Skessuhorn


Skessuhorn - 22.02.2017, Blaðsíða 12

Skessuhorn - 22.02.2017, Blaðsíða 12
MIÐVIKUDAGUR 22. FEBRÚAR 201712 Aðalfundur Umhverfisvaktarinnar við Hvalfjörð var haldinn í Garða- kaffi á Akranesi 12. febrúar síðast- liðinn. Á fundinum voru samþykkt- ar fimm ályktanir um hin ýmsu mál sem öll tengjast stóriðju á Grund- artanga og mengun vegna hennar. Meðal annars var skorað á umhverf- isráðherra að endurskoða það fyrir- komulag að Umhverfisstofnun fram- selji ábyrgð og framkvæmd umhverf- isvöktunar til mengandi iðjuvera á Grundartanga. „Umhverfisvaktin við Hvalfjörð telur að þetta fyrirkomu- lag samræmist hvorki meginmark- miðum löggjafar um umhverfis- og náttúruvernd né tilgangi og mark- miðum Umhverfisstofnunar, sem er að vernda náttúru og lífríki Íslands.“ Í greinargerð með áskorun til ráð- herra segir að iðjuverin á Grundar- tanga beri ábyrgð á umhverfisvökt- un vegna eigin mengunar samkvæmt starfsleyfi sem Umhverfisstofnun gefur út og ber ábyrgð á. „Allt vökt- unarferlið er á forræði iðjuveranna sem stöðugt senda eiturefni út í and- rúmsloftið. Umhverfisvaktin við Hvalfjörð álítur að Umhverfisstofn- un vinni gegn eigin markmiðum með því að veita starfsleyfi sem inniheldur framsal svo mikilvægs verkefnis, jafn- vel þó að dæmi um slíkt megi finna í öðrum löndum.“ Í annarri ályktun aðalfundar Um- hverfisvaktarinnar við Hvalfjörð „er skorað á umhverfisráðherra að hefja nú þegar undirbúning þess að flytja ábyrgð á umhverfisvöktun vegna mengunar frá iðjuverunum á Grund- artanga frá forsvarsmönnum iðju- veranna til óháðrar, til þess bærrar stofnunar.“ Þá skorar umhverfisvakt- in á landbúnaðar- og sjávarútvegs- ráðherra að gangast fyrir grunnrann- sóknum á þoli íslensks búfjár gagn- vart flúori í fóðri og drykkjarvatni og áhrifum langtíma flúorálags á heilsu íslensks búfjár, með áherslu á hross og sauðfé. Faxaflóahafnir endur- skoði umhverfisstefnuna Þá vill umhverfisvaktin að að stjórn Faxaflóahafna sf. endurskoði um- hverfisstefnu sína og taki upp fyrir- byggjandi aðgerðir til varnar um- hverfinu vegna ágangs hinna meng- andi iðjuvera sem rekin eru á lóð sameignarfélagsins á Grundartanga. Þá var því beint til stjórnar Faxa- flóahafna að afla haldbetri þekking- ar á framleiðsluferli og öðrum þátt- um sem tengjast Silicor Materials svo hægt sé að meta kosti og galla iðjuversins á raunsærri hátt en verið hefur. Bent er á að skynsamlegt gæti verið að fá þrjá til fjóra virta erlenda sérfræðinga, óháða og ótengda inn- byrðis, til að veita álit sitt á því, hver getur mögulega orðið versta útkomu vegna rekstrar iðjuversins Silicor Materials á Grundartanga. Ber þá að líta til þess að um tilraunaverkefni er að ræða, engin slík verksmiðja hef- ur verið starfrækt í heiminum áður og engar upplýsingar liggja fyrir um veigamikla þætti varðandi mögulega verstu útkomu í rekstri. Ályktanir Umhverfisvaktarinnar við Hvalfjörð eru í alls fimm tölulið- um ásamt ítarlegri greinargerð. Þær er hægt að finna í heild sinni inn á heimasíðu félagsins; umhverfisvakin. is. mm Umhverfisvaktin við Hvalfjörð ályktar um mengun og stóriðju Eins og áður hefur verið greint frá í Skessuhorni var úthlutað úr Fjar- skiptasjóði í byrjun febrúar. Þau sveitarfélög á starfssvæði Skessu- horns sem eiga kost á styrk til ljós- leiðaravæðingar eru Akraneskaup- staður, Dalabyggð, Grundarfjarð- arbær, Snæfellsbær, Skorradals- hreppur og Reykhólahreppur. Málið er þar með inni á borði kjörinna fulltrúa í þessum sveitar- félögum. Í nokkrum sveitarfélögum hefur styrkveiting úr Fjarskiptasjóði verið tekin til umfjöllunar. Þannig samþykkti bæjarstjórn Snæfellsbæj- ar nýverið að þiggja þann styrk sem sveitarfélaginu stendur til boða, sem og hreppsnefnd Skorradals- hrepps og bæjarstjórn Grundar- fjarðarbæjar. Þá hefur sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkt fyrir sitt leyti að ganga að úthlutun Fjar- skiptasjóðs, en umsókn Skorradals- hrepp innihélt einnig nokkra bæi í Andakíl sem heyra undir Borgar- byggð. Sveitarstjórnir Dalabyggðar og Reykhólahrepps hafa einnig sam- þykkt að ganga til samninga við Fjarskiptasjóð