Skessuhorn


Skessuhorn - 22.02.2017, Blaðsíða 15

Skessuhorn - 22.02.2017, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 22. FEBRÚAR 2017 15 SK ES SU H O R N 2 01 7 Útboð Akraneskaupstaður óskar eftir tilboðum í endurnýjun á um 7700 m2 af gervigrasi í Akraneshöllinni. Útboðsgögn má panta hjá SportVerk ehf. á netfanginu: pwj@sportverk.is Opnun tilboða er 7. mars 2017 kl. 14:00 Jákvæðni, metnaður og víðsýniwww.akranes.is FRUMHERJI HF. – ÞEGAR VEL ER SKOÐAÐ www.frumherji. is Stykkishólmur 2016 Bifreiðaskoðun verður hjá Bílaverkstæðinu Dekk & Smur, Nesvegi 5 Fimmtudagur 2. mars Föstudagur 3. mars Lokað í hádeginu kl. 12.00 – 13.00 Tímapantanir í síma 438 – 1385 SK E S S U H O R N 2 01 7 Cameras don‘t take pictures Vitinn, félag áhugaljósmyndara á Akranesi, stendur fyrir stórviðburði í Tónbergi, sal Tónlistarskólans á Akranesi kl. 20:00 fimmtudaginn 23. febrúar nk. Hinn kunni Mike Browne heldur bráðskemmtilegt fræðsluerindi sem ber nafnið Cameras don't take pictures. Þar mun Mike fjalla um ljósmyndun á sinn einstaklega skemmtilega máta. Erindið er öllum opið og er aðgangur ókeypis. Vitinn SK ES SU H O R N 2 01 7 Foreldrum tveggja barna sem geng- ið hafa í leikskóla á Akranesi barst í síðustu viku bréf þar sem börnum þeirra var sagt upp leikskólavist. Um er að ræða börn sem eru með jafna búsetu hjá sitt hvoru foreldri en lög- heimili í öðru sveitarfélagi en Akra- neskaupstað. Hafa börnin dvalið aðra hvora viku hjá foreldri sínu á Akranesi og sótt leikskóla þar í bæ á meðan dvöl þeirra stendur. Nú hef- ur foreldrum þessara barna hins veg- ar borist fyrrnefnd bréf. Þar segir að leikskólastjóri hafi veitt tímabundið leyfi til leikskóladvalar en með vís- an í verklagsreglur Akraneskaupstað- ar frá 2012 þá hafi leikskólastjóri ekki heimild til að veita barni með lög- heimili í öðru sveitarfélagi leikskóla- pláss. Uppsagnirnar taka gildi frá og með sumarlokun leikskólanna 2017. Nokkrar umræður hafa skapast um málið á samfélagsmiðlum, þá sér í lagi í íbúahópi Akurnesinga á Fa- cebook. Þar birti faðir barns mynd af bréfi þar sem honum er tilkynnt um uppsögn leikskólaplássins. Í færslu hans kemur fram að barnið er með lögheimili hjá móður sinni í Reykja- vík og hefur gengið í leikskóla þar aðra hverja viku og aðra hverja viku á Akranesi. Valgerður Janusdóttir, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Akraneskaupstaðar, segir að verk- lagsreglur bæjarins séu skýrar hvað þetta varðar. Ekki sé heimilt sam- kvæmt þeim að veita barni með lög- heimili í öðru sveitarfélagi leikskóla- pláss. Hins vegar segir hún að sann- arlega séu dæmi um að börn með lögheimili annars staðar hafi fengið leikskólavist. „Hún hefur verið veitt með undanþágum og foreldrarnir upplýstur um það, af því að reglurn- ar taka ekki til þessa hóps,“ segir hún og bætir því við að í reynd séu engin lög í gildi um leikskólavist sem ná til barna með jafna búsetu. „Sveitarfé- lagið hefur getað gert þessar undan- þágur fyrir eitt eða tvö börn en þar sem foreldrum sem óska eftir leik- skólaplássi fyrir börn sín í tveimur sveitarfélögum fer fjölgandi þá var ekki annað hægt en að fylgja þeim verklagsreglum sem Akraneskaup- staður hefur sett sér, sem og reyndar fleiri sveitarfélög. Staðan er þannig núna að á meðan eitt barn er í reynd með tvö leikskólapláss, í sitthvoru sveitarfélaginu, þá komast önnur börn ekki inn á leikskólann vegna plássleysis,“ segir Valgerður. Engin lög ná til þessa hóps Valgerður segir að málefni barna með jafna búsetu hjá foreldrum hafi verið til umræðu um nokk- urt skeið, meðal annars á vettvangi Sambands íslenskra sveitarfélaga. Sambandið hafi meðal annars gef- ið út leiðbeinandi álit vegna tvö- faldrar leikskólavistar í maí 2013. Í álitinu sé ýmislegt rætt, fyrst og fremst það sem snýr að börnun- um og sál- og félagslegum þátt- um þeirra, en einnig foreldrum og sömuleiðis sveitarfélögum. „Það sem snýr að bæjarfélögum á með- an engin lög ná til þess hóps er að ef einu barni er veitt þessi