Skessuhorn


Skessuhorn - 22.02.2017, Blaðsíða 20

Skessuhorn - 22.02.2017, Blaðsíða 20
MIÐVIKUDAGUR 22. FEBRÚAR 201720 Opinn kynningarfundur á skipu- lagslýsingum Sements- og Dal- brautarreits var haldinn á Akranesi að kvöldi síðasta fimmtudags. Fund- urinn fór fram í sal Grundaskóla og var hann vel sóttur. Fundarstjóri var Rakel Óskarsdóttir, bæjarfulltrúi og formaður starfshóps um Sements- reit. Efni fundarins var tvíþætt, í fyrsta lagi voru kynntar skipulags- lýsingar fyrir Dalbrautarreitinn svo- kallaða og í öðru lagi fyrir Sements- reitinn. Í lok hvors liðar um sig var opnað fyrir umræður, ábendingar og fyrirspurnir úr sal. Gangi áform bæjaryfirvalda eftir verður hægt að reisa meira en 600 nýjar íbúðir samtals á báðum reitum í framtíð- inni, allt að 254 á Dalbrautarreit og um það bil 360 á Sementsreitnum. Auk þess er gert ráð fyrir starfsemi á jarðhæð, bæði atvinnu- og jafnvel félagastarfssemi, víða á skipulags- svæðinu. Þétta byggðina inni í bænum Árni Ólafsson, arkitekt hjá Teikni- stofu Gylfa Guðjónssonar, steig í pontu og ræddi um Dalbrautarreit- inn. Hann byrjaði að fara yfir mann- fjöldaspár fram til ársins 2025 og áætlaði að á þeim tíma þyrftu að rísa 600-900 nýjar íbúðir á Akranesi. Lýsti hann sig þeirrar skoðunar að jákvætt væri að Akraneskaupstað- ur gæti mætt þeirri þörf, að minnsta kosti að langstærstum hluta, með því að þétta byggðina inni í bænum. Því næst kynnti hann aðalskipu- lagsbreytingu sem deiliskipulag á Dalbraut hefur í för með sér og svo tillögur að deiliskipulagi. Skipulags- svæðið milli Dalbrautar og Þjóð- brautar er stækkað frá því sem áður var, úr 2,3 hektara í 3,1. Mun það ná yfir lóðirnar að Dalbraut 6 og 8. Gert er ráð fyrir þriggja til fjög- urra hæða háum húsum, með fjórðu hæðinni inndreginni næst núverandi íbúðabyggð, er það lægri byggð en áður hafði verið gert ráð fyrir. Nokkur hús þurfa að víkja skv. til- lögunni; iðnaðarhúsnæði við Dal- braut 2 og 6 sem og Orkuveituhúsið við Dalbraut 8, sem er í eigu bæjar- ins. Uppkaup, niðurrif og uppbygg- ing á þessum lóðum er ekki tímasett. Auðar lóðir eru Þjóðbraut 3 og 5 og Dalbraut 4. Þar væri hægt að byrja að undirbúa framkvæmdir um leið og hinu formlega skipulagsferli er lokið. Þá gerir skipulagið einnig ráð fyrir því að lóð Þjóðbrautar 1 verði stækkuð fyrir bílastæði á baklóð. Garðrými verða að mestu án bíla- stæða þar sem gert er ráð fyrir bíla- geymslum. Hvað tímaramma snertir sagði Gylfi að vonast væri til þess að hægt yrði að auglýsa breytingar á aðal- skipulagi og nýtt deiliskipulag sam- tímis. Ef þær áætlanir gengju eftir gætu bæjaryfirvöld mögulega feng- ið staðfestingu Skipulagsstofnunar í lok maí eða byrjun júní. Gert ráð fyrir starfsemi FEBAN Á Dalbrautarreit er gert ráð fyrir þéttri kaupstaðarbyggð með starf- semi á jarðhæð, rétt eins og í gild- andi deiliskipulagi. Mun það auka framboð verslunar- og atvinnurým- is í bænum en fyrirséð er að umferð muni aukast. Á Dalbraut 6 er sér- staklega gert ráð fyrir að hægt verði að stækka jarðhæðina fyrir félaga- starfsemi. Í fyrirspurnum var spurt hvort búið væri að slá aðstöðu fyr- ir Félag eldri borgara út af borðinu. Einar Brandsson svaraði á þá leið að ekki væri búið að gera það, í drög- um væri gert ráð fyrir félagastarf- semi á Dalbraut 6. „Í okkar huga er það starfsemi FEBAN en ekki önn- ur starfsemi í