Skessuhorn


Skessuhorn - 19.04.2017, Side 2

Skessuhorn - 19.04.2017, Side 2
MIÐVIKUDAGUR 19. APRÍL 20172 Magnús Oddsson, fyrrum bæj- arstjóri á Akranesi og rafveitu- stjóri Rafveitu Akraness, lést á Landspítalanum þriðjudaginn 11. apríl síðastliðinn. Magnús fædd- ist 17. nóvember 1935 og ólst upp í Reykjavík. Hann var tækni- fræðingur að mennt og fluttist á Akranes árið 1968 til að taka við starfi rafveitustjóra Rafveitu Akra- ness. Gegndi hann því starfi þar til haustið 1974, en var þá ráðinn bæjarstjóri. Hann var bæjarstjóri á Akranesi til haustsins 1982, en lét þá af störfum og tók aftur við starfi rafveitustjóra og gegndi því til árs- ins 1995. Við sameiningu orkufyr- irtækja í ársbyrjun 1996 tók hann við starfi veitustjóra Akranesveitu og gegndi því til aldamótaársins 2000. Á sama tíma var Magnús framkvæmdastjóri Hitaveitu Akra- ness og Borgarfjarðar og Anda- kílsvirkjunar. Þá var hann einnig stjórnarmaður í Lífeyrissjóði Akra- neskaupstaðar. Sem bæjarstjóri og rafveitustjóri leiddi Magnús og kom að mörgum framfaramálum fyrir Akranesbæ. Má þar nefna uppbyggingu rafveit- unnar, byggingu íþróttahússins við Vesturgötu, stofnun og uppbygg- ingu Fjölbrautaskóla Vesturlands, fyrsta áfanga Grundaskóla, upp- byggingu Akraneshafnar og fyrsta áfanga dvalar- og hjúkrunarheim- ilisins Höfða. Hann kom að stofn- un Hitaveitu Akraness og Borgar- fjarðar og síðar að rekstri veitunn- ar sem framkvæmdastjóri. Sömu- leiðis kom hann að fyrstu skrefum í uppbyggingu á Grundartanga, átaki í gatnagerð með nýlagningu gatna og lagningu bundins slitlags á eldri götur bæjarins. Enn fremur var hann veitustjóri Akranesveitu á sínum tíma og gegndi jafnframt framkvæmdastjórastöðu HAB og Andakílsvirkjunar á miklum um- brotatímum í orkumálum á starfs- svæðinu. Magnús var virkur í starfi íþrótta- hreyfingarinnar, bæði á Akranesi og á landsvísu. Hann sat í stjórn Íþróttabandalags Akraness frá 1983 til 1992, þar af sem formað- ur frá 1984 og var meðal annarra í forystu um byggingu íþróttahúss að Jaðarsbökkum. Hann var vara- forseti Íþróttasambands Íslands frá 1992 til 1997 og heiðursfélagi bæði ÍA og ÍSÍ. Eftirlifandi eiginkona Magn- úsar er Svandís Pétursdóttir, fyrr- um sérkennari á Akranesi. Sonur þeirra er Pétur Magnússon, for- stjóri Hrafnistu. „Akraneskaupstaður þakkar Magnúsi Oddssyni fyrir ómetan- legt starf í þágu Akraneskaupstaðar og íþrótta á Akranesi og sendir eig- inkonu og syni og öðrum aðstand- endum innilegar samúðarkveðjur,“ segir í tilkynningu á vef Akranes- kaupstaðar. kgk And lát: Magnús Oddsson fv. rafveitustjóri og bæjarstjóri Jæja, kæru lesendur, sumardagurinn fyrsti er á morgun og sumarið því um það bil gengið í garð. Sumarglaðir lesendur eru hins vegar hvattir til að lesa veðurspána hér að neðan áður en þeir skunda létt- klæddir um útidyrnar í von um að sólin muni sleikja þá frá fyrstu sumarsekúndu ársins. Að sinni er nefnilega ekkert sumar í kortunum, aðeins á almanakinu. Á morgun, sumardaginn fyrsta, er spáð vestlægri átt, 8-15 m/s og og éljum, norð- lægari nyrst en léttskýjað austan til. Hiti 0 til 5 stig, en sums staðar vægt frost um landið norðanvert. Hæg vestlæg