Skessuhorn


Skessuhorn - 21.06.2017, Blaðsíða 12

Skessuhorn - 21.06.2017, Blaðsíða 12
MIÐVIKUDAGUR 21. JúNí 201712 Á fundi hreppsnefndar Eyja- og Miklaholtshrepps fimmtudaginn 14. júní síðastliðinn var meðal ann- ars rætt um framtíðarsýn fyrir sveit- arfélagið með tilliti til hugsanlegr- ar sameiningar við önnur sveitarfé- lög. í fundargerð frá hreppsnefnd- arfundi segir að Eggert Kjartansson oddviti hafi flutt inngang og talað fyrir að skoða þyrfti ýmsa kosti áður en farið yrði að ræða eina leið varð- andi sameiningarmál. Málið var rætt fram og aftur og sýndist sitt hverj- um, segir í fundargerðinni. Atkvæði voru greidd um erindi Gísla Guð- mundssonar og Valgarðs Halldórs- sonar íbúa í hreppnum þess efnis að Eyja- og Miklaholtshreppur taki þátt í greiningarvinnu sem nú er í gangi vegna sameiningar sveitarfélaganna Stykkishólmsbæjar, Helgafellssveit- ar og Grundarfjarðarbæjar. Tillaga þeirra var studd með undirskriftum um 2/3 hluta íbúa sem vilja að sveit- arfélagið tæki þátt í greiningarvinn- unni. Tillaga Gísla og Valgarðs var felld í hreppsnefnd með þremur at- kvæðum gegn tveimur. Þess í stað samþykkti meirihluti hreppsnefnd- ar að fá Samtök sveitarfélaga á Vest- urlandi til að hefja greiningarvinnu um hvar snertifletir og tenging- ar eru einkum við önnur sveitarfé- lög og taka saman í framhaldi hvaða kostir eru í stöðinni fyrir hreppinn. Hefði varpað skýrari ljósi á málið í bókun hreppsnefndarfólksins Halldórs Jónssonar og Hörpu Jóns- dóttur, sem vildu að farið yrði í greininarvinnu um kosti samein- ingar, segir: „Undirritaðir hrepps- nefndarmenn harma að ekki hefur verið tekið tillit til vilja þeirra íbúa sveitarfélagsins sem vilja að sveit- arstjórn taki þátt í þeirri greining- arvinnu sem nú er að hefjast milli Helgafellssveitar, Grundarfjarð- arbæjar og Stykkishólmsbæjar um sameiningu/samstarf sveitarfélag- anna. Greiningarvinnu sem hefði varpað skýrara ljósi á kosti og galla sameiningar fyrir Eyja- og Mikla- holtshrepp. íbúar sveitarfélagsins hefðu alltaf haft síðasta orðið um þá framvindu.“ Hvar liggja mestir snertifletir? Eggert Kjartansson oddviti bók- aði og flutti um leið svohljóðandi tillögu: „Þegar á að fara að skoða framtíðarsýn vegna samfélaga er mjög mikilvægt að fara vel yfir alla hluti enda skiptar skoðanir á þess- um málum og afar mikilvægt að vanda vel til verka og hleypa öll- um sjónarmiðum að með lýðræð- islegum hætti. Ljóst er að Eyja- og Miklaholtshreppur er í þeirri sér- stöðu að við höfum 4 möguleika í stöðunni. Vera sjálfstætt sveit- arfélag áfram, fara inn í samtalið við Grundarfjörð, Stykkishólm og Helgafellssveit, [eða] skoða hlut- ina með Snæfellsbæ eða Borgar- byggð. Mikilvægt er að greina og skoða möguleikana sem eru í stöðunni, hvar liggja tengingar og samlegðaráhrif við nágrannana okkar og hvar við viljum helst vera með sem mest samstarf í framtíð- inni. Oddviti leggur til að SSV verði fengið til að gera samantekt á því hvar snertifletir og tengingar eru við önnur sveitarfélög og taka saman í framhaldi hvaða kostir eru í stöðinni fyrir okkur. í framhald af því færi fram samtal við íbúa.“ Þessi tillaga oddvita var samþykkt með þremur atkvæðum, en tveir sátu hjá. mm Sveitarfélagið rekur Laugargerðisskóla þaðan sem þessi mynd er. Ljósm. úr safni Skessuhorns. Hreppsnefnd fól SSV að hefja greiningar- vinnu fyrir Eyja- og Miklaholtshrepp Frá og með 1. júlí næstkomandi hækkar mótframlag atvinnurekenda í lífeyrissjóð starfsmanna á almenn- um vinnumarkaði um 1,5 prósentu- stig og verður þá 10%. Skylduið- gjald til lífeyrissjóðs mun frá sama tíma nema samtals 14% sem skipt- ist í 4% iðgjald launamanns og 10% mótframlag atvinnurekenda. Síð- asti áfangi hækkunar á mótfram- lagi atvinnurekenda, sem samið var um í kjarasamningum aðildarfélaga ASí og SA í janúar 2016, kemur til framkvæmda 1. júlí 2018 en þá hækkar framlag atvinnurekenda aft- ur um 1,5 prósentustig til viðbótar og verður þá 