Skessuhorn


Skessuhorn - 19.04.2017, Page 1

Skessuhorn - 19.04.2017, Page 1
FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 16. tbl. 20. árg. 19. apríl 2017 - kr. 750 í lausasölu H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA –  1 6 -3 0 6 7 Greiðslumat á � mínútum fyrir viðskiptavini allra banka Nú geta allir gert fullgilt greiðslumat á arionbanki.is og fengið nákvæma mynd af greiðslugetu sinni með nokkrum smellum. Kynntu þér þessa spennandi nýjung Fluconazol ratiopharm Fæst án lyfseðils Eru bólgur og verkir að hrjá þig? Verkir í liðum? RAFRETTUR VÖKVAR BRENNARAR og annað tengt notkun í miklu úrvali Erum staðsett á Vesturgötu 162, 300 Akranesi Sími 665-0311 Opið frá kl. 11 til 18 á virkum dögum, kl. 12 - 16 á laugard. Einnig hægt að panta á www.myvape.is www.skessuhorn.is Minnum á fríar smáauglýsingar á vef Skessuhorns Slysin gera sjaldan boð á undan sér. Snörp óveðurslægð gekk yfir landið annan dag páska. Veðurfræðingar höfðu tímanlega spáð fyrir um veðrið og af þeim sökum var mörgum kunnugt um að varhugavert væri að vera á ferðinni eftir hádegi þennan dag og fram á kvöld. Engum sögum fer af því hvort útlendingar sem voru á ferð á léttbyggðum jepplingi í Grundarfirði á mánudaginn hafi verið búnir að frétta af væntanlegu hvassviðri, en í það minnsta fauk bíll þeirra, valt og hafnaði í fjöruborðinu við Hólalæk. Slapp fólkið við alvarleg meiðsli. Vonandi er óhapp þetta ekki fyrirboði um aukinn fjölda slysa en vissulega hefur aldrei verið mikilvægara en einmitt nú að auka upplýsingastreymi til gesta okkar sem eru á ferð á öllum tímum ársins, hvernig sem viðrar. Á bakkanum við slysstað lá ferðabók fólksins þar sem vandlega er merkt við áhugaverða staði á Íslandi. Sjá nánar um óveðrið á mánudaginn á bls. 10. mm/ Ljósm. tfk. Sveinn Kristinsson, formaður Rauða kross Íslands og Borghildur Jósúadóttir eiginkona hans komu nýverið komin heim frá Malaví, einu fátækasta landi heims. Í Skessuhorni vikunnar er ítarlegt viðtal við hjónin, meðal annars um hjálparstarfið, ferðina til Malaví og störf formanns RKÍ. Sjá bls. 20-21. grþ Aflaheimildir til strandveiða á sumri komanda verða auknar um 200 tonn frá síðasta ári og kemur aukningin öll í hlut D svæðis, sem nær frá Hornafirði til Borgarfjarð- ar. Heildar aflaheimildir á svæð- inu verða því 1.500 tonn. Þorgerð- ur Katrín Gunnarsdóttir sjávarút- vegsráðherra gaf síðastliðinn mið- vikudag út reglugerð um strand- veiðitímabilið í sumar. Leyfileg- ur heildarafli verður 9.200 tonn. Tímabilið hefst þriðjudaginn 2. maí og stendur til 31. ágúst. Önn- ur ákvæði um veiðisvæði, veiði- daga, hámarksafla á dag og fjölda handfærarúlla eru óbreytt frá fyrra ári, ef frá er talin áðurnefnd aukn- ing á svæði D. Aflaheimildir eru sem fyrr mest- ar á svæði A, sem nær frá Eyja- og Miklaholtshreppi til Súðavíkur- hrepps, en 3.410 tonn koma í hlut þess svæðis. Svæði B fær 2.086 tonn, en það nær frá Strandabyggð til Grýtubakkahrepps og svæði C, frá Þingeyjarsveit til Djúpavogs- hrepps, fær 2.204 tonn. Í tilkynningu frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu seg- ir að heildar aflamark strandveiða hafi verið 4.000 tonn þegar strand- veiðar hófust árið 2009 en verði nú 9.200 tonn, sem fyrr segir. Reikna má með því að útgefin veiðileyfi á komandi strandveiðitímabili verði um 700 talsins. kgk Heimsóttu Malaví - eitt fátækasta ríki heims Strandveiðikvóti aukinn um 200 tonn Davíð Óli Axelsson sjómaður í Snæ- fellsbæ, sem réri á Krístínu Hálfdánar ÍS á einni strandvertíðinni. Ljósm. úr safni: Alfons Finnsson. Rauði krossinn býður mæðrum upp á að fylgst sé með heilsu barna þeirra, þau eru vigtuð og mæld og það er skráð niður.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.