eða breytileg átt á föstudag, skýjað með köfl- um og lítilsháttar él við norður- og vestur- strönd landsins. Hiti breytist lítið. Á laugar- dag er útlit fyrir suðlæga átt með slyddu eða rigningu á Suður- og Vesturlandi þeg- ar líður á daginn. Minni úrkoma á Norð- austurlandi en dálítil slydda eða snjókoma með kvöldinu. Hiti 0 til 7 stig. Á sunnudag spáir vestlægri átt og rigningu í fyrstu en snýst í norðanátt með éljum seinni part dags. Veður fer kólnandi. Ákveðin norðlæg átt með éljum og á mánudag en úrkomu- lítið sunnan heiða. Frost. „Lestu málshættina sem fylgja páskaeggj- um“ var spurningin sem borin var upp á vef Skessuhorns í liðinni viku. Yfirgnæf- andi meirihluti, eða 84% sögðu „Já, und- antekningalaust“ en næstflestir, 7%, sögð- ust ekki fá sér páskaegg. Aðrir svarmögu- leikar fengu innan við 5% atkvæða. Fékk einhver þennan? „Með munnfylli málshátt við muldrum“. Í næstu viku er spurt: „Ætlar þú að ferðast í sumar?“ Hjónin Sveinn Kristinsson, formaður Rauða kross Íslands og Borghildur Jósúa- dóttir kennari á Akranesi, komu nýver- ið komin heim frá Malaví, einu fátækasta landi heims þar sem þau unnu að hjálpar- starfi. Þau eru Vestlendingar vikunnar. Spurning vikunnar Til minnis Veðurhorfur Vestlendingur vikunnar Kynningar- fundur um strandhreinsi- verkefni SNÆFELLSNES: Í Átt- hagastofu Snæfellsbæj- ar verður í dag klukkan 15 haldinn kynningarfund- ur um væntanlegt strand- hreinsiverkefni á Snæfells- nesi. „Snæfellsnes hef- ur verið valið sem fyrsta íslenska svæðið fyrir sam- norræna strandhreinsi- verkefnið Nordic Costal Cleanup 2017. Verkefnið er í undirbúningi en þann 6. maí munu sjálfboðaliðar ganga fyrirfram ákveðnar strandlengjur og tína rusl. Allt rusl verður flokkað og sent í endurvinnslu,“ segir í tilkynningu um verkefnið og fundinn í dag. Sam- bærilegir fundir hafa verið haldnir víðar um Snæfells- nes. -mm Þorskstofninn mælist í góðu ástandi MIÐIN: „Stofnvísitölur þorsks, gullkarfa og löngu mældust háar miðað við síðustu þrjá áratugi. Vísi- tala ýsu er nú nálægt með- altali tímabilsins, en vísi- tölur steinbíts eru lágar. Helstu markmið verkefn- isins eru að fylgjast með breytingum á stærð, út- breiðslu og líffræðilegu ástandi botnlægra fiski- stofna og hitastigi sjávar á landgrunninu,“ segir í nið- urstöðu stofnfiskmælinga botnfisktekunda sem Haf- rannsóknastofnun kynnti í gær. Niðurstöður stofn- mælingar í mars eru mik- ilvægur þáttur árlegrar út- tektar Hafrannsóknastofn- unar á ástandi nytjastofna við landið. Mat á stofn- stærð helstu tegunda botn- fiska og tillögur Hafrann- sóknastofnunar um afla- mark fyrir næsta fiskveiðiár verða kynntar í júní. Stofn- mæling botnfiska á Ís- landsmiðum (marsrall) fór fram í 33. sinn dagana 25. febrúar til 18. mars. Fjög- ur skip tóku þátt í verk- efninu; rannsóknaskipin Árni Friðriksson og Bjarni Sæmundsson og togararnir Barði NK og Ljósafell SU. Togað var með botnvörpu á tæplega 600 stöðvum allt í kringum landið. -mm STYÐJUM FRAMLEIÐSLU Á VESTURLANDI OPIÐ DAGLEGA 12-17 Ljómalind Sveitamarkaður, Brúartorgi 4, Borgarnesi. Sími 437-1400. Netfang: ljomalind@ljomalind.is Endurbætur á veiðihúsunum við laxveiðiárnar