Skessuhorn


Skessuhorn - 19.04.2017, Síða 4

Skessuhorn - 19.04.2017, Síða 4
MIÐVIKUDAGUR 19. APRÍL 20174 Kirkjubraut 54-56 - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skráningarfrestur smá- auglýsinga er til 12.00 á þriðjudögum. Blaðið er gefið út í 3.700 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 2.835 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða kr. 2.457. Rafræn áskrift kostar 2.226 kr. Rafræn áskrift til elli- og örorkulífeyrisþega er 2.058 kr. Áskrifendur blaðs fá 50% afslátt af verði rafrænnar áskriftar. Verð í lausasölu er 750 kr. SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is Ritstjórn: Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Guðný Ruth Þorfinnsdóttir gudny@skessuhorn.is Kristján Gauti Karlsson kgauti@skessuhorn.is Heiðar Lind Hansson hlh@skessuhorn.is Auglýsingar og dreifing: Emilía Ottesen emilia@skessuhorn.is Lísbet Sigurðardóttir lisbet@skessuhorn.is Umbrot og hönnun: Tinna Ósk Grímarsdóttir tinna@skessuhorn.is Bókhald og innheimta: Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is Prentun: Landsprent ehf. Borgarvandinn Við sem komin erum um og yfir miðjan aldur munum glöggt umræðuna um byggðaflóttann sem hófst á síðari hluta liðinnar aldar. Hinn svokallaði byggðavandi átti sér margar orsakir. Þegar halla tók undan í atvinnulífi á landsbyggðinni, meðal annars vegna framsals veiðiheimilda milli hreppa, lögðust heilu sjávarþorpin í dróma. Ekki ósvipað gerðist svo í sveitum þeg- ar ekki var lengur rými fyrir alla bændasyni og -dætur til að taka við búi foreldra sinna. Sjálfvirkni, hagræðingarkrafa og breytt neyslumynstur al- mennings sá til þess. Fólk tók að flykkjast á höfuðborgarsvæðið og þjón- ustustörfum þar fjölgaði. Smám saman hefur svo höfuðborgarsvæðið orðið að miðlægu svæði allrar stjórnsýslu í landinu og þar er nú að vaxa úr grasi þriðja og jafnvel fjórða kynslóð fólks sem ekki getur með góðum vilja rak- ið ættir sínar til hærra póstnúmers en 270. Þegar þessi skilgreindi byggða- vandi hófs voru stjórnmálaflokkar, sem þá voru að stórum hluta mannaðir fólki af landsbyggðinni, meira að segja með sérstakar byggðanefndir sem ræddu fram og aftur um vandann, án þess að tækist að greina hann, hvað þá leysa. Vissulega er Reykjavík öflug höfuðborg og á að vera það sem slík, en það tók að dofna óþarflega mikið yfir landsbyggðinni og lífið í landinu varð einhvern veginn einsleitara og leiðinlegra. Byggðavandinn var stað- reynd. Jöfn þróun í byggð landsins er þjóðhagslega mikilvæg og forsenda þess að auðlindir séu nýttar með skynsamlegum hætti. Það þarf einhvern til að virkja og nýta jarðvarmann, yrkja landið, veiða fiskinn og leggja vegi til að hægt sé að komast um. Það eru nefnilega gæði auðlinda sem leggja grunn að auðlegð hverrar þjóðar. Það er svo allt önnur saga hvort afrakstri þess- ara auðlinda er réttlátlega skipt. Þegar byggðavandinn var öllum orðinn ljós var farið að reyna að greina ástæður flóttans og hefja aðgerðir sem treyst gætu afkomu fólks úti á landsbyggðinni. Menn fóru til dæmis að efla framhaldsskóla og jafnvel var viðurkennt að háskólar gætu einnig átt heima utan Vatnsmýrar. Þá var markvisst farið að efla sveitarstjórnarstigið og færa því aukin verkefni. Þannig mætti á ný fjölga störfum á landsbyggð- inni. Hins vegar láðist að setja skorður á hversu fámenn sveitarfélög mættu vera til að standa undir auknum skyldum. Hefur það ekki enn verið gert enda fullt af vandamálum tengd smæð þeirra og vanmætti. En fátt er svo með öllu illt. Þegar