Skessuhorn


Skessuhorn - 22.02.2017, Blaðsíða 28

Skessuhorn - 22.02.2017, Blaðsíða 28
MIÐVIKUDAGUR 22. FEBRÚAR 201728 Vörur og þjónusta Hönnun prentgripa & alhliða prentþjónusta Drei bréf - Boðsbréf Ritgerðir - Skýrslur Reikningar - Eyðublöð Umslög - Bréfsefni Fjölritunar- og útgáfuþjónustan Getum við aðstoðað þig? sími: 437 2360 olgeirhelgi@islandia.is R E S T A U R A N T Upplýsingar í síma: 430 6767 R E S T A U R A N T Upplýsingar í síma: 430 6767 Sprautu- og bifreiðaverkstæði Sólbakka 5, Borgarnesi • 437-1580 • sbb@simnet.is Tjónaskoðun – Bílamálun – Réttingar – Bílrúðuskipti Þjónustum öll tryggingafélög Borgarness LAUSNIN HÖFÐASELI Opnunartími er frá kl. 8:00-16:00 alla virka daga www.skessuhorn.is Þjónustuauglýsingar Skessuhorns Auglýsingasími: 433 5500 Dáleiðsla Hætta að reykja, betri svefn, léttast/þyngjast, og láta sér líða betur á margan annan máta. Ingibjörg Bernhöft hjúkrunarfr. og dáleiðslufræðingur Almennar bílaviðgerðir Rúðuskipti Smurþjónusta Stjörnuviðgerðir á framrúðu Dekkjaskipti og viðgerðir Tölvulestur Sólvellir 5 – Grundarfjörður – s: 438-6933 – kbbilav@simnet.is Opnunartími 8-12 og 13-17 – Verið velkomin Lið Leiknis/Skáneyjar jók forustu sína eftir annað keppniskvöld í Vesturlandsdeildinni í hestaíþrótt- um, en að þessu sinni var keppt í slaktaumatölti í Faxaborg. Berg- lind Ragnarsdóttir á Óm frá Brim- ilsvöllum varð efst á föstudaginn en annar varð liðsfélagi hennar og frændi Konráð Valur Sveinsson. Tryggðu þau ásamt Hauki Bjarna- syni liði sínu annan liðsbikarinn fyrir samanlagðan sigur í grein kvöldsins og nokkuð afgerandi for- ystu í liðakeppni deildarinnar enn sem komið er. Allir fjórir liðsmenn Leiknis/Skáney raða sér nú með- al sex efstu manna í einstaklings- keppninni, en hana leiðir þó Sig- uroddur Pétursson. Það eru þó enn mörg stig í pottinum. Fjögur efstu liðin í deildinni halda þátttökurétti sínum til næsta árs. Úrslit í slaktaumatölti sl. föstu- dag: 1. Berglind Ragnarsdóttir - Ómur frá Brimilsvöllum - 6,79 2. Konráð Valur Sveinsson - Þel- dökk frá Lækjarbotnum - 6,46 3. Benedikt Þór Kristjánsson - Burkni frá Öxnholti - 6,42 4. Guðný Margrét Sigurodds- dóttir - Háfeti frá Hrísdal - 6,29 5. Heiða Dís Fjeldsted - Atlas frá Tjörn - 6,25 Staðan í liðakeppninni eftir tvær keppnisgreinar er sem hér segir: 1. Leiknir/Skáney - 91 stig 2. Berg/Hrísdalur - 73 stig 3. Snókur/Cintamani - 63,5 stig 4. Fasteignamiðstöðin - 55,5 stig 5. Gufudalur/Arnbjörg/Söðuls- holt - 36,5 stig 6. KB/Fígaró/Mosi ehf. - 22,5 stig. Stigin í einstaklingskeppninni eru sem hér segir. 1. Siguroddur Pétursson - 13 stig 2.-3. Haukur Bjarnason - 10 stig 2.-3. Berglind Ragnardóttir - 10 stig 4. Konráð Valur Sveinsson - 9 stig 5.-6. Benedikt Þór Kristjánsson - 6 stig 5.-6. Randi Holaker - 6 stig 7.-8. Bjarki Þór Gunnarsson - 5 stig 7.-8. Guðný Margrét Sigurodds- dóttir - 5 stig 9. Þorgeir Ólafsson - 4,5 stig 10. Heiða Dís Fjeldsted - 4 stig. 11. Jón Bjarni Þorvarðarson - 3 stig. 12. Þórdís Fjeldsted - 1,5 stig 13. Iðunn Silja Svansdóttir - 1 stig. Auka á forystu sína í Vesturlandsdeildinni Berglind Ragnarsdóttir á Óm frá Brimilsvöllum varð efst í slaktaumatöltinu. Laugardaginn 11. mars næstkomandi verður leikritið um Ronju ræningja- dóttur frumsýnt í Bíóhöllinni á Akra- nesi. Uppfærslan er gerð á vegum leiklistarklúbbs Nemendafélags Fjöl- brautaskóla Vesturlands. Blaðamaður Skessuhorns hitti Aldísi Eir Valgeirs- dóttur í liðinni viku en hún fer með hlutverk Ronju í sýningunni. Hún segir uppsetninguna vera stóra í snið- um og að margir komi að henni með einum eða öðrum hætti. „Það eru fjögur aðalhlutverk; Ronja og fjöl- skylda hennar og svo Birkir Borkason sem verður vinur Ronju. Við erum mjög mörg sem tökum þátt í þessu, það eru í kringum 15 til 20 leikarar en við erum 40 til 50 sem komum að þessu á einhvern hátt og núna erum við á fullu að æfa,“ segir Aldís. Hall- grímur Ólafsson leikstýrir hópnum og Sara Hjördís Blöndal sér um bún- inga og