Skessuhorn


Skessuhorn - 19.04.2017, Síða 22

Skessuhorn - 19.04.2017, Síða 22
MIÐVIKUDAGUR 19. APRÍL 201722 Passíusálmar Hallgríms Péturssonar voru lesnir víða um land á föstudaginn langa. Eins og ítarlega var greint frá í síðasta Skessuhorni lásu leikararnir Steinunn Jóhannesdóttir og Sigurður Karlsson í Hallgrímskirkju í Saurbæ. Frábær mæting var í kirkjuna af þessu tilefni og var þétt setið á bekkjum hennar framan af degi og síðan aftur undir lok lestursins um kvöldmatar- leytið. Steinunn kvaðst í samtali við Skessuhorn vera afar ánægð með við- tökur og mætingu gesta. Í Ólafsvíkurkirkju var lestur Pass- íusálmanna í höndum félaga í Kirkju- kór Ólafsvíkur, Kvenfélags Ólafsvík- ur, Rotarýklúbbs Ólafsvíkur, Félags eldri borgara í Snæfellsbæ, Lions- klúbbs Ólafsvíkur, Lionsklúbbsins Ránar, Ungmennafélagsins Víkings og Soroptimistaklúbbsins. Kaffiveit- ingar voru í safnaðarheimilinu. Lestur Passíusálmanna tók rúma fjóra tíma. Alls voru 26 sem lásu og Lena spilaði á orgelið á milli lestra. Var dagskráin hluti af afmælishaldi Ólafsvíkurkirkju í tilefni 50 ára afmælis hennar síðar á þessu ári. Var þetta í fyrsta sinn í 13 ár sem Passíusálmarnir voru lesnir í heild sinni. Tókst framkvæmdin vel og margir sem komu og hlustuðu, ýmist tímunum saman eða styttra. mm/þa Þriðjudaginn 25. apríl kl. 20:30 flytur Simon Halink doktorsnemi í sagn- fræði fyrirlesturinn „Er það Mímir við sinn brunn?“ Snorri Sturluson þjóðardýrlingur Norðurlanda. Á þessu ári eru nákvæmlega sjö- tíu ár liðin frá því að Snorrahátíð- in 1947 var haldin í Reykholti. Á sólríkum degi í júlímánuði sama ár, myndaðist umferðaröngþveiti í Borgarfirði og mannfjöldinn varð meiri en áður hafði þekkst í hér- aðinu. Talið er að um fimmtán þús- und Íslendingar, eða um tíu prósent þjóðarinnar, hafi flykkst í Reykholt til að vera vitni að atburðum þessa sögulegu dags. Fánar voru dregnir að húni, fluttir þjóðsöngvar Íslands og Noregs , og styttan fræga eftir Gustav Vigeland, sem „Norðmenn reistu“, var afhjúpuð. Norskir og ís- lenskir forystu- og aðalsmenn voru komnir saman til heiðurs mannin- um, sem fræðimaðurinn Tim Mac- han kallaði nýlega svo mikilvægan, „að við hefðum þurft að skapa hann ef hans hefði ekki notið við“. Engu að síður hefur Snorri ekki alltaf verið þjóðardýrlingur Norð- urlanda, og minning hans ekki ver- ið óumdeild. Í hátíðarræðu sinni gaf Jónas frá Hriflu til kynna, að bæk- ur Snorra hefðu ekki vakið „sérlega eftirtekt, fyrr en höfundurinn hafði hvílt öldum saman í gröf sinni.“ Meginspurning fyrirlestrarins er því sú: Hvað gerðist? Hvaða sögulegu aðstæður hafa valdið því að Snorri gleymdist ekki alveg, og að hann gegnir enn í dag mikilvægu hlut- verki í menningarlífi Íslands, Nor- egs og Danmerkur? Hvernig varð hann þjóðardýrlingur tveggja, eða jafnvel þriggja þjóða? Fyrirlesari mun gera grein fyrir jarðnesku framhaldslífi skáldsins í Skandinavíu, frá því um 1800 fram til dagsins í dag. Markmið fyrir- lestrarins er að útskýra feril Snorra eftir dauða hans, og hvernig hann varð eins konar ‘Homer Norðurs- ins’. Minningarstaðurinn Reykholt verður til skoðunar (memory place) og ímyndir Snorra í nútímanum þar sem netið og dægurvinsældir (po- pular culture) hafa eytt landamær- um. Simon Halink er fæddur í Hol- landi, þar sem hann lauk meistara- námi í nútíma- og menningarsögu við háskólann í Utrecht árið 2007. Lokarannsókn hans fjallaði um ímyndir af Íslandi í Þýskalandi Hitl- ers, og upplifun þýskra nasista á Ís- landi. Hann lærði íslensku og árið 2011 hóf hann doktorsnám við há- skólann í Groningen í Norður Hol- landi. Doktorsritgerð hans fjallar um norræna goðafræði og þjóðern- ishyggju á Íslandi frá u.