ein atvinnugrein bregst, tekur önnur við. Að öðrum kosti værum við að tala um flótta frá landinu eins og Fær- eyingar fengu að kynnast í upphafi tíunda áratugarins. Nú eru það ferða- mennirnir sem koma landsbyggðinni til hjálpar bæði beint og óbeint. Þar sem ekki hefur tekist að byggja yfir þá sem vilja búa á höfuðborgarsvæðinu og túristar fá að leigja ríflega allar þær íbúðir sem byggðar eru, er unga fólkinu „nauðugur“ sá kostur að yfirgefa höfuðborgarsvæðið og flytja út á land. Nú er hringnum því að verða lokað. Þróunin sem hófst fyrir þremur eða fjórum áratugum er að snúast við. Smám saman er allt íbúðarhúsnæði á landsbyggðinni að fyllast af ungu brosandi fólki sem er mest undrandi yfir að enginn hafi sagt þeim fyrr hvað frábært væri að búa á landsbyggðinni. Þangað streymir nú kraftmikið fólk sem hefur ekki í nein hús að venda á höfuðborgarsvæðinu. Þetta fólk tekur ýmist með sér störf, skapar ný eða sækir vinnu fjarri heimilum af því samgöngur leyfa það. Líkt og stjórn- málaflokkarnir fyrir þrjátíu árum skipuðu nefndir til að fjalla um byggða- vandann má nú fastlega gera ráð fyrir að sömu flokkar, sem að stærstum hluta nú eru mannaðir fólki af höfuðborgarsvæðinu, stofni nefndir sem taka eiga á borgarvandanum! Svona geta hlutirnir breyst. Allt leitar nefni- lega jafnvægis og nú er það laust íbúðarhúsnæði, gæði skipulagsmála og heilbrigði samfélaga sem ræður því hvort íbúum þar fjölgar eða ekki. Magnús Magnússon. Leiðari Hagdeild Alþýðusambands Íslands spáir áframhaldandi kröftugum hagvexti á þessu ári og að uppsveifl- an sé í hámarki. „Ákveðin hættu- merki eru til staðar og óvissa hef- ur aukist frá síðustu spá hagdeild- ar m.a. vegna þeirra aðstæðna sem hafa myndast á húsnæðismarkaði og mögulegra áhrifa úrskurðar kjara- ráðs. Ennfremur eru efnahags- og verðlagshorfur háðar þróun ferða- þjónustunnar í meira mæli en áður. Spáin gerir ráð fyrir auknum fjölda ferðamanna þó hægja muni á vext- inum en sú forsenda ræður miklu um þróunina framundan,“ segir í niðurstöðum spár ASÍ. „Við spáum kröftugum vexti þjóðarútgjalda á þessu ári þar sem einkaneysla eykst um 7,2% og fjár- munamyndun um 13,5%. Vöxtur einkaneyslunnar skýrist af auknum kaupmætti og traustari fjárhags- stöðu heimilanna sem hafa nýtt svigrúmið til að greiða niður skuld- ir, endurnýja varanlegar neysluvör- ur og bíla og ferðast erlendis. Það hægir á fjárfestingu atvinnuveg- anna en aukin íbúðafjárfesting og opinber fjárfesting styðja við fjár- festingastigið á spátímanum. Við væntum styrkingar krón- unnar yfir spátímabilið og að verð- bólga verði 1,9% á þessu ári. Hæg- ari styrking krónunnar síðari hluta spátímans eykur verðbólguþrýsting og að óbreyttu verður verðbólga um 2,4% á næsta ári og 2,6% árið 2019. Styrking krónunnar þrengir að útflutningsgreinum og við telj- um brýnt að áhrif styrkingar krón- unnar á samkeppnisstöðu annarra atvinnugreina verði metin.“ Þá segir að viðvörunarbjöllur séu farnar að hringja á húsnæðismark- aði en viðvarandi skortur á húsnæði hefur leitt til þess að sölutími eigna hefur sjaldan verið skemmri og æ fleiri dæmi heyrast um að kaupend- ur bjóði upp verð fasteigna sökum skorts eða væntinga um framtíðar- hækkun fasteignaverðs. „Aðstæð- ur sem þessar geta hæglega leitt til þess að verð vaxi umfram það sem hefðbundnir ákvörðunarþætt- ir gefa tilefni til og því full ástæða til viðbragða að hálfu stjórnvalda. ASÍ telur mikilvægt að bregðast við á leigumarkaði þar sem of stór hluti fólks býr við ótryggt húsnæði og íþyngjandi húsnæðiskostnað. Tryggja þarf ungu fólki og tekju- lágu öruggt leiguhúsnæði og gera leiguhúsnæði að raunverulegum valkosti í búsetu. Til þess er brýnt að hraða uppbyggingu leiguíbúða í nýja almenna íbúðakerfinu enn frekar og fjölga íbúðum um a.m.k. 1.000 á ári næstu árin í stað þeirra 600 sem nú eru áformuð á ári fram til ársins 2019.