Norðurá og Þverá í Borgarfirði eru nú vel á veg komnar. Bygging veiðihúsa við Norðurá og Þverá á áætlun Framkvæmdir hafa staðið yfir í allan vetur á báðum stöðum en þær hófust í lok veiðitímabilsins síðasta haust. Verður aðstaðan í húsunum eins og best verður á kosið í laxveiðiám hér á landi. Stefnt er á að taka bæði hús- in í notkun við opnun ánna í byrjun júní í sumar. Að sögn Guðrúnar Sigurjóns- dóttur, formanns Veiðifélags Norð- urár, hafa framkvæmdir við veiði- hús félagsins á Rjúpnaási í Stafholt- stungum gengið vel. „Við erum að stórum hluta að taka nýja bygg- ingu í notkun. Gamla gistiálman í veiðihúsinu var rifin sem og vöðlu- geymsla og sauna í kjallara. Í stað- inn hefur verið reist nýbygging með fjórtán tveggja manna svefnher- bergjum, en í hverju þeirra er bað- herbergi,“ segir Guðrún. „Í húsinu verður einnig móttöku- salur gesta, starfsmannaaðstaða, móttökueldhús, aðstaða til þvotta, vöðlugeymsla og saunaklefi. Þá hafa verið gerðar endurbætur á setustofu sem tengir á milli svefnálmu og matsalar,“ bætir hún við og segir að framundan sé vinna við innréttingar í húsinu. Það er byggingafyrirtæk- ið Eiríkur J. Ingólfsson ehf. í Borg- arnesi sem hefur yfirumsjón með framkvæmdum. Tvö herbergi á stöng Í samtali við Skessuhorn sagði Magn- ús Skúlason, formaður Veiðifélags Þverár, að framkvæmdir í veiðihúsi félagsins við Helgavatnsmúla gangi vel og séu á áætlun. „Hér er verið að bæta 250 fermetrum við núver- andi húsnæði. Annars vegar er verið að smíða svefnálmu með sex 20 fer- metra, rúmgóðum herbergjum með baði og hins vegar að stækka setu- stofuna. Eftir viðbótina verða fjór- tán herbergi í veiðihúsinu eða tvö herbergi á stöng því aðeins er veitt á sjö stangir í hverju veiðiholli,“ segir Magnús sem segir veiðifélagsmenn ánægða með gang mála. Yfirverk- taki í framkvæmdunum við Þverá er Hlynur Kárason byggingameist- ari en undirverktakar í héraði taka einnig þátt í bygggingunni. hlh Veiðihús Veiðifélags Þverár við Helgavatnsmúla. Ljósm. Magnús Skúlason. Nýbygging veiðihúss Veiðifélags Norðurár á Rjúpnaási. Myndin sýnir framhlið nýrrar svefnálmu og gestamóttöku. Ljósm. Arnlaugur Guðmundsson. Slökkvilið Dalabyggðar var kall- að út vegna sinuelds við Ketils- staði í Hvammssveit um klukkan 14 síðastliðinn föstudag, hinn langa. Skessuhorn náði tali af Jóhannesi Hauki Haukssyni slökkviliðsstjóra rétt fyrir kl. 16:00 sama dag. Þá var nánast búið að ráða niðurlögum eldsins og verið að slökkva í síðustu glæðunum. Hann sagði slökkvi- listarfið allt hafa gengið mjög vel. „Slökkvistarfið gekk vonum framar og öll hús sluppu. Miðað við hvass- viðri og erfiðar aðstæður þá gekk þetta ótrúlega vel. Við komum froðukerfinu á og gátum greiðlega slökkt eldinn,“ sagði hann en bætti því við að svæðið yrði vaktað. „Það eina sem við erum hræddir við þeg- ar er svona hvasst er að sinueldur- inn rjúki upp að nýju. Við munum því vakta svæðið eitthvað áfram,“ sagði slökkviliðsstjórinn í samtali við Skessuhorn á föstudaginn. kgk Sinueldur í Hvammssveit Sinueldurinn við Ketilsstaði, séð yfir Hvammsfjörðinn frá Búðardal. Ljósm. sm.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.