Skessuhorn - 09.11.2016, Qupperneq 16
MIÐVIKUDAGUR 9. NÓVEMBER 201616
Um síðustu helgi hélt félagsstarf aldraðra og öryrkja að
Kirkjubraut 40 á Akranesi sýningu og sölu á handverki félags-
manna. Þá var einnig haldinn árlegur markaður og kaffihlað-
borð sem fjölmargir nýttu sér enda drekkhlaðið borð kræs-
inga á vægu verði. Að sögn Laufeyjar Jónsdóttur verkefnis-
stjóra heimaþjónustu var þetta í annað skipti sem markaður-
inn og sýningin voru tengd dagskrá Vökudaga sem stóðu yfir
á sama tíma.
Greinilegt er að fjölbreytni er mikil í félagsstarfi aldraðra
þegar handverkið er skoðað. Hlutir eru brenndir í gler, ker-
amik málað, bútasaumsteppi listilega gerð, prjónaskapur, út-
skurður og fleira.
Meðfylgjandi myndir tók Kolbrún Ingvarsdóttir og leyfum
við þeim að tala sínu máli. mm
Markaður og sýning félagsstarfs
aldraðra og öryrkja á Akranesi
Vetrarstarfsemin er komin á fullt í
heilsuræktinni í Reykholtsdal. „Við
í Heilsuhofi erum nýbúin að fá frá-
bært nýtt dót fyrir minnstu krakk-
ana sem mæta í Íþróttaskólann á
hverjum laugardegi. Nýr klifur-
veggur fyrir þau, jafnvægis ormur
til að ganga á, lítil vegasölt og fleira.
Mikil gleði ríkir meðal yngstu kyn-
slóðarinnar,“ segir Sigrún Hjartar-
dóttir sem rekur Heilsuhof.
„En við gleymum ekki þeim
eldri, því CX tímar eru í boði þar
sem styrkur og þol er þjálfað. Þeir
tímar eru mikið sóttir af kvenpen-
ingi sveitarinnar. Einnig eru yoga-
tímarnir vinsælir og svo á Púl-
ið sinn stað á miðvikudögum. Þar
hittast margir karlarnir úr héraðinu.
Eftir púlæfingarnar er oft setið og
spjallað um lífið og tilveruna og
ekki laust við að nýafstaðnar kosn-
ingarnar hafi verið krufnar í þaula.
Lóða- og tækjasalurinn er svo op-
inn á hverjum degi frá klukkan 7:00
til 22:00. mm
Líf og fjör í Heilsuhofi í Reykholtsdal
Yougatímarnir eru vinsælir.
Krakkar á góðri stund.
Búið er að bæta við ýmsum leiktækjum fyrir börnin. Færri komast að en vilja. Skjóni og Sproti í gættinni. Karlarnir þurfa eðlilega að hvíla sig eftir Púlið og ræða málin.