heim- ild þá þarf það sama að gilda fyr- ir öll börn í sömu stöðu. Um leið og búið er að skapa fordæmi þá rík- ir sami réttur fyrir alla,“ segir Val- gerður. „Bæjaryfirvöld þurfa því að huga að því að vera með nógu mörg leikskólapláss og nægt fjármagn til að hægt sé að mæta öllum börnum í þessum hópi,“ segir hún. „Staðan hér á Akranesi er hins vegar sú að leikskólarnir eru nánast fullsetnir. Það hefur ekki verið hægt að veita börnum pláss, til dæmis þurfa börn fædd 2015 að bíða þar til í haust eft- ir leikskólaplássi. Ef fjölgar í eldri hópum á leikskólum þarf að gera ráðstafanir, jafnvel breyta reglum um inntöku á leikskólana.“ Valgerður vill hins vegar ítreka það að bærinn er ekki að taka af- stöðu til þess hvort réttmætt sé að veita börnum með jafna búsetu hjá foreldrum leikskólapláss í báðum viðkomandi sveitarfélögum eða ekki. „Kringumstæðurnar eins og þær eru núna, þær verklagsreglur sem eru í gildi, húsnæði og fjár- magn sveitarfélagsins gefur ekki forsendu til að geta mætt öllum börnum sem eru í þessum aðstæð- um,“ segir Valgerður Janusdóttir að endingu og segir það sama gilda um önnur sveitarfélög. kgk Tveimur börnum sagt upp leikskólavist á Akranesi - engin lög í gildi um leikskólapláss barna með jafna búsetu Börn að leik við einn af leikskólunum á Akranesi. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki með beinum hætti. Ljósm. úr safni. Síðastliðinn laugardag voru 82 nemendur útskrifaðir frá Há- skólans á Bifröst á háskólahá- tíð. Nemendur þessi koma úr öll- um háskóladeildum, verslunar- stjórnun og úr Háskólagátt. Vil- hjálmur Egilsson rektor sagði í útskriftarræðu að Bifrestingum gangi almennt mjög vel á vinnu- markaði, enda séu þeir fólk sem leysi vandamál og kunni að vinna með öðrum. Samfélagið nú sem í framtíðinni gengi ekki upp nema fólk ynni vel saman. Þá ræddi Vil- hjálmur um að mikilvægt væri fyr- ir háskólann að styrkja enn frekar stöðu sína á sviði fjarnáms og því sé nú verið að fara yfir þau tæki- færi sem þurfi að grípa með upp- færslu á kerfum og endurnýjun á aðstöðu nemenda og tæknibún- aði í skólanum. Markmiðið sé að verja ótvírætt forystuhlutverk há- skólans á þessu sviði. Vinna íslensku samfélagi mikið gagn „Háskólinn á Bifröst er ótrúlega gott samfélag sem hefur mótandi áhrif á alla sem verða hluti af því. Skólinn nýtur þess að hafa nem- endur sem vilja ná árangri og taka að sér leiðandi hlutverk í atvinnu- lífinu og samfélaginu. Skólinn nýtur líka kennaranna og annars starfsfólks sem hefur metnað til að skila góðu verki og skila skól- anum sterkum áfram inn í fram- tíðina. Við stöndum í þakkarskuld við alla nemendur og starfsmenn sem hafa lagt sitt af mörkum í skólanum okkar. Allt þetta fólk er að vinna íslensku samfélagi mik- ið gagn,“ sagði Vilhjálmur í ræðu sinni. Verðlaun og útskriftarræður Útskriftarverðlaun hlutu í grunn- námi Svanberg Halldórsson í við- skiptadeild, Edda Bára Árnadótt- ir í lagadeild og Sigurður Kai- ser í félagsvísindadeild. Útskrift- arverðlaun hlutu í meistaranámi Sigurbjörg R Hjálmarsdóttir við- skiptadeild, Þórunn Unnur Birg- isdóttir lagadeild og Friðrik Árna- son og Sigríður Valdimarsdóttir í félagsvísindadeild. Að auki fengu eftirfarandi þrír nemendur felld niður skólagjöld á haustönn í til- efni af framúrskarandi námsár- angri: Vera Dögg Höskuldsdótt- ir viðskiptadeild, Þórarinn Hall- dór Óðinsson lagadeild og Pétur Steinn Pétursson félagsvísinda- deild. Ræðumaður fyrir hönd við- skiptadeildar var Svanberg Hall- dórsson, fyrir hönd lagadeild- ar Edda Bára Árnadóttir og fyr- ir hönd félagsvísindadeildar Sif Guðmundsdóttir. Ræðumað- ur fyrir hönd meistaranema var Helga Margrét Friðriksdóttir við- skiptadeild. Við útskriftarathöfn- ina söng Karlakórinn Söngbræð- ur við undirleik Heimis Klemenz- ssonar. mm/mó Útskrifað frá Háskólanum á Bifröst Horft yfir salinn á Háskólahátíð. Vilhjálmur Egilsson afhendir hér einum útskriftarnema prófskírteini sitt.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.