Skessuhorn - 09.11.2016, Page 22
MIÐVIKUDAGUR 9. NÓVEMBER 201622
Emil Hjörvar Petersen rithöfund-
ur gaf nýverið út skáldsöguna Víg-
hóla. Sögusvið bókarinnar tengist
Vesturlandi, nánar tiltekið Víghól
í Kjarrárdal í ofanverðum Borgar-
firði. „Víghólar landsins eru fjór-
tán talsins,“ segir Emil Hjörvar.
„Að minnsta kosti einn víghóll er
í hverjum landshluta, en hið yfir-
náttúrulega morðmál sem drífur
frásögnina áfram tengist kynngi
og þjóðsögum kringum hólana.
Víghóllinn í Kjarrárdal kemur við
sögu, en þar eiga sér stað mikil átök
og önnur aðalpersónan stígur inn í
Hulduheim. Auk þess er fjallað um
Hvalfjarðargöngin, Borgarnes og
Háskólann á Bifröst, þ.e. í „vega-
köflum“ bókarinnar, en þá reynir
sturlaður seiðskratti að keyra aðal-
persónurnar út af veginum á þoku-
lagðri heiði.“
Víghólar er fjórða skáldsagan
eftir Emil Hjörvar. Hana skrifaði
hann eftir að hafa lokið þríleikn-
um Saga eftirlifenda. „Núna er ég á
heimaslóðum, nýti íslenskan veru-
leika, stilli honum við hlið yfir-
náttúru þjóðsagnaarfsins og spinn
saman við norræna spennusagna-
hefð, en takmarkið var að skapa
rammíslenska furðusögu. Þetta er
í senn fantasía, íslenskt raunsæi og
spennusaga full af kynngi og rökkri.
Aðalpersónurnar eru mæðgurnar
Bergrún Búadóttir sem er blankur
miðill, fráskilin og heltekin af starfi
sínu, og Brá Bjarkadóttir sem er
tvítug, rótlaus dóttir hennar.“
Sagan Víghólar gerist í hliðstæð-
um veruleika, hliðstæðu Íslandi
árið 2016, þar sem huldir heimar
vættanna eru til en afar fáir eru í
tengslum við þá. „Þetta er sagna-
heimur sem ég hef verið að þróa
undanfarin ár. Heimurinn er í raun
þrískiptur: Mannaheimur, Huldu-
heimur og Handanheimur, og hver
lútir sínum lögmálum,“ segir Emil
Hjörvar. Það er bókaútgáfan Ver-
öld sem gefur bókina út.
mm
Víghóll í Kjarrárdal er
sögusvið nýrrar skáldsögu
Emil Hjörvar Petersen. Bókarkápa Víghóla.
Hildur Sif Thorarensen er verk-
fræðingur sem stundar um þessar
mundir læknisfræðinám við Osló-
arháskóla. Hún var að gefa út sína
fyrstu skáldsögu, spennusögu sem
nefnist Einfari. Svo skemmtilega vill
til að hugmyndin að bókinni fædd-
ist þegar Hildur Sif spjallaði við vin
sinn úr Borgarnesi í gegnum Fa-
cabook. Ekki nóg með það, samtalið
varð til þess að hinn ungi Borgnes-
ingur er sögupersóna í bókinni sem
fórnar lífi sínu strax í fyrsta kafla fyr-
ir listagyðjuna.
Kaþólsk franskættuð
vampíra
„Hugmyndin á bak við bókina kvikn-
aði þegar ég var á leið í læknisfræði-
námið og hafði sótt um að byrja á
vorönn svo ég fengi tækifæri til að
æfa mig betur í norskunni. Það hafði
lengi blundað í mér að skrifa bók og
hafði ég oftar en einu sinni byrjað að
skrifa en þó einhvern veginn aldrei
tekist að ljúka verkinu eða fá hug-
mynd sem mér fannst ég geta unn-
ið til enda. Þarna sat ég með medis-
insk statistikk fyrir framan mig og
er að stauta mig í gegnum illskilj-
anlegt hrognamál á stærðfræði-ísku
þegar vinur minn fer að spjalla við
mig á Facebook. Samtalið leiðist svo
fyrir einhverja tilviljun út í þau ein-
kennilegu sambönd sem hann hafði
verið í um ævina og þá sérstaklega
í það skiptið þegar hann var með
franskri stúlku af kaþólskum ættum
sem vildi meina að hún væri vamp-
íra. Stúlkan hafði látið sérsmíða
upp í sig vígtennur og bjó í dýflissu
þar sem hún hafði flauelsklætt hill-
ur og skreytt með dúkkuhausum í
formalíni ásamt fuglsbeinagrindum
og öðrum einkennilegum munum.
