Skessuhorn - 09.11.2016, Síða 20
MIÐVIKUDAGUR 9. NÓVEMBER 201620
Hvorki fleiri né færri en fjórir kenn-
aranemar voru í vettvangsnámi við
Grunnskólann í Borgarnesi í síðustu
viku. Sætir það nokkrum tíðindum
að svo margir kjósi að fara í vett-
vangsnám í skóla á landsbyggðinni á
sama tíma. Skessuhorn var á ferðinni
í Borgarnesi síðastliðinn fimmtudag
og ræddi við tvo af þeim nemum sem
þá voru á staðnum, þær Unni Jóns-
dóttur og Guðbjörgu Halldórsdótt-
ur. Báðar eiga þær rætur í héraðinu.
Unnur er frá Lundi í Lundarreykja-
dal og býr þar í dag en Guðbjörg er
úr Borgarnesi. Þær eru á sitt hvor-
um staðnum í náminu og að læra
til ólíkra kennarastarfa. Unnur tók
grunnnám í íþrótta- og heilsufræð-
um á Laugarvatni en er nú á öðru ári
meistaranáms í kennslufræðum við
Háskóla Íslands og ætlar að verða
íþróttakennari. Guðbjörg er hins
vegar nýbyrjuð í grunnskólakenn-
aranámi í HÍ, með áherslu á kennslu
samfélagsgreina á unglingastigi.
„Ég fór bara beint í kennaranám
eftir að ég kláraði stúdentspróf frá
Menntaskóla Borgarfjarðar. Ég held
að þetta sé skemmtileg vinna, fjöl-
breytt og dagarnir aldrei alveg eins.
Ég sé fram á að fara glöð í vinnuna
þegar ég verð kennari,“ segir Guð-
björg og brosir.
En af hverju völdu þær að sækja
vettvangsnám í Grunnskólann í
Borgarnesi? „Mér fannst bara eitt-
hvað heillandi við að fara í gamla
grunnskólann minn,“ segir Guð-
björg. „Ég hafði heyrt af því að hér
væri góður starfsandi og það reynd-
ist vera rétt. Þetta er góður skóli og
hér er vel tekið á móti manni,“ segir
hún. „Ég var í tíu ár í litlum grunn-
skóla á Kleppjárnsreykjum og lang-
aði að prófa að koma í skóla sem er
aðeins stærri og fjölmennari en sá
sem ég vandist á minni grunnskóla-
göngu,“ segir Unnur.
Vilja ná til krakkanna
Aðspurðar hvers vegna þær hafi
ákveðið að feta þessa braut í námi
sínu segja þær svipaða sögu. Báðar
hafa þær átt góða kennara í gegnum
tíðina sem hafa vakið hjá þeim áhuga
á kennslu. „Ég fékk innblástur frá
mjög góðum kennara sem kenndi
mér í 7.-10. bekk hér í Grunnskól-
anum í Borgarnesi. Hún hafði mik-
il og góð áhrif á mjög marga krakka,
þar á meðal nokkra sem áttu mjög
erfitt uppdráttar í námi og rákust illa
í skóla. Mig langar að hjálpa krökk-
um að verða að þeim sem þeir vilja
verða,“ segir Guðbjörg og Unn-
ur hefur svipaða sögu að segja. „Ég
var með rosalega flottan íþrótta-
kennara þegar ég var í grunnskóla á
Kleppjárnsreykjum. Mig langar að
geta vakið hjá krökkunum áhuga á
hreyfingu rétt eins og hann gerði hjá
mér,“ segir Unnur.
