Skessuhorn


Skessuhorn - 21.06.2017, Blaðsíða 1

Skessuhorn - 21.06.2017, Blaðsíða 1
FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 25. tbl. 20. árg. 21. júní 2017 - kr. 750 í lausasölu Við viljum hafa pláss fyrir allt Þegar þörf er á brúar Arion bílafjármögnun bilið í bílakaupunum. Kynntu þér kjörin og ólíkar leiðir á arionbanki.is Loratadin LYFIS - fæst án lyfseðils 8 dagar í Írska og við teljum niður... Hátíðarhöld fóru hvarvetna fram um landið á laugardaginn á þjóðhátíðardegi Íslendinga 17. júní. Á Akranesi kom það í hlut Helgu Sjafnar Jóhannesdóttur að bregða sér í hlutverk fjallkonunnar. Flutti hún ljóðið Ættjörð eftir Davíð Stefáns- son. Sagt er frá hátíðarhöldum á nokkrum stöðum í Skessuhorni í dag. Ljósm. Guðni Hannesson. Nýjasta skipið í fiskiskipaflota landsmanna kom til heimahafnar á Akranesi í gærmorgun. Akurey AK-10 er annað af þremur skipum í raðsmíðaverkefni sem HB Grandi samdi um við tyrkneska skipasmíða- stöð. Engey RE var fyrsta skipið og er nú búið að ljúka við uppsetningu búnaður í það skip og það farið til veiða. Skipin verða með fullkomn- ustu ísfiskveiðiskipum í flotanum og um borð í þeim er hægt að með- höndla afla með besta hugsanlega hætti. Sá búnaður er einkum smíð- aður hjá Skaganum 3X. Góður að- búnaðar er auk þess um borð fyrir mannskapinn. HB Grandi hefur boðað til mót- tökuathafnar við Akraneshöfn næstkomandi föstudag klukkan 15 þar sem skipið og áhöfn þess verða boðin velkomin. Þar mun Vilhjálm- ur Vilhjálmsson forstjóri bjóða gesti velkomna, Benedikt Jóhann- esson fjármálaráðherra ávarpa gesti sem og Ólafur Adolfsson formað- ur bæjarráðs. Ingibjörg Björnsdótt- ir mun gefa skipinu nafn og séra Eðvarð Ingólfsson sóknarprest- ur blessar það. Karlakórinn Svan- ir mun syngja við athöfnina. Eftir það mun gestum gefast kostur á að skoða nýjasta skipið í fiskiskipaflota landsmanna. mm Akurey AK kom til landsins í gær Búið er að skrifa undir samning um kaup nýrra fjárfesta á 66,6% hlut í Krauma við Deildartunguhver. Fyrri eigendur halda þriðjungs- hlut í fyrirtækinu en fyrirtækið Jök- ull Invest kaupir meirihlutann. Það er sama félag og stendur á bak við rekstur Hótel Hafnar í Hornafirði. Pétur Jónsson rekstrarhagfræð- ingur hefur tekið við starfi fram- kvæmdastjóra Krauma. Hann seg- ir í samtali við Skessuhorn að fram- kvæmdir hefjist á næstu dögum við að ljúka við hús og lóð en stefnt er á að opna Krauma í september á þessu ári. Sjá nánar á bls. 10. Framkvæmdir hefjast að nýju við Krauma Árið 2014 komst Skipulagsstofnun að þeirri niðurstöðu að fyrirhuguð sólarkísilverksmiðja Silicor Materi- als á Grundartanga þyrfti ekki að gangast undir umhverfismat. Sagði stofnunin að verksmiðjan „sé ekki líkleg til að hafa í för með sér um- talsverð umhverfisáhrif og skuli því ekki háð umhverfisáhrifum.“ Ástæð- an fyrir þeirri niðurstöðu sagði Skipulagsstofnun vera þá að hún taldi „að áhrif starfseminnar á loft- gæði og gæði yfirborðsvatns verði óveruleg. Því veldur fyrst og fremst að unnið er að því að fullhreinsa hrá- efni sem er mjög hreint þegar það er tekið til vinnslu og framleiðslan fel- ur ekki í sér útblástur eða útskolun mengunarefna, heldur er unnið með lokaðan framleiðsluferil þar sem öll framleiðslan og hliðarafurðir nýtast sem söluvara.“ Nú hefur Héraðsdómur Reykja- víkur fellt úr gildi ákvörðun Skipu- lagsstofnunar með dómi sem kveð- inn var upp 16. júní síðastliðinn og þarf Silicor því að fara í gegn- um umhverfismat ætli fyrirtækið að reisa sólarkísilverksmiðju á Grund- artanga. Þessari niðurstöðu fagnar meðal annars Umhverfisvaktin við Hvalfjörð. Nánar um málið á bls. 10. Silicor skal í umhverfismatSkipið kom til Akraness í gærmorgun. Hér er því snúið framan við Langasand áður en siglt var inn í Akraneshöfn með flauturnar þeyttar. Ljósm. gó. BRÁKARHÁTÍÐ Laugardaginn 24. júní www.brakarhatid.is #brakarhatid2017

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.