Ofan á þetta allt saman hélt hún tvo
smávaxna snáka sem bitu vin minn á
meðan hann svaf.“
Drepinn í fyrsta kafla
Hildur segist ekki hafa getað hætt að
hugsa um þessa einkennilegu pers-
ónu og dró raunar í efa að hún væri
til uns vinur hennar í Borgarnesi
sýndi henni myndir af herlegheitun-
um. „Þegar þá var komið sögu var
ég harðákveðin að nota hana í skáld-
sögu þar sem týpu eins og þessari
verður að deila með umheiminum.
En þar sem hún var komin í bókina
fannst mér eðlilegt að vinur minn
fengi að vera með líka, það lá því
vissulega beint við að drepa hann í
fyrsta kafla og hefja þannig söguna
sem ég og gerði,“ segir Hildur.
Þannig þróaðist samtal á Facebo-
ok í fyrrahaust við Borgnesing-
inn Geir Konráð Theodórsson að
hann gaf Hildi Sif, höfundi bókar-
innar, líf sitt í þágu skáldskaparins,
ef svo má segja. „Ungur rithöfund-
ur sat við hvítmálað skrifborð í Osló
og skrásetti síðustu andartök þessa
unga herramanns. Hún skráði leið
hans í gegnum einbýlishúsagötu í
Osló, lýsti því þegar hann varð var
um sig og leitaði að húsi í götunni
og að lokum hvernig hann lét lífið
á vægast sagt undarlegan hátt. Þar
með var sögunni þó ekki lokið því
við tók leitin að morðingjanum og
rannsókn lögreglunnar á afdrifum
Geirs áður en líf hans var stytt í ann-
an endann.
En hvers vegna Geir? Spyr marg-
ur sig eflaust, enda var Geir hinn
vænsti og hugprúðasti maður. Hann
gerði ekki flugu mein, var ávallt
hjálpsamur og skemmti börnum
með leikrænum tilburðum og göml-
um sögum. En líkt og í öllum góð-
um spennusögum er nauðsynlegt að
byrja söguna á morði,“ segir Hild-
ur. Hún segir að áhugaverður bak-
grunnur Geirs hafi orðið til þess að
hann varð á vegi morðingjans og lét
lífið fyrir vikið. „Það var ekki bara
sorglegt heldur var það sannkallað-
ur harmleikur en það var jafnframt
nauðsynlegt fyrir framgang sögunn-
ar,“ segir hún.
„Sem betur fer fyrir Geir er lög-
reglan sem rannsakar morðið á hon-
um ráðagóð og vel mönnuð. Þar
gefur að líta geðlækninn Alexander
sem er búinn að vinna fyrir FBI til
margra ára þar sem hann rannsak-
aði geðbilaða morðingja. Auk hans
er Júlía sem er bráðklár og skynsöm,
hinn tískulegi Herkúles sem hefur
sérstakt auga fyrir smáatriðum og
hermaðurinn Erik sem veit allt sem
hægt er að vita um vopn, eitur og
býr yfir einskærum hæfileika til að
sjá hlutina í víðara samhengi. Lög-
reglan leggur sig fram við rannsókn
málsins en það sem tefur þó fyrir er
að auk morðsins á Geir þurfa þau
að fást við brjálaðan morðingja sem
drepur ljóshærðar stúlkur og skilur
þær eftir afskræmdar og höfuðlaus-
ar í skógarrjóðri. Þar sem umræddur
brjálæðingur setur jafnframt pressu
á lögregluna þarf hún að halda
mörgum boltum á lofti í einu og að
leggja sig fram um að finna lausn á
þessum tveimur ólíku en jafnframt
mikilvægu málum.“
Hvernig sagan endar er ómögu-
legt um að segja og í raun bara ein
leið til að komast að því, þar sem
hún er nú komin á bókaform og
fæst í öllum helstu bókaverslunum
landsins. Ef lesendum langar að vita
hver drap Geir og hvers vegna, þá
er mælt með því að ná sér í eintak
af spennusögunni Einfara eftir Hildi
Sif. Þannig mun fólk komast að hinu
sanna um Borgnesinginn hugdjarfa
sem lét lífið svo út kæmi bók.
mm
Borgnesingur er sögupersóna í glæpasögu
Hildur Sif Thorarensen höfundar Einfara.
Geir Konráð Theódórsson er persóna í bók Hildar. Hér spjallar hann við börn á Brákarhátíð.
Kápa bókarinnar.