Skessuhorn - 22.02.2017, Blaðsíða 16
MIÐVIKUDAGUR 22. FEBRÚAR 201716
Grundarfjarðarbær hélt opinn
íbúafund í Samkomuhúsi Grund-
arfjarðar mánudaginn 20. febrú-
ar. Þar var farið yfir fjármál sveit-
arfélagsins, viðhalds- og fjárfest-
ingaáætlun bæjarins og aðrar fram-
kvæmdir. Einnig mættu fulltrúar frá
Íslenska gámafélaginu og fóru yfir
sorpflokkun og nýja klippikortið
sem bæjarbúar þurfa að brúka þeg-
ar þeir fara með sorp á gámastöð-
ina. Ágætis mæting var á fundinn
og fengu bæjarbúar að koma með
athugasemdir í lok fundar. Það eru
nokkur brýn verkefni sem þarf að
ráðast í á árinu og ber þar helst að
nefna viðhald á fasteignum og lag-
færingar á nokkrum götum bæjar-
ins auk annars viðhalds.
tf
Íbúafundur í Grundarfirði
Ágætis mæting var á fundinn og voru þónokkrir sem höfðu eitthvað til málanna
að leggja.
Þorsteinn Steinsson bæjarstjóri fór yfir fjármál og fjárfestingar bæjarins.
Dauður hvalur fannst á Löngu-
fjörum, ekki langt frá Gistihús-
inu Langaholti að Ytri-Görðum á
sunnanverðu Snæfellsnesi, á laug-
ardaginn síðasta. Þorkell Símon-
arson, Keli vert í Langaholti, tel-
ur að hvalinn hafi rekið á land ein-
hvern tímann í síðustu viku. „Það
hefur ekki verið mikið veður til
útivistar hér síðasta hálfa mán-
uðinn eða svo, eða þar til á laug-
ardag að veðrið var fallegt og þá
rákumst við á hvalinn þar sem við
gengum eftir fjörunni og nutum
útiverunnar. Þó er ekki ýkja langt
síðan ég fór þarna um síðast, þann-
ig að hvalurinn gæti hafa komið á
land í byrjun síðustu viku,“ segir
Keli í samtali við Skessuhorn. „En
maður veit aldrei hvað svona hval-
ur hefur verið dauður lengi í sjón-
um áður en hann rekur á land,“
bætir hann við.
Keli segir hvalinn nokkuð stór-
an, um átta metra langan frá sporði
og fram að frambægslinu. Allt þar
fyrir framan er hins vegar á kafi og
áætlar hann því að dýrið gæti verið
allt að því tíu metrar að lengt, eft-
ir því hve mikið leynist undir yf-
irborðinu. Af þeim sökum kveðst
hann heldur ekki þekkja tegund-
ina. „Hausinn er á kafi þannig
að við þekkjum ekki tegundina í
sjón,“ segir hann. „Ég ræddi við
kunningja minn sem er hvalasér-
fræðingur og hann gat ekki teg-
undargreint hvalinn af myndinni.
En hann taldi að hvalurinn hefði
verið dauður í svolítinn tíma áður
en hann rak á land,“ bætir Keli
við.
Ýmislegt hefur rekið á land á
Löngufjörum í gegnum tíðina;
rostungavé, tennur og bein ým-
iss konar. Hvalrekar eru hins veg-
ar sjaldgæfir en þó þekktir. „Síð-
ustu áratugina hefur einn og einn
dauðan hval rekið á land. En það
eru örugglega liðin 20 ár eða svo
síðan þann síðasta rak á land. En
ég man eftir fleirum frá því ég var
strákur,“ segir Keli.
Aðspurður kveðst hann ekki vita
hvort komi til þess að urða þurfi
dýrið. „Ef það er einhver mögu-
leiki að láta rotna af beinunum en
bjarga grindinni og hafa hana ein-
hvers staðar til sýnis þá væri það
mjög skemmtilegt, en ég veit ekki
hvort það er hægt. Við verðum
bara aðeins að sjá hvernig þetta
þróast. Þegar eru sunnanáttir eins
og verið hefur undanfarið, þá er
oft mikið brim og mikil læti í fjör-
unni. Mikið efni sem mokast fram
og til baka. Við skulum sjá hvernig
honum reiðir af. Ef hann verður
til vandræða þá fer ég með gröf-
una og gref hann þarna í fjörunni.
En ef hann getur rotnað þarna í
friði og verður engum til ama þá
leyfum við honum bara að hverfa
af sjálfsdáðum,“ segir Keli. „Þetta
er eins og með allt annað, það
verður bara að tækla vandann þeg-
ar hann kemur upp. Það er heppi-
legt að hann er ekki í alfaraleið,
fólk gengur gjarnan um fjörurn-
ar hér beint fyrir neðan á sumrin.
Ef fólk langar að skoða hann þá
verður að keyra niður að strönd-
inni og ganga um kílómeters leið.
Það er svosem ekki mikið að sjá,
en nokkrir hafa farið og tekið „sel-
fie“ með honum til að geta sagst
hafa séð dauðan hval,“ segir Keli
að lokum, léttur í bragði.
kgk
Hvalreki á Snæfellsnesi
Hvalurinn er nokkuð stór en ekki er vitað hverrar tegundar hann er.
Ljósm. Rúna Björg Magnúsdóttir.
Aðalfundur var haldinn í Slysa-
varnadeildinni Líf á Akranesi síð-
astliðið mánudagskvöld. Eftir
venjubundin aðalfundarstörf var
tekið á móti gestum sem veittu
rausnarlegum gjöfum og styrkj-
um viðtöku frá félaginu. Akranes-
kaupsstað voru færðar fjórar millj-
ónir króna að gjöf og er pening-
urinn eyrnamerktur í þeim til-
gangi að koma upp hraðamæling-
arstaurum á sex stöðum í bæjar-
félaginu. Tvær verða við aksturs-
leiðir inn í bæinn, bæði á Innnes-
vegi og á Akranesvegi í grennd við
tjaldsvæðið í Kalmansvík. Þá verða
settir upp tveir hraðamælingar-
staurar við hvorn grunnskólanna
í bæjarfélaginu. Munu þeir senda
ökumönnum viðeigandi skilaboð
um aksturshraða, ýmist með bros-
andi kalli - eða með skeifu á vör.
Það var Ólafur Adolfsson formað-
ur bæjarráðs sem veitti gjöfinni
viðtöku og þakkaði hann af alhug
fyrir. Þá var Safnaðarheimilinu
Vinaminni afhent hjartastuðtæki
að gjöf og öðru slíku tæki verður
nú komið fyrir í húsnæði deildar-
innar í Jónsbúð. Loks var Björgun-
arfélagi Akraness færðar 500.000
krónur til stuðnings vegna nýja
björgunarskips félagsins.
Fyrir nokkrum misserum fékk
Líf peningagjöf úr minnarsjóði um
hjónin frá Bræðraparti á Breið, þau
Jón Gunnlaugsson og Guðlaugu
Gunnlaugsdóttur. Hluti af þeirri
gjöf fór í að kosta þessar gjafir sem
félagið afhenti á mánudaginn.
Að sögn Hallfríðar Jónu Jóns-
dóttur formanns Lífar aflar félagið
einkum tekna með kaffisölu á sjó-
mannadaginn, sölu á leiðisgrein-
um og krossum samhliða jólatrjá-
sölunni hjá Björgunarfélagi Akra-
ness. Yfir veturinn er svo spiluð
félagsvist einu sinni í viku í Jóns-
búð. Félagsaðstaðan í Jónsbúð er
auk þess leigð út fyrir fundi og
veisluhöld. Þá eru einstaka verk-
efni úr samfélaginu sem berast
til deildarinnar. Félagsmenn í Líf
eru um 100 en rúmlega helming-
ur þeirra eru styrktarfélagar. Fé-
lagsfundir eru haldnir einu sinni
í mánuði frá september og fram í
maí ár hvert. Þá lætur Líf gott af
sér leiða á fleiri máta. Meðal ann-
ars er nýburum á starfssvæði slysa-
varnadeildarinnar færðar gjafir;
skyndihjálparfræðsla, endurskin
og prjónuð flík.
Slysavarnadeildin Líf var stofn-
uð 21. janúar 1940 og hefur ver-
ið með öfluga starfsemi frá upp-
hafi. Geta má þess að deildin hef-
ur Facebook síðu þar sem fréttum
úr starfinu er deilt. Síðan heitir
„Slysavarnadeildin Líf“.
mm
Slysavarnadeildin Líf afhenti stórar gjafir
Færðu Akraneskaupstað fjórar milljónir króna til kaupa á hraðamælingastaurum
Á mánudaginn afhenti Líf nokkrar gjafir. Hér eru forsvarsmenn félagsins ásamt fulltrúum þeirra sem veittu gjöfunum við-
töku.
Hér má sjá gjafapakka sem konurnar í Líf útbúa og færa nýfæddum börnum á
starfssvæði félagsins.
Stjórn Lífar var endurkjörin á aðalfundinum. Hér er stjórn og varastjórn saman
komin.