Skessuhorn


Skessuhorn - 19.04.2017, Page 13

Skessuhorn - 19.04.2017, Page 13
MIÐVIKUDAGUR 19. APRÍL 2017 13 Freisting vikunnar Í kjölfar páskahátíðarinnar og allra þeirra veisluhalda sem henni fylgja, þykir mörgum gott að skipta yfir í léttari mat. Fiskur, kjúklingur og salat er á borðum margra eftir að hverri stórsteikinni af fætur annari lýkur og öllu súkkulaðinu hefur verið rennt niður. Fiskur er góm- sætur og léttur í maga og því er vel við hæfi að birta uppskrift af góð- um fiskrétti. Fiskur í karrýsósu 3 - 4 lítil ýsu- eða þorskflök. Roðflett og beinlaus. 1 bréf kúskús (til dæmis með svepp- um og hvítlauk) 1 rauð paprika, skorin í bita ½ - 1 bakki sveppir Ólífur eftir smekk 1 dós ananas ásamt safa úr einni dós (lítilli) 1 - 2 msk. majones 1 - 2 msk. karrý Smá hveiti, salt og pipar Rifinn ostur Byrjað er á því að sjóða kús- kúsið og setja það í botn á eld- föstu formi. Salti, pipar og hveiti blandað saman í skál. Fiskurinn er skorinn í þrjá hluta, velt upp úr hveitiblöndunni og því næst steiktur upp úr olíu á pönnu. Fiskbitunum er síðan raðað yfir couscousið og papriku, sveppum, ólífum og ananasbitum stráð yfir. Sýrðum rjóma, majonesi, ananas- safa og karrýi er hrært saman og hellt yfir. Að lokum er rifnum osti stráð yfir allt saman. Bakað í ofni við 200 gráður, þar til osturinn er farinn að brúnast. grþ/ Ljósm. www.katabakar.com. SK ES SU H O R N 2 01 7 Reykhólahreppur auglýsir stöðu skólastjóra Reykhólaskóla lausa til umsóknar. Reykhólaskóli er sameinaður leik- og grunnskóli undir einu þaki og er ætlunin að við hann bætist tónlistardeild næsta haust. Í skólanum eru um 60 nemendur. Skólastjóri stýrir og ber ábyrgð á rekstri skólans og daglegri starfsemi, hann veitir skólanum faglega forystu á sviði kennslu og þróunar í skólastarfi og leiðir samstarf nemenda, starfsmanna, heimila og skólasamfélagsins í heild. Reykhólaskóli auglýsir eftir grunnskólakennurum og tónlistakennara til starfa. Einkunnarorð Reykhólaskóla er „Vilji er vegur“. Reykhólaskóli er þátttakandi í Grænfánaverkefninu. Um er að ræða 100% starf í almennri kennslu, allt að 100% starf í almennri tónlistakennslu og 50% starf í verkgreinum. Mötuneyti Reykhólahrepps auglýsir eftiraðstoðar- matráði til starfa í allt að 100% starf. Mötuneyti Reykhólahrepps er mötuneyti Reykhólaskóla og Hjúkrunar- og dvalarheimilisins Barmahlíðar. Frekir upplýsingar um menntunar- og hæfniskröfur vegna ofan- greindra starfa er að finna á vef sveitarfélagsins www.reykholar.is Staða skólastjóra við Reykhólaskóla laus til umsóknar Jákvæðni, metnaður og víðsýniwww.akranes.is SK ES SU H O R N 2 01 7 1253. fundur bæjarstjórnar Akraness verður haldinn í bæjarþingsalnum að Stillholti 16-18, þriðjudaginn 25. apríl kl. 17:00. Fundirnir eru öllum opnir og eru bæjarbúar hvattir til að mæta og kynna sér bæjarmálin. Vakin er athygli á því að hægt er að hlusta á beina útsendingu frá fundinum á FM 95,0. Bæjarmálafundir flokkanna verða sem hér segir: Sjálfstæðisflokkurinn í Stúkuhúsinu, laugardaginn • 22. apríl kl. 10.30. Björt framtíð að Smáraflöt 1, mánudaginn 24. apríl kl. 20.00.