“ Loks segir að aðstæður á vinnu- markaði séu ekki ólíkar þeim sem uppi voru á toppi síðustu hag- sveiflu, þó samsetning starfa og atvinnugreina hafi breyst með til- komu ferðaþjónustunnar. „Þeirri sviðsmynd sem birtist í spá ASÍ fylgir aukin eftirspurn eftir starfs- fólki og ljóst er að mannvirkjagerð og ferðaþjónusta munu áfram þurfa að reiða sig á erlenda starfsmenn til að geta vaxið. Við höfum þó áhyggj- ur af stöðu erlendra starfsmanna en vísbendingar eru um að töluverður fjöldi óskráðra starfsmanna starfi hér á landi.“ mm ASÍ segir hagvöxt í hámarki og spáir áfram háu gengi krónunnar Ársreikningur Snæfellsbæjar fyr- ir árið 2016 var tekinn til fyrri um- ræðu á fundi bæjarstjórnar 5. apríl síðastliðinn. Endurskoðendur sveitarfélagsins sátu fundinn und- ir þeim lið og fóru yfir helstu tölur ársreikningsins. Kom meðal annars fram að rekststrarniðurstaða Snæ- fellsbæjar var töluvert betri en áætl- un gerði ráð fyrir, eða 217,9 millj- ónir fyrir A og B hluta. Rekstrartekjur sveitarfélagsins fyrir A og B hluta námu um 2.268 milljónum króna á árinu 2016, en gert hafði verið ráð fyrir 1.979,9 milljónum. Rekstrartekjur A hluta námu 1.808 milljónum en í fjár- hagsáætlun var gert ráð fyrir um 1.569 milljóna rekstrartekjum. Rekstrarniðurstaða Snæfellsbæj- ar fyrir samanrekinn A og B hluta var því jákvæð um 217,9 milljónir króna, sem fyrr segir, en gert hafði verið ráð fyrir 44,2 milljóna króna afgangi í fjárhagsáætlun. Niður- staðan var því töluvert betri en áætlað hafði verið, eða sem nemur 173,7 milljónum króna. Rekstrar- niðurstaða A hluta var jákvæð um 149,6 milljónir en fjárhagsáætl- un gerði ráð fyrir einnar milljónar króna afgangi. Afkoma A hluta varð því 148,6 milljónum króna betri en áætlað hafði verið. Skuldir lækka Eigið fé sveitarfélagsins skv. efna- hagsreikningi nam 2.970 milljón- um króna í árslok. Þar af var eigið fé A hluta 2.334,8 milljónir. Eigin- fjárhlutfall er 65,92% á árinu 2016 en var 63,03% árið áður. Laun og launatengd gjöld á árinu námu um 1.093 milljónum króna, en starfs- mannafjöldi sveitarfélagsins var 136 stöðugildi í árslok. Veltufé frá rekstri var 244 milljónir og veltu- fjárhlutfall er 1,15. Handbært fé frá rekstri var 125,7 milljónir. Eignir bæjarsjóðs námu 3.542 milljónum í árslok 2016 og heildar- eignir sveitarfélagsins í samantekn- um ársreikningi um 4.620 milljón- um. Skuldir bæjarsjóðs námu 1.207 milljónum og 1.649 milljónum í samanteknum ársreikningi og lækk- uðu um 84 milljónir á milli ára. Sveitarfélagið fjárfesti fyrir 198,5 milljónir í varanlegum rekstrar- fjármunum. Greidd voru niður lán að fjárhæð 157,8 milljónir á árinu 2016 og engin ný lán tekin. Skuldahlutfall Snæfellsbæjar var 61,64% hjá sjóðum A hluta, saman- borið við 74,27% árið áður. Í sam- anteknum ársreikningi A og B hluta var skuldahlutfallið 64,48% en var 78,8% árið áður, en samkvæmt sveitarstjórnarlögum má skulda- hlutfall sveitarfélaga ekki verið hærra en 150%. „Fjárhagsstaða Snæfellsbæjar verður því að teljast afar góð,“ segir í fundargerðinni. kgk „Fjárhagsstaða Snæfellsbæjar afar góð“ Bjarnafoss í Staðarsveit í Snæfellsbæ. Ljósm. úr safni.

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.