sá síðast- nefndi er fæddur og uppal- inn Borgnesingur. -mm Nafn Gunnars Braga oftast strikað út NV-KJÖRD: Yfirkjör- stjórn Norðvesturkjör- dæmis hefur skilað skýrslu til landskjörstjórnar og Hagstofunnar um fjölda útskrikana í kjördæminu í kosningunum 29. októ- ber sl. Þar kemur fram að langflestar útstrikan- ir á lista fær Gunnar Bragi Sveinsson oddviti Fram- sóknarflokks, eða 371. Það jafngildir 10,65% at- kvæða en flokkurinn fékk 3.482 atkvæði. Elsu Láru Arnardóttur sem skipar annað sæti listans strik- uðu hins vegar einung- is 11 út. Af öðrum fram- boðum má nefna að Lilja Rafney Magnúsdóttir odd- viti VG í kjördæminu fékk 50 útstrikanir og Bjarni Jónsson í öðru sæti listans hlaut 48 útstrikanir. Har- aldur Benediktsson odd- viti Sjálfstæðisflokks hlaut 39 útstrikanir, sem jafn- gildir 0,79% af atkvæð- um sem flokkurinn hlaut í kjördæminu. Frambjóð- endur annarra flokka hlutu færri útstrikanir. -mm Við athöfn síðdegis í gær var kvennadeild Heilbrigðisstofnun- ar Vesturlands á Akranesi færð rausnarleg gjöf. Það voru tvær stúkur í Oddfellow sem sameig- inlega stóðu að því að gefa HVE nýtt og fullkomið ómskoðunartæki til notkunar á deildinni. Verðmæti gjafarinnar er tæplega sex milljónir króna. Tækið leysir af hólmi eldra tæki sem komið var á tíma enda miklar framfarir orðið í tækni á þessu sviði á undanförnum árum. Oddfellowstúkurnar á Akranesi fagna báðar stórafmælum á þessu ári. Stúkan Rbst. nr. 5, Ásgerð- ur fagnaði 50 ára stofnafmæli 22. október síðastliðinn og st. nr. 8, Egill fagnar 60 ára stofnafmæli 11. nóvember næstkomandi. Oddfel- lowreglan á Íslandi hefur í gegn- um árin unnið ötullega að líknar- og mannúðarmálum sem kunnugt er og er þeim fjármunum sem ráð- stafað er til gjafa eingöngu aflað innan Reglunnar. Nýjasta verk- efnið á landsvísu var þegar allar regludeildir innan Oddfellw á Ís- landi komu að stækkun og endur- bótum á Ljósinu, endurhæfingu fyrir krabbameinsgreinda. Reglu- deildirnar á Akranesi vinna síðan að líknar- og mannúðarmálum í heimabyggð með ýmsum hætti. Í tilefni af stórafmælum beggja Regludeilda Oddfellow á Akranesi var ákveðið að þessu sinni að sam- einast um gjöf til Heilbrigðisstofn- unar Vesturlands. „Flest okkar reglusystkina hafa notið þjónustu kvennadeildar HVE, annað hvort sem verðandi foreldrar, afar eða ömmur, og því mikilvægt í okkar augum að tæki sem notuð eru til eftirlits og greininga fóstra á með- göngu eða meðferðar nýfæddra barna séu þau bestu sem völ er á hverju sinni, en fyrir tveimur árum gáfu Ásgerðarsystur deildinni ferðahitakassa. Hann hefur kom- ið sér vel við eftirlit og flutning nýbura sem fæðst hafa á deildinni eða þurft á frekari aðhlynningu að halda á Landspítalanum,“ segir í tilkynningu. Kristný Lóa Traustadóttir yfir- meistari Rbst. nr. 5, Ásgerði segir að þegar leitað hafi verið til Guð- jóns Brjánssonar forstjóra HVE snemma árs til að fá upplýsing- ar um tækjakaup sem væru efst á óskalista stofnunarinnar, hafi komið í ljós að nauðsynlega þyrfti að ráðast í kaup á nýju ómskoð- unartæki fyrir kvennadeildina á Akranesi. Konráð Lúðvíksson yf- irlæknir og Ásthildur Gestsdóttir ljósmóðir voru fengin til að meta þau tvö tæki sem til greina komu og varð tæki af gerðinni General Electric Voluson S8 BT15 Cons- lole fyrir valinu. Það er að verð- mæti 5.704.000 krónur. Þetta tæki hefur allt til að bera sem notað er við þá vinnu sem unnin er af ljós- mæðrum og læknum stofnunar- innar varðandi eftirlit þungaðra kvenna auk þess sem það nýtist einnig við greiningu á sviði kven- sjúkdóma. mm Oddfellowstúkur á Akranesi gáfu HVE nýtt ómskoðunartæki Kristný Lóa Traustadóttir yfirmeistari Rbst. nr. 5, Ásgerðar og Hlyndur Máni Sigurbjörnsson yfirmeistari st. nr. 8, Egils afhentu HVE tækið í gær. Þau standa á jaðrinum. Á gjafabréfi halda þau Konráð Lúðvíksson yfirlæknir og Ásthildur Gestsdóttir ljósmóðir. Hér er mynd sem sýnir mismunandi útgáfur af ómmyndum. Myndirnar tvær í miðjunni eru úr gamla tækinu, en hinar úr því nýja. Greinilegur munur er á mynd- gæðum.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.