Skessuhorn - 19.04.2017, Qupperneq 5
MIÐVIKUDAGUR 19. APRÍL 2017 5
Við leitum að jákvæðum, handlögnum og samskiptaliprum rafvirkjum í ört vaxandi hóp
skemmtilegra vinnufélaga sem hjálpast að við að leggja Ljósleiðarann inn í heimahús á
höfuðborgarsvæðinu, Vestur- og Suðurlandi.
Þú heimsækir fólk á hverjum degi:
• tekur þátt í gefandi samskiptum við þakkláta viðskiptavini
• finnur bestu lagnaleiðir og tengir ljósleiðarabox
• virkjar þjónustu heimila: net, sjónvarp og síma
• og lýkur hverri heimsókn með bros á vör – án pappírsvinnu!
Til að sinna starfinu vel þarftu að hafa framhaldsmenntun í rafiðnaði s.s. meistaranám eða
iðnfræði. Starfið hentar jafnt konum sem körlum.
Viltu vinna með okkur?
Við bjóðum þér góð laun, stöðugan vinnustað, reglulegan vinnutíma og góða starfsþjálfun fyrir
fjölbreytt starf. Einnig bjóðum við stuðning við þá sem vilja ljúka sveinsprófi í rafvirkjun.
Við höfum frábæra vinnuaðstöðu, gott mötuneyti og aðstöðu til líkamsræktar. Við útvegum
starfsmönnum allt sem þarf: bíl á vinnutíma, fatnað, verkfæri, fartölvu, heimatengingu, farsíma og
spjaldtölvu. Við skipuleggjum allar þínar heimsóknir þannig að þú getur notið þess að heimsækja
viðskiptavini og aðstoðað þá við að komast á Ljósleiðarann.
Þú getur sótt um starfið á ráðningasíðu okkar: starf.or.is/ljosleidarinn/. Umsóknarfrestur er til
og með 30. apríl 2017. Nánari upplýsingar veitir Bryndís Ernstsdóttir mannauðsráðgjafi í
netfanginu starf@ljosleidarinn.is.
Finndu okkur á Facebook.com/Ljosleidarinn
Ljósleiðarinn er í eigu Gagnaveita Reykjavíkur. Við erum fjölbreyttur vinnustaður þar
sem um 60 starfsmenn auk ótal verktaka vinna saman að því að veita íslenskum heimilum
og fyrirtækjum aðgengi að hágæða þjónustu á opnu aðgangsneti Ljósleiðarans. Hjá
okkur er fagmennska og góður starfsandi í fyrirrúmi, við leitumst við að vera í fremstu
röð hvað varðar jafnrétti, öryggi, vinnuumhverfi og möguleika til að samræma vinnu
og fjölskylduábyrgð.
VILTU KOMA FÓLKI Í
SAMBAND VIÐ FRAMTÍÐINA�
—— RAFVIRKI
Fréttaveita Vesturlands
www.skessuhorn.is
Akranes tryggði sér í síðustu viku
sæti í undanúrslitum spurninga-
þáttarins Útsvars, sem sýndur er
á RÚV. Skagamenn lögðu Kópa-
vogsbúa í æsispennandi keppni með
56 stigum gegn 53. Liðin voru jöfn
lengst framan af þættinum en þeg-
ar komið var að orðaleiknum náðu
Skagamenn afgerandi forskoti. Þar
sóttu þeir 14 stig gegn aðeins fimm
stigum Kópavogsbúa. En liðsmenn
Kópavogs voru hvergi af baki dottn-
ir og með góðri frammistöðu í val-
flokkaspurningunum tókst þeim að
minnka muninn fyrir síðasta hluta
keppninnar, stóru spurningarnar.
Þar voru sviptingar miklar og þeg-
ar aðeins átti eftir að bera upp eina
spurningu leiddi Kópavogur með
tveimur stigum. Skagamenn áttu
hins vegar síðustu spurninguna og
ákváðu að hafa hana fimm stiga.
Henni svöruðu þeir rétt og tryggðu
sér þriggja stiga sigur og sæti í und-
anúrslitum.
kgk
Akranes í undanúrslit
Útsvars
Útsvarslið Akraness. F.v. Örn Arnarson, Vilborg Þórunn Guðbjartsdóttir og Gerður
Jóhanna Jóhannsdóttir. Ljósm. RÚV.
Hnísu rak á land í fjörunni neðan við
Bug fyrir innan Ólafsvík á fimmtu-
dagsmorgun. Ekki voru neinir sjá-
anlegir áverkar á dýrinu og því ólík-
legt að hún hafi farið í veiðarfæri og
drepist af þeim sökum, en það ger-
ist stundum að þær festast í netum
báta. Ekki er því vitað hvers vegna
hnísan drapst en líklega er um full-
orðið kvendýr að ræða.
Mikið líf er í Breiðafirði þessa
dagana, bæðir hvalir, háhyrningar
og hnísur og auðvitað einnig fjöl-
skrúðugt fuglalíf. þa
Hnísu rak á land við Ólafsvík
Starfsmenn Öldunnar í Brákarey
í Borgarnesi hafa að undanförnu
framleitt sérstakar sauðburðar-
tuskur fyrir bændur. Um nýjung
er að ræða en tuskur eru saum-
aðar úr gömlum handklæðum og
öðru hentugu efni sem safnast hef-
ur í söfnunargáma Rauða krossins
víða um land. Tuskurnar eru seldar
í eins kílóa pokum ásamt tíu snær-
isspottum til að nota við bindingu.
Tuskupokarnir eru fáanlegir í Öld-
unni og í verslun KB í Borgarnesi.
hlh
Sauma sauðburðartuskur
Helga Björg Hannesdóttir starfs-
maður Öldunnar við eina af sauð-
burðatuskunum sem hún og aðrir
starfsmenn hafa saumað í vetur.