Skessuhorn


Skessuhorn - 19.04.2017, Síða 20

Skessuhorn - 19.04.2017, Síða 20
MIÐVIKUDAGUR 19. APRÍL 201720 Hjónin Sveinn Kristinsson og Borghildur Jósúadóttir eru búsett á Akranesi. Þau eru nýverið kom- in heim úr ferð, þar sem þau heim- sóttu Malaví, eitt fátækasta land heims. Ferðin var farin á vegum Rauða krossins en Sveinn er for- maður Rauða krossins á Íslandi. Borghildur er kennari við Grunda- skóla, sem um árabil hefur safnað til stuðnings við fátæk börn í Malaví með verkefninu „Malavísöfnunin.“ Blaðamaður Skessuhorns settist niður með hjónunum og ræddi um störf Rauða krossins, Afríkuferðina og sitthvað fleira. Lafa ennþá Borghildur og Sveinn hafa ver- ið búsett á Akranesi í rúm þrjátíu ár. Þar búa þau í húsinu Marbakka sem stendur við Vesturgötu. Upp- runalega kemur þó hvorugt þeirra frá Akranesi. Borghildur er fædd og uppalin í Reykjavík en Sveinn er fæddur og uppalinn á Ströndunum. Bæði eru þau kennarar að mennt og kynntust í gegnum Kennara- sambandið. Sveinn flutti á Skagann um 1980 og fjórum árum síðar kom Borghildur. „Ég ákvað að prófa að flytja hingað, að sjá hvort mér lík- aði og hvort ég vildi setjast að. Ég er hér ennþá, hér er gott að búa,“ segir Borghildur. Hún hefur starf- að sem kennari við Grundaskóla öll þau ár sem hún hefur búið á Akra- nesi. „Ég var svo heppin að ráða mig í Grundaskóla hjá Gutta og er búin að taka þátt í að móta skóla- starfið þar.“ Sveinn kenndi einn- ig um tíma við Grundaskóla. Þau segja að þá hafi mátt segja að þau hafi verið saman allan sólarhring- inn, allt árið um kring. „Við vorum að vinna saman á veturna og vorum saman á Ströndum á sumrin. En við löfum ennþá,“ segir Sveinn. „Já, við erum ennþá gift,“ bætir Borghildur hlæjandi við. Byrjaði að kenna ungur Sveinn hefur verið formaður Rauða krossins á Íslandi frá árinu 2014. Áður en hann tók við því starfi kom hann víða við. Hann byrjaði að kenna ungur að árum, að Laug- um í Dalasýslu fyrir rúmum fimm- tíu árum, þá hálfnaður með Kenn- araskólann. Þar kenndi hann í fjög- ur ár en fór svo og lauk náminu. „Eftir það fór ég norður á Strand- ir. Ég var skólastjóri í Bjarnarfirði í fjögur ár en fór þaðan í Laugar- gerðisskóla þar sem ég kenndi í einn vetur en varð svo skólastjóri í fjögur ár.“ Sveinn kenndi til árs- ins 1996 í einni beit. Þá tók hann frí frá kennslunni. „Ég fór þá að byggja hús, stækkaði húsið hér um helming og passaði börnin,“ segir hann. Upp úr aldamótum byrjaði hann að vinna hjá Rauða krossinum sem svæðisfulltrúi fyrir Vesturland og sunnanverða Vestfirði. Um tíu árum áður byrjaði Sveinn í bæjar- pólitíkinni á Akranesi. „Ég byrjaði í bæjarstjórn 1994 en byrjaði reynd- ar fjórum árum fyrr í pólitíkinni, fyrst sem varamaður. Árið 1998 var ég forystumaður hjá E – listanum sem vann mikinn kosningasigur og þá varð ég fyrst forseti bæjarstjórn- ar. Ég var meira og minna í þessu til ársins 2006, annað hvort formaður bæjarráðs eða forseti bæjarstjórnar. Svo fóru kosningarnar 2006 þann- ig að nýr meirihluti var myndaður í bæjarstjórninni. Í kosningunum 2010 varð svo enn breyting og ég varð forseti bæjarstjórnar til 2014, eða þar til ég hætti í bæjarstjór- ninni,“ segir Sveinn. Á sama tíma gegndi hann hlutastarfi hjá RKÍ en var ekki að kenna. „Hann hoppaði svona inn og út í forföllum í skól- anum,“ segir Borghildur. Auk þess starfaði Sveinn einn vetur í Hvíta húsinu á Akranesi. „Við höfum bæði verið í því,“ segir Borghildur. „Þar störfuðum við með drengjum sem fundu sig ekki í skólanum og rákust ekki vel í hópi,“ bætir Sveinn við. Þá vann Sveinn í starfsmanna- haldinu hjá Orkuveitunni á árunum 2007 – 2010. Fjölþætt ábyrgð formannsins Árið 2014 hætti Sveinn í bæjar- stjórn og bauð sig fram sem for- mannsefni hjá Rauða krossinum. Þetta voru fyrstu kosningar RKÍ. „Við vorum tveir í framboði og ég var kosinn formaður. Kannski vegna þess að fólkið í Rauða kross- inum þekkti mig vel. Ég hafði lengi verið á gólfinu sem sjálfboðaliði og var vanur í félagsstörfum,“ segir Sveinn. Formaður Rauða krossins er æðsti yfirmaður Rauða krossins á Íslandi. „Hreyfingin er þannig uppbyggð að í hverju landi er eitt Rauða kross félag. Formaðurinn er æðsti yfirmaður félagsins í því landi og er kosinn á aðalfundi,“ út- skýrir Sveinn. Hann segir ábyrgð formannsins fjölþætta. Hann beri til að mynda ábyrgð gagnvart fé- lögum í Rauða krossinum og á því að starf félagsins sé virkt og ár- angursríkt. „Einnig að reksturinn sé í lagi, að farið sé eftir hugsjón- um Rauða krossins og að fjármun- um Rauða krossins sé vel varið. Að skilmerkileg og vönduð umsýsla sé um alla fjármuni.