Skessuhorn


Skessuhorn - 10.05.2017, Page 26

Skessuhorn - 10.05.2017, Page 26
MIÐVIKUDAGUR 10. MAÍ 201726 „Sumarið leggst vel í mig, ekki spurning. Það er alltaf spenna sem fylgir því að byrja mótið,“ seg- ir Helena Ólafsdóttir, þjálfari ÍA, í samtali við Skessuhorn. ÍA mæt- ir Tindastóli í fyrsta leik sumarsins í 1. deild kvenna föstudaginn 12. maí. Helena segir undirbúninginn hafa gengið vel. „Liðið verður klárt og er í raun alveg tilbúið nú þeg- ar,“ sagði Helena þegar rætt var við hana um miðja síðustu viku. „Stelp- urnar eru spenntar fyrir sumrinu rétt eins og þjálfararnir. Við fórum í góða æfingaferð til Spánar þar sem við gátum æft á grasi í góðu veðri og erum nýlega byrjaðar að æfa á grasi hérna heima. Við erum svolít- ið eins og beljurnar á vorin, spennt- ar að byrja að spila á grasinu og það verður æðislegt að byrja mótið,“ segir Helena létt í bragði. Sterk deild Aðspurð segir Helena markmið sumarsins fyrst og fremst vera að gera vel í deildinni. „Við vitum að við erum í hörku deild, nú er 1. deildin í fyrsta sinn í mörg ár með þessu sniði; alvöru deild þar sem tvö lið fara upp en ekki riðlar eins og síðustu ár. Fyrir vikið munu gæðin aukast. Það var orðin bið eft- ir þessu og ég er sannfræð um að þetta verður lyftistöng fyrir íslenska kvennaknattspyrnu,“ segir hún. „Ef við skoðum önnur lið í deildinni þá blasir við að þetta verður hörku keppni og getur farið á alla vegu. Liðin sem við spilum á móti eru öll að styrkja sig með erlendum leik- mönnum. Við erum ekki þar, ætl- um að treysta á okkar unga og efni- lega hóp og ég hef miklar vænting- ar til stelpnanna. Ég vil að við verð- um í baráttunni um að komast upp. Síðan verður bara að komast í ljós hve tilbúnar við erum í það. Ekkert lið er í 1. deildinni bara til að vera þar og við viljum fara upp,“ segir Helena en bætir því við að til þess þurfi liðið að spila vel í allt sumar, enda samkeppnin hörð. „Maður finnur að til dæmis hjá HK/Víkingi, sem mistókst að fara upp í fyrra, verður allt lagt í söl- urnar í sumar. Síðan hafa lið eins og Keflavík fjárfest í erlendum leik- mönnum og þar er krafan að fara upp. Þá er ég fullviss um að Sel- foss, sem féll úr Pepsi deildinni í fyrra, ætlar sér bara að vera eitt ár í 1. deild. Öll Pepsi deildar liðin hafa verið að styrkja sig fyrir tíma- bilið og það smitast niður í 1. deild sem styrkist fyrir vikið. Þannig að við munum mæta mörgum sterkum liðum í sumar,“ segir hún. Búum til heimavallarvígi Aðspurð um styrkleika liðsins segir Helena hann ekki síst fel- ast í liðsheildinni. „Það er göm- ul klisja að segja þetta, en mér fannst í gegnum vorleikina skína í gegn hvað liðsheildin er sterk. Við gefumst ekkert upp þótt á móti blási. Kannski er það tilkom- ið vegna þess að stelpurnar hafa spilað lengi saman, þekkjast bet- ur en almennt á öðrum stöðum. Ég held að það hjálpi alltaf til,“ segir hún. Auk þess telur hún að heimavöllurinn geti orðið liðinu mikill styrkur í sumar, með góð- um stuðningi áhorfenda. „Ég hvet Skagamenn til að vera duglega að mæta á Akranesvöll í sumar, fal- legasta völl landsins, til að hvetja stelpurnar og reyna að búa til sterkt heimavallarvígi,“ segir Hel- ena Ólafsdóttir að lokum. kgk „Það verður æðislegt að byrja mótið“ - segir Helena Ólafsdóttir, þjálfari ÍA Helena Ólafsdóttir, þjálfari ÍA. Ljósm. úr safni. Skagamenn munu treysta á ungan og efnilegan hóp og kveðst Helena bera miklar væntingar til leikmanna sinna. Ljósm. úr safni/ gbh. „Þetta leggst ágætlega í mig, 1. deildin í ár verður líka alvöru deild, ekki riðlar eins og undan- farin ár. Það var algjörlega kom- inn tími til að breyta fyrirkomu- laginu og sumarið verður ansi krefjandi fyrir ungan hóp,“ segir Björn Sólmar Valgeirsson, þjálfari Víkings Ó, í samtali við Skessu- horn. „Hópurinn er