Skessuhorn


Skessuhorn - 22.02.2017, Qupperneq 21

Skessuhorn - 22.02.2017, Qupperneq 21
MIÐVIKUDAGUR 22. FEBRÚAR 2017 21 WEST ICELAND Travel Ferðast um Vesturland 2017-2018 Fr ee Co pyPublished by Skessuhorn - www.skessuhorn.is Kynning á ferðablaðinu Travel West Iceland 2017-2018 Útgáfuþjónusta Skessuhorns mun vorið 2017 gefa út árlegt Ferðablað um Vesturland. Blaðið verður á ensku og íslensku og ber nafnið Travel West Iceland 2017-2018. Ljósmyndir og kort af einstökum svæðum og þéttbýlis- stöðum á Vesturlandi prýða blaðið og auglýsendur verða númeraðir inn á kortin. Lögð verður áhersla á að auglýsendur noti alþjóðleg ferðaþjónustumerki í auglýs- ingum. Dreifing og form Blaðið verður gefið út í 50.000 eintökum. Helstu dreif- ingarstaðir nú verða á höfuðborgarsvæðinu, upplýsinga- miðstöðvum um land allt, aðkomuleiðum ferðamanna í landshlutann og síðast en ekki síst helstu áningar- og ferða- mannastaðir á Vesturlandi sjálfu. Dreifing blaðsins verður efld enn frekar frá síðustu árum með áherslu á allt árið enda er ferðaþjónusta orðin heilsárs atvinnugrein. Lager af blaðinu verður ætíð til dreifingar hjá Markaðsstofu Vestur- lands í Borgarnesi. Loks verður blaðið í aðgengilegu formi á www.skessuhorn.is þaðan sem ferðaþjónustuaðilar geta hvenær sem er sótt það og sent viðskiptavinum sínum. Blaðið verður litprentað í A5 broti og 120-160 blaðsíður. Efnistök Vesturland er „Land tækifæranna“ árið 2017-2018. Einstök fyrirtæki og landshlutinn í heild hafa hlotið viðurkenningar að undanförnu og nefna má að Vesturland var af ferða- bókaútgefandanum Lonely Planet útnefnt annað áhuga- verðasta svæði í heimi 2016 og í upphafi þessa árs eitt af sautján áhugaverðustu svæðum í heimi af CNN-Travel. Í blaðinu má m.a. lesa almennan kafla um Vesturland, áhugaverðar héraðslýsingar fyrir Akranes, Hvalfjörð og Kjós, Borgarfjörð, Snæfellsnes, Dali og Reykhóla á ensku og íslensku auk ábendinga um markverða viðkomustaði, náttúruundur og Vesturland að vetri. Loks verður við- burðaskrá og sérstök þjónustuskrá fyrirtækja í ferðatengdri starfsemi sem kynna sig og auglýsa í blaðinu. Auglýsingasala og þjónustuskráning Panta þarf auglýsingapláss og þjónustuskráningar tíman- lega eða í síðasta lagi fyrir 10. mars 2017. Auglýsinga- verð eru óbreytt frá árinu 2016. Um sölu auglýsinga og skráningu þjónustuskrár sér Emilía Ottesen á netfanginu auglysingar@skessuhorn.is og í síma 433-5500. Auglýsendum standa til boða fjölbreyttir kostir: Heilsíðuauglýsing: Stærð: 128x190 mm. Verð kr. 231.000 en með vsk. kr. 286.440. Hálfsíðuauglýsing: Stærð: 128x93 mm eða 61.8x190 mm. Verð kr. 123.200 en með vsk. kr. 152.768. 1/4 síða: Stærð: 61.8x93 mm. Verð kr. 66.000, en með vsk. kr. 81.840. 1/8 síða: Stærð: 61.8x45 mm. Verð kr. 35.200, en með vsk. kr. 43.648. Skráning í þjónustuskrá blaðsins kostar 18.000 kr. en með vsk. kr. 22.320. Athugið að líkt og undanfarin ár verða einungis skráðar upplýsingar í þjónustuskrá blaðsins um þau fyrirtæki sem þess óska og greiða fyrir. Í skráningunni kemur fram nafn fyrirtækis, heimili, sími, netfang og vef- fang auk helstu þjónustuþátta. Þeir sem kaupa 1/4 auglýs- ingu í blaðinu eða stærri, fá fría skráningu í þjónustuskrá sem kaupauka. Hægt er að kaupa umfjallanir að hluta eða öllu leyti í stað auglýsinga. Panta þarf slíkt tímanlega. Við hlökkum til góðs samstarfs sem fyrr við ferðaþjónustu- fyrirtæki og aðra samstarfsaðila á Vesturlandi. Starfsfólk Skessuhorns 1/1 1/2 1/4 1/8 Saumastofan eftir Kjartan Ragnars- son verður frumsýnd í félagsheim- ilinu Lyngbrekku föstudaginn 24. febrúar næstkomandi. Eru það félagar í Leikdeild Umf. Skallagríms sem færa verkið á fjalirnar og leikstjórn er í höndum Gunnars Björns Guð- mundssonar. Þessa dagana vinna fé- lagar leikdeildarinnar hörðum hönd- um við lokaundirbúning fyrir frum- sýninguna. Ása Dóra Garðarsdóttir, gjaldkeri leikdeildarinnar og einn af leikurum í sýningunni, segir undir- búninginn ganga vel, en æfingar hafa staðið yfir nánast frá áramótum. „Við erum búin að æfa í sjö vikur. Æfingar hófust í janúar og hafa geng- ið mjög vel. Við erum með svolítið af nýjum leikurum því nokkur end- urnýjun hefur orðið í hópnum sem er bara ánægjulegt. Nýju leikararnir hafa komið sterkir inn og standa sig mjög vel,“ segir Ása Dóra. Níu leik- arar stíga á svið í verkinu en þegar allt er talið koma tólf manns að hverri sýningu. Ása Dóra hvetur leikhússunnendur til að láta verkið ekki framhjá sér fara. „Saumastofan er bland af gamni og alvöru og áhorfendur mega búast við skemmtilegri kvöldstund. Verkið er lifandi og skemmtilegt, mikill söngur er í sýningunni og tónlist. Flutning- ur er allur lifandi, það eru leikararn- ir sem syngja og spila undir á gítar,“ segir hún. Verkið verður sem fyrr segir frum- sýnt föstudaginn 24. febrúar næst- komandi og hefst frumsýning, líkt og allar sýningar á Saumastofunni, kl. 20:30 og hægt er að panta miða í síma 846-2293. Næstu sýningar sem ákveðnar hafa verið eru 26. febrúar, 2. mars, 3. mars og 5. mars. „Síðan verður bara bætt við sýningum ef vel gengur,“ segir Ása Dóra Garðarsdótt- ir að lokum. kgk/ Ljósm. Olgeir Helgi Ragnarsson. Saumastofan færð á fjalirnar

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.