“ Sveinn segir að formaður beri í raun og veru alla þessa siðferðislegu ábyrgð og í því felist meðal annars að vera fulltrúi félagsins á erlendri grundu. Séu stórir fundir um mannúðarmál fari formaðurinn á þá fundi, sem rödd Íslands. Viðkvæmir peningar Innanlands er formaður fulltrúi félagsins gagnvart stjórnvöldum. „Rauði krossinn á í miklum og góð- um samskiptum við íslensk stjórn- völd. Við erum með samninga við ýmis ráðuneyti og sinnum fjölþætt- um verkefnum fyrir íslensk stjórn- völd. Íslenska ríkið styrkir þá verk- efnið sem Rauði krossinn sinnir. Þetta eru ýmis verkefni innanlands sem og þróunarverkefni erlend- is,“ útskýrir Sveinn. Hann segir reynslu sína sem stjórnmálamanns nýtast vel í formannsstarfinu. Á Akranesi hafi hann verið í forystu árum saman við að reka bæjarfélag- ið, sem velti 5,5 milljörðum á þeim tíma sem hann hætti. „Rauði kross- inn veltir um tveimur milljörð- um á ári, sem eru miklir pening- ar. En það eru viðkvæmir peningar, því Rauði krossinn má aldrei láta neinn skugga eða blett falla á það sem hann er að gera með fjármuni. Rauði krossinn lifir vegna þess að almenningur treystir honum. Þess vegna tékkum við ekki 100 prósent á því sem við gerum, við tékkum 150 prósent á öllu sem við gerum. Í bæjarpólitíkinni takast menn á um áherslur og fá svo sinn dóm í kosn- ingum, en starf Rauða krossins er borið upp af sjálboðaliðum um allt land. Um það starf þarf að ríkja einhugur og sátt. Rauða krossinum er trúað fyrir miklu og við leggjum okkur þvi öll fram um að standa undir trausti landsmanna.“ „Ellilífeyrisþegi eða milljóner“ Starf formanns Rauða krossins er sjálfboðaliðastarf, formaðurinn fær engin laun. „Það er því kost- ur að sá sem ætlar að vera formað- ur Rauða krossins á Íslandi sé ann- að hvort ellilífeyrisþegi eða millj- óner,“ segir Sveinn og hlær. Í starf- inu felast einnig fundahöld með ráðamönnum, félagasamtökum og með sjálfboðaliðum um land allt. Sveinn segist hafa góðan tíma til að sinna starfinu, enda sjálfur kom- inn á eftirlaun. Hann hefur ferðast töluvert vegna starfsins en segist halda öllum kostnaði í lágmarki á ferðum sínum, eins og regla sé innan hreyfingarinnar. Sveinn hef- ur til að mynda ferðast til Græn- lands og til Genfar sem formað- ur Rauða krossins. „Þegar nýr for- maður er kosinn, þá er hann boð- aður í höfuðstöðvar Rauða kross- ins í Genf á vikunámskeið. Þar erum við menntaðir í þeim fræðum sem skipta máli hjá Rauða krossin- um,“ segir hann. Þegar Sveinn fór á námskeiðið, sat hann þar með er- lendu hefðarfólki. Hann segir það vera vegna þess að erlendis þyki mikill heiður að því að vera í for- ystu fyrir Rauða krossinn. „Það er kannski ekki sama stemningin hér, enda er meiri nálægð hér og minna land og lítið um hefðarfólk. En úti er mikið um það að hefðarfólk ger- ist formenn.“ Ánægður skólastjóri Sveinn segist fara eins lítið erlend- is og hægt sé á vegum hreyfingar- innar. „Ég fer ekkert umfram það sem ég þarf sem formaður.“ Ferð- in sem Sveinn fór í núna í mars til Malaví var þó á vegum Rauða krossins, en hann bauð Borghildi með sér á sinn kostnað. Ástæðan fyrir þeirri ferð var sú að þáttaskil voru í verkefnum þar. „Þá er mikil- vægt að fara að sjá hvað hefur ver- ið gert, hvað mögulegt er að gera í framhaldinu og hvað þarf að gera,“ segir Sveinn. Grundaskóli á Akra- nesi hefur styrkt fátæka í Malaví um árabil með verkefninu „Malavís- öfnunin“. Haldinn er jólamarkaður árlega þar sem nemendur Grunda- skóla selja ýmsan varning sem þeir hafa búið til. Hjónin útskýra fyrir blaðamanni að eftir árlega söfnun Grundaskóla taki Rauði krossinn við peningunum sem safnast og sjái um að koma þeim til Malaví. Verk- efni Grundaskóla er þó ótengt starfi Rauða krossins og réði tilviljun ein því að Borghildur gat farið með í ferð einmitt á þennan stað. „Sveinn gat boðið mér í eina ferð á þessum „Ná börnunum í skólana með því að gefa þeim mat“ Rætt við Svein Kristinsson formann Rauða krossins á Íslandi og Borghildi Jósúadóttur eiginkonu hans um aðstæður í Malaví Borghildur og Sveinn búa í húsinu Marbakka við Vesturgötu. Skólastjórinn ungi var þakklátur fyrir blýantana, skærin, strokleðrin, bækurnar og myndirnar sem Borghildur færði honum. Mikilvægt er að kenna íbúum Malaví almennt hreinlæti. Hér má sjá barn þvo sér um hendurnar úr heimatilbúnum krana úr plastflöskum.

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.