Eru ekki að læra
fyrir launin
Launakjör kennara hafa verið lengi
til umræðu á Íslandi og barátta
kennara fyrir bættum kjörum hef-
ur staðið yfir lengi. Í síðustu viku
mótmæltu kennarar til að mynda
kjörum starfstéttarinnar í kjölfar
ákvörðunar kjararáðs um að hækka
laun alþingismanna. Þau mótmæli
héldu svo áfram í þessari viku. Þær
Guðbjörg og Unnur viðurkenna að
þeim þyki launin ekki merkileg en
það hafi þó ekki hindrað þær í að
hefja nám í kennslufræðum. „Laun-
in eru ekkert til að hrópa húrra fyr-
ir,“ segir Guðbjörg og Unnur tekur
undir með henni: „Nei, það er ekki
hægt að segja að launin séu ástæð-
an fyrir því að maður fór að læra til
kennara,“ segir hún. „En ef maður
nær sambandi við nemendur, ef ég
sem íþróttakennari get vakið áhuga
hjá börnum til að hreyfa sig meira,
þá er það þess virði,“ segir Unnur
og Guðbjörg tekur undir það. „Ég
hef aldrei velt kennarastarfinu fyrir
mér út frá laununum. Þetta er ekki
vel borgað og getur oft tekið á en
það skiptir mig meira máli að það sé
gaman í vinnunni en að fá há laun,“
segir Guðbjörg en þær hafa þó orð
á því að þetta tvennt, góð laun og
ánægjulegt starf, mætti gjarnan fara
saman.
Batnandi samskipti
foreldra og kennara
Báðar eru þær sammála um að kenn-
arastarfið geti verið erfitt og af ýms-
um ástæðum. Sumir nemendur glími
við námsörðugleika eða eigi erfitt
heima fyrir, agavandamál geti kom-
ið upp og fleira slíkt. En aðspurð-
ar hvað þær telji mest krefjandi við
starf kennarans líta þær hvor á aðra
áður en þær segja einum rómi; „for-
eldrar!“ Þær hlæja við en hlátrinum
fylgir nokkur alvara. „Það er nú einu
sinni þannig að oft þegar það er eitt-
hvað að hjá börnunum í skólanum,
agavandamál eða eitthvað slíkt, þá er
eitthvað að heima líka. Það er ekki
hægt að taka á vandamálum í skól-
anum nema foreldrarnir séu með í
ferlinu,“ segja þær. „Stundum kem-
ur það fyrir að foreldrar eru í afneit-
un. „Barnið mitt gerir ekki svona,“
er setning sem flestir kennarar hafa
heyrt. Sumir foreldrar vilja ekki
horfast í augu við að barnið þeirra
glími við einhver vandamál eða hagi
sér kannski öðruvísi í skólanum en
heima hjá sér, sem sannarlega eru til
mörg dæmi um,“ segja þær en telja
að samskipti foreldra og nemenda
fari stöðugt batnandi. „Þegar ég var
lítil þá var bara foreldraviðtal einu
sinni á ári. Nú eru sendir tölvupóst-
ar á alla foreldra í lok hverrar viku og
foreldrum gefinn kostur á að fylgj-
ast miklu betur með,“ segir Unnur.
Þar að auki geta foreldrar fylgst með
námsframvindu barna sinna í gegn-
um Mentor-kerfið, sem er reglulega
uppfært af kennurum þeirra. „Síð-
an ef eitthvað vandamál kemur upp
þá fer af stað ákveðið ferli. Fyrst er
boðað til fundar með foreldrum og
þeim greint frá vandanum. Síðan er
reynt að takast á við hann í ákveðn-
um skrefum en alltaf í samvinnu við
foreldrana,“ bætir Guðbjörg við.
Vilja kenna úti á landi
Spurðar hvort þær geti hugsað sér
að kenna í Grunnskólanum í Borg-
arnesi að námi loknu segja þær að
það gæti vel komið til greina. „Þetta
er góður skóli, með góða kennara
og hér er góður andi. Ég gæti al-
veg hugsað mér að kenna hérna.
Ég hef allavega ekki áhuga á því að
kenna í risastórum skóla í Reykja-
vík,“ segir Guðbjörg og Unnur
tekur undir með henni. „Ég væri
reyndar alveg til í að kenna í enn
minni skóla en hér í Borgarnesi.
Skóla sem er nær þeirri stærð sem
ég þekki frá grunnskólaárum mín-
um á Kleppjárnsreykjum, sem sagt
litlum skóla,“ segir Unnur og báð-
ar eru þær staðráðnar í því að búa
og starfa á landsbyggðinni að námi
loknu.
kgk
Áttu báðar góða kennara sem vöktu
áhuga þeirra á kennslu
- rætt við kennaranemana Unni Jónsdóttur og Guðbjörgu Halldórsdóttur
Unnur Jónsdóttir og Guðbjörg Halldórsdóttir.
Grunnskólinn í Borgarnesi. Ljósm. mm.