sviðsmynd. Gaman á sviði Aldís Eir er fædd árið 1998 og er því á sínu þriðja ári á almennri stúd- entsbraut við skólann. Þetta er jafn- framt þriðja sýningin sem hún tek- ur þátt í á vegum leiklistarklúbbsins. Aldís hefur brennandi áhuga á leik- list og hefur gaman af því að stíga á svið. „Ég tók þátt í sýningunum Fullkomið brúðkaup og Grease. Ég lék eina af bleiku píunum í Grease og í Fullkomnu brúðkaupi lék ég Rakel. Ég var líka að leika þegar ég var í Grundaskóla, þar tók ég þátt í Nornaveiðum þegar ég var í 8. bekk,“ segir hún. Hún hefur einnig sung- ið mikið, lærði um tíma söng í Tón- listarskólanum á Akranesi og sigr- aði í keppninni um Hátónsbarkann á Akranesi fyrir hönd Grundaskóla, þegar hún var í 10. bekk. Hún segist þó vera að mestu hætt að syngja. „Ég er eiginlega hætt í söngnum og fór yfir í þetta í staðinn. Ég er til dæmis hætt í tónlistarskólanum. En það er svo sem söngur í þessu líka, þannig að ég er þannig séð ekkert alveg hætt að syngja,“ segir hún og brosir. Aldís er því þrælvön að koma fram en hún steig fyrst á svið með vinkonum sín- um í kringum tíu ára aldurinn. Hún segist aldrei hafa verið feimin við að koma fram og hefur ekki þjáðst af sviðsskrekk. „Við vinkonurnar tók- um stundum lög uppi á sviði á sam- söng í skólanum og mér fannst það alltaf mjög gaman. Núna er mesta stressið að kunna línurnar sínar og lögin en þegar það er komið, þá er ég ekkert stressuð. Mér finnst alltaf gaman að vera á sviði og leika,“ seg- ir hún. Þetta er lífið Aldís segir leiklistina taka mikinn tíma og að lítill tími sé fyrir önnur áhugamál. Áhugamál hennar eru þó flest tengd leik- eða tónlist. „Þetta er bara lífið. Ég er í raun bara í þessu og svo hef ég bara tíma til að gera heimavinnu fyrir skólann. En þegar engin sýning er í gangi og tíminn fer ekki í æfingar, þá finnst mér rosalega gaman að sitja heima og spila á gítar. Ég er reyndar lítið í því núna, geri mun minna af því en áður.“ Aldís segist hafa gaman af því að taka þátt í öllum uppsetningum á leiklistarsvið- inu, óháð því hvaða sýningu er ver- ið að setja upp. „Jafnvel þótt ég væri ekki að leika, bara að koma að þessu, er alltaf gaman.“ Hún segir æfing- arnar vera vel á veg komnar og gangi vel. „Við byrjuðum að æfa í janúar, ákváðum að byrja fyrr en vanalega því þetta er svo stór sýning. Fyrst erum við að lesa yfir línurnar okk- ar og finna karakterinn. Svo færum við okkur í salinn hér í skólanum svo leikstjórinn sjái hvernig þetta lítur út á sviði. Núna erum við byrjuð að æfa í Bíóhöllinni og þá fara línurnar allar að skýrast, þá er allt að koma.“ Aldís segir að auðveldara sé að setja sin inn í hlutverkið þegar æfingarn- ar eru komnar á þetta stig. „Þegar sviðsmyndin er að koma og maður er kominn í búningana, þá verður þetta raunverulegra og auðveldara.“ Er lík Ronju Aldísi líkar vel við hlutverk Ronju, tengir vel við karakterinn og segist vera nokkuð lík Ronju í sér. „Þegar ég sagði ömmu og afa að við værum að fara að setja upp Ronju ræningja- dóttur, þá sagði afi að það gæti ekki annað verið en að ég fengi hlutverk Ronju – því ég er bara Ronja. Ég hef verið lík henni síðan ég var lítil, hún er til dæmis rosalega skapstór,“ seg- ir Aldís og hlær. Draumahlutverkið er þó ekki hlutverk Ronju ræningja- dóttur. Aldísi dreymir um að geta tekið þátt í uppsetningu á Rocky Horror einhvern daginn. Hvort það verður að veruleika, verður tíminn að leiða í ljós. Framundan hjá leik- konunni ungu er að vinna í sumar og að útskrifast úr skólanum eftir næsta vetur. Eftir það er óráðið hvað tek- ur við. „Mig langar rosalega að fara í listaskóla og læra leiklist. En ég stefni samt ekki á það. Planið núna er að þetta verði bara áhugamál, ég stefni frekar á að fara í flugfreyjunám í framtíðinni.“ grþ „Ég er bara Ronja“ Aldís Eir Valgeirsdóttir hefur brennandi áhuga á leiklist og fer með aðalhlutverkið í sýningunni sem leiklistarklúbbur NFFA setur upp í vetur.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.