• Samfylkingin í Stjórnsýsluhúsinu, 1. hæð, Stillholti 16-18,• laugardaginn 22. apríl kl. 11.00. Frjálsir með Framsókn í Haraldarhúsi, Vesturgötu 32, • kjallara,gengið inn frá palli, mánudaginn 24. apríl kl. 20.00. Bæjarstjórnarfundur Námið er sérsniðið að íslenskri ferðaþjónustu með sterkri tengingu við leiðandi fyrirtæki í greininni. Áhersla er lögð á stjórnun ferðaþjónustu í víðu samhengi, allt frá stærri hótelum og veitingastöðum til móttöku gesta í þjónustumiðstöðum og umsjón ferða um hálendið. Hólaskóli - Háskólinn á Hólum Hólum í Hjaltadal 551 Sauðárkrókur Sími 455 6300 holaskoli@holar.is www.holar.is w w w .h ol ar .is BA í stjórnun ferðaþjónustu og móttöku gesta Ferðaþjónusta er skemmtilegt og síbreytilegt fag þar sem starfsfólk tekst á við flókin verkefni alla daga. Ný námsleið Ásta Sjöfn Kristjánsdóttir, skólastjóri Reykhólaskóla, hefur sagt starfi sínu lausu og hættir 1. ágúst næstkom- andi. Hún hefur gegnt starfinu und- anfarin þrjú og hálft ár, eða frá því hún tók fyrst við sem staðgeng- ill skólastjóra í nóvember 2013. Þá hafði hún starfað sem kennari við Reykhólaskóla í áratug, síðan 2003. Ásta kveðst aldrei hafa ætlað sér að sitja lengi í skólastjórastólnum. „Ég ætlaði mér ekki að vera lengi skólastjóri en er mjög sátt við mína skólastjóratíð. Ég hef náð þeim markmiðum sem ég ætlaði mér í þessu starfi og nú er kominn tími til að hleypa öðrum að,“ segir Ásta og nefnir í því samhengi aukið sam- starf leik- og grunnskóla, tölvu- og tæknivæðingu skólans og endur- menntun starfsfólks. Eftir að Ásta lætur af störfum sem skólastjóri mun hún áfram starfa inn- an veggja Reykhólaskóla. „Ég verð flutt til í starfi og fer í kennslu,“ seg- ir hún ánægð. „Ég hlakka rosalega til að fara að kenna aftur. Kennsla er það sem ég vil gera,“ segir Ásta Sjöfn Kristjánsdóttir að lokum. kgk Ásta Sjöfn hættir sem skólastjóri Ásta Sjöfn Kristjánsdóttir, fráfarandi skólastjóri Reykhólaskóla. Ljósm. úr safni. Samhliða vaxandi fjölda ferðamanna verður sífellt mikilvægara að afþrey- ing byggist upp og aðgengi að nátt- úruundrum batni. Einn af þeim stöðum sem eru að slá í gegn um þessar mundir er Víðgelmir í Hall- mundarhrauni í Borgarfirði. Að- gengi að hellinum var stórbætt á síð- asta ári og kunna ferðamenn vel að meta það. mm Víðgelmir kærkomin viðbót Hæfniskröfur: • Frumkvæði, áhugi og þjónustulund • Jákvæðni og sveigjanleiki í starfi • Geta til að vinna sjálfstætt • Góð samskiptahæfni • Góð íslenskukunnátta Almennir starfsmenn Óskum eftir að ráða starfsmenn í vaktavinnu á 15 rúma deild á sjúkrahús HVE Akranesi í a.m.k. eitt ár frá 15. maí. Deildin er fyrir einstaklinga sem eru að bíða eftir að komast á hjúkrunarheimili. Um er að ræða gefandi og skemmtilegt starf sem felst í almennum störfum, ræstingu og að aðstoða einstaklinga við athafnir daglegs lífs. Starfshlutfall er 60-100%, vinna þarf aðra hvora helgi. Laun samkvæmt gildandi kjarasamningum VLFA og HVE Umsóknarfrestur er til 28. apríl 2017 Nánari upplýsingar gefur Rósa Marinósdóttir, framkvæmdastjóra hjúkrunar og rekstrar, netfang: rosa.marinosdottir@hve.is Umsóknir sendist á netfangið: rosa.marinosdottir@hve.is Umsóknum skal fylgja starfsferilsskrá. Umsóknareyðublöð er að finna á http://www.hve.is/islenska/hve/laus-storf/ Öllum umsóknum verður svarað. Ofnbakaður fiskur í karrýi

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.