Skessuhorn - 22.02.2017, Blaðsíða 24
MIÐVIKUDAGUR 22. FEBRÚAR 201724
Í hádeginu síðastliðinn föstudag var
dansað gegn ofbeldi víða um heim,
meðal annars á ellefu stöðum á Ís-
landi. Átak þetta nefnist „Milljarður
rís 2017“ og er dansgjörningur til að
vekja umræðu gegn ofbeldi á konum
sem er vandamál um allan heim. Hér
á Vesturlandi var dansað í Frystiklef-
anum í Rifi og í Hjálmakletti í Borg-
arnesi. Í ár var dansað til minningar
um Birnu Brjánsdóttur sem myrt var
í síðasta mánuði.
„Milljarður rís er dansbylting sem
haldin er víða um heim. Með sam-
takamætti lætur heimsbyggðin til sín
taka. Yfir milljarður karla, kvenna og
barna kom saman til að dansa fyr-
ir réttlæti, fyrir heimi þar sem all-
ir fá að njóta sömu tækifæra án ótta
við ofbeldi. Óttanum og óörygginu
sem konur finna fyrir á götum úti og
hvernig þær axla ábyrgð á mögulegu
ofbeldi með því að forðast augnsam-
band, velja ákveðnar götur fram yfir
aðrar, halda á lykli milli fingra sinna
í annarri hendi og símanum í hinni
með 112 á hraðvali er þær ferðast
milli staða að kvöld- og næturlagi.
Ofbeldi eða ótti við að verða fyrir því
er hluti af daglegu lífi kvenna víða
um heim. Ofbeldið á sér stað hve-
nær sem er dagsins, á heimilum, úti
á götum, í almenningssamgöngum, á
vinnustöðum og í kringum skóla svo
dæmi séu nefnd,“ segir í kynningu
um verkefnið.
Vel var mætt í hátíðarsal Hjálm-
akletts í Borgarnesi. Gunnlaugur A
Júlíusson sveitarstjóri bauð fólk vel-
komið en síðan var byrjað að dansa
eftir fjörugum og skemmtilegum
lögum. Nemendur og starfsfólk
mætti úr Grunnskóla Borgarness,
Menntaskóla Borgarfjarðar og þá
átti starfsfólks Ráðhússins sterka inn-
komu. Auk þess voru gestir víðar að
enda allir hvattir til að taka þátt og
leggja þannig sitt lóð á vogarskálina
gegn ofbeldi á konum.
mm
Milljarður rís 2017
Það var margt um manninn á Júlí-
önu, hátíð sögu og bóka, sem fram
fór í Stykkishólmi um liðna helgi.
Hátíðin var sett í Vatnasafninu á
fimmtudagskvöldið. Þar var Har-
aldur Sigurðsson eldfjallafræðingur
heiðraður fyrir framlag sitt til vís-
inda og lista. Hátíðin bauð upp á
ýmsa viðburði víðsvegar um bæinn
og gekk vel fyrir sig. jse
Vel var mætt á bókahátína í Stykkishólmi
Gréta Sigurðardóttir afhendir Haraldi Sigurðssyni viðurkenningu fyrir framlag sitt
til vísinda og lista.
Gestir hlusta á sögur í heimahúsi.
Kristín Marja Baldursdóttir fjallar um
söguþorp við sjó í gömlu kirkjunni.
Guðrún Eva Mínervudóttir ræðir bók sína Englaryk yfir súpu og brauði á Hótel
Egilsen.
Hermann Hermannsson les sögu fyrir
börnin.
Kött Grá Pje greinir frá samstarfi sínu við Grunnskólann í tengslum við hátíðina.
Föstudaginn 24. febrúar klukk-
an 19:30 verða tónleikar í Tón-
bergi, sal Tónlistarskólans á Akra-
nesi. Þar mun Ari Þór Vilhjálms-
son fiðluleikari leika fjölbreytta
efnisskrá verka fyrir fiðlu og píanó
ásamt finnska píanóleikaranum
Roope Gröndahl. Þeir eru í stuttu
stoppi á landinu til tónleikahalds.
Ari Þór er einn af fremstu fiðlu-
leikurum Íslendinga. Hann starf-
ar nú sem leiðandi fiðluleikari Fíl-
harmóníusveitarinnar í Helsinki.
Hann hefur á undanförnum árum
einnig starfað sem gestakonsert-
meistari Konunglegu Fílharm-
óníusveitarinnar í Stokkhólmi og
Orchestre National du Capitole de
Toulouse í Frakklandi. Áður hefur
hann leikið með Sinfóníuhljóm-
sveit Íslands og komið víða fram
sem einleikari. Hann hóf fiðlunám
fimm ára gamall og lærði sam-
kvæmt Suzuki-aðferð. Hann lærði
síðar hjá Guðnýju Guðmunds-
dóttur og hélt síðan til Bandaríkj-
anna til framhaldsnáms þar sem
helstu kennarar hans voru Almita
og Roland Vamos, Rachel Barton
Pine og Sigurbjörn Bernharðs-
son. Ari útskrifaðist með masters-
gráðu frá Northwestern Univer-
sity í júní 2008. Hann hefur marg-
sinnis leikið einleik með Sinfóníu-
hljómsveit Íslands en einnig með
Sinfóníuhljómsveit Norðurlands
og hljómsveit Northwestern Uni-
versity. Hann hefur haldið fjölda
kammer-og einleikstónleika og
starfað sem kennari. Ari Þór var í
eitt ár nemandi við Tónlistarskól-
ann á Akranesi á uppvaxtarárum
sínum. Hann hefur auk þess leið-
beint fiðlunemendum Tónlistar-
skólans.
-fréttatilkynning
Tónleikar í Tónbergi á
föstudaginn