Skessuhorn - 09.11.2016, Síða 24
MIÐVIKUDAGUR 9. NÓVEMBER 201624
Vörur og þjónusta
Hönnun prentgripa
& alhliða prentþjónusta
Drei bréf - Boðsbréf
Ritgerðir - Skýrslur
Reikningar - Eyðublöð
Umslög - Bréfsefni
Fjölritunar- og
útgáfuþjónustan
Getum við
aðstoðað þig?
sími: 437 2360
olgeirhelgi@islandia.is
R E S T A U R A N T
Upplýsingar í síma: 430 6767
R E S T A U R A N T
Upplýsingar í síma: 430 6767
LAUSNIN HÖFÐASELI
Opnunartími er frá kl. 8:00-16:00
alla virka daga
Daglegar ferðir milli Reykjavíkur og Borgarness
Tvær ferðir í viku í sveitir Borgarfjarðar
Skrifstofan er opin mánudaga – föstudaga
kl. 9.00 – 12.00 og 13.00 – 15.30
Sími 437-2030 - v.v@simnet.is
DAGLEGAR FERÐIR BORGARNES - REYKJAVÍK
www.skessuhorn.is
Þjónustuauglýsingar
Skessuhorns
Auglýsingasími:
433 5500
Vinstri græn náðu frábærum ár-
angri í nýliðnum kosningum og
sýnir það okkur ótvírætt hve sterk-
ur málstaður og samstaða skilar
góðum árangri. Hinu höfum við
líka kynnst að sundrung og klofn-
ingur meðal vinstri manna er alltaf
vatn á myllu hægri aflanna í land-
inu.
Mikill sigur VG Í Norðvestur-
kjördæmi, þar sem hreyfingin bæt-
ir við sig 9,6 % fylgi og fer í 18,1%,
er afrakstur samstöðu, góðrar og
málefnalegrar kosningabaráttu og
einnig vinnu baráttuglaðs þing-
flokks á síðasta kjörtímabili með
sinn öflugan formann, Katrínu
Jakobsdóttur, í stafni. Það var sár-
grætilegt að annar maður á fram-
boðslista VG, Bjarni Jónsson, náði
ekki kosningu þrátt fyrir stóraukið
fylgi flokksins. En svona er kosn-
ingakerfið og vissulega munaði
litlu að Bjarni næði inn. Ég þakka
Bjarna Jónssyni og öllum með-
frambjóðendum mínum frábært
og skemmtilegt samstarf í snarpri
og góðri kosningabaráttu og minni
á að varaþingmenn hafa sannarlega
áhrif.
Ábyrgð fylgir vegsemd hverri
og nú er það okkar í Vinstri græn-
um að rísa undir þeirri ábyrgð
og skyldu að vera sá flokkur sem
vinstra félagshyggjufólk, umhverf-
issinnar og femínistar finna sig
eiga samleið með.
Vonbrigði þrátt
fyrir sigur
Þótt Vinstri græn geti verið ánægð
með ágætan árangur í kosning-
unum þá er það sannarlega mik-
ið áhyggjuefni hve sterk hægri öfl-
in í landinu eru orðin. Það veld-
ur einnig vonbrigðum og undrun
og að sú spilling og sérhagsmuna-
gæsla sem leiddi til þess að kosn-
ingum var flýtt skuli ekki endur-
speglast betur í úrslitum kosning-
anna. Óskaniðurstaðan var vissu-
lega sú að kosningaúrslitin hefðu
gefið kost á öflugri félagshyggju-
og velferðarstjórn sem endurreisti
velferðarkerfið og innviðina og
kæmi á jöfnuði og félagslegu rétt-
læti eins og kallað var á af stórum
hluta þjóðarinnar.
Þegar þetta er skrifað er ekki
búið að mynda ríkisstjórn. Þreif-
ingar um stjórnarmyndun eru
hafnar og vart verður áhuga á því
að VG vinni með hægri öflunum
í næstu ríkisstjórn. Í okkar hópi
hræðast margir að Vinstri græn
munu koma sködduð út úr slíku
samstarfi og betra sé að vera öfl-
ug í aðhaldi í stjórnarandstöðu.
Við þurfum að vanda okkur og
láta málefnin og hagsmuni lands
og þjóðar ráða för og meta hvar
kröftum okkar er best varið gagn-
vart kjósendum okkar og málstað.
Þakkir til kjósenda
Ég vil færa kjósendum Vinstri
grænna í NV kjördæmi bestu
þakkir fyrir traustið og stuðning-
inn og við munum leggja okkur
fram um að rísa undir því trausti.
Félögum, meðframbjóðendum,
kosningastjórum og sjálfboðalið-
um þakka ég kærlega fyrir gott og
óeigingjarnt starf. Framundan er
vinna við að efla og rækta félags-
starfið í kjördæminu nú þegar við
göngum aftur sameinuð til leiks og
treysti ég því að það eigi eftir að
skila sér á sveitarstjórnarstiginu og
aftur í næstu þingkosningum.