mjög ungur, við erum með sjö stelpur í hópn- um sem eru enn í grunnskóla. Það er eiginlega allt of ungt lið,“ segir Björn og hlær við, „en það er mun betra en að vera ekki með lið,“ segir hann. Ekki þarf að fara langt aftur í tímann þegar sú var raunin og Víkingur sendi ekki meistara- flokkslið til keppni í Íslandsmóti kvenna. „Þetta er fjórða keppnis- tímabilið okkar síðan liðinu var komið á fót fyrir fimm árum síð- an. Liðið og kvennaknattspyrnan í Ólafsvík hefur vaxið síðan og nú er allt í blóma í yngri flokka starfinu. Það eina sem vantar er að Ólsar- ar búi til fleiri börn, það hafa hlut- fallslega mun færri stelpur fæðst hér undanfarinn ár,“ segir Björn léttur í bragði og hvetur Ólsara til að láta til sín taka og reyna að búa til fleiri stelpur. Mikið breyttur hópur Víkingur leikur sinn fyrsta leik gegn liði Hamranna á útivelli laug- ardaginn 13. maí næstkomandi. Fyrsti heimaleikur liðsins verð- ur gegn Selfossi tæpri viku síð- ar, föstudaginn 19. maí. Aðspurð- ur um markmið liðsins í deild- inni í sumar segir hann það einfalt. „Stóra markmiðið hlýtur að vera að halda liðinu uppi, það er númer eitt, tvö og þrjú. En að sama skapi að gefa okkar ungu og efnilegu stelpum möguleika á að bæta sig og styrkja leik sinn. Það er nefni- lega mikill skóli fyrir unga leik- menn að spila í 1. deildinni. Við munum keyra þetta á þeim og sjá hvernig gengur,“ segir hann minn- ugur þess að vel hafi gengið síð- asta sumar. „Liðið gerði ótrúlega vel í fyrra og komst í undanúrslit- in eftir riðlakeppnina. Það gekk nánast allt upp og árangurinn fór fram úr fremstu væntingum,“ segir hann. Lið Víkings hefur hins veg- ar breyst töluvert mikið frá síð- asta ári. „Við erum búin að missa níu leikmenn frá því í fyrra af ým- iss konar ástæðum. Þrjár reynslu- miklar hættu vegna aldurs og ann- ríkis og síðan eru aðrar brottflutt- ar vegna skóla og jafnvel farnar í önnur lið,“ segir þjálfarinn. Stelpurnar vilja bæta sig „Þannig að það er þungt högg fyrir okkur að missa svona marga leikmenn en til að vinna á móti því fáum við erlenda leikmenn sem eru væntanlegir bara fyrir helgina. Þær koma til með að styrkja hóp- inn,“ segir hann. Þar er um að ræða Samira Suleman og Janet Egyr, sem léku með liðinu á síðasta ári, auk nýs leikmanns sem kynntur verður á næstunni. „Að mínu viti er mjög sterkt að geta fengið sömu erlendu leikmenn og léku með lið- inu á síðasta ári. Við þekkjum þær og þær vita að hverju þær ganga,“ segir hann. Aðspurður telur Björn helsta styrkleika liðsins felast í ungu og fersku liði sem sé tilbúið að læra og bæta sig. „Ásamt því að fá erlenda leikmenn sem við þekkjum þá held ég að vilji leikmanna til að læra og bæta sig sé helsti styrkleiki liðsins. Vilji til að læra og bæta sig er ótrú- lega mikill, stelpurnar eru alltaf að óska eftir aukaæfingum og meira krefjandi. Það er ótrúlega gam- an að þjálfa svoleiðis leikmenn,“ segir hann ánægður. „Sjáum hvort við náum að nýta þennan drifkraft stelpnanna strax, það kemur í ljós,“ bætir hann við. Að lokum vill þjálfarinn hvetja alla til að leggja leið sína á völl- inn. „Ég vonast til að sjá sem flesta á öllum leikjum, bæði karla- og kvennaleikjum í Ólafsvík í sumar og hvet fólk til að standa við bakið á liðunum,“ segir Björn Sólmar að lokum. kgk/ Ljósm. úr safni. „Stóra markmiðið að halda liðinu uppi“ - segir Björn Sólmar Valgeirsson, þjálfari Víkings Ó Ungir og efnilegir leikmenn munu mynda burðarás Víkingsliðsins í sumar og meðal þeirra sem verða í eldlínunni er Birta Guðlaugs- dóttir, einn efnilegasti markvörður landsins. Samira Suleman, sem hér skorar í leik með Víkingi á síðasta ári, mun einnig leika með liðinu í sumar, sem og Janet Egyr. Þá er von á einum erlendum leikmanni til viðbótar.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.