Skessuhorn


Skessuhorn - 22.02.2017, Blaðsíða 13

Skessuhorn - 22.02.2017, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 22. FEBRÚAR 2017 13 Móttökustjóri SK ES SU H O R N 2 01 7 Helstu verkefni Umsjón með bókunarkerfi og samskipti við viðskiptavini• Innritun, bókanir, reikningagerð og uppgjör• Skipulag, áætlanagerð, afstemmingar og upplýsingagjöf• Önnur tilfallandi verkefni• Hæfniskröfur Haldgóð menntun og tölvukunnátta• Fagmannleg framkoma og rík þjónustulund• Góð íslensku- og enskukunnátta, þriðja tungumál kostur• Mikilvægt að viðkomandi sé töluglöggur og nákvæmur í vinnubrögðum• Áhugasamir sendi umsókn ásamt ferilskrá á hotelbo@simnet.is fyrir 10. mars n.k. Um framtíðarstarf er að ræða og samkeppnishæf kjör í boði fyrir réttan aðila. Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál. Hagkaup í Borgarnesi leitar að starfsmanni. Starfið felst í sölu og þjónustu við viðskiptavini, aðstoð við vöruframstillingar og áfyllingar. Hægt er að sækja um á www.hagkaup.is. Einnig er hægt að fá umsóknareyðublöð á staðnum. Nánari upplýsingar um starfið veitir Linda Lovísa Sigurbjörnsdóttir Verslunarstjóri í síma 431-3490/693-5065 eða tölvupósti linda@hagkaup.is. Við leitum að einstaklingum sem eru þjónustuliprir, duglegir, samviskusamir, skemmtilegir og geta tekið ábyrgð. Við hvetjum einstaklinga með reynslu af þjónustu- og/eða verslunarstörfum til að sækja um. Umsækendur yngri en 18 ára koma ekki til greina. ATVINNA Í BOÐI Í BORGARNESI Jákvæðni, metnaður og víðsýniwww.akranes.is SK ES SU H O R N 2 01 7 1249. fundur bæjarstjórnar Akraness verður haldinn í bæjarþingsalnum að Stillholti 16-18, þriðjudaginn 28. febrúar kl. 17:00. Fundirnir eru öllum opnir og eru bæjarbúar hvattir til að mæta og kynna sér bæjarmálin. Vakin er athygli á því að hægt er að hlusta á beina útsendingu frá fundinum á FM 95,0. Bæjarmálafundir flokkanna verða sem hér segir: Sjálfstæðisflokkurinn í Stúkuhúsinu, laugardaginn • 25. febrúar kl. 10.30. Björt framtíð að Smáraflöt 1, mánudaginn • 27. febrúar kl. 20.00. Samfylkingin í Stjórnsýsluhúsinu, 1. hæð, Stillholti 16-18, • laugardaginn 25. febrúar kl. 11.00. Frjálsir með Framsókn í Haraldarhúsi, Vesturgötu 32, • kjallara, gengið inn frá palli, mánudaginn 27. febrúar kl. 20.00. Bæjarstjórnarfundur Síðdegis á miðvikudaginn í liðinni viku barst stjórnstöð Landhelgis- gæslunnar beiðni um aðstoð frá skipverjum um borð í línubátnum Hjördísi HU-16. Báturinn var þá staddur á Breiðafirði, um fjórtán sjó- mílur norðvestur af Gufuskálum, og var farinn að taka inn á sig sjó. Tveir menn voru um borð. Reynt var að hafa samband við báta í grennd- inni á rás 16, neyðarrás sjómanna, en aðeins einn bátur svaraði kalli. Skömmu eftir tilkynnti skipstjórinn að hann væri búinn að rétta sig af, sjór gengi ekki lengur inn í bátinn og hann væri á landleið. Landhelg- isgæslan segir að svo virðist sem bát- urinn hafi verið ofhlaðinn og þegar skorið hafi verið á línuna hafi hann náð að rétta sig af að nýju. Ákvörð- un var engu að síður tekin um að senda á vettvang björgunarskipið Björgu frá Rifi. Þegar Björgin nálg- aðist bátinn um sexleytið um kvöld- ið kom í ljós að sjór var þá farinn að ganga yfir lunninguna og útlitið ekki gott. Skipverjarnir á Hjördísi fóru því um borð í Björgu en björgunar- sveitarmenn skömmu síðar um borð í Hjördísi og hentu út veiðarfær- um og afla til að létta bátinn. Björg- in tók Hjördísi í tog og lauk björg- unaraðgerðum um áttaleytið um kvöldið þegar bátarnir komu til Rifs. Hófst þá löndun úr Hjördísi HU og var aflinn 8,5 tonn. Veður var gott á Breiðafirði á miðvikudaginn. Ástæðuna fyrir þessu óhappi út- skýrir Árni skipstjóri á Hjördísi HU í yfirlýsingu sem birt var á vefnum aflafrettir.is. Í henni segir m.a.: „Eng- inn sjór komst í vélarrúm, lúgar eða lest og því engar skemmdir á bátnum og hellings loftrými eftir. Við lönd- un kom svo í ljós að mannleg mis- tök höfðu átt sér stað og var fremsta karið stjórnborðsmeginn tómt sem hafði neikvæð áhrif á þyngdarpunkt- inn á bátnum.“ Þá segir Árni: „Sem- sagt þrennt sem þarna var í gangi; báturinn er orðinn þungur og hallast í bak, tómt kar í stjór og fiskur fyrir lensportum. Upp úr bátnum vigtaði 8,5 tonn og er báturinn 10,5 brútto- tonn.“ Landhelgisgæslan segir að þótt þarna hafi farið betur en á horfðist þá veki það athygli að bátar á svæð- inu hafi ekki verið á hlusta á neyð- arrás sjómanna. „Þessi rás er eitt af mikilvægustu öryggistækjum sjófar- enda en ef virk hlustun á hana er ekki fyrir hendi veitir hún falskt öryggi. Afleiðingarnar af því geta reynst mjög alvarlegar.“ mm Þannig var aðkoman þegar Björgin kom að Hjördísi HU um sexleytið um daginn. Ljósm. þa. Landað úr Hjördísi um kvöldið. Aflinn sem á land kom reyndist 8,5 tonn. Ljósm. af. Lentu í erfiðleikum með mishlaðinn bát Björgin kom með Hjördísi HU til Rifs um átta leytið um kvöldið. Ljósm. af.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.