Skessuhorn - 10.05.2017, Blaðsíða 12
MIÐVIKUDAGUR 10. MAÍ 201712
Stjórn HB Granda hf. ákvað í síð-
ustu viku að ganga til samninga við
spænsku skipasmíðastöðina Astille-
ros Armon Gijon, S.A. um smíði
á nýjum frystitogara. Samið er við
spænsku stöðina í kjölfar tilboðs
um smíðina sem hljómar upp á um
fimm milljarða króna. Áætlað er að
gangi samningar eftir muni skipið
verða afhent árið 2019. Togarinn er
hannaður af Rolls Royce í Noregi
og er 81 m langur, 17 m breiður og
hefur lestarrými fyrir um þúsund
tonn af frystum afurðum á brett-
um. mm
Spánverjar smíða nýjan frystitogara
fyrir HB Granda
Tölvugerð mynd af togaranum.
Fyrirtækið Hreinsitækni ehf. hófst
handa í vikunni við að fóðra að inn-
an holræsalagnir í Sæbóli í Grundar-
firði. Lagnirnar í götunni voru orðn-
ar lélegar og liggja undir skemmd-
um. Það var annað hvort að rífa upp
alla götuna og skipta þeim út eða
þessi lausn sem Hreinsitækni ehf.
býður upp á. Fyrri valmöguleikinn
er margfalt dýrari og mun tímafrek-
ari aðgerð og því var þessi lausn ofan
á. Starfsmenn Hreinsitækni áætla
sér um eina viku í verkið en þá ættu
allar lagnirnar í Sæbólinu að vera
sem nýjar. Þetta er byltingarkennd
aðferð þar sem gömlu lagnirnar eru
fóðraðar að innan með fljótharðn-
andi plastefni. Aðferðin kallast in-
situform en hægt er að lesa sér til
um hana á vef fyrirtækisins. tfk
Framkvæmdir hefjast
við Sæbólið
Strandveiðar hófust eins og kunn-
ugt er 2. maí síðastliðinn. Veðrið
var afleitt til veiða fyrstu tvo daga
tímabilsins og raunar vart sjóveður
fyrir litla báta. Engu að síður voru
nokkrir sem sættu lagi. Meðfylgj-
andi myndir sýna að aðstæður hefðu
getað verið betri. Um fimmtíu bátar
af ýmsum stærðum voru á veiðum á
Breiðafirði síðastliðinn fimmtudag,
á þriðja degi strandveiðitímabils-
ins. Um 320 bátar höfðu þá virkjað
strandveiðileyfi sín þegar öll veiði-
svæði við landið voru með talin.
Alfons Finnsson, fréttaritari
Skessuhorns, rær á bátnum Sæfinni
HF. Fonsi var á tíunda tímanum síð-
astliðinn fimmtudagsmorgun stadd-
ur um fjórar mílur norðaustur af
Ólafsvík þegar slegið var á þráðinn
til hans. Þá stundina var skítabræla
á miðunum og erfitt að athafna sig.
„Það er fiskur hérna, það vantar
ekki, en það er mikið rek og færið
eins og þvottasnúra. Því er spáð að
lægi heldur þegar líður á daginn og
maður verður bara að bíða þolin-
móður eftir því,“ segir Alfons. Síð-
degis kom Fonsi síðan með um 650
kíló til löndunar. Aflann segist hann
hafa fengið þegar dúraði á miðun-
um í smástund eftir hádegið.
Strandveiðibátar frá Ólafsvík
náðu sumir reytingi en nokkrir
náðu að fylla dagsskammtinn. Verð
fyrir aflann var fremur lágt í síðustu
viku, en á miðvikudaginn var með-
alverðið á markaði um 170 krónur
fyrir slægðan þorsk.
Þrátt fyrir rysjótta tíð verður að
segja að strandveiðarnar hafi geng-
ið vel á Snæfellsnesi. Skessuhorn
ræddi um hádegisbil á mánudag-
inn við Albert Guðmundsson sem
rær á Kríu SH. Var hann þá kominn
með 550 kíló frá því um morgun-
inn en eftir það hafði veiðin dottið
niður. „Það er mikið rek og leiðin-
legt við þetta að eiga, en það voru
sumir komnir að landi strax klukkan
tíu í morgun,“ segir Albert og bætti
við að aðrir hafi bara ekki verið að
fá neitt. „Svona er þetta bara, það
er ekki á vísan að róa í þessu frek-
ar en öðru,“ sagði Albert sem hélt
áfram að reyna að ná síðustu hundr-
að kílóunum í dagsskammtinn.
mm/af
Mikið rek og færið eins og þvottasnúrur
Guðlaugur Gunnarsson á Hilmi SH réri á miðvikudaginn í skíta-
brælu. Aflinn var um 170 kíló. Ljósm. af.
Krían SH á veiðum á Breiðafirði á fimmtudagsmorguninn. Eins og
sést er veðrið ekki upp á það besta. Símamynd: af.
Telja mátti um 50 báta á veiðum á Breiðafirði á fimmtudaginn samkvæmt
MarineTraffic.
Á fyrsta degi strandveiðanna, þriðjudaginn 2. maí kom upp bilun í Valdimar SH.
Haukaberg SH 20 dró bátinn til hafnar. Ljósm. sk.
Börkur Árnason rær á Ás SH. Hér er hann á miðunum síðastliðinn
fimmtudagsmorgun.
Hér kemur einn báturinn inn til hafnar í Grundarfirði eftir túr á miðvikudaginn
í liðinni viku. Hressilega pusaði yfir hann í briminu. Fjær liggur Hringur SH við
bryggju. Ljósm. tfk.
Það eru ekki allir dagar eins á strandveiðum. Suma dagana gengur allt að óskum,
aðra ekki. Vélarbilun kom upp í Hugrún RE á mánudaginn og því var kallað á
aðstoð Hafdísar RE sem tók Hugrúnu í tog til hafnar í Ólafsvík. Bátarnir höfðu
verið á veiðum í Grundarfjarðarbrúninni. Ljósm. af.