og þiggja styrk til ljósleiðaravæðingar, sem og sér- stakan byggðastyrk úr Fjarskipta- sjóði sem báðum þessum sveitar- félögum stóð til boða vegna fyrir- hugaðrar ljósleiðaravæðingar. Styrkirnir sem sveitarfélögin hafa ákveðið að þiggja eru eftir- farandi: Dalabyggð, kr. 8.680.000 og sérstakur byggðastyrkur kr. 5.800.000. Grundarfjarðarbær, kr. 15.468.559. Snæfellsbær, kr. 22.555.000. Snæfellsbær, kr. 17.350.000. Snæfellsbær, kr. 6.953.000. Skorradalshreppur, kr. 16.417.191. Reykhólahreppur, kr. 19.000.000. og sérstakur byggðastyrkur kr. 6.500.000. Ekki hafði verið fjallað um út- hlutun Fjarskiptasjóðs í bæjarstjór- num eða -ráðum Akraneskaupstað- ar þegar fréttin var rituð. kgk Þiggja styrki úr Fjarskiptasjóði Aðalfundur Knattspyrnufélags ÍA var haldinn í hátíðarsal íþrótta- bandalagsins að Jaðarsbökkum síð- astliðið fimmtudagskvöld. Á dagskrá voru hefðbundin aðalfundarstörf. Magnús Guðmundsson stjórnar- formaður opnaði fundinn á minn- ingarorðum um Ríkharð Jónsson, sem féll frá á dögunum. Ríkharður var margfaldur Íslandsmeistari með ÍA, bæði sem leikmaður og þjálfari. Því næst fór Magnús yfir ársskýrslu félagsins. Þar kemur fram að iðk- endur knattspyrnufélagsins voru um síðustu áramót um 550 tals- ins á breiðu aldursbili. Er félagið því stærst aðildarfélaga að Íþrótta- bandalagi Akraness. Samtals voru leiknir 511 opinberir keppnisleikir í öllum flokkum félagsins, 180 voru skráðir í kvennaflokkum og 331 í karlaflokkum. Að lokinni yfirferð Magnúsar tók Hulda Birna Baldursdóttir, fram- kvæmdastjóra KFÍA, til máls og fór yfir ársreikning félagsins. Aukning varð bæði í tekjum og útgjöldum félagsins hjá meistaraflokkum karla og kvenna sem og yngri flokkum. Rúmlega þriggja milljóna tap varð á hefðbundnum rekstri félagsins, en félagið fékk rúmlega 17 milljóna framlag frá KSÍ vegna EM karla og því sýnir rekstrarreikningur 12,2 milljóna króna hagnað. Eigið fé félagsins í árslok 2016 nam 16,6 milljónum króna. Eins og greint var frá á sín- um tíma ákvað ÍA að ráðstafa EM framlagi KSÍ ekki til almenns rekst- urs heldur nýta það til að efla af- reksstarf. Sú vinna er þegar hafin, að því er fram kemur í ársskýrslu félagsins. Kostnaður á síðasta ári var 1,8 milljón króna en áætlun gerir ráð fyrir að styrkurinn muni greiða fyrir afmarkaða liði afreks- starfsins yfir þriggja ára tímabil. Seldir miðar á leiki voru 2950 tals- ins samanborið við 4500 árið áður. Ársmiðasala dróst einnig saman frá fyrra ári. Heiðursviðurkenningar og gullmerki Eftir að farið hafði verið yfir árs- skýrslu og ársreikning félagsins voru veittar heiðursviðurkenningar og gullmerki fyrir störf í þágu félagsins. Þeir sem heiðraðir voru eru eftirfar- andi: Steinn Helgason var sæmdur gull- merki fyrir sitt framlag til félagsins sem leikmaður, þjálfari og dyggur stuðningsmaður. Haraldur Ingólfsson fékk heið- ursviðurkenningu fyrir framlag sem leikmaður sem framkvæmdastjóri síðustu þrjú ár. Haraldur er fimmti leikjahæsti maður liðsins frá upphafi og sá fjórði markahæsti. Jónína Víglundsdóttir fékk heið- ursviðurkenningu fyrir sitt framlag sem leikmaður og stuðningsmaður félagsins. Hún er meðal leikjahæstu kvenna ÍA frá upphafi og hefur alla tíð verið ötull stuðningsmaður knatt- spyrnustarfsins á Akranesi. Sigrún Ríkharðsdóttir fékk heið- ursviðurkenningu fyrir sín störf fyr- ir félagið, sem stjórnarmaður og for- maður en ekki síst sem einn dyggasti stuðningsmaður félagsins. Lárus Ársælsson fékk heiðursvið- urkenningu fyrir sín störf í stjórnum félagsins frá 2009-2017, en hann hefur síðustu árin verið formaður stjórnar Uppeldissviðs og sem slík- ur haldið um alla þræði við skipu- lagningu Norðurálsmótsins, sem er stærsti einstaki viðburðurinn sem haldinn er á vegum félagsins ár hvert. kgk/ Ljósm. KFÍA. Rekstur KFÍA jákvæður um tólf milljónir króna Þau voru sæmd heiðursviðurkenningum og gullmerki fyrir störf í þágu félagsins. F.v. Lárus Ársælsson, Haraldur Ingólfsson, Steinn Helgason, Sigrún Ríkharðsdóttir og Jónína Víglundsdóttir. Fylgst með gangi mála á fundinum.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.