Baráttukveðja!
Lilja Rafney Magnúsdóttir.
Höf. er alþingismaður VG í NV
kjördæmi.
Vinstri græn á
réttri leið
Pennagrein Pennagrein
www.skessuhorn.is
Nú þegar kosningar eru liðn-
ar viljum við Píratar þakka ykkur
kærlega fyrir veittan stuðning. Við
höfum náð gríðarlega miklum ár-
angri, 10,9% fylgi og flokkurinn
fær, nú í fyrsta sinn, kjörinn þing-
mann úr kjördæminu.
Píratar hafa, hingað til, haft það
orð af sér að vera höfuðborgar-
flokkur og höfðað minna til kjós-
enda á landsbyggðinni heldur en í
Reykjavík en nú er það að breytast
og við munum sýna það og sanna
að við erum flokkur sem hefur hag
allra landsmanna að leiðarljósi.
Ég hlakka mikið til að heim-
sækja kjördæmið betur og hitta
íbúa þess, en því miður voru mín-
ar aðstæður í kosningabaráttunni
með þeim hætti að ég átti erfitt
með að ferðast um, þar sem ég átti
mitt fyrsta barn 13. september síð-
astliðinn. Þrátt fyrir að ég sjálf hafi
ekki náð að ferðast jafn víða og ég
hefði viljað var listi Pírata skipað-
ur frábæru fólki sem ferðaðist vítt
og breytt um kjördæmið og þess-
um meðframbjóðendum, dugn-
aði þeirra og metnaði er ég mjög
þakklát fyrir. Í sameiningu unnum
við góðan kosningasigur í kjör-
dæminu.
F.h. Pírata í Norðvesturkjördæmi,
Eva Pandora Baldursdóttir,
oddviti.
Kæru íbúar Norðvestur
kjördæmis!
Út er komin bókin Konur breyttu
búháttum – Saga Mjólkurskólans á
Hvanneyri og Hvítárvöllum, eft-
ir Bjarna Guðmundsson. Það eru
Landbúnaðarsafn Íslands og Bóka-
útgáfan Opna sem gefa bókina út.
Saga Mjólkurskólans sem rek-
inn var fyrst á Hvanneyri og síðar
Hvítárvöllum á fyrstu tveimur ára-
tugum 20. aldarinnar er fáum kunn,
en afar merkileg fyrir margra hluta
sakir. Starfræksla skólans er gott
dæmi um mikilvægi þess að kunn-
átta og þekking er komi á undan
framkvæmdum og fjárfestingu við
nýsköpun í atvinnumálum. Lit-
ið var til fyrirmynda erlendis við
stofnun skólans og hingað sóttur
danskur mjólkurfræðingur, Hans
Grönfeldt, sem stýrði skólanum
alla tíð.
Mjólkurskólinn veitti fyrstu sér-
hæfðu starfsmenntun á sviði mat-
vælaframleiðslu hérlendis og rekst-
ur hans var merkur áfangi í mennt-
un og réttindabaráttu íslenskra
kvenna. Stúlkurnar sem námu við
Mjólkurskólann áttu margar hverj-
ar eftir að koma að rekstri rjómabú-
anna sem spruttu upp víða um land
á þessum árum. Í krafti sérmennt-
unar sinnar breyttu mjólkurskóla-
stúlkurnar búverkum og búháttum
á landinu, með beinum og óbeinum
hætti. Þær áttu drjúgan þátt í því að
færa íslenskan landbúnað til nýrra
tíma og stuðla að viðskiptavæðingu
hans og aukinni samvinnu við af-
urðavinnslu.
Bjarni Guðmundsson heldur í
bókinni áfram að miðla fróðleik um
íslenska landbúnaðarsögu á þann
lifandi og aðgengilega hátt sem les-
endur þekkja af fyrri verkum hans,
t.d. um sláttuhætti og dráttarvélar.
Bókin er 166 bls. í nettu og fallegu
broti. -fréttatilkynning
Saga Mjólkurskólans á
Hvanneyri og Hvítárvöllum
Bjarni kynnti bókina, þá nýútkomna, á samkomu á Hvanneyri í sumar.
Garðaþjónustan Sigur-Garðar
Tökum að okkur alla almenna skrúðgarðavinnu
Sindri Arnfjörð garðyrkjumaður - Laufskálum 311 Borgarbyggð
Netfang: sindri@vesturland.is - Vinnusími: 892-7663
Hellulagnir - Hleðsla - Þökulagnir - Jarðvegsskipti
Trjáklippingar - Gróðursetningar - Garðsláttur - Plöntusala
Þjónusta í yfir 25 ár
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
01
5