Skessuhorn


Skessuhorn - 09.11.2016, Blaðsíða 14

Skessuhorn - 09.11.2016, Blaðsíða 14
MIÐVIKUDAGUR 9. NÓVEMBER 201614 „Ég hef alltaf verið knattspyrnu- lega þenkjandi og þegar ég var ung kom aldrei til greina að æfa neina aðra íþrótt en fótbolta,“ segir Hulda Birna Baldursdóttir í samtali við Skessuhorn. Hún tók við stöðu framkvæmdastjóra Knattspyrnu- félags ÍA 1. nóvember síðastliðinn af Haraldi Ingólfssyni, sem hafði gegnt starfinu undanfarin þrjú ár. „Ég er Skagamaður, fædd og uppal- in á Akranesi og spilaði með ÍA frá því ég var 14 ára, fyrst með yngri flokkunum og síðan meistaraflokki, alveg þangað til ég fór í háskólanám tvítug að aldri,“ segir Hulda. Lengst af kveðst hún hafa spilað stöðu hægri kantmanns hjá ÍA en síðan lék hún einnig stöðu hægri bakvarðar hjá Stjörnunni og á miðj- unni með Boltafélagi Ísafjarðar. Með Stjörnunni og BÍ lék hún sam- hliða háskólanámi og Hulda hefur fetað fjölmargar brautir mennta- vegarins. „Ég lærði nú upphaflega nudd hér á Akranesi árið 1992. Þá var það kennt hér, aðeins þrjár skráðar og ég lét plata mig til að skrá mig í það nám til að nemendurnir gætu nuddað hvern annan,“ segir Hulda og brosir við. „En síðan fór ég í Háskóla Íslands, tók Bsc í við- skiptafærði og síðan kennslufræði og byrjaði að kenna við Fjölbrauta- skólann í Breiðholti árið 2001,“ segir hún. „Svo tók ég meistarapróf í stjórnun og alþjóðaviðskiptum frá Háskólanum á Bifröst og nú síðast útskrifaðist ég sem PGA golfkenn- ari,“ segir Hulda og bætir því við að alla hennar háskólagöngu hafi hún verið á vinnumarkaðnum einnig. „Ég tók aldrei námslán og var alltaf í vinnu með háskólanáminu,“ seg- ir hún. „Það var oft og tíðum alveg nóg að gera og ég er búin að lofa fjölskyldunni að læra ekki meira í bili,“ segir Hulda létt í bragði en bætir því við að hún hafi alltaf fund- ið sig vel í námi og líki vel að læra. „Mér fannst alltaf frekar leiðinlegt að horfa á sjónvarp, vildi frekar lesa bækur og þannig er það enn. Ég horfi á fátt annað í sjónvarpinu en fótbolta og golf,“ segir hún. Stelpugolf gaf góða raun Síðast starfaði Hulda sem markaðs- stjóri Tækniskólans og Flugskóla Íslands, en áður en hún tók við því starfi var hún verkefnastjóri nýrr- ar brautar; K2 fyrir framúrskar- andi nemendur í Tækniskólanum – í samstarfi við HR. Samhliða því hefur hún verið framkvæmdastjóri Stelpugolfs PGA síðastliðin þrjú ár, sem er verkefni á vegum PGA á Ís- landi. „Það byrjaði sem verkefni í PGA skólanum og var bara náms- verkefni. Upphaflega var til Pæju- golf og því var ætlað til að fá fleiri konur til að stunda golf. En það var bara pláss fyrir 20 konur og nám- skeiðið var frekar dýrt. Þannig að ég reyndi að setja mig inn í hug- arheim kvenna sem eru að velta því fyrir sér að byrja í golfi. Flest- um finnst það kosta mikið að byrja, taka mikinn tíma og þess vegna byrja konur almennt frekar seint að spila golf. Þannig að í Stelpugolf- inu þá var ákveðið að bjóða upp á fría kennslu á stuttum námskeiðum og það hefur gefið svo góða raun að það er ekki hægt að hætta. Stelpu- golfið er komið til að vera,“ seg- ir Hulda ánægð enda hafa margar konur kynnst golfíþróttinni í gegn- um Stelpugolfið. „Sjálf byrjaði ég ekki í golfi fyrr en eftir þrítugt og finnst það rosalega gaman. Það er líka skemmtilega öðruvísi en fót- boltinn, maður þarf að setja sig í allt annan gír til að spila golf en fót- bolta og maður þarf að beita sjálfan sig miklu meiri aga ,,skaplega séð,“ halda meiri ró í golfinu en fótbolt- anum,“ segir hún. Búin að kaupa hús á Akranesi Hulda er fjölskyldumanneskja, eiginmaður hennar er Einar Örn Jónsson sem starfar hjá Orkuveitu Reykjavíkur og leikur á hljómborð með hljómsveitinni Í svörtum föt- um. Saman eiga þau hjónin fjög- ur börn; Margréti 16 ára, Baldur 14 ára, Mikael 11 ára og Gabrí- el 7 ára. Hyggst fjölskyldan flytja á Akranes á næsta ári. „Við erum búin að kaupa hús hér á Akranesi og flytjum um páskana. Reynd- ar hefur það verið lengi á stefnu- skránni að flytja á Skagann, við erum oft búin að skoða hús hérna en alltaf vantaði starf til að réttlæta flutninginn,“ segir Hulda og bros- ir. „Þannig að þegar ég var ráðin til knattspyrnufélagsins þá fórum við strax að leita að húsi,“ segir hún en bætir því við að maðurinn henn- ar þurfi ef til vill aðeins að venj- ast því að búa ekki nánast við hlið- ina