Skessuhorn


Skessuhorn - 19.04.2017, Blaðsíða 10

Skessuhorn - 19.04.2017, Blaðsíða 10
MIÐVIKUDAGUR 19. APRÍL 201710 með minniháttar áverka. Bifreið með kerru í eftirdragi lenti í snarpri vindhviðu undir Hafnarfjalli skömmu fyrir hádegi. Fór kerran af stað og dró bifreiðina með sér, sem snérist á veginum, og fór í veg fyrir bifreið sem ekið var í gagnstæða átt. Lentu bifreiðarnar við þetta saman og voru báðar óökuhæfar. Ökumaður og fjórir farþegar hans sluppu ótrúlega vel frá umferðar- óhappi við Svínadal í Dölum. Fór bifreiðin tvær veltur og gjöreyði- lagðist. Fullyrðir lögreglan að ör- yggisbeltin hafi bjargað fólkinu. Var fólkið flutt með sjúkrabifreið á Heilsugæslustöðina í Búðardal og svo áfram til frekari skoðunar til Reykjavíkur. Reyndust meiðsli þeirra vera minniháttar. Bíll fauk út af við Hólalæk, vest- an megin við Grundarfjörð. Þar voru á ferð tveir erlendir ferða- menn sem áttuðu sig ekki á þeim öflugu náttúruöflum sem myndast í aðstæðum eins og voru í veður- ofsanum þennan dag. Smávaxinn jepplingur sem þeir óku fauk því og hafnaði í flæðarmálinu. Fólkið var flutt á slysadeild Landspítal- ans í Reykjavík til aðhlynningar, en ekki alvarlega slasað. Umferð- aróhöpp eru nokkuð tíð á þessu svæði enda öflugar vindhviður sem myndast þarna og enginn vind- hraðamælir á svæðinu sem varað gæti við veðurhæðinni. Til marks um veðurhaminn flettist malbik af veginum rétt við slysstaðinn. Ökumenn lentu víðar í vandræð- um á vegum Vesturlands. Í Bervík- inni á Snæfellsnesi þurftu nokkrir að kalla eftir aðstoð frá Björgunar- sveitinni Lífsbjörg. Á Akranesi voru björgunarsveit- armenn kallaðir til aðstoðar þeg- ar gler af svölum fjölbýlishúss var tekið að losna. Þá lagði trampólín af stað í ferðalag hjá fólki sem taldi sumarið vera komið. mm/kgk                           Stykkishólmsbær Hafnargötu 3 340 Stykkishólmur Sími: 433-8100 netfang: stykkisholmur@stykkisholmur.is KT.: 620269-7009 SK ES SU H O R N 2 01 6 Laust starf forstöðumanns íþróttamannvirkja Stykkishólmsbær auglýsir laust til umsóknar starf for- stöðumanns íþróttamannvirkja í 100% starfshlutfalli. Í starfinu felst m.a. umsjón, eftirlit og rekstur allra íþrótta- mannvirkja Stykkishólmsbæjar, þar með talin ábyrgð á viðhaldi og þrifum, áætlanagerð og starfsmannahaldi. Forstöðumaður gegnir ekki daglegri vaktskyldu. Góð menntun sem nýtist í starfi, sem og reynsla af mannaforræði og rekstri. Hreint sakavottorð. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands ísl. sveitarfélaga og SDS. Umsóknarfrestur er til 28. apríl 2017. Umsóknum skal skilað til Sturlu Böðvarssonar bæjarstjóra, Hafnargötu 3, eða á netfangið sturla@stykkisholmur.is. Nánari upplýsingar um starfið veitir Sturla eða Ríkharður Hrafnkelsson - rikki@stykkisholmur.is eða í síma 433-8100. Töluvert hvassviðri gekk yfir vest- an- og sunnanvert landið á annan páskadag. Veðurfræðingar reynd- ust sannspáir um hvað í vændum var og því voru sendar út tilkynningar og fréttir í fjölmiðla. Af þeim sök- um var drjúgur hluti hefðbundinnar annars páskadagsumferðar á sunnu- dagskvöldið og fram á nóttina. Engu að síður voru fjölmargir sem létu að- varanir um færð og veður sem vind um eyru þjóta. Nokkur óhöpp urðu því í umferðinni hér á Vesturlandi en auk þess smávægilegt foktjón á nokkrum stöðum. Óveðrið byrjaði á mánudags- morgun með snjókomu á Snæfells- nesi og sunnanverðum Vestfjörðum. Versnaði veðrið eftir því sem leið á daginn og náði hámarki um kvöld- mat. Eftir það tók að lægja og um níu leytið var veðrið víðast hvar gengið niður. Fimm umferðaróhöpp urðu í umdæmi Lögreglunnar á Vestur- landi í síðustu viku og má rekja þrjú þeirra til veðursins á mánudaginn. Ökumaður bifreiðar sem átti leið um Snæfellsnes óskaði eftir aðstoð þar sem hann hafði verið á ferð með hjólhýsi sitt. Er lögreglumenn komu á vettvang sáu þeir að hús hjólhýsis- ins hafði fokið af og kerran og bif- reiðin sem dró það stóðu ein eftir. Ökumaður, sem var á leiðinni til Ólafsvíkur, missti stjórn á bifreið sinni er sterk vindhviða skall á bif- reiðinni. Fór bifreiðin yfir brúar- handrið og hafnaði ofan í litlum læk. Ökumaður og farþegi hans sluppu Bálhvasst í lok vetrar Jepplingur fauk út af veginum, valt og hafnaði í fjöruborðinu við Hólalæk, vestan megin í Grundarfirði. Ljósm. tfk. Malbik flettist af kafla á veginum við Hólalæk í Grundar- firði. Ljósm. tfk. Kerra á hliðinni á veginum við Hafnarfjall skömmu fyrir hádegi á mánudaginn. Bíllinn sem hana dró lenti á öðrum sem kom úr gagnstæðri átt. Báða bílana þurfti að fjarlægja með dráttarbíl. Ljósm. þa. Minniháttar skemmdir urðu á saltskemmu Saltkaupa í Grundarfirði. Ljósm. tfk. Hvassviðri var víða um norðanvert Snæfellsnes. Þessi mynd er frá Ólafsvík. Ljósm. þa.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.