Skessuhorn


Skessuhorn - 09.11.2016, Blaðsíða 12

Skessuhorn - 09.11.2016, Blaðsíða 12
MIÐVIKUDAGUR 9. NÓVEMBER 201612 LITIR: www.smaprent.is | smaprent@smaprent.is 2.900 ISK LITIR: 1.480 ISK 2.900 ISK Á Oddsstöðum I í Lundarreykja- dal í Borgarfirði hafa hjónin Sig- urður Oddur Ragnarsson og Guð- björg Ólafsdóttir um árabil rek- ið hestatengda ferðaþjónustu. Þar hefur ferðamönnum og hesta- áhugafólki verið boðið upp á allt frá reiðtúrum og -námskeiðum til lengri hestaferða. Nú hafa hjónin á Oddsstöðum reist þrjú smáhýsi og geta allt að 18 manns gist í þeim. „Með aukinni gistingu horfum við til þess að víkka út möguleika okk- ar í ferðaþjónustunni, rétt eins og við gerðum með reiðskemmunni sem við byggðum árið 2011. Smá- hýsin eru hugsuð sem viðbót við aðstöðuna hér og við horfum til þess að fá fólk til að stoppa lengur hér í Lundarreykjadal,“ segir Sig- urður Oddur í samtali við blaða- mann. „Með því að geta boðið fólki að dvelja lengur getum við fjölg- að okkar verkefnum og breytt eftir því sem fólk sækist eftir, til dæmis boðið upp á fleiri stutta reiðtúra og gert þá út héðan frá Oddsstöðum. Þannig eru líkur á að ferðamanna- tímabilið í þessari hestatengdu ferðamennsku lengist,“ segir Guð- björg. Þeirri undirgrein ferðaþjón- ustunnar eru nefnilega ákveðn- ar skorður settar frá náttúrunnar hendi. Ekki er hægt að fara í lang- ar ferðir um fjallvegi, holt og heið- ar um hávetur. „Mest er að gera í hestaferðamennskunni frá miðjum júní og út ágúst. Eftir þann tíma er vertíðin nú oftast búin. Í lengri ferðum höfum við oft verið að gista með hópa í fjallaskálum, sam- komuhúsum og víðar. En með til- komu gistingar hér horfum við til þess að hægt verði að ríða heiman frá og þá ef til vill fleiri dagsferðir, styttri túrar og jafnvel fleiri nám- skeið,“ segir Sigurður Oddur. Gistirými fyrir 12-18 manns Smáhýsin eru þrjú, sem fyrr seg- ir. Það stærsta er 40 fermetrar að grunnfleti með bíslagi, en hin tvö eru 32 fermetrar og án bíslags. Svefnloft er í öllum smáhýsunum og pláss fyrir fjóra til sex í hverju húsi. „Það færi mjög vel um fjóra í hverju húsi og hæglega hægt að vera sex saman í hverjum bústað, þannig að það er pláss fyrir 12 til 18 manns í senn,“ segja hjón- in. Baðherbergi með sturtu er að sjálfsögðu í öllum smáhýsunum, sem og lítill eldhúskrókur. Þá er úr setustofunni gegnt út á rúmgóð- an sólpall. Aðspurð upplýsa þau að húsin hafi kostað komin til lands- ins rúmar 15 milljónir króna, með ísettum gluggum og hurðum en án gólfefna og innréttinga. „Við vild- um kaupa falleg hús sem að passa inn í bæjarmyndina hér á Odds- stöðum. Við hefðum eflaust getað keypt öðruvísi bústaði, ódýrari og minni en þetta er ekki mikill pen- ingur fyrir þessi hús,“ segir Sig- urður Oddur. Aðspurð kveðast þau ætla að taka húsin í notkun næsta sumar, að fengnu rekstrarleyfi. Miðað við gang framkvæmda ætti ekkert að koma í veg fyrir að þær áætlanir standist. „Á næstu dögum verður tengt heitt og kalt vatn inn í húsin. Núna er leitt í þau affallið af heita vatninu hjá okkur, til að hafa smá hita á þeim. Síðan er eftir að setja upp innréttingarnar, ganga frá að innan og fylla upp að húsunum,“ segja þau. Ferðamenn og aðr- ir hestaáhugamenn geta því nýtt sér gistinguna frá næsta sumri, en utan háannatíma ferðaþjónust- unnar á Oddsstöðum verða húsin leigð út eins og hefðbundnir sum- arbústaðir. „Svo er nú útlit fyrir að samgöngur hér um Lundarreykja- dalinn batni verulega upp úr árinu 2020 með þeim vegabótum sem fyrirhugaðar eru. Þá verður hægt að keyra hér hringinn frá Þing- völlum um Uxahryggi á malbik- uðum vegi allan ársins hring. Ef til vill kemur markhópurinn okkar til með að breytast við það,“ segir Sigurður Oddur. Uppbygging til framtíðar Bærinn Oddsstaðir er innsti bær norðan Grímsár í Lundarreykja- dal og þaðan er hægt að fara ríð- andi til allra átta um marga fallega staði. Meðal vinsælustu ferðanna sem hjónin hafa boðið hestaáhuga- fólki upp á eru ferðir á Snæfellsnes, þar sem riðið er um Löngufjörur. „En stundum förum við eitthvað allt annað, til dæmis vestur í Dali, norður Arnarvatnsheiði og um Kjöl. Einnig um Suðurland, með- al annars alla leið í Arnarfell hið mikla. Við erum mjög miðsvæð- is hér í Lundarreykjadal og hægt að fara héðan marga skemmtilega hringi,“ segja hjónin. Aðspurð upplýsa þau að nú þeg- ar sé útlit fyrir að hestaferðir næsta sumars verði vel sóttar. „Það eru all- ar ferðir næsta sumars að fyllast og búið að panta í nokkrar ferðir sum- arið 2018,“ segir Sigurður Odd- ur. „Og við sem höfðum talað um að fara kannski að hægja á í löngu hestaferðunum,“ segir Guðbjörg og brosir. „En tilkoma smáhýsanna er liður í að breyta og þróa þá starf- semi sem við erum í hér, gera meira út heiman frá,“ segir hún. „Og byggja upp þannig að fólk geti búið hér upp til dala í framtíðinni,“ segja Sigurður Oddur og Guðbjörg að lokum. kgk Risin eru þrjú smáhýsi á Oddsstöðum í Lundarreykjadal Hjónin Guðbjörg Ólafsdóttir og Sigurður Oddur Ragnarsson á Oddsstöðum I í Lundarreykjadal. Smáhýsin þrjú sem risin eru á Oddsstöðum geta hýst allt að 18 manns í gistingu. Ætla hjónin að taka þau í notkun næsta sumar.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.