Skessuhorn - 10.05.2017, Side 21
MIÐVIKUDAGUR 10. MAÍ 2017 21
Félagsráðgjafi óskast til starfa hjá
félagsþjónustu Borgarbyggðar
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
01
7
Félagsþjónusta Borgarbyggðar auglýsir lausa stöðu félags-
ráðgjafa. Um er að ræða 100% starf.
Helstu verkefni og ábyrgð:
o Greining og meðferð barnaverndarmála
o Félagsleg ráðgjöf og fjárhagsaðstoð
o Þjónusta og ráðgjöf við fólk með fötlun
o Þátttaka í þverfaglegri teymisvinnu
o Forvarnarstarf og fræðsla
Menntun og hæfniskröfur:
o Starfsréttindi sem félagsráðgjafi
o Reynsla á sviði barnaverndar æskileg
o Lipurð í mannlegum samskiptum
o Frumkvæði og sveigjanleiki í starfi
o Skipulagshæfileikar og sjálfstæð vinnubrögð
Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Félagsráðgjafafélags Íslands
við Samband íslenskra sveitarfélaga.
Samkvæmt jafnréttisstefnu Borgarbyggðar eru karlar jafnt sem konur
hvattir til að sækja um starfið.
Umsóknir með upplýsingum um menntun, starfsreynslu og
umsagnaraðilum berist til borgarbyggd@borgarbyggd.is
fyrir 1. júní 2017.
Frekari upplýsingar um starfið veitir Inga Vildís Bjarnadóttir,
félagsráðgjafi í síma 433 7100, netfang: vildis@borgarbyggd.is
og Anna Magnea Hreinsdóttir, sviðsstjóri fjölskyldusviðs í síma 840
1522, netfang: annamagnea@borgarbyggd.is
„Framkvæmdirnar eru búnar að
ganga þokkalega þó það hafi ver-
ið svolítið strembið að halda settri
áætlun. Engu að síður sýnist mér
á öllu að það muni takast og við
stefnum að því að opna hér 20. maí
samtals 50 herbergi, þar af 30 sem
hafa verið endurgerð frá grunni,“
segir Ólafur Sæmundsson bygging-
arstjóri í samtali við Skessuhorn á
fimmtudag. Framkvæmdirnar sem
um ræðir eru stækkun Fosshót-
els Reykholts, en þær hafa stað-
ið yfir síðan í haust. „Það var allt
rifuð úr þessum herbergjum sem
verða opnuð í vor, þau bara gerð
fokheld og endurnýjuð frá grunni.
Þá var hannaður nýr matsalur, eld-
hús, sett lyfta og komin ný mót-
taka þar sem er hátt til lofts og vítt
til veggja,“ segir Ólafur. „En næsta
stóra einstaka verkefnið á dagskrá
er frágangur á bílaplaninu. Það á að
malbika það í næstu viku samhliða
áframhaldandi vinnu innan stokks
og utan,“ segir Ólafur.
Stækkun hótelsins er mikil fram-
kvæmd, en áætlað er að þær kosti
um 1,3 milljarða króna og lýsir
það e.t.v. best umfangi verksins.
„Þetta er búin að vera heljarmikil
framkvæmd. Hér hafa að meðal-
tali verið um 20 manns við ýmis
störf á degi hverjum síðan í októ-
ber,“ segir hann. „Þegar þessum
hluta er lokið verður farið í að reisa
viðbyggingu með 30 herbergjum
austan megin við húsið. Þau verða
kláruð í haust eða vetur og opnuð
fyrir næsta sumar. Þar verður spa
og fleira. Þetta verður algjört lúx-
ushótel með heitum laugum bæði
úti og inni,“ segir Ólafur og nefnir
þar á meðal Snorralaug. „Það verð-
ur hlaðin laug, eitthvað mótuð eft-
ir þeirri sem fyrir er hér í Reyholti.
Munurinn verður sá að við verðum
með Snorralaug sem má fara í,“
segir hann léttur í bragði.
Þegar framkvæmdum við stækk-
unina verður að fullu lokið fyrir
næsta sumar verða samtals 85 her-
bergi á Fosshótel Reykholti. „Þetta
verður eitt af stærstu og flottustu
hótelum landsins,“ segir Ólafur
Sæmundsson byggingarstjóri að
lokum.
Jarðvinnan gengið vel
Þorsteinn Guðmundsson verktaki
á Fróðastöðum í Hvítársíðu sér um
alla jarðvinnu við hótelið. Var hann
að vinna við drenlögn á bílaplaninu
fyrir framan hótelið þegar blaða-
mann bar að garði. Sér til halds og
trausts hefur hann Einar Ólafsson
á Gilsbakka. Steini hafði orð á því
í léttum dúr að Einar fengi nú lít-
ið greitt fyrir störf sín. Einar greip
boltann á lofti og sagði bæði gef-
andi og skemmtilegt að sinna sjálf-
boðavinnu. Það var létt yfir bæði
Steina og Einari þennan blíðviðris-
dag í Reykholti.
Jarðvinnan við hótelið hófst síð-
asta haust og sögðu þeir Steini og
Einar hana hafa gengið vel á fram-
kvæmdatímanum. Þeir reiknuðu
með því að ljúka lagnavinnunni
daginn eftir og loka planinu því
næst. Síðan yrði planið sléttað og
heflað og gert klárt fyrir malbikun,
en til stóð að malbika í byrjun þess-
arar viku eins og Ólafur bygginga-
stjóri minntist á hér að ofan.
kgk
Stækkun Fosshótels Reykholts á áætlun
Nýr inngangur hefur verið steyptur framan á Fosshótel Reykholti.
Þegar komið er inn fyrir hússins dyr mætir gestum rýmið þar sem móttakan
verður. Þar er orðið hátt til lofts og vítt til veggja enda var gólfið úr hæðinni fyrir
ofan fjarlægt.
Þorsteinn Guðmundsson (t.h.) verktaki á Fróðastöðum sér um alla jarðvinnu við hótelið. Sér til halds og trausts hefur hann
Einar Ólafsson á Gilsbakka. Fór vel á með þeim félögum.
Bílastæðið fyrir framan hótelið hefur verið stækkað um sem nemur sirka tíu metrum til norðurs. Til stóð að malbika planið í
byrjun þessarar viku.