dag,“ sagði Einar. Stjórnendur voru spurðir hvort búið væri að kanna jarðveginn, vegna þess að húsin sem skipulag- stillögur gera ráð fyrir að þarna rísi eru nokkuð stór. Sigurður Páll Harðarson, sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs, svaraði því til að bæjaryfirvöldum hefði þótt rétt að kynna hugmyndir áður en jarðvegs- rannsóknir yrðu gerðar, en að þær yrðu að sjálfsögðu gerðar. Hótel á hafnar- bakkanum Að loknu stuttu matarhléi kynnti Árni þá aðalskipulagsbreytingu sem er í auglýsingu vegna Sementsreits- ins. Sú breyting er til samræmis við fyrirhugaða uppbyggingu á reitn- um. Gunnar Örn Sigurðsson arki- tekt hjá ASK arkitektum steig síðan í pontu og kynnti tillögur að deili- skipulagi Sementsreitsins. Á reitn- um er gert ráð fyrir blöndu af íbúa- byggð og atvinnustarfsemi, um það bil 70% íbúðir á móti 30% atvinnu- húsnæði. Hlutfall atvinnuhúsnæð- is eykst og byggð þéttist og hækk- ar eftir því sem nær dregur miðbæn- um og höfninni. Samtals er áætlað að um 360 íbúðir geti risið á þessu svæði. Hæð bygginga verður ekki meiri en fjórar hæðir og hefur ver- ið lækkuð frá tillögum sem settar voru fram í samkeppni um skipulag á reitnum. Var það gert vegna óska og ábendinga frá íbúum. Hæð bygg- inga fjærst miðbæ er áætluð tvær til þrjár hæðir. Gert er ráð fyrir hóteli á hafnar- bakkanum, nánar tiltekið á Sem- entsbryggjunni svokölluðu. Í fyrsta áfanga gæti risið 60-100 herbergja hótel, en standi til að stækka það er heimild til fimm þúsund fermetra landfyllingar undir annan áfanga hótelsins. Helstu götur sem verða til á reitn- um munu liggja þvert á Suðurgötu og Faxabraut. Þannig verði tryggt útsýni til sjávar ofan úr bænum. Umferð um göturnar verður hæg og miðað við að aksturshraði verði ekki hærri en 30 km/klst. Niðurrif kostar 400 milljónir Gert er ráð fyrir niðurrifi á efn- isgeymslu Sementsverksmiðjunn- ar, ofnhúsi og kvarnarhúsi í fyrsta áfanga, sem og niðurrifi og fyll- ingu sandþróarinnar. Kostnaður við niðurrif er áætlaður um og yfir 400 milljónir króna. Bæjaryfirvöld von- ast til að ríkið muni taka þátt í þeim kostnaði. Í fyrirspurnum svaraði Sigurður Páll því til að áætlað væri að niðurrif myndi hefjast um miðbik þessa árs og taka um tvö ár. Fram kom á fundinum að fyrir- huguð uppbygging Sementsreitsins myndi taka mörg ár og jafnvel ára- tugi. Því yrði lögð áhersla á snyrti- legan frágang svæðisins. Hins vegar sagði Gunnar Örn arkitekt að ekkert væri því til fyrirstöðu að hægt væri að hefja undirbúning við framkvæmdir á fyrstu lóðunum fljótlega eftir að skipulagsferli lyki. Á vefsíðu Akra- neskaupstaðar er greint frá því að ráðgert sé að úthluta fyrst lóðunum sem eru næst Jaðarsbraut. Gunnar Örn nefndi þær einmitt í samhengi við mögulegt upphaf framkvæmda innan langs tíma. Heildarferlið mun hins vegar taka mun lengri tíma. Sementssílóin eru til dæmis í útleigu til ársins 2028 og því var ekki tekin afstaða til niðurrifs á þeim á fundin- um. Það yrði hins vegar skoðað þeg- ar sá tími kæmi. Deilt um strompinn Athygli nokkurra fundarmanna vakti að í teikningum sem sýndar voru á af Sementsreitnum glitti í Sements- strompinn, „manndómstákn Akur- nesinga,“ eins og einn fundarmanna orðaði það. Hann spurði hvort til stæði að halda strompinum eða ekki, hvað það myndi kosta að halda honum og hvort gerðar hefðu verið einhverjar athuganir