11,5%. Skylduiðgjald til lífeyrissjóðs mun frá 1. júlí 2018 nema samtals 15,5% sem skiptist í 4% iðgjald launamanns og 11,5% mótframlag atvinnurekenda. Samkvæmt tilkynningu frá ASí hafa sjóðfélagar frá og með 1. júlí val um hvernig þeir ráðstafa við- bótariðgjaldinu. Sjóðfélagar geta þá ráðstafað því í tilgreindan séreign- arsparnað með samningi við sinn lífeyrissjóð eða nýtt það til að auka tryggingavernd sína til örorkulíf- eyris og ævilangs ellilífeyris í sam- tryggingu. Atvinnurekenda verður skylt að standa skil á öllu skylduið- gjaldinu (14% frá 1. júlí 2017 og 15,5% frá 1. júlí 2018) til skyldu- tryggingarsjóðs. mm Mótframlag atvinnurekenda í lífeyris- sjóð hækkar um mánaðamótin Bæjarstjórn Akraness samþykkti samhljóða á fundi sínum 13. júní síðastliðinn að hækka laun kjör- inna bæjarfulltrúa um 9% frá 1. júní síðastliðnum en ekki umfram það til ársloka 2018. Jafnframt segir í bókun frá bæjarstjórnar- fundi að Akraneskaupstaður vilji halda launum kjörinna fulltrúa á vegum bæjarins innan marka SA- LEK-samkomulagsins. Samhliða samþykkti bæjarstjórn að leggja niður biðlaunarétt bæjarfulltrúa en það fyrirkomulag tíðkast ekki hjá samanburðarsveitarfélögum og fyrirfinnst einungis hjá Reykja- víkurborg þar sem borgarfulltrúar sinna embættisstörfum í aðalstarfi. Jafnframt samþykkti bæjarstjórn breyttar reglur um laun fyrir setu í ráðum, nefndum og starfshópum. Bæjarstjórn Akraness samþykkti 22. nóvember 2016 að fresta ótímabundið hækkun launa sem fram til þess höfðu miðast við úr- skurð Kjararáðs um hækkun þing- fararkaups. Eins og þekkt er ákvað Kjararáð á kosningadaginn 29. október sl. að hækka þingfarar- kaup alþingismanna um 44,3% frá 1. nóvember 2016 en laun al- þingismanna voru þá hækkuð úr kr. 762.940 í kr. 1.104.040 kr. „Með því að hækka laun bæjar- fulltrúa um 9% frá og með 1. júní síðastliðnum og ekki umfram það til ársloka 2018 vill bæjarstjórn Akraness halda launum kjörinna fulltrúa á vegum bæjarins innan marka SALEK-samkomulagsins,“ segir í bókun bæjarstjórnar sem samþykkt var eins og áður segir samhljóða. mm Hækka laun bæjarfulltrúa og fyrir nefndarsetu „Já, við hófum veiðina í síðustu viku með því að bændur og veiði- réttareigendur renndu fyrir fisk. Þannig hefur það verið á hverju ári,“ sagði Ólafur Johnson þegar spurt var um opunun veiði í Lax- ár í Leirársveit. Lax hefur fyrir nokkru sést í ánni eins og reynd- ar víða í ánum um vestanvert land- ið. „Þetta voru fjórar stangir og slangur af laxi. Við lönduðum bara tveimur löxum, en misstum slatta af fiski. Sáum góða göngu á harða- siglingu upp ána,“ sagði Ólafur og bætti því við að það var Reynir Jó- hannesson frá Stóra-Lambhaga sem veiddi fyrsta laxinn úr Lax- fossi á svarta Franses. gb Veiði hafin í Laxá í Leirársveit Reynir Jóhannesson með fyrsta laxinn úr Laxá en hann veiddi fiskinn í Laxfossi. Ljósm. ój. Hver laxveiðiáin af annarri hef- ur verið opnuð síðustu daga. Svo virðist sem laxar séu gengnir í þær flestar ef ekki allar. Vatnið er gott í ánum en fer reyndar minnkandi. „Við erum að opna Grímsá á fimmtudaginn næsta og það hafa sést laxar á nokkrum stöðum í henni; m.a. í Laxfossi og í Svart- astokki. Við sáum 10 til 12 laxa á hvorum stað,“ sagði Jón Þ Júlí- usson í samtali við tíðindamann Skessuhorns. Hann var þá nýkom- inn ofan úr Grímsá í Borgarfirði í vikulokin. „Það verða erlendir veiðimenn sem opna Grímsá að þessu sinni,“ bætti hann við. Laxá í Kjós var opnuð á mánu- daginn af íslendingum. „Já, þetta er allt að byrja hjá okkur og mér lýst vel á sumrið. Það eru allir orðnir verulega spenntir að opna árnar. Laxá í Dölum verður opn- uð 28. júní og verður gaman að sjá hvernig hún byrjar. Það eru bún- ir að sjást laxar í henni,“ sagði Jón ennfremur. Laxá í Leirársveit var opnuð á þjóðhátíðardaginn. gb Jakob Bjarnar Grétarsson með lax úr Grímsá í Borgarfirði. Orðnir verulega spenntir að hefja veiðina

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.