á vinnunni sinni. „Hann ætl- ar að keyra á milli en hann er svo- sem ekki lengi að keyra í Orkuveit- una. Hún er nánast á besta stað í Reykjavík upp á það að keyra frá Skaganum á hverjum degi. Við mátum það allavega þannig að þar sem ég kem oft til með að þurfa að vinna eitthvað á kvöldin þá væri betra ef við byggjum á Akranesi. Þannig gæti fjölskyldan átt saman fleiri gæðastundir en ef það væri ég sem keyrði í og úr vinnu,“ seg- ir Hulda og kveðst full eftirvænt- ingar að flytja og leyfa börnunum að kynnast æskuslóðunum. „Stelp- an okkar býr reyndar á Akureyri, er komin í menntaskólann þar og spilar handbolta. Hún kemur því bara heim í fríum og næsta sumar, en strákarnir flytja með okkur. Mér finnst yndislegt að þeir komi með okkur og fái að upplifa Skagapara- dísina,“ segir Hulda og brosir. Sótti um í „einhverri rælni“ Geta má þess að þegar Hulda tók við starfi framkvæmdastjóra Knatt- spyrnufélags ÍA á dögunum varð hún fyrsta konan í sögu félagsins til að gegna því starfi. En hvernig kom það til að hún ákvað að sækja um? „Það voru fimm eða sex sem sendu á mig auglýsinguna þar sem var starfið var auglýst, ég sá hana ekki sjálf,“ segir í hún. „Í einhverri rælni ákvað ég að senda ferilskrána á Hadda [Ingólfs] og var síðan boð- uð í viðtal. Ég mætti og var síðan boðuð í annað viðtal þegar fækk- að var í hópi umsækjenda og fékk að lokum starfið,“ segir Hulda og tekur fram að vel hafi verið stað- ið að öllu ráðningarferlinu. „Mér fannst ráðningarferlið að öllu leyti mjög faglega unnið af hálfu félags- ins. Allir voru boðaðir í viðtöl, síð- an skorið niður í ellefu umsækjend- ur og svo niður í þrjá og alltaf feng- um við að vita hvernig gekk. Þetta endaði svo með því að hverjum um- sækjenda var falið að gera verkefni sem átti að sýna hvernig við sæj- um fyrir okkur að gera hlutina og hvernig rekstri félagsins yrði hátt- að undir okkar stjórn á næstunni,“ segir hún. Tekur við góðu búi Því er ekki úr vegi að spyrja Huldu hvernig hún sér rekstur félagsins fyr- ir sér næsta árið eða svo. Þar kveðst hún vera full bjartsýni og segir eng- ar stórar breytingar í vændum. „Ég ætla bara að byrja á því að koma mér almennilega inn í starfið, en ég tel enga þörf á miklum breytingum. Ég kem að mjög góðu búi; hér hefur gott starf verið unnið á undanförnum árum og hér eru margir góðir þjálf- arar,“ segir Hulda og kveðst ekki síst ánægð með yngri flokka starf félags- ins. „Bara út frá sjónarhóli foreldr- is, því ég á börn sem hafa æft og æfa með félagi í Reykjavík, þá er margt hérna sem ég myndi telja betra en þar. Þjálfarar yngri flokkanna eru mjög góðir og þá eru til dæmis bún- ingar innifaldir í æfingagjöldunum hérna. Í bænum þurfa foreldrar að kaupa búningana á börnin sín. Ef foreldrar eiga þ ekki nema tvö börn í boltanum eða ef barnið þitt týn- ir búningnum sínum þá eru treyjur allt í einu orðinn 30 þúsund kall á ári, fyrir utan æfingagjöldin,“ segir hún. „Bara lítil atriði eins og þetta eru að mínu viti betri hér á Skagan- um, en þar að auki græða yngri iðk- endur hér á því að það séu ekki jafn margir á æfingum og þjálfararnir geti sinnt hverjum og einum betur,“ bætir hún við. Akranes er fótboltabær Hvað varðar meistaraflokka félags- ins vill Hulda setja markið hátt og hefur skýrt markmið fyrir komandi ár. „Við ætlum að koma stelpunum í efstu deild aftur. Þar erum við með flott ungt lið og leikmenn sem eiga mikið inni, og það sama á við hjá körlunum. Við eigum bara að vera klúbbur sem er með lið í efstu deild- um karla og kvenna og stendur öðr- um félögum framar. Hér er frábær aðstaða, frábærir þjálfarar og þar eigum við að hafa það forskot sem þarf að hafa til að geta verið betri en hin liðin,“ segir Hulda. „Akranes er íþróttabær, fótboltabær og við eig- um bara að stefna að því að verða númer eitt á landinu,“ segir Hulda Birna Baldursdóttir, framkvæmda- stjóri KFÍA, að lokum. kgk „Eigum að stefna að því að verða númer eitt á landinu“ - segir Hulda Birna Baldursdóttir, nýr framkvæmdastjóri KFÍA Hulda ásamt fjölskyldu sinni, eiginmanninum Einari Erni Jónssyni og börnum þeirra Margréti, Baldri, Mikael og Gabríel. Hjónin hafa keypt sér hús á Akranesi og þangað hyggst fjölskyldan flytja á næsta ári. Hulda Birna Baldursdóttir, framkvæmdastjóri Knattspyrnufélags ÍA.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.