á ástandi hans. Sigurður Páll sagði að bráðabirgða- athuganir á ástandi mannvirkja hefðu leitt það í ljós að strompur- inn þyrfti á viðhaldi að halda fyrir um það bil 30 milljónir króna miðað við ástand hans í dag og síðan mætti gera ráð fyrir viðhaldi fyrir tvær til þrjár milljónir á nokkurra ára fresti eftir það. Hann bætti því síðan við að ástand hans yrði kannað nánar. Rakel Óskarsdóttir sagði að mik- ið hefði verið rætt um skorsteininn meðal kjörinna fulltrúa bæjarins. Ákveðið hefði verið að halda hon- um inni í teikningum út frá þeim umræðum. Hins vegar væri fólk alls ekki sammála hvort ætti að halda honum eða ekki. Það myndi kosta peninga að halda honum við í fram- tíðinni og að bæjaryfirvöld myndu taka tillit til kostnaðar við ákvörðun um framhaldið. Ástand Faxabrautar kannað Við umræður bárust bænum áskor- anir þess efnis að endurheimta Langasand eins og hann var fyr- ir tíma Sementsverksmiðjunnar. Þá náði Langisandur langt inn á svæð- ið þar sem nú er sandþró verksmiðj- unnar. Einnig var varpað fram þeirri spurningu hvort áfram yrðu þunga- flutningar um Faxabraut í þjónustu við höfnina og þá starfsemi sem þar er. Var því svarað til að áfram gætu orðið flutningar um götuna en þar sem gert væri ráð fyrir að hægja á umferð á svæðinu ætti ekki að verða ami af þeim fyrir framtíðaríbúa svæðisins. Bæjaryfirvöld voru beðin um að lýsa útliti svæðisins á meðan niður- rifi stæði, hvernig það myndi líta út næstu árin og kvaðst spyrjandi von- ast til þess að svæðið yrði ekki bara einn stór haugur þar til búið er að rífa byggingarnar. Sigurður Páll svaraði því til að skoðað hefði verið hvernig frágangi yrði háttað og lagði áherslu á að hann yrði snyrtilegur. Mælingar sagði hann hafa leitt í ljós að til að fylla sandgryfjuna þyrfti um 40 þús- und rúmmetra af efni. Áætlað væri að mylja steypuna í þeim bygging- um sem rifnar verða í fyrsta áfanga, taka úr þeim járnið og nýta efnið til að fylla upp í sandþróna. Að lokum barst fyrirspurn þess efnis hvort ástand Faxabrautar hefði verið kannað, hvort sjórinn væri ef til vill búinn að grafa fyllinguna undan henni. Sigurður Páll svaraði því til að ástand hennar yrði kannað þegar nær dregur framkvæmdum en taldi allt eins víst að Faxabraut verði tekin upp. Það yrði þá hluti af fram- kvæmdaáætlun þegar þar að kæmi. kgk Sex hundruð nýjar íbúðir á Akranesi Fram kom á fundinum að mikið hefði verið rætt um skorsteininn meðal kjörinna fulltrúa. Ákveðið hefði verið að halda honum inni í teikningum en framtíð hans hefði ekki verið ákveðin. Rakel Óskarsdóttir sagði að bæjaryfir- völd myndu taka tillit til kostnaðar í því samhengi. Sigurður Páll Harðarson sagði að skv. bráðabirgðaathugunum þyrfti strompurinn á 30 milljóna króna viðhaldi að halda og gera mætti ráð fyrir 2-3 milljónum í viðhald á nokkurra ára fresti í framtíðinni. Fundurinn í Grundaskóla var afar vel sóttur. Dalbrautarreiturinn svokallaði. Teikning: Teiknistofa Gylfa Guðjónssonar. Þannig gæti byggð á Sementsreitnum litið út í framtíðinni. Teikning: ASK arkitektar. Gert er ráð fyrir því að hótel geti risið á gömlu Sementsbryggjunni. Heimild er í deiliskipulagstillögunni til að stækka hótelreitinn með landfyllingu og reisa annan áfanga hótels þar. Landfyllingin er næst í mynd. Teikning ASK arkitektar.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.