þ.b. 1820 til 1918 þegar íslenska konungsrík- ið var stofnað. Hann vinnur einn- ig sem leiðsögumaður á Íslandi, og hefur kennslu við Háskóla Íslands haustið 2017. Snorrastofa býður alla velkomna að hlýða á áhugavert málefni, sem tengist vel þeirri hátíð, sem fyrir- huguð er á sumri komanda til að fagna enn frekar hingaðkomu styttu Gustav Vigeland af rithöfundinum og höfðingjanum Snorra Sturlusyni. Boðið verður til kaffiveitinga og um- ræðna og aðgangseyrir er kr. 500. -fréttatilkynning Í gær tilkynnti Jón Atli Benedikts- son, rektor Háskóla Íslands, um niðurstöðu samkeppni um heiti nýs húss erlendra tungumála við skól- ann. Hlaut það nafnið „Veröld, hús Vigdísar.“ Húsið verður svo vígt við hátíðlega athöfn á morgun, sum- ardaginn fyrsta. Efnt var til sam- keppni um heiti hússins og bár- ust hátt í 800 tillögur frá rúmlega 1.000 einstaklingum. Sebastian Drude hefur verið ráð- inn forstöðumaður Vigdísarstofn- unar sem starfrækt verður í Ver- öld, húsi Vigdísar. Vigdísarstofnun verður starfrækt á grundvelli sam- komulags milli íslenskra stjórn- valda og UNESCO. Auk rann- sókna- og vísindastarfs er hlutverk Vigdísarstofnunar að vekja athygli á mikilvægi tungumála fyrir menn- ingu alls mannkyns og gildi þýð- inga og tungumálakunnáttu fyrir farsæl samskipti þjóða. Hlutverk forstöðumanns er að annast dag- legan rekstur stofnunarinnar auk þess að efla rannsókna- og þróun- arstarf hennar. mm Passíusálmarnir lesnir í kirkjum landsins Veröld hús Vígdísar vígt á morgun Simon Halink doktorsnemi í sagn- fræði. Snorrastofa í Reykholti: Fyrirlestrar í héraði: „Er það Mímir við sinn brunn?“ Sveinn Þór Elinbergsson les hér upp í Ólafsvíkurkirkju. Ljósm. þa. Laugardaginn 8. apríl voru afhent verðlaun og viðurkenningar þeim nemendum sem náðu bestum árangri í Stærðfræðikeppni grunnskólanna sem fram fór í Fjölbrautaskóla Vest- urlands 24. mars síðastliðinn. Mik- ill fjöldi keppenda tók þátt að þessu sinni. Peningaverðlaun voru að laun- um fyrir efstu þrjú sætin í hverjum bekk en tíu efstu nemendur fengu sér- stök viðurkenningarskjöl. Stuðnings- aðilar keppninnar voru Landsbank- inn, Norðurál, Málning og Elkem. Úrslit urðu þessi: 8. bekkur 1. Hekla María Arnardóttir – Brekkubæjarskóli Akranesi 2. Helgi Rafn Bergþórsson – Grundaskóli Akranesi 3. Björn Viktor Viktorsson – Grundaskóli Akranesi 4-10. Aníta Ólafsdóttir – Gunnskóli Snæfellsbæjar 4-10. Benedikt Gunnarsson - Gunn- skóli Snæfellsbæjar 4-10. Dang Nguyen Hieu Ngan – Brekkubæjarskóli Akranesi 4-10. Guðrún Karitas Guðmunds- dóttir – Brekkubæjarskóli Akranesi 4-10. Salka Brynjarsdóttir – Brekku- bæjarskóli Akranesi 4-10. Sólrún Lilja Finnbogadóttir – Grundaskóli Akranesi 4-10. Þóra Kristín Ríkharðsdóttir – Brekkubæjarskóli Akranesi 9. bekkur 1. Kristinn Jökull Kristinsson – Grunnskóli Snæfellsbæjar 2. Marinó Þór Pálmason – Grunn- skólinn í Borgarnesi 3. Ragnheiður Helga Sigurgeirs- dóttir – Grundaskóli Akranesi 4-10. Arnar Már Karlsson – Grundaskóli Akranesi 4-10. Aron Kristjánsson – Brekku- bæjarskóli Akranesi 4-10. Erik Danielsson Schnell – Brekkubæjarskóli Akranesi 4-10. Guðrún Karitas Hallgríms- dóttir – Grunnskóli Borgarfjarðar 4-10. Harpa Rut Jónasdóttir – Grunnskóli Borgarfjarðar 4-10. Jóna Margrét Guðmunds- dóttir - Auðarskóli 4-10. Lovísa Lín Traustadóttir – Grunnskóli Snæfellsbæjar 10. bekkur 1. Andri Snær Axelsson – Brekku- bæjarskóli Akranesi 2. Fehima Líf Puresvic – Grunn- skóli Snæfellsbæjar 3. Brynhildur Traustadóttir - Brekkubæjarskóli Akranesi 4-10. Arnar Reyr Kristinsson – Brekkubæjarskóli Akranesi 4-10. Bergsteinn Ásgeirsson - Brekkubæjarskóli Akranesi 4-10. Davíð Örn Harðarson - Brekkubæjarskóli Akranesi 4-10. Erika Rún Heiðarsdóttir – Grunnskóli Snæfellsbæjar 4-10. Eyrún Sigþórsdóttir - Brekku- bæjarskóli Akranesi 4-10. Sjöfn Sólveig Sigurbjörns- dóttir – Grundaskóli Akranesi 4-10. Stefán Jóhann Brynjólfsson – Grunnskóli Borgarfjarðar mm/ Ljósm. fva. Úrslit í stærðfræðikeppni grunnskólanna

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.