Skessuhorn


Skessuhorn - 22.02.2017, Blaðsíða 19

Skessuhorn - 22.02.2017, Blaðsíða 19
MIÐVIKUDAGUR 22. FEBRÚAR 2017 19 Fjölbrautaskóli Vesturlands Opið hús miðvikudaginn 24. febrúar 2016 kl. 17 ̶ 19 Fjölbrautaskóli Vesturlands Vogabraut 5, 300 Akranesi Sími 433-2500 skrifstofa@fva.is www.fva.is Stúdentsbrautir – 3 ára brautir Náttúrufræðabraut Félagsfræðabraut Opin stúdentsbraut Listnámssvið Tungumálasvið Viðskipta- og hagfræðisvið Afreksíþróttasvið Iðnnám Húsasmíði Húsgagnasmíði Vélvirkjun Grunndeild bíliðngreina Rafvirkjun Brautabrú Viðbótarnám eftir iðn- og starfsnám Starfsbraut Kynning á námsframboði, inntökuskilyrðum, heimavist, mötuneyti, félagslífi, afreksíþróttum o.fl. Allir velkomnir sérstaklega 10. bekkingar og foreldrar/forráðamenn þeirra pið hús mánudaginn 27. febrúar 2 7 ̶ Kynning á námsframboði, inntökuskilyrðum, heimavist, mötuneyti, félagslífi, afreksíþróttum o.fl. Allir velkomnir, sérstaklega 10. bekkingar og foreldrar/forráðamenn þeirra Stúdentsbrautir – 3 ára brautir Ná túrufr Félagsfræðabraut Opin stúdentsbraut Listnámssvið Tungumálasvið i skipta- og hagfræðisvið Afreksíþróttasvið Iðn- og starfsnám Húsasmíði Húsgagnasmíði Vélvirkjun Grunndeild bíliðngreina Rafvirkjun Sjúkraliðabraut Brautabrú Starfsbraut Viðbótarnám eftir iðn- og starfsnám Balaton & Búdapest sp ör e hf . Sumar 6 Balaton vatn í Ungverjalandi er margrómað fyrir fallegar strendur, líflega bæi og ólýsanlega fegurð og ekki að undra að vatnið og umhverfi þess sé einn vinsælasti ferðamannastaður landsins. Góður tími gefst til að slaka á og eiga notalegar stundir á þessum fagra stað, kynnast menningu og mannlífi Ungverja ásamt því að taka þátt í ungversku sveitabrúðkaupi. 15. - 25. júní Fararstjóri: Pavel Manásek Bókaðu núna á baendaferdir.is Sími 570 2790 | bokun@baendaferdir.is | Síðumúla 2, 108 RVK Verð: 214.900 kr. á mann í tvíbýli. Mjög mikið innifalið! Fréttaveita Vesturlands www.skessuhorn.is Almennt fór velta í smásöluverslun í janúar vaxandi líkt og undanfarna mánuði að undanskilinni fata- og skóverslun. Í nýrri skýrslu Rann- sóknamiðstöðvar verslunarinnar kemur fram að sala á skóm og föt- um dróst nokkuð saman frá janú- ar í fyrra. Verðlag var lægra í öllum vöruflokkum sem mælingin nær til nema áfengi sem hækkaði um 0,5% frá janúar í fyrra. Velta í stærsta vöruflokknum, dagvöruverslun, jókst í janúar um 4,3% í krónum talið frá sama mánuði í fyrra og um 7,5% þegar leiðrétt hefur ver- ið fyrir verðlagi ásamt daga- og árs- tíðabundnum þáttum. Verð á dag- vöru var 1,3% lægra en tólf mán- uðum áður. Þá jókst sala áfengis um 5% í mánuðinum miðað við janú- ar í fyrra. „Svo virðist sem frekar dauft hafi verið yfir fataútsölum í janúar af veltutölum að dæma. Veltan dróst saman um 12,1% á breytilegu verð- lagi. Hafa verður í huga að fata- verslunum fækkaði um áramótin og neytendur virðast ekki hafa fært innkaupin til þeirra verslana sem fyrir eru, allavega ekki enn sem komið er. Verð á fötum var 2,9% lægra en í sama mánuði í fyrra sam- kvæmt verðmælingu Hagstofunn- ar,“ segir um rannsóknina. Mun meiri verðlækkun var á útsölum með raftæki í janúar og meiri vöxtur í sölutölum. Þann- ig var verð á svokölluðum brún- um raftækjum 14,5% lægra en fyr- ir ári síðan. Í þeim flokki eru t.d. sjónvörp, hljómflutningstæki o.fl. Stærri heimilistæki, eða svokölluð hvít raftæki, lækkuðu í verði um 9% á milli ára. Velta í hvítum raf- tækjum jókst um 23,8% að krónu- tölu og velta í brúnum raftækjum var óbreytt á milli ára. Velta bygg- ingavöruverslana jókst um 20,2% frá janúar í fyrra. Þar ræður miklu að byggingaframkvæmdir og við- hald húsnæðis er mikið um þessar mundir auk þess sem veðurfar hef- ur verið einkar hagstætt til bygg- ingaframkvæmda. Í janúar var greiðslukortavelta heimilanna hér innanlands 9% meiri en í sama mánuði í fyrra. Kreditkortavelta Íslendinga er- lendis í janúar var 7,1 milljarður kr. sem er 17,6% hærri upphæð en fyrir ári síðan. Erlendir ferðamenn sem hingað koma hafa vaxandi áhrif á íslenska verslun. Þannig var greiðslukortavelta útlendinga hér á landi 17,4 milljarðar kr. í janúar sem er 49% aukning frá síðasta ári. mm Vöxtur í öllum flokkum nema fötum og skóm Grunnskóli Borgarfjarðar, Klepp- járnsreykjadeild, er þátttakandi í verkefninu Leiðtoginn í mér sem er hugmyndafræði fyrir skóla sem byggir á bók Steven R. Covey: 7 venjur til árangurs. Hún gengur út á það að byggja upp sterka ein- staklinga til að takast á við áskor- anir í lífi og starfi. Tilgangurinn er ekki að búa til leiðtoga úr öll- um, heldur að hjálpa hverjum ein- staklingi að blómstra og vinna út frá sínum eigin styrkleikum. Læra að bera ábyrgð á eigin ákvörðunum og þannig móta líf sitt til hins betra ásamt því að þroska samskiptahæfni nemenda og starfsfólks. Einn liður í þessu verkefni er að halda svokallaðan Leiðtogadag en það er gert á hverju skólaári. Þá skipuleggja nemendur og starfs- fólk skólans dagskrá og bjóða svo gestum að koma og njóta. Að þessu sinni var íbúum frá Hvanneyri boð- ið að koma og njóta dagskrárinnar á Kleppjárnsreykjum auk þess sem sveitarstjóra var boðið og skóla- stjórnendum nokkurra leik- og grunnskóla. Dagskráin hófst í matsal skólans þar sem fulltrúar úr nemendaráði buðu gesti velkomna og fóru yfir það hvernig venjurnar sjö nýtast í skólastarfinu. Þá lásu þeir Pétur Lárusson og Ágúst Páll Þorsteins- son úr bókum sem þeir eru að lesa og sigurvegarar í Söngvarakeppni GBF fluttu eitt lag. Það eru þær Þórunn Tinna Jóhannsdóttir, Unn- ur Björg Ómarsdóttir og Embla Ýr Andraóttir. Að lokum gerði Jón Björn Blöndal grein fyrir áhuga- sviðsvali sem nemendur í 5.-10. Leiðtogadagur í Grunnskóla Borgarfjarðar bekk vinna að í tvær kennslu- stundir á viku. Sýnd voru verkefni frá nemendum úr þessum tímum og m.a. myndbandið Allt er hægt ef viljinn